Morgunblaðið - 14.12.1995, Síða 23

Morgunblaðið - 14.12.1995, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI ÓLI hefur málað í stofunni heima í Múlasíðu og hér er hann við þau verk sem tilbúin eru fyrir sýninguna í Sviss. Hún hefst á hóteli í St. Moritz 6. janúar næstkomandi. sólarhring. Því þurftu hásetamir að henda fiski - og þúsundum tonna var hent í sjóinn af íslensk- ura_ sjómönnum á þessu tímabili." Óli segir að íslendingar kunni ekki að umgangast þá auðlind sem er fiskurinn í sjónum enda séum við grimmir veiðimenn og nánast eins og engisprettur á miðunum. „Sjálfur hef ég á mínum sjómanns- ferli tekið þátt í að vera mánuðum saman með ólögleg veiðafæri í sjó - með klæddan poka langt fram í belg og fína möskva. Þannig er allur fiskur drepinn, smærri fískin- um er hent aftur í sjóinn fyrir stærri fiska og fugla en annur físk- ur er unnin eftir föngum.“ Augu ráðamanna hafa opnast Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra kom inn á þessi mál á Fiskiþingi nýlega og segir Óli ánægjulegt til þess að vita að ráða- menn þjóðarinnar séu farnir að benda íslenskum sjómönnum á að ganga betur um auðlindina. „Mikið rosalega hefur tekið langan tíma að ná með þessi mál inn á skrifborð ráðamanna þjóðar- innar. Það er kannski ekkert skrýt- ið því samtrygging sjómanna er mikil, vegna þess ótta að þeir missi skipspláss sín ef sagt er frá - og þannig var það einmitt með mig.“ En þrátt fyrir allt er Óli sæmi- lega bjartsýnn á framtíðina - enda bindur hann miklar vonir við sýn- inguna í Sviss og þá möguleika sem hann hefur í sambandi við útflutning á íslenska hestinum. „Ég er með góð spil á hendi og nú er spurningin hvernig mér tekst að leggja þau á borðið. Ég hef fengið að einbeita mér að þessum hlutum og ég fæ seint þakkað konu minni og börnum fyrir það tækifæri." FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 D 23 Flékin verkefni - Einfaldar lausnir Um leið og við vekjum athygli á nýjum þjónustuaðila FJÖLNIS í Eyjafirði viljum við óska Norðlendingum gleðilegra jóla. F J Ö L N I R Flókin iar lausní Akurstjarnan hf. - tölvudeild Skipagötu 16,3.hæð 600 Akureyri STRENGUR hf. - í stöSugri sókn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.