Morgunblaðið - 14.12.1995, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 D 25
FRAMTIÐARSVÆÐI Háskólans á Akureyn við Sólborg.
AKUREYRI
Stofnun Vilhjálms
Stefánssonar leggur skólanum
mikla ábyrgð á herðar
unina verði traust og skilvirk. Hann
segir ákvörðun um Stofnun Vil-
hjálms Stefánssonar leggja Háskól-
anum á Akureyri mikla ábyrgð á
herðar og ljóst sé að við mótun
framtíðarstefnu háskólans þurfi að
taka tillit til hennar. „í tengslum
við Stofnun Yilhjálms Stefánssonar
á Akureyri kemur ný vídd inn í
stefnumótun Háskólans á Akureyri.
Sú stefna þarf að taka mið af því
að háskólinn marki sér ákveðnar
bás en nú er sem háskóli á norður-
slóð og líti á það sem hlutverk sitt
að rannsaka og fræða um lífsskil-
yrði, náttúru og atvinnulíf á norður-
slóð.
Tillaga um rannsóknardeild
ferðamála
Samgönguráðuneyti hefur til
umfjöllunar tillögu háskólans um
að komið verði á fót
rannsóknardeild ferða-
mála víð Rannsóknar-
stofnun Háskólans á
Akureyri. Meðal verk-
efna yrði að safna og
vinna úr upplýsingum
um þróun, umfang og
hag ferðaþjónustunnar,
en þar má nefna þætti er varða fjár-
festingu í greininni, nýtingu að-
stöðu, fjárhagslega afkomu og upp-
lýsingar vegna markaðssetningar,
að gera skipulegar kannanir á mati
ferðamanna á gæðum þjónustunn-
ar, að veita stjómvöldum og aðilum
ferðaþjónustu ráðgjöf og þjónustu
og stuðla að rannsóknum á sviði
ferðamála og kynningu þeirra, m.a.
í vísinda- og fagtímaritum.
Til að koma á fót deild ferða-
mála við Rannsóknarstofnun Há-
skólans á Akureyri hefur verið sótt
um þriggja milljóna króna framlag
til samgönguráðuneytis. Sagði Þor-
steinn að samgönguráðherra og
þeir sem tillagan hefur verið kynnt
fýrir hafi tekið vel í hugmyndina.
Verði rannsóknardeild ferðamála
komið á fót segir hann nauðsynlegt
að námsframboð rekstrardeildar
verði styrkt til að veita rannsóknar-
deildinni öflugra bakland.
Sérstaða Háskólans á Akureyri
Háskólinn á Akureyri hefur
nokkra sérstöðu, „í fyrsta lagi bjóð-
um við upp á nám í sjávarútvegs-
deild, en það er eina BS-námið í
sjávarútvegsfræðum hér á landi.
Þá höfum við markað okkur nokkra
sérstöðu með því nána samstarfi
sem við eigum við rannsóknarstofn-
anir atvinnuveganna sem hér fer
fram. Við stöndum saman að ráðn-
ingu sérfræðinga á ýmsum sviðum
sem hafa kennsluskyldu við skól-
ann. Þá get ég nefnt sérhæfingu
innan rekstrardeildar, en hægt er
að ljúka BS-prófi í gæðastjórnun
frá skólanum og er það eina námið
af því tagi sem í boði er hér á landi.
Einnig get ég nefnt að við höfum
aðrar áherslur í námi bæði innan
heilbrigðisdeildar og kennaradeild-
ar, en í þeirri síðarnefndu er lögð
áhersla á starf í fámennum skól-
um,“ sagði Þorsteinn.
Háskólamenn eru þessa dagana
ekki einungis að koma sér fyrir á
nýrri háskólalóð og að vinna að
auknu námsframboði. Nýjar áhersl-
ur í rannsóknum hafa einnig verið
boðaðar. Samstarfsstofnanir Há-
skólans á Akureyri eru Hafrann-
sóknarstofnun, Rannsóknarstofnun
fiskiðnaðarins, Iðntæknistofnun ís-
lands, Rannsóknarstofnun landbún-
aðarins, Fiskifélag íslands og
Fræðsluskrifstofa Norðurlandsum-
dæmis eystra.
Nú nýverið var skipuð samvinnu-
nefnd um norðurmálefni í samræmi
við þingsályktun um Stofnun Vil-
hjálms Stefánssonar á Akureyri.
Hlutverk hennar er að tengja saman
og treysta samstarf
stofnana sem hafa ann- -__________
ast og munu annast ~ ,
rannsóknir á norðurslóð- KannSOknar-
um svo og tengsi og deild ferða-
samstarf um málefni mála komið á
Stofnunar Vilhjálms fýt vlð HA?
Stefánssonar. Einnig er _____
henni falið í samráði við
ráðuneyti að vinna að
undirbúningi Stofnunar Vilhjálms
Stefánssonar á Akureyri, en ætlun-
in er að hún hefji starfsemi í árs-
byijun 1997. Þorsteinn telur að
tryggja þurfi að tengsl stofnun-
arinnar við háskólann verði með
sem nánustum hætti, að hún verði
í húsnæði skólans og formleg og
starfsleg tengsl skólans við stofn-
Birkir Skarphéðinsson kaupmaður í Amaro
Verslunar-
ferðir til út-
landa hafa
mikil áhrif
AMARO rekur verslun og heild-
sölu á Akureyri en fyrirtækið var
stofnað árið 1940 af Skarphéðni
Ásgeirssyni og fleirum. í dag reka
synir Skarphéðins fyrirtækið, þeir
Birkir og Kristján og um tíma var
þriðji bróðirinn Brynjar einnig
aðili að rekstrinum. Hjá fyrirtæk-
inu starfa um 35 manns.
Birkir segir að rekstrarum-
hverfið sé erfitt í dag og hafi ver-
ið sl. 5 ár og hann sér ekki fram
á annað en svo verði áfram fram
undir aldamót. „Reksturinn var
mun léttari fyrir 10 árum, þá var
töluverð verðbólga og umhverfið
allt öðruvísi en það er í dag. Stöð-
ugleikinn nú er hins vegar nyög
mikilvægur og nauðsynlegur í
Morgunblaðið/Kristján
Birkir Skarphéðinsson, í Am-
aro telur að lengri afgreiðslu-
tími í desember skili sér ekki
í meiri verslun. Hér er hann
staddur í undirfatadeildinni í
verslun sinni.
rekstri fyrirtækja," segir Birkir.
í seinni tíð hefur verið nokkuð
um beint flug frá Akureyri á
haustin til borga í Evrópu og hafa
fleiri hundruð bæjarbúar farið í
þessar ferðir til að skemmta sér
og versla. „Þessar verslunarferðir
erlendis taka mikla verslun frá
okkur og hafa stórkostleg áhrif á
reksturinn."
Rugl að breyta kortatímabilinu
Jólaverslun hefur farið hægt
og sígandi af stað og Birkir reikn-
ar með að vershin fari á fulla ferð
um og eftir helgina. Hann er á
móti því að lengja afgreiðslutíma
mikið í desember og telur það
heldur ekki skila sér í meiri versl-
un.
„Þá er það algjört rugl að minu
mati að breyta kreditkortatimabil-
inu í desember og með því er að-
eins verið að lengja í hengingaról-
inni þjá fólki. Eg gerði óforinlega
könnun í búðinni fyrir síðustu jól
og þá kom fram að um 80% af því
fólki sem ég talaði við vildi ekki
að dagsetningu kortatímabilsins
væri breytt. Fólki er heldur eng-
inn greiði gerður með þessu
rugli,“ sagði Birkir.
/
Oskutn
JAkiireyringum og Candsmönnum öCCum
gCeðiCegrajóCa
ogfarsczCs lípmandi árs.
‘Þökkum viðskiptin á árinu sem er að Cíða
*
Sparisjóður
Akureyrar og
Arnarneshrepps
S. 462 4340 Brekkugötu 1
Gúmmívinnslan hf.
óskar eftir stjórnanda
í HJÓLBARÐADEILD
Umsækjendur þurfa að hafa mikla þjónustulund á velli og í
síma, hafa stjórnunarhæfileika, vera áreiðanlegir og skapandi
auk þess að geta unnið breytilegan vinnudag á álagsstundum.
Æskilegt er að viðkomandi séu vanir vinnu á tölvur og hafi
þekkingu á hjólbörðum. Öll menntun og starfsreynsla er
metin að verðleikum.
Óskað er eftir starfsmanni í fullt starf, sem ekki neytir tóbaks
og er tilbúinn að vinna í vinnugalla sem og sínum hversdags-
fötum. Kvenfólk er hvatt til að sækja um starfið.
Umsækjendúr skulu setja upp sína umsóknir og skila á skrif-
stofu Gúmmívinnslunnar hf.
Árni gefur nánari upplýsingar um starfið í síma 461 2600.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þeim
svarað þegar búið er að ráða í starfið.
GÚMMÍVINNSLAN HF.
Réttarhvammi 1 - 603 Akureyri
sími 461 2600 Fax 461 2196
Gúmmívinnslan hf. er traust framleiðslu- og þjónustufyrirtæki. Þar eru seld dekk á allar gerðir
farartækja, stærri dekk sóluð, framleiðddar ýmsar vörur úr gúmmi og útgerðarvörur úr stáli.
Skoðaðu úrvalið í Nestunum
/ Nestin ,
Leiruvegi • Veganesti • Tryggvabraut
C.
•'■****