Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 13 LANDIÐ Morgunblaðið/Bjöm Blöndal JÓLASTÚDENTAR Fjölbrautaskóla Suðurnesja setja upp hvítu kollana. Fjölbrautaskóli Suðurnesja 23 jólastúdentar brautskráðir Keflavík- Þrjátíu og fimm nemend- ur voru brautskráðir á haustönn Fjölbrautaskóla Suðurnesja við há- tíðlega athöfn á sai skólans laugar- daginn fyrir jól. Þar af voru 23 stúd- entar og afhenti nýr skólameistari, Ólafur Jón Ambjörnsson, nemendum brautskráningarskírteinin. Á önn- inni voru 754 nemendur í dagskóla og 213 nemendur stunduðu nám við öldungadeild. Kynnir við athöfnina var Stur- laugur Ólafsson og fram komu kór Fjölbrautaskólans og nemendur Tónlistarskólans í Keflavík undir stjórn Gróu Hreinsdóttur. Oddný G. Harðardóttir aðstoðarskólameistari rakti starfsmannamál og skólameist- ari ávarpaði brautskráða. Alls hlutu 8 nemendur viðurkenningar fyrir störf og góðan námsárangur: María Erla Pálsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir störf með Vox Arena, ieikfélagi NFS, Erla Hafsteinsdóttir hlaut við- urkenningu fyrir störf að félagsmál- um NFS, Linda Helgadóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan námsár- angur í stærðfræði, raungreinum og í íslenskum bókmenntum, Jón Elvar Guðmundsson hlaut viðurkenningu fyrir árangur í stærðfærði, Emil Á. Vilbergsson fyrir árangur í raun- greinum, Arnór B. Vilbergsson fyrir árangur í viðskiptagreinum, Jóhann Björn Elíasson fyrir góðan árangur á vélstjórnarbraut og Þorvaldur H. Bragason hlaut viðurkenningu fyrir góða frammistöðu í stærðfræði- keppni framhaldsskólanna. Óvenjulangur frostakafli á Jökuldal Vaðbrekka, Jökuldal.- Nú er nýlokið óvenjulöngum frosta- kafla sem gengið hefur yfir Jökuldal í lok desember, má segja að frostið hafi varla farið niður fyrir 20 gráður síðustu tíu daga í desemner. Jökuldælir láta sér að vísu ekki allt fyrir brjósti brenna í þessum efnum eins og nafnið bendir til, en voru orðnir seinþreyttir á gadd- inum. En nýársdagur gekk í garð með „betri tíð og blóm í haga“ og var þá frost komið niður í núll gráður. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu síðasta fimmtudag fór frost yfir 32 gráður í Möðrudal og hefur verið þar í kringum 30 gráður langtímum saman. Hér niður á Jökuldal hefur frostið verið kringum 25 gráður löngum stundum. Er þessi fro- stakafli farinn að hafa áhrif á dagleg störf fólks. Mjög illa gengur að gangsetja öll vélknúin ökutæki er ganga fyrir díselolíu og fara sum þeirra alls ekki í gang nema með tilfæringum og allskonar upphitunum, þessar gangtruf- lanir í ökutækjunum koma kannski ekki að sökum vegna þess að fólk heldur sig mest inni við í svona miklum kulda, en gætu komið sér illa ef eitt- hvað kæmi upp á. Frosið hefur fyrir neysluvatn á einstaka býli hér í sveitinni, og á einum bæ fraus einnig fyrir hráolíurennslið til kyndingar- innar, en bóndinn náði að þíða lögnina með rafsuðu. Einnig er farið að bera á að fijósi í brynn- Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson ÞAR sem mætast frost og raki myndast allskonar listaverk. ingarstömpum í fjárhúsum og að það svelli í kringum þá. Ekki hafa þó orðið neinir teljandi skaðar af völdum frostakaflans, sem samkvæmt veðurspám fer að ganga niður úr þessu. Þó gætu orðið kalskemmdir þar sem þetta mikla frost kemur á alauða jörð. Jákvæðu hliðar frostakaflans eru síðan aftur þær að tært og fallegt veður hefur verið þenn- an tima og náttúrufegurð mikil. Allskonar kynjamyndir verða til þar sem mætast þetta mikla frost og gufa eða raki, og tijá- gróður er farinn að skarta hvítu og gráu skeggi víðast, að hætti jólasveina. Leikskóla- bömum boð- ið til ísveislu Hveragerði - Öllum börnum á leik- skólunum í Hveragerði var nú fyrir jólin bodið til ísveislu í Eden. Bragi Einarsson, eigandi Eden, sagði að með þessu boði hefði hann viljað gleðja börnin á aðvent- unni og um leið hefði hann mikla ánægju sjálfur af heimsóknum barnanna. Það var greinilegt að börnin höfðu gaman af heimsókn- inni, jólaljósin og umhverfið allt vakti mikla hrifningu og börnin sátu stillt og prúð og gæddu sér á ísnum sínum, sum hver jafnvel í sinni fyrstu kaffihúsaheimsókn. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Ibúum Stykkishólms fjölgar Stykkishólmi - Samkvæmt upp- lýsingum frá Hagstofu íslands voru íbúar Stykkishólms 1.295 hinn 1. desember sl. Því hefur íbú- um bæjarins fjölgað um 36 manns á árinu sem er að kveðja. Þetta eru ánægjuleg tíðindi þar sem svo mörg sveitarfélög þurfa að sjá eftir fleiri íbúum í burtu en þang- að flytja. Þessi aukning stafar fyrst og fremst af því að hér er næg atvinna. Mörg störf eru hér í kringum skelvinnslu, rækju- vinnslu og ígulkeravinnslu. Þessari fjölgun fylgir eftirspurn eftir hús- næði. Nú er eitt einbýlishús og 2ja íbúða raðhús í smíðum. Fram- kvæmdir hófust í haust. Það eru þeir Benedikt Frímannsson og Pálmi Qlafsson sem sjá um að byggja húsin. Þeir hafa haft nóg að gera við húsbyggingar, því í haust skiluðu þeir af sér raðhúsi fyrir Stykkishólmsbæ. Morgunblaðið/Árni. í Stykkishólmi er verið að byggja einbýlisliús og raðhús við Ásklif. Aðvörunarskilti sett upp við Snorrastaða- tjarnir Vogum - Varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins hefur lát- ið setja upp aðvörunarskilti við Snorrastaðatjarnir, sem eru eitt vinsælasta útivistarsvæðjð á Suð- urnesjum. Á skiltunum er fólk varað við sprengjum sem kunna að leynast. á svæðinu, sem er gamalt skotæfingasvæði stór- skotaliðs bandaríska landhers- ins. Fólki er ráðlagt að snerta ekki sprengjur ef þær kunna að finnast enda stórhættulegar í höndum þeirra sem ekki kunna með þær að fara. Fólki er bent á að láta lögreglu vita ef sprengj- ur finnast. Á skiltunum eru aðvaranir á íslensku og ensku. Ný endurvarps- stöð Ríkis- útvarps á Suðurlandi NÝ endurvarpsstöð Ríkisútvarps- ins hefur verið tekin í notkun að Auðsholti í Ölfushreppi og þjónar hún Hveragerði, Selfossi, Eyrar- bakka, Stokkseyri, Þorlákshöfn og nærliggjandi sveitum. Útsending- ar eru sem hér segir: Sjónvarp á rás 49 UHF, Rás 1 á FM 91,3 MHz og Rás 2 á FM 95,3 MHz. Jafnframt er fyrirhugað á næst- unni að leggja niður sendingar á Selfossi, Rás 1 FM 90,6 og Rás 2 á 93,2 og einnig sendingar frá Hlíðarenda við Þorlákshöfn, Rás 2 FM 101,6. Einnig verða lagðar niður sjónvarpssendingar frá nú- verandi endurvörpum fyrir Hvera- gerði og Þoriákshöfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.