Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 15
VIÐSKIPTI
Spá minni hækkun
á verðbréfa-
markaði vestra
New York. Reuter.
HÆKKANIR hafa sjaldan verið
meiri á bandarískum verðbréfa-
markaði en á nýliðnu ári. Dow Jo-
nes vísitalan hefur sett eitt met á
viku að jafnaði, en sérfræðingar
búast við minni hækkunum og meiri
sveiflum 1996.
Dow vísitalan komst hæst í 5266
punkta 14. desember og var 5110
annan dag jóla.
Það jafngildir 1276 punkta hækk-
un á ári, eða 33%. Dow vísitálan var
3834,44 við lokun 30. desember
1994 eftir 2,14% hækkun 1994.
Nasdaq vísitalan hækkaði um 39%
á sl. ári samanborið við 3,20% lækk-
un 1994.
Sérfræðingar búast ekki við svo
miklum hækkunum í ár, en telja
yfirleitt að Dow hækki í 5500-6000
1996, þótt nokkrar sveiflur muni
eiga sér stað.
Miklar hækkanir bréfa í tæknifyr-
irtækjum ýttu undir hækkun Dow á
liðnu ári. Þótt hækkun þeirra stöðv-
aðist um mitt sumar tók önnur
hækkun við þegar fjárfestar urðu
vandfýsnari í vali á hátæknibréfum.
Minni hagnaður1996?
Ávinningur af endurskipulagn-
ingu fyrirtækja hefur þegar skilað
sér og útlit er fyrir hægari aukningu
á hagnaði fyrirtækja á þessu ári.
Peter Canelo, sérfræðingur
NatWest Securities, gerir ráð fyrir
að hagnaður af S&P 500 aukist um
8% og Dow verði því 5650-5950.
Hann gengur einnig út frá að lang-
tíma arður af skuldabréfum fari nið-
ur fyrir 5,5% og að ekki verði uppi
of mikil bölsýni á horfur í efnahags-
málum.
William LeFevre, sérfræðingur
Ehrenkrantz King Nussbaum, telur
að í árslok 1996 muni Dow hafa
hækkað um 10% miðað við 1995.
„Ég er mjög varkár,“ segir hann.
Sérfræðingur Gruntals, Joseph
Battipaglia, er ekki eins varkár.
Hann telur að Dow hækki í 6000
1996 og hagnaður af S&P 500 auk-
ist um 10% í 39 dollara úr 36,50
dollurum 1995.
Phil Orlando, sérfræðingur Value
Line Asset Management, spáir því
að Dow hækki í 5700. Hann segir
að þar sem búizt sé við að hagnaður
af S&P 500 aukist um eða yfir 10%
hafi fjárfestar þeim mun meiri
ástæðu til að einbeita sér að tækni-
bréfum.
Elaine Garzárelli, forstjóri Garza-
relli Capital Inc, hyggur að Dow
fari hæst í 6100 á næstu 12-18
mánuðum.
Gail Dudack, sérfræðingur UBS
Securities, telur líkur á hóflegum
hækkunum. Hann gizkar á að Dow
fari í 5500-5800 1996 og að hagn-
aður af S&P 500 muni aukast um
11% í 38,50 doliara.
Michael Metz frá Oppenheimer
telur að Dow muni komast hæst í
5300 í janúar og lækka í 4860 í lok
ársins.
„Hagnaður fyrirtækja mun valda
vonbrigðum,“ segir hann. „Aðstæð-
ur benda til að vöxtur verði hægur.
Við munum alls ekki ná miklum
árangri og síðan tel ég að verðbólgu-
hræðsla muni grípa um sig um mitt
ár.“
Stjórnmál í fyrirrúmi
„Á næsta ári verða stjórnmálin
allsráðandi," segir Dudack. „Þótt
þróunin stefni í rétta átt má aldrei
vanmeta stjórnmálin, sem munu
valda markaðssveiflum." Hlutabréf
í Bandaríkjunum hækka venjulega
í verði á því ári þegar forsetakosn-
ingar fara fram.
„Það sem raunverulega skiptir
mestu máli er hvort repúblikanar
halda meirihluta í báðum þingdeild-
um, eða hvort demókratar ná aftur
meirihluta," segir Canelo.
Athygli manna í Wall Street mun
einnig beinast að því hvort Alan
Greenspan verður aftur kjörinn
seðlabankastjóri, þótt hann hafi
gegnt því starfi lengur en venja er.
„Gagnrýna má Greenspan fyrir
að hafa verið of hægfara," segir
Battipaglia, „en hann hefur eytt
verðbólguþrýstingi og átt þátt í því
að iðnaðurinn hefur tekið kipp og
samkeppnisstaða hans batnað á
heimsmarkaði."
Hægari vexti
spáð vestra ’96
New York. Reuter.
HAGVÖXTUR verður hægur í
Bandaríkjunum 1996 og vaxtalækk-
anir verða nauðsynlegar til að kom-
ast hjá samdrætti samkvæmt könnun
Wall Street Journal á viðhorfum 64
hagfræðinga.
Flestir hagfræðingar búast ekki
við samdrætti vegna væntanlegrar
vaxtalækkunar bandaríska seðla-
bankans og fyrirætlana um að draga
úr ríkishalla að sögn blaðsins. Þær
ráðstafanir ættu að vega á móti
áhrifum þess að atvinna hefur lítið
aukizt og að viðskipti voru treg um
hátíðarnar.
Heildarframleiðsla í Bandaríkj-
unum 1995 jókst um 1,7% á fyrsta
ársfjórðungi, 0,7% á öðrum ársfjórð-
ungi og 3% á þriðja ársfjórðungi að
sögn blaðsins. Tölur frá fjórða árs-
fjórðungi 1995 verða birtar síðar i
þessum mánuði. Hagfræðingum, sem
búast við samdrætti 1997, fjölgaði í
um 35% að sögn blaðsins. Um 60%
hagfræðinganna búast við að Clinton
forset nái endurkjöri.
Miklum breytingum
þýzkra banka spáð
Frankfurt. Reuter.
LEIÐTOGAR stærstu banka Þýzka-
lands búast við miklum breytingum
1996, meðal annars vegna tölvu-
banka og sameginlegs gjaldmiðils,
og telja því nauðsynlegt að móta
nýja stefnu.
Bankastjórarnir sögðu blaðinu
Börsen Zeitung að áhrifa aukinnar
alþjóðavæðingar vegna afnáms hafta
á fleiri fjármálamörkuðum mundi
gæta mest í þýzkum bankamálum á
þessu ári.
Aðalbankastjóri Deutsche Bank
AG, Hilmar Kopper, sagði að „sígild-
ir viðskiptabankar" ættu í erfiðleik-
um. Ör vöxtur rafeindamiðla á síðari
árum hefur breytt samkeppnisstöðu
þýzka bankakerfisins og neytt banka
til að endurskoða hlutverk sitt í
tölvuvæddu þjóðfélagi, sagði hann.
Yfirmaður Commerzbank AG,
Martin Kohlhaussen, sagði að ný
samkeppni mundi ekki aðeins koma
frá hefðbundnum bönkum heldur
fjármálastofnunum, sem mundu
reyna að hagnýta sér „upplýsinga-
hraðbrautina" í alnetinu til að ná til
viðskiptavina.
PFAFF
GRENSÁSVEGI 13
Sími 533 2222
PFAFF PAR SEM ÞU GENGUR AD HEIMILISTÆKJUNUM VÍSUM
Morgret Teilcnari FÍT