Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLUIM Spár um dauða blaða vestra ekki tímabærar Utbreiðsla bandarískra dagblaða Milljónir eintaka á dag 50 Morgunblöð 7f ~ Síðdt •gisblöð 1945 1950 1955 1960 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1994 ÞRÁTT fyrir tilkomu nýrra rafeindafjölmiðla eru spádómar um yfír- vofandi blaðadauða í Bandaríkjunum stórum ýktar að mati sérfræð- inga í málum bandarí- skra fjömiðla, segir Tony Jackson í eftirfarandi grein úr Financial Times. Bandaríski blaðaiðnaðurinn er illa á vegi staddur. Verkföll hafa geisað á tveimur biöðum í Detroit síðan í sumar. Times Mirror, eigandi The Los Angeles Times og fjölda annarra blaða, hefur sagt upp þúsundum starfsmanna. Útgáfa nokkurra blaða Times Mirror forlagsins, þar á meðal verðlaunablaðsins New York Newsday, hefur verið stöðvuð. í fljótu bragði gæti þetta virzt lex- ía, sem blöð annars staðar í heiminum ættu að láta sér að kenningu verða. Bandaríkin eru heimkynni rafeinda- fjölmiðla í beintengdum heimi, þar sem prentuð blöð kunna að virðast átakanlega gamaldags. Hefst dauði þeirra í Bandaríkjunum?. Tækifæri eða ógnun? Getur verið, en ekki strax. Um- brotin í greininni eru aðallega and- svar, ekki við framtíðinni, heldur kvalafullri niðursveiflu áranna eftir 1990. Blöðin gætu tekið fjörkipp þegar líður á áratuginn að sögn sér- fræðinga. Ef til lengri tíma er litið gæti tilkoma rafeindafjölmiðla reynzt tækifæri fremur erv ógnun. Blöðin eru háð sveiflum og sveiflur á auglýsingatekjum mótast meira af efnahagsástandinu en tekjur af seld- um eintökum. Hlutdeild blaða á bandarískum auglýsingamarkaði hefur farið minnkandi síðan um miðj- an áttunda áratuginn. Á uppgangs- árunum á níunda áratugnum bar minna á þessu en ella vegna þess að auglýsingar jukust meira en bú- ast mátti við miðað við efnahags- ástandið í heild. Samdrátturinn 1991 olli því að auglýsingar drógust saman og hlut- deild blaðanna hélt áfram að minnka. Afleiðingin varð sú að auglýsinga- tekjur blaða minnkuðu um 6%, þann- ig að hagnaður nokkurra stórra fjöl- FRANSKA vefnaðarvöru- og af- þreyingarsamsteypan Chargeurs átti fyrir áramót í viðræðum við forsvarsmenn vinstriblaðsins Li- beration um að hún kaupi hlut í því og verða einn af stærstu eig- endunum. Eru vonir bundnar við að nýtt fjármagn frá samsteypunni geti forðað blaðinu frá hruni en það á í miklum fjárhagserfiðleik- um. Chargeur á.fyrir 12% hlut í blað- inu en setur breytt vinnubrögð sem skilyrði fyrir aukningu. BrejAa þarf lögum útgáfufélagsins vegna þess að þar er kveðið á um að enginn miðla rýmaði og tap varð á öðrum. Árið 1994 fóru auglýsingar að aukast á ný. Þá var hins vegar kostn- aður af dagblaðapappír — aðalhrá- efninu — farinn að tvöfaldast. Viðbrögð útgefenda voru að hækka verð blaðanna — um 10% í ár, sem á sér varla hliðstæðu að sögn sérfræðinga. Fjöldi seldra ein- taka hefur óhjákvæmilega minnkað og þótt dagblaðapappír hækki ekki eins mikið í verði og áður er ekki víst að hækkununum sé lokið. Þó er ástæða til bjartsýni. Kevin Lavalla, sérfræðingur Veronis.Su- hler — hins kunna fjárfestingabanka og fjölmiðlaráðgjafa í New York — bendir á að bæði forsetakosningar og Ólympíuleikar fari fram í Banda- ríkjunum á næsta ári og að það muni auka tekjur blaða. Blöðunum er einnig hagur í að eft- irstríðskynslóðin nálgast fimmtugt. í Bandaríkjunum sem annars staðar hefur sýnt sig að miðaldra og roskið fólk eru tryggustu blaðalesendumir. Þess vegna spáir Lavalla því að fækkun seldra eintaka fari niður f 0,2% á ári út áratuginn, samanborið við 0,6% á undanförnum fimm ámm. Auglýsingatekjur ættu að aukast um nánast 5% á ári að hans sögn, saman- borið við 1% til þessa. Ýkjur um fj arskiptabyltingu Á sama tíma hefur bandarískum borgum, þar sem fleiri en eitt blað koma út, fækkað úr 94 laust fyrir 1960 í 36 á þessu ári. Nokkuð aukin sunnudagssala hefur að nokkru veg- ið á móti minni sölu daglega. Vegna þess hve háð blöðin era auglýsingum skiptir þó mestu máli að hlutdeild þeirra á auglýsingamarkaði hefur minnkað úr 30% um miðjan áttunda áratuginn í 23% nú. einn aðili utan útgáfufélagsins megi eiga meira en 20% hlut og yrði af aukningunni færi Chargeur yfir það hámark. Serge July, stjórnarformaður Li- beration og einn af stofnendum í þessun samhengi gæti tilkoma rafeindamiðla virzt ennþá hættulegri en ella. Mönnum hefur verið sagt að fjarskiptabyltingin hafi jafnmikil áhrif á þjóðfélagið og iðnbyltingin. Því hefur verið spáð að á öld staf- rænna upplýsinga verði blöðin jafn- fornfáleg og pergament. Sumir sérfræðingar í bandarískum fjölmiðlum era ekki vissir um að það sé rétt. Blöðin hafa Hfað af tilkomu útvarps, þegar fréttir þeirra urðu dagsgamlar, og sjónvarps, sem gerðu fréttir lifandi með myndum. Þrátt fyrir hægfara hnignun blaða er tals- vert lífsmark með þeim enn. Blöðin hafa líka tæknilega kosti samanborið við tölvur. Eins og allir vita þarf ekkert fyrir því að hafa að taka upp dagblað og fara að lesa, en talsvert tilstand að fá fréttir úr tölvu með tæknibrögðum. Rafeindamiðlar takmarkast enn að miklu leyti við texta. Það mun breytast, en segja má að blöðin hafí forskot í keppni við aðra miðla eins og sjónvarp. Michael Groves frá bandaríska blaðasambandinu bendir á að um 150 bandarísk blöð hafí aðstöðu í veraldarvefnum. „Blöðin munu ekki halda að sér höndum og fylgjast með alnetinu," segir hann. „Við verðum hluti af því.“ Ef blöðunum tekst það komast þau langt með að leysa höfuðvanda sinn. Hann er sá að þótt lesendur þeirra sé efnað og menntað millistéttafólk eru þeir farnir að eldast og of fáir leysa þá af hólmi. Alnetið gefur blöð- unum færi á að höfða til tölvulæsr- ar, yngri kynslóðar. Ef þau grípa ekki það tækifæri geta þau sjálfum sér um kennt. Frá sjónarmiði blaðamanna skiptir litlu máli hvort er hagkvæmara að blöð verði áfram gefín út í núverandi mynd eða taki á sig stafrænt form. þess, sagði nýlega í innanhús- skýrslu að ef ekki yrði hrint í fram- kvæmd endurskipulagningu og fengið fjármagn, minnst 70 milljón- ir franka eða um 800 milljónir króna, myndi blaðið verða að biðja Stafrænar auglýsingar kunna að gefa meiri tekjur, þótt það sé ekki víst. Blöð í núverandi mynd munu vafalaust halda velli. En alnetið mun valda róttækum breytingum á blöðun- um á sama hátt og tilkoma útvarps og sjónvarps á sínum tíma. Æsifréttamennska Prófessor James Carey við CoL umbia School of Journalism bendir á æsifréttamennsku — sem hann kallar „gula blaðamennsku“ — í dagblöðum jafnt sem sjónvarpi. „Síðasta skeið gulrar blaðamennsku í Bandaríkjun- um var um síðustu aldamót," segir hann. „Þá var líka þannig komið fyrir blöðunum að hver sem var gat haft möguleika á að hreppa þau.“ Á þeim tíma segir hann að hrað- virk tækni hafí breytt blöðunum og gert þeim kleift að ná til fjöldans. Auglýsingamáttur blaðanna jókst um leið. „Nú,“ segir hann, „táknar ring- ulreiðin í fjarskiptaiðnaðinum yfir- leitt að enginn veit hvert þeir halda. Þessi óstöðugleiki hefur leitt iðnaðinn út í æsifréttamennsku." Prófessor Carey gerir ekki ráð fyrir að greinin verði lengi á þessu stigi. í fyrsta lagi þreytist lesendur eða áhorfendur fljótt á nýjum æsi- fréttum. í öðru lagi muni umróta- skeiðið í fjarskiptageiranum ekki standa að eilífu. En viss aðlögunar- tími sé nauðsynlegur. Þegar stöðugleiki kemst á aftur gerir Carey ráð fyrir að blöðin verði mikilvægur þáttur í kerfínu. Ástæðan sé sumpart sú að lesendur (í Banda- ríkjunum) tilheyri fyrst og fremst samfélögum — borgum, bæjum eða sveitafélögum — og blöðin eigi sinn þátt í að halda þessum samfélögum saman. „Svo lengi sem blöðin standa föstum fótumn í þessari hefð munu þau gegna mikilvægu hlutverki — þótt það verði minna og bundnara betri stéttum," segir Carey. Þetta gefur öðram blöðum heims hins vegar til kynna að bandaríska fyrirmyndin kunni að skipta takmörk- uðu máli. Bandarísk blöð era furðan- lega sundrað í landi 240 milljóna íbúa. Af um 1500 dagblöðum landsins era 1300 gefin út í innan við 50.000 ein- tökum og aðeins fjögur — Wall Street Joumal, USA Today, New York Ti- mes og Los Angeles Times - i meira en einni milljón eintaka. í öðrum löndum eru blöð gefin út í stærri upplögum miðað við fólks- fy'ölda og fjölmiðlaslagurinn þar verð- ur ugglaust háður með öðram hætti. En meginreglan virðist ljós: þrátt fyrir alla sína galla eru blöðin ekki ennþá dauð. um gjaldþrotaskipti nú í janúar eða febrúar. Stjómendur blaðsins leggja til að 95 af 390 starfsmönnum þess hætti sjálfviijugir störfum, þar af 65 blaðamenn og þannig verði hægt að draga úr reksturskostnaði. Fyrir- hugað er að ræða áætlunina á mið- vikudag en hún hefur þegar valdið hörðum mótmælum. Frönsk dagblöð hafa lent í mikl- um fjárhagslegum hremmingum síðustu mánuðina. Le Monde hefur m.a. barist við vaxandi rekstar- kostnað, minnkandi auglýsingatekj- ur og samdrátt í sölu. Gjaldþrot vofir yfir Liberation Bandarískt boð í tékk- neska stöð Prag. Reuter. BANDARÍSKT fyrirtæki, Stratton Investments Inc., reynir að eignast 15% hlut í einkarekinni svæðis- sjónvarpsstöð í Tékklandi, Premi-. era-sjónvarpinu, fyrir ótiltekna upphæð. Stratton Investments er í eigu bandaríska fjárfestans Michaels Dingmans og hyggst kaupa hlut- inn af tékkneskum banka, In- vesticni & Postovni Banka AS, sem er að miklu leyti í eigu ríkisins. Bankinn á nú 45% í Premiera. Stratton keypti nýlega stóran hlut í sjö tékkneskum fyrirtækj- um af tékknesku fjárfestingarfé- lagi. Fyrirtækið hyggst láta Premi- era-sjónvarpinu í té ársgamla stöð í Prag, útvega því „aðgang að þllu því efni sem hægt er að afla í heiminum" og tryggja samstarf við „erlenda sérfræðinga sem búi yfir mikilli þekkingu á sjónvarps- málum.“ Premiera hefur bækistöð í Mið-Bæheimi og hefur reynt að láta útsendingar sínar ná til ann- arra hluta Tékklands. Stratton vill einnig hjálpa Premiera að auka markaðshlut- deild sína á kostnað Nova TV, eina sjónvarpsnetsins í einkaeign í Tékklandi. Nova TV er í eigu Central European Media Enterpri- ses Ltd. Premiera nær sem stendur til um það bil fjórðungs Tékklands, en rúmlega helmings íbúanna að sögn tæknistjóra stöðvarinnar, Jans Plihals. Hann segir að Prem- ira vilji vera „fjölskyldusjónvarp". Um 55% hlutabréfa í Premiera eru í eigu FTV Premiera, tékk- nesks fyrirtækis í eigu Investicni & Postovni. Talsmenn bankans segja að hann hyggist selja fleiri Premiera-bréf. ------» ♦ » Soros á 7,28 prósentí Times Mirror Washington. Reuter. GEORG SOROS, hinn kunni fjár- festir og milljarðamæringur, hefur skýrt frá því að hann hafi eignazt 7,28% hlut í Times Mirror Co., sem gefur út Los Angeles Times, Newsday og fleiri blöð. Sjóður undir stjórn Sorosar keypti 2.2 millj. hlutabréfa í Times Mirror dagana 25. október til 19. desember, þannig að hlutur hans jókst í alls 5.87 millj. A-hlutabréfa. Sjóðurinn greiddi 28,904- 33,810 dollara á hlutabréf, eða um 71.97 milljónir dollara, sam- kvæmt tilkynningu til SEC-eftir- litsnefndarinnar á verðbréfamark- aði Bandaríkjanna. Soros kvaðst hafa orðið sér úti um bréfin í fjárfestingarskyni. Samkvæmt núgildandi verði er hluturinn rúmlega 200 milljóna dollara virði. Hlutabréf í Times Mirror hækk- uðu um 1 dollar í 34,875 í kaup- höllinni í New York. ALÞJOÐA LÍFTRY GGINGARFÉLAGIÐ Viö óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs árs og farsældar á nýju ári. Þökkum samskiptin á liðnum árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.