Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ
42 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996
r
Kripalujóga
Ný
Ásmundur Gunnlaugsson
Heiðrún Kristjánsdóttir
jógastöð opnuð!
Opnum nýja jógastöð í Hátúni 6A kl. 14 nk. laugardag, í nýinnréttuðu
og glæsilegu húsnæði. Fullkomin aðstaða til jógaiðkunar, böð, sauna og nudd.
Námskeið og opnirtímar í kripalujóga, jógaleikfimi, hathajóga og hugleiðslu.
Opið hús laugardaginn 6. janúar nk. kl. 14.00.
Kynningar kl. 14.30,16.30 og 20.00. Kynnt verða grundvallaratriði í jóga,
léttar teygjur, öndun og slökun.
Frlh í jógatíma vikuna 8. janúar til 13. janúar
Tilboð á mánaðarkortum á því tímabili. Allir velkomnír.
Næstu námskeið:
Grunnnámskeið 8. jan. (8 skipti) mán. og mið. kl. 16.30-18.00.
Jóga gegn kvíða 9. jan. (8 skipti) þri. og fim. kl. 20.00-22.00.
Leiðbeinandi: Ásmundur Gunnlaugsson.
Grunnnámskeið 10. jan. (8 skipti) mán. og mið. kl. 20.00-21.30.
Grunnnámskeið 16. jan. (8 skipti) þri. og fim. kl. 20.00-21.30.
Leiðbeinandi: Einar Bragi ísleifsson.
YOGA
STU D I O
Hátúni 6A, 105 Reykjavík,
sími 552 8550,
Jógaleikfimi — eitthvað lyi ii' þig?
GALLERÍ BORG FL YTUR
ÍAÐALSTRÆTI 6
(MOR G UNBLAÐSH ÚSIÐ)
NÚ ÞEGAR HEFUR MYNDLISTARGALLERÍIÐ VERIÐ FLUTT
OG INNAN SKAMMS MUNUM VIÐ FLYTJA ÚR FAXAFENI
OG OPNA STÓRGLÆSILEGA ANTIK-VERSLUN í 350 m2 SAL í
HJARTA BORGARmNARAÐALSTRÆTI 6.
ÞESS VEGNA HÖLDUM VIÐ NÚ STÓRÚTSÖLU og
r___
BJÓÐUM 20—60% AFSLA TTAF HÚSGÖGNUM,
POSTULÍNI, LISTMUNUM, LJÓSAKRÓNUM OG FLEIRU.
einnig 30% AFSLA TT af handunnum
PERSNESKUM TEPPUM.
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 10-18.
LAUGARDAGA KL. 12-16.
VIÐ SENDUM VIÐSKIPTAVINUM OKKAR BESTU KVEÐJUR
OG ÓSKUM LANDSMÖNNUM ÁRS OG FRIÐAR.
AÐSENDAR GREINAR
Heimsmarkaður-
inn - ósýnilegur
Islendingum
HÉR birtist fyrsti
hluti af þremur í sam-
antekt eftir Steinar
Berg ísleifsson.
Inngangur
í Bandaríkjunum er
talað um skemmtana-
iðnaðinn (The Enter-
tainment Industry)
sem atvinnugrein
samhliða öðrum at-
vinnugreinum s.s. ol-
íuiðnaði (The Oil Ind-
ustry) og bílaiðnaði
(The Car Industry)
enda er verðmæta-
sköpun þessa iðnaðar
með slíkum hætti að hann skipar
sér við hlið ofannefndra tveggja
atvinnugreina í verðmætasköpun
og hvað varðar áherslu og stuðn-
ing í hugum þarlendra stjórnvalda.
Þegar íslenskir ráðamenn tala
um nýsköpun í atvinnugreinum,
dettur þeim varla í hug að tæki-
færi kunni að leynast innan þess
víðfeðma geira, sem skemmtana-
iðnaðurinn spannar. Líklega er
upptroðsla skemmtikrafts á árshá-
tíð nærtækari hugsun almennt
fyrir íslendinga en að þeir tengi
hugtök eins og verðmætasköpun
og útflutningsverðmæti við orðið
skemmtanaiðnaður.
Reyndar kemur flestum íslend-
ingum væntanlega spánskt fyrir
sjónir að orðinu iðnaður sé bætt
aftan við þær greinar sem þeir
nota yfírleitt um menningu og list-
ir. Hætt er við að mörgum fínnist
það allt að því móðgun og niður-
lægjandi fyrir viðkomandi listgrein
og því afskaplega sjaldgæft að sjá
orð eins og tónlistariðnaður, bóka-
iðnaður eða kvikmyndaiðnaður
notuð þegar um þessi málefni er
rætt eða ritað, nema í neikvæðri
merkingu.
Hér verður fjallað um tónlistar-
iðnaðinn, sem er ein stærsta grein
skemmtanaiðnaðarins. Reynt verð-
ur að varpa Ijósi á umfang þessar-
ar atvinnugreinar hér á landi og
erlendis og leitast við að kynna
helstu hugtök sem þessum iðnaði
tengjast og notuð eru í alþjóðlegri
samningsgerð. Spurt er, hvort ekki
sé kominn tími til að aðilar tónlist-
ariðnaðarins og stjórnvöld taki
höndum saman og kanni á hvem
hátt þessir aðilar geti unnið saman
að því að efla möguleika til þess
að íslenskur tónlistariðnaður skapi
íslendingum útflutningstekjur sem
skipti máli. Til þess að
svo verði þarf að eiga
sér stað viðhorfsbreyt-
ing þannig að aðilar
geti metið hvemig
slíku markmiði verður
náð á raunhæfan hátt.
Með það að leiðarljósi
vonast undirritaður til
þess að lestur þessarar
samantektar reynist
upplýsandi og gagn-
legur.
Heimsmarkaðurinn
- Sala hljómplatna
Þrátt fyrir fjölgun
greina í skemmtana-
iðnaðinum og aukna innbyrðis sam-
keppni hefur tónlistariðnaðurinn
verið í ömm vexti. Árið 1994 varð
söluaukningin 16,5% frá árinu áður
og heildarverðmæti sölunnar
35.537 milljarðar bandaríkjadoll-
ara eða 2.450.000 milljarðar ís-
lenskra króna sem jafngildir hér
um bil 2.000-földum tekjum ís-
lenska ríkisins samkvæmt nýfram-
lögðum fjárlögum. Afskaplega
mikill munur er milli hinna ýmsu
markaðssvæða. Þannig er t.d.
geislaplatan ráðandi í Evrópu en
kassettan í Asíu (utan Japans) og
verðmunur verulegur. Neyslan er
einnig mismunandi þannig að t.d.
keypti hver Bandaríkjamaður að
meðaltali 4,6 eintök en Kínveijar
voru 5 um hvert eintak. Skipting
helstu markaðssvæða er sú að
Norður-Ameríka (Bandaríkin og
Kanada) eru með 36%, Evrópa 33%
og Japan 17%.
Telja má víst að áframhaldandi
vöxtur verði á sölu hljómplatna á
næstu árum í heiminum, bæði
hvað varðar verðmæti og einingar
og kemur þar helst tvennt til:
Vaxandi hlutdeild geislaplötunnar
(CD) í heildarsölunni og batnandi
réttarstaða rétthafa í ýmsum
heimshlutum. Sem dæmi um mik-
ilvægi og áherslu á verndun réttar-
stöðunnar má nefna hinn gífurlega
þrýsting sem Bandaríkin beittu
Kína fyrr á þessu ári þegar þeir
hótuðu að rifta viðskiptasamning-
um nema Kínveijar lokuðu hundr-
uðum verksmiðja, sem framleiddu
geislaplötur án þess að hafa tilskil-
in leyfi frá eigendum útgáfu- og
höfundarréttar.
Erfítt er að skipta tónlistinni upp
samkvæmt tónlistarstefnum en
segja má að á bilinu 3-7% sé sin-
fónísk eða klassísk tónlist og hinn
Steinar Berg
Isleifsson
IÐNAÐARHURÐIR - BÍLSKÚRSHURÐIR
ÞAK- OG VEGGSTÁL
ISVAL-30RGA Í-I/F
HÖFÐABAKKA9 -112 REYKJAVÍK - SÍMI 587 8750 - FAX: 587 8751
blabi b
- kjarni málsins!