Morgunblaðið - 03.01.1996, Page 20

Morgunblaðið - 03.01.1996, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Abdullah krónprins tekur við af Fahd konungi í Saudi-Arabíu um stundarsakir Dubai. Reuter, The Daily Telegraph. ABDULLAH krónprins í Saudi- Arabíu, sem tekið hefur við stjórn- artaumunum af Fahd konungi og hálfbróður sínum um stundarsakir, er líklega ekki jafn hliðhollur Vest- urlöndum og Fahd. Hann er harð- línumaður í trúarlegum efnum og virðist lítt um útlendinga gefið. Samt er talið, að engin breyting verði á stjórnarstefnunni. Fahd konungur sagði ekki af sér, heldur afhenti hann Abdullah, sem er 71 árs að aldri, stjórnina meðan hann væri að ná sér eftir heilablóðfail, sem hann fékk í nóv- ember. Margir telja þó, að Fahd muni ekki taka við aftur enda er hann mikill sjúklingur, þjáist af offitu, sykursýki og gigt. Eru þeir hálfbræðurnir mjög ólík- ir en sérfræðingar í málefnum Saudi-Arabíu og arabaríkjanna segja, að stjórnarstefnan muni verða sú sama, að öðrum kosti hefði Abdullah aldrei orðið krónprins. Samarabísk stefna Abdullah hefur lengi verið hlynntur aukinni samstöðu meðal arabaríkjanna og haft náin tengsl við Sýrlendinga en sérfræðingar segja, að hann hefði aidrei orðið krónprins 1982, hefði konungsfjöl- skyldan ekki verið búin að komast að samkomulagi um þessi mál þá. Saudi-Arabía leggur mikla áherslu á tengsl sín við Bandaríkin og Vesturlönd almennt. Sambandið við Washington má rekja til ársins 1932 þegar Abdul-Aziz konungur og stofnandi ríkisins heimilaði bandarísku fyrirtæki að leita þar olíu. Breyting á slgórnarstefn- unni ólíkleg . Reuter FAHD, konungur Saudi-Arabíu (til hægri), ásamt Abdullah, hálf- bróður sínum. Fahd hefur ekki sagt af sér en hann er mikilí sjúk- lingur og margir telja, að hann eigi ekki afturkvæmt í hásætið. Abdullah stendur að því leyti illa standa yfirleitt samán á fjölskyldu- að vígi, að hann á eingöngu hálf- fundum þegar mikilvæg málefni eru bræður innan konungsfjölskyldunn- • til umræðu. Hann er hins vegar ar en albræður og synir þeirra yfirmaður hins vel vopnaða þjóð- varðliðs, sem er skipað 57.000 mönnum, og nýtur mikils stuðnings ættflokkahöfðingjanna. Abdullah er einn af meira en 30 eftirlifandi son- um Abdul-Aziz konungs, sem kunn- ari var sem Ibn Saud, en hann átti alls 44 syni með 22 konum og lést árið 1953. Síðan Ibn Saud lést hafa synir hans stýrt konungdæminu einn af öðrum þótt framhjá sumum hafi verið gengið af ýmsum ástæðum. Fyrstur tók við Saud, þá Faisal, sem stunginn var til bana 1975 af frænda sínum, síðan Khaled, sem lést 1982, og að lokum Fahd, núver- andi konungur. Afar trúrækinn Abdullah krónprins, sem hefur verið yfirmaður þjóðvarðliðsins frá 1962 og alla tíð staðið gegn tilraun- um til að sameina það hernum, er mörgum kostum búinn að því er segir í opinberri lýsingu á honum. Þar segir, að hann sé heiðarlegur, góðgjarn og örlátur, umhyggjusam- ur fyrir þjóð. sinni, auðmjúkur og mikill trúmaður. Það síðastnefnda skiptir ekki litlu máli í Saudi-Arab- íu þar sem eru tveir mestu helgi- staðir íslams og lögmáli trúarinnar fylgt út í æsar. Abdullah sótti ekki menntun sína út fyrir landsteinana og ekki er vit- að til, að hann tali ensku. Líklegt þykir, að Sultan prins, sem er 68 ára að aldri og einn af sex albræðrum Fahds konungs, verði krónprins ef Abdullah verður konungur en hann hefur verið varn- ar- og flugmálaráðherra frá 1962. Rfeuter Nýju ári fagnað FÉLAGAR í ísbjarnarklúbbnum í Brooklyn í New York héldu upp á nýja árið með því að svamla í sjónum við Coney-eyju en á þess- um tíma er hann ekki nema þriggja eða fjögurra stiga heit- ur. Var klúbburinn stofnaður árið 1903 og eins og nafnið bend- ir til þá er hann ekki fyrir nein- ar kuldakreistur. Mannskæð átök o g áramótafagnaðir Hong Kong, Manila, New York, Karachi, Napólí, Berlín. Reuter. Á ANNAÐ hundrað manns lét lífið er áramótunum var fagnað að þessu sinni. Mannskæðust urðu þau í Kólumbíu, þar sem 97 manns létust. Á Filippseyjum létust átta manns af skotsárum og er flugeldar sprungu en 800 særðust. Fjórir biðu bana í Þýskalandi, þrír á Ítalíu, einn maður var skotinn til bana á Korsíku, einn lést af skotsárum í Argentínu og sextán manns biðu bana í ofbeldisöldu í Karachi í Pakistan. Dauðsföllin í Kólumbíu voru af ýmsum toga, fjöldi fólks lést af skotsárum, hnífstungum og í bíl- slysum. Þrátt fyrir að mörgum blöskri þessi fjöldi, fullyrti blaðið EI Tiempo að dánartíðnin væri með minnsta móti, fara þyrfti fímm ár aftur í tímann til að finna jafn fá dauðsföll um áramót. Mikil skothríð og sprengingar kváðu við í Sarajevo og fjallshlíðun- um umhverfis borgina er nýtt ár gekk í garð en að þessu sinni fagn- aði mannQ'öldinn látunum enda frið- ur kominn á í Bosníu. Hermenn skutu af fallbyssum, sprengjuvörp- um og skammbyssum til að 'fagna nýju ári en sú venja að skjóta í loft upp til að fagna merkisatburðum tíðkast víða um heim, ekki síst um áramót. Ekki er vitað til þess að hún hafi orðið neinum að fjörtjóni í Bosníu en byssuskot og flugeldar urðu hins vegar átta manns að bana í Manila og einum í Argentínu. í Los Angeles voru á fimmta tug manna handteknir með skotvopn og tveir særðust er þeir urðu fyrir byssukúlum sem féllu til jarðar. Þá varð vægur jarðskjálfti í Kaliforníu í morgunsárið á nýársdag og vakti marga af værum blundi. Var skjálftinn, sem átti upptök sín San Fernando dalnum, um 3,3 stig á Richter. Tveir menn urðu úti í Moskvu á nýársnótt en þeir sofnuðu utandyra eftir mikla dtykkju. Frostið var um 20 gráður. Þá létu þrír lífið á Ítalíu í flugeldaslysum, einn þeirra ung- barn sem lést eftir að hafa borðað púður úr litlum flugeldi. Fjórir biðu bana í Þýskalandi, þrír í eldsvoða og einn er heimagerð sprengja sprakk í höndum hans. Friðsamlegara var um að litast í Bretlandi og á austurströnÖ Bandaríkjanna. Um hálf milljón manna safnaðist saman á Times Square í New York er nýtt ár gekk í garð og hafa aldrei verið fleiri. Breska lögreglan taldi að um 70.000 hefðu verið á Trafalgar Square í London og um 300.000 í miðborg Edinborgar. Reuter UM hálf milljón manna safnaðist saman á Times Square í New York til að fagna nýju ári og mun það vera metfjöldi. Vilja nýj- an mann í stað Pap- andreous FRAMMÁMENN í gríska sós- íalistaflokknum hvöttu til þess í gær, að kosinn yrði nýr for- sætisráðherra í stað Andreas Papandreous. Sögðu þeir, að útilokað væri, að hann myndi taka við því aftur en honum hefur verið haldið á lífi með öndunarvél og öðrum búnaði í 45 daga. Telemachos Hytiris, talsmaður ríkisstjórnarinnar og Papandreous, sagði hins vegar, að ekki kæmi til greina að velja eftirmann hans strax enda bryti það í bága við stjómarskrána. Þar segði, að nýr maður tæki því aðeins við, að forsætisráðherrann segði af sér eða félli frá. Varasamur siður SPÆNSK kona, 58 ára að aldri, kafnaði á vínbeijum, sem hún gleypti í sig í sama bili °g nýja árið gekk í garð. Er það spænskur siður að gleypa 12 vínber, eitt fyrir hvert högg, sem klukkan slær á miðnætti, og óska sér einhvers í huganum um leið. Eru vín- berin seld afhýdd og steinlaus til að minni hætta sé á slysi en þau stóðu samt í konunni, sem kafnaði á skömmum tíma. Soares hættir MARIO Soares, forseti Port- úgals og einn ötulasti baráttu- maður fyrir lýðræði í landinu frá því í byltingunni 1974, ætlar að láta af embætti 8. mars nk. og hætta afskiptum af stjórnmálum. Skýrði hann frá þessu í nýársávarpi til þjóð- arinnar. Soares, sem er 71 árs að aldri, var leiðtogi sósíalista- flokksins í tvo áratugi, forsæt- isráðherra þrisvar og forseta- embættinu hefur hann gegnt í tvígang. Ottast hrun í Burundi SYLVESTRE Ntibant- unganya, forseti Burundi, sagði um áramótin, að samfé- lagslegt hrun blasti við vegna óaldarinnar í landinu. Sagði hann, að öfgamenn, jafnt hútúar sem tútsíar, færu með' ránum og morðum um landið og myndu steypa því í glötun ef ekki tækist að stöðva þá. Að minnsta kosti 100.000 manns hafa fallið í átökum í Burundi frá 1993 og talsmenn ýmissa hjálparstofnana segja, að óvíst sé, að starfsemi þeirra í landinu verði haldið áfram vegna ástandsins. Ósáttur við stjórnmálin ANDREAS Staribacher, fjár- málaráðherra Austurríkis, sagði af sér embætti í gær og hefur Viktor Klima, sem verið hefur iðnaðar- og samgöngu- ráðherra, tekið við fjármálun- um. Staribacher, sem er úr flokki jafnaðarmanna, kvaðst vera óánægður með austurrísk stjórnmál og hvernig þar væri tekið á vandamálum líðandi stundar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.