Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kaldasta árið frá 1983 ÁRIÐ 1995 reyndist í kaldara lagi, meðalhiti í Reykjavík, í Stykkis- hólmi og á Akureyri var um það bil hálfri gráðu undir meðallagi ár- anna 1961-90. Þetta er því kaid- asta ár frá 1983 um mikinn hluta landsins. í Reykjavík var þó svipað- ur hiti 1989. Þetta kemur fram í stuttu tíðarfarsyfirlit frá Veðurstof- unni. Þar segir og að staðfestingar bíði það met, að vindhraði á Gagn- heiði í snjóflóðalægðinni 16. janúar mældist 144 hnútar eða 266 km/klst. í snöggri vindhviðu. Suðvestanlands var mjög þurrt og lengi vel stefndi í að árið yrði eitt hið allra þurrasta sem um get- ur í þeim landshluta, en mikill úr- komukafli snemma í desember rétti stöðuna af að nokkru. Heildarúr- koman í Reykjavík varð svipuð og 1977, en þegar þetta er skrifað var 1995 enn sjónarmun undir og árið því enn hið þurrasta frá 1965. í Stykkishólmi var einnig mjög þurrt, en þó var úrkoman álíka lítil síðast 1982 og allmörg ár má finna tölu- vert þurrari fyrr á öldinni. Á Akur- eyri var úrkoman hins vegar mun meiri en venjulega. Þó var enn meiri úrkoma þar 1989, enda var það ár alveg sérlega úrkomusamt fyrir norðan. Sólskinsstundir umfram meðallag Sólskinsstundir í Reykjavík voru um 35 stundum umfram meðallag. Mest munaði um sólríkan síðari hluta síðastliðins vetrar og sólríkan júlímánuð, en júní og ágúst voru hins vegar óvenju sólarlitlir í Reykjavík, sérstaklega þó ágúst, en úrkoma var þá fádæma þrálát. Ágúst og desember voru einu mán- uðirnir þar sem úrkoma var yfir meðallagi í Reykjavík. Þetta ár bar nokkuð annað svip- mót en árin á undan. Norðlægar áttir voru þrálátari, eins og sjá má af úrkomu- og hitatölum, snjór var mikill um norðanvert landið og á stöku stað vestanlands. Vorið var mjög kaldranalegt fyrir norðan þó vindur væri þó lengst af fremur hægur, enda sjávarkuldi mikill. Sumarið þótti heldur dauft. Þó komu allgóðir kaflar í flestum landshlutum, en þess á milli var sumarið hrakviðrasamt í meira lagi. Á MYNDINNI má sjá Auði Kristjánsdóttur, eiganda GarnbúðáV-- innar Tinnu, afhenda Guðmundi Þorvaldssyni viðurkenninguna „gullprjóna ársins 1995“. Með þeim á myndinni er Þorvaldur Arnar í skímarkjólnum sem faðir hans prjónaði. Gildistaka menning- aráætlana frestast AÐILD íslands að menningarmála- áætlunum Evrópusambandsins verð- ur ekki virk þegar í stað, vegna þess að gildistöku áætlananna hefur verið frestað frá því sem áður var áætlað. Tvær af þremur áætlunum hefja lík- ast til göngu sína á næstu mánuðum og sú þriðja um næstu áramót. ís- land öðlast þá um leið aðild að þeim, samkvæmt ákvæðum sem bættust við samninginn um Evrópskt efna- hagssvæði nú um áramótin. Menningarmál urðu sérstakt sam- starfssvið innan ESB með gildistöku Maastricht-sáttmálans. í sáttmálan- um er lögð áherzla á að varðveita menningarleg sérkenni þjóða aðildar- ríkjanna og að lögð sé rækt við ólík menningareinkenni og þróun þeirra. Ekki er stefnt að samræmingu lög- gjafar aðildarríkjanna á sviði menn- ingarmála. Á grundvelli hinnar nýju greinar í Maastricht (þeirrar 128.) hefur ver- ið unnið að þremur samstarfsáætlun- um á sviði menningarmála. Þær eru Kaleidoscope, sem er áætlun um stuðning við meiriháttar listviðburði með þátttöku margra ríkja, til dæm- is kynningu á evrópskri list í öðrum heimshlutum; Raphael, sem miðar að varðveizlu evrópsks menningar- arfs; og Ariane, sem á að styrkja evrópskar bókmenntir. Fjárframlag ESB til menningar- mála er nú um 1,5 milljarðar króna á ári, en gert' er ráð fyrir að það aukist í 4,5 milljarða árið 2000. Sam- kvæmt menningarmálaáætlununum verður styrkjum úthlutað til sam- starfsverkefna tveggja eða fleiri ríkja á sviði menningarmála, gagnkvæmar heimsóknir listamanna verða jafn- framt studdar, svo og verkefni sem stuðla að vernd menningareinkenna og þýðingar, svo dæmi séu nefnd. Ariane-áætlunin, sem enn hefur ekki verið samþykkt í ráðherraráði ESB, gerir ráð fyrir sérstökum styrkjum til þýðinga á bókmenntum lítilla málsvæða og gera má ráð fyr- ir að íslenzkar bókmenntir féllu und- ir þá skilgreiningu. Bretar hafa hins vegar staðið í vegi fyrir að þau ákvæði áætlunarinnar verði sam- þykkt óbreytt og telja of miklu fé varið til að styrkja lítt útbreidd tungumál. Gért er ráð fyrir að fjárframlag íslands til áætlana ESB verði ein til tvær milljónir króna á ári. Að sögn Árna Gunnarssonar, deildarstjóra menningarmála í menntamálaráðu- neytinu, gera menn sér vonir um að aðild geti á móti haft hagnýta þýð- ingu fyrir íslenzkt menningarlíf. Hins vegar sé of snemmt að fullyrða um það hver sá ávinningur verði ná- kvæmlega, þar sem gildistöku áætl- ananna hafi seinkað. Fékk gull- prjóna fyrir skírnarkjólinn GARNBÚÐIN Tinna hefur veitt viðurkenninguna „gull- prjónar ársins 1995“ og að þessu sinni var það Guðmund- ur Þorvaldsson, bankamaður frá Akranesi, sem hlaut viður- kenninguna en hann prjónaði síðastliðið vor skírnarkjól á son sinn, Þorvald Arnar. í frétt segir, að á Akranesi sé Guðmundur þekktur sem mikill prjónamaður en hann hefur prjónað allt frá 7 ára aldri. Viðurkenningin sem hann hlaut kom frá þýska pijóna- framleiðandanum ADDI og er innrammaðir 24 karata gull- prjónar. Olíumengunar vart við Álftanes OLÍUMENGUNAR varð vart út af Álftanesi sl. laugardag. Mengunin náði ekki upp í fjöru en a.m.k. tveir fuglar drápust og fjórir voru færðir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn til hreinsunar. Að sögn Eyjólfs Magn- ússonar, sem starfar við mengunar- varnir sjávar hjá Hollustuvernd rík- isins er mjög erfitt að henda reiður á olíunni. „Hún er ekki í það miklu magni að hægt sé að taka sýni til að átta sig á því hvaða olía þetta er. Við vitum ekki hvaðan hún kem- ur en erum að kanna skipaumferð, sem hefur verið þarna,“ sagði Eyjólf- ur í samtali við Morgunblaðið. Flugvél Landhelgisgæslunnar flaug yfir svæðið á gamlársdag og þá sást olíuflekkur um 200x400 metra átór og nokkrir minni blettir. Eyjólfur sagði að Hollustuvemd teldi þetta ekki mikla mengun og engin viðbrögð yrðu við henni að öðru leyti en því að reynt yrði að komast að því hvaðan hún kæmi. í gær voru fjórir fuglar komnir í Stærsti olíuflekkurinn var rúma 5 km undan Su Álftanési en nokkrir smærri flekkir voru innar á Hafnarfirðí Hrakliólmar Mcls- baffii . Hvaleyrarhöffii Straums- Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Ey- jólfur sagði að fuglarnir í garðinum væru olíublautir en ekki löðrandi í olíu. Tveir fuglar fundust dauðir vegna mengunarinnar og á annan tug fugla, sem grunur lék á að hefðu Morgunblaöið/Árni Sæberg OLÍUBLAUTIR fuglar nutu aðstoðar starfsmanna Fjöl- skyldu- og húsdýragarðsins, sem hreinsuðu þá. lent í menguninni sáust en ekki tókst að ná þeim að sögn Eyjólfs. Eyjólfur lagði mikla áherslu á að olíumengun sjávar ætti að tilkynna Landhelgisgæslunni, sem væri á vakt allan sólarhringinn. Ágreiningur sóknarprestsins og organistans í Langholtskirkjusöfnuði Óháður aðili leiti lausnar á deilunni BISKUP íslands, Ólafur Skúlason, leitar að óháðum aðila til að leysa ágreining Flóka Kristinssonar, sóknarprests í Langholtskirkju, og Jóns Stefánssonar, organista. Séra Geir Waáge, formaður Prestafélags Islands, telur að aðeins sé verið að draga á langinn að úrskurða í deil- unni. Hann og Sigurður Sigurðsson, vígslubiskup í Skálholtsstifti, telja að leysa eigi ágreininginn innan kirkjunnar. Ólafur Skúlason, Baldur Krist- jánsson, biskupsritari, og Ragnhild- ur Benediktsdóttir, lögfræðingur embættisins, áttu fund með Þor- steini Pálssyni, kirkjumálaráðherra, Þorsteini Geirssyni, ráðuneytis- stjóra, og Hjalta Zóphóníassuni, skrifstofustjóra, í gær. „Sameigin- leg niðurstaða fundarins var að ég leitaði að valinkunnum manni, sem væri langt frá átakasviðinu en hefði sannað sig af góðum verkum, til að skoða þetta. Honum verður falið að ræða við deiluaðila, og hafa í huga lög um preststarfið, organista- starfið og kirkjustarfið almennt og skoða hefðir í þjónustu þessara að- ila við söfnuðinn, og síðan að kanna hvort eitthvað sérstakt valdi því að þessir aðilar gætu ekki náð saman,“ sagði Ólafur Skúlasson, biskup. Hann sagðist hafa einn mann í huga til verksins en hafði ekki náð í hann í gærdag. Biskup sagði að tilgangurinn með fundinum hefði aldrei verið að ráðu- neytið tæki að sér að leysa málið. „Meiningin var aldrei að ráðuneytið tæki við málinu heldur vildi ég hafa samráð við ráðherra og ráðuneytið enda heyrir sumt af þessu undir ráðherra. Mér þykir því eðlilegt, á meðan við höfum þjóðkirkju, sem ég vil vernda sem allra best, að gott samstarf sé við ráðuneyti og ráðherra. Það er því aðeins mögu- legt að skipst sé á skoðunum og veittar upplýsingar. Því er algjör misskilningur að ég hafi ætlað að fela ráðuneytinu einvörðungu að hafa þessi mál með höndum." Ólafur Skúlason sagðist verða að viðurkenna að hann væri ekki of vongóður um að hægt yrði að leysa deiluna. Hins vegar sætti hann sig ekki við annað en að allir möguleik- ar væru nýttir til að reyna að ná sáttum. Um messuhætti sagðist biskupinn aðspurður vera þeirrar skoðunar að þjóðkirkjan ætti að leit- ast við að þjóna sem allra flestum. „Hún má aldrei verða kreddusam- kunda. Hún verður að virða skoðan- ir annarra og leitast við að tengja það kristni og kristinni trú og þjón- ustu kirkjunnar," sagði hann.“ Ákvörðun dregin á langinn Geir Waage, formaður Prestafé- lags íslands, segir engin rök fyrir því að ráðuneyti hafí afskipti af deilunni. „Biskup getur auðvitað, ef honum sýnist svo, skipað óháðan aðila til að skoða ágreininginn. Að mínu mati er hér hins vegar aðeins verið að draga á langinn að taka ákvörðun. Prófastur og vígslubiskup hafa fylgst með deilunni og búa án efa yfir nægilega mikilli þekkingu og gögnum fyrir biskup að styðjast við til að úrskurða í henni. Deilan er innra mál kirkjunnar og biskupi ber að styrkja sjálfstæði hennar eins og gert hefur verið um árabil.“ Geir segir stefnubreytingu bisk- ups frá því í hádeginu á laugardag fram á þriðjudag allt að því fyndna. „Rökstuðningur biskups fyrir því að óska eftir aðstoð ráðherra í há- degisfréttunum á laugardaginn kall- ar ekki síður fram viðbrögð. Hann tók fram að úr því ráðherra skipaði presta í embætti hefði hann völd til að leysa þá frá embætti. Með því móti beindi hann athygli almennings að prestinum og gaf í skyn að hann hefði haft mest áhrif á hvernig kom- ið væri. Ég get auðvitað ekki unað því að svona sé hallað á prestinn og nánast hótað að til þess geti komið að presturinn yrði settur af,“ sagði Geir og hann lagði áherslu á að aldrei hefðu verið bornar á prest- inn sakir er vörðuðu við embættis- missi. Sigurður Sigurðarsson, vígslú- biskup í Skálholtsstifti, sagðist ekki setja sig upp á móti því að biskup fengi óháðan aðila til að skoða allar hliðar málsins. „Hins vegar er ég á móti afskiptum ráðuneytis af deil- unni. Presturinn hefur hvorki verið ásakaður um embættisglöp né sókn- amefnd um fjármálamisferli og því er ekki ástæða til að óska aðstoðar frá því. Ef upp kemur ágreiningur innan kirkjunnar á að leysa hann innan hennar," sagði Sigurður. Sigurður sagðist vænta þess að ráðning áðumefnds aðila yrði borin undir hann. Hann myndi svo setja sig í samband við hann og afhenda honum ýmis gögn, enda hefði hann setið fundi með einstaklingum og hópum vegna málsins áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.