Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR: EVRÓPA
Reuter
RÓMVERJI stekkur í Tíber til að fagna áramótunum. ítalir
taka nú stökk út í pólitíska óvissu um leið og- þeir taka við
stjórnartaumum í ESB.
*
Italía tekur við formennsku í
ráðherraráði Evrópusambandsins
Pólitískur glund-
roði gæti stefnt
árangri
Róm. Reuter.
ÍTALÍA tók á nýársdag við for-
mennsku í ráðherraráði Evrópu-
sambandsins af Spáni. ítalska ríkis-
stjórnin á því að taka forystu í
stefnumótun innan sambandsins
næsta hálfa árið. Margir óttast hins
vegar að pólitískur glundroði á ítal-
íu og hugsanlegar þingkosningar
stefni árangri í hættu.
Lamberto Dini, sem stýrt hefur
utanþingsstjórn undanfarin misseri,
sagði af sér embætti forsætisráð-
herra um áramótin eins og hann
hafði áður lofað þinginu til að fá
fjárlög samþykkt. Oscar Luigi
Scalfaro forseti hafnaði hins vegar
afsögn Dinis og sagði að þingið
yrði fyrst að ákveða hvort skipa
ætti Dini eða einhvern annan for-
sætisráðherra að nýju til þess að
hafa umsjón með breytingum á
stjórnarskrár landsins, eða hvort
boða ætti til kosninga.
Forsetinn vill sjálfur forðast
kosningar í lengstu lög og beindi
þvi til stjómmálamanna í áramóta-
ávarpi sínu að „hefja sig yfir stjóm-
málin“ og vinna saman. Mikil óvissa
ríkir hins vegar um það hvað þing-
ið geri, og fylkingar hægri- og
vinstrimanna eru báðar klofnar inn-
byrðis.
í hættu
Áherzla á
Miðjarðarhafssvæðið
Ráðherrar Dinis, sem enn fer
með stjórnartaumana, munu setjast
niður á tveggja daga vinnufundi
með framkvæmdastjórn Evrópu-
sambandsins í Róm 7. og 8. jan-
úar. Fyrsta verk ítölsku stjómarinn-
ar í formennskustóli verður þó að
senda aðstoðarutanríkisráðherra
iandsins til Kýpur, Grikklands og
Tyrklands strax á morgun til að
reyna að finna lausn á þjóðernisdeil-
unum á Kýpur, sem flestir em sam-
mála um að verði að leysa áður en
landið fær aðild að ESB. Ferðin er
talin vera merki um þá áherzlu, sem
Ítalía hyggst leggja á tengsl við
Miðjarðarhafsríkin. Susanna Agn-
elli utanríkisráðherra hefur sagzt
munu taka upp þráðinn þar sem frá
var horfið á ráðstefnu ESB með
Miðjarðarhafsríkjum, sem haldin
var í Madríd í nóvember, og hefur
boðið fulltrúum ríkja í Mið-Austur-
löndum og Norður-Afríku til nokk-
urra funda næsta hálfa árið.
Ítalía vill tryggja sér sess við lausn
deilnanna á Balkanskaga og hefur
boðað til ráðherrafundar í júní, sem
mun meta árangur friðargæzlu Atl-
antshafsbandaiagsins í Bosníu.
*
Ottinn við Spánverja
ekki ástæðulaus
Aukin
gagnrýni
a pafa
London. The Daily Telegpraph.
JÓHANNES Páll II páfi ræddi sér-
staklega barnung fórnarlömb styrj-
alda og annarra hörmunga í ára-
mótaávarpi sína á nýársdag. Minnt-
ist páfi þess að á nýársdag var al-
þjóðlegur friðardagur, en páfi hafði
gefið út tilskipun þess efnis að hvert
ár skyldi hefjast á slíkum degi.
Nýhafið ár, 1996, verður ár heims-
friðar. Páfi virðist hafa jafnað sig
að fullu af flensu sem varð til þess
að hann gat ekki lokið við ávarp
sitt á jóladag.
Nýliðið ár hefur án efa verið eitt
hið erfiðasta frá því að Jóhannes
Páll páfi tók við. Gagnrýni á störf
hans og yfirlýsingar jókst mjög á
árinu. Meðal þess sem gagnrýnt
hefur verið eru hinar tíðu og erfiðu
heimsóknir páfa en þeir eru margir
sem segjast lítinn tilgang sjá í þeim.
Þá þykjast menn sjá aukin merki
um duttlunga og ráðríki hjá páfa.
„Það sést að mestur kraftur er úr
hans heilagleika," segir David Wil-
ley, höfundur „God’s Politician"
(Stjórnmálamaður Guðs), bókar um
Páfagarð. „Það er farið að bregða
birtu hjá honum."
Heilsan lengi til umræðu
Heilsa Jóhannesar Páls páfa hef-
ur verið til umræðu allt frá því að
Tyrkinn Mehmet Ali Agca gerði til-
raun til að ráða hann af dögum
árið 1981. Páfi særðist mun alvar-
ERLENT
hefði batnað og tókst hann
á hendur langar og strang-
ar heimsóknir og hyggst
halda þeim áfram í ár. Mun
páfi halda til Asíu og ríkja
við Kyrrahaf, Mið-Evrópu,
m.a. Slóveníu og'Sarajevo,
svo og til Líbanons. „Raun-
in er yfirleitt sú að í annað
sinn sem staðir eru heim-
sóttir, minnkar áhugi fólks
verulega," segir Willey.
Reuter
PÁFI ræddi m.a. um nauðsyn þess að
vernda börn fyrir afleiðingum styrj-
alda í nýársávarpi sínu.
legar en opinberlega var viðurkennt
á þeim tíma og er fullyrt að hann
hafi verið í lífshættu. Frá þeim tíma
hefur páfi fengið krabbamein en
læknar segjast hafa ráðið niðurlög-
um þess, auk þess sem hann hefur
verið slæmur í mjöðm og verður
því að ganga við staf.
Þegar páfi heimsótti Zagreb í
Króatíu árið 1993 var páfi svo kval-
inn að stytta varð heimsóknina og
kveðjuathöfnina á flugvellinum. A
síðasta ári virtist sem heilsa páfa
Líkt við Píus IX
Á síðasta ári réðust ít-
alskir fjölmiðlar harkalega
á páfa. Þekktir dálkahöf-
undar á borð Barböru Spin-
elli, sem skrifar í La
Repubblica, og Domenico
del Ri,o sem skrifar í La
Stampa, gagnrýndu hann
fyrir afstöðu hans til fóst-
ureyðinga, getnaðarvarna
og kvenna. Þá vakti það
hneykslun margra þegar
páfi faðmaði Giulio Andre-
otti, fyrrverandi forsætis-
herra, að sér í móttöku í
Páfagarði. Nú standa yfir
réttarhöld yfir Andreotti en
hann er m.a. sakaður um
mafíutengsl og að hafa Iagt blessun
sína yfir morð á blaðamanni.
Þykir ítölskum gagnrýnendum
páfa þetta eitt dæmið um tilhneig-
ingu páfa til einræðis og yfirlýs-
ingagleði og segja að hann snúi í
æ ríkari mæli baki við umbótum
fyrirrennara hans, Jóhannesi XXIII
og Páli VI. Er Jóhannesi Páli II
páfa æ oftar líkt við Píus páfa IX
sem uppi var á síðustu öld en hann
afneitaði iðnvæðingunni þó að hann
hefði fagnað henni í fyrstu.
Reuter
Vilja fanga heim í hérað
ÞÚSUNDIR stuðningsmanna aðskilnaðarsamtaka anna, sem sitja í fangelsum á Spáni, fengju að
Baska (ETA) gengu um götur Bilbao á Spáni á afplána dóma sína í betrunarhúsum í heimahér-
gamlársdag og kröfðust þess að liðsmenn samtak- uðum.
FRÁ OG MEÐ áramótum eiga
spænskir sjómenn þess kost að
halda til veiða í Irska hólfinu í
írlandshafi. Óttast breskir sjó-
menn að það muni leiða til ofveiði
og hruns fiskistofna á þessu svæði.
Blaðamaður breska dagblaðsins
The Daily Telegraph sem heim-
sótti Vigo, höfuðborg spænska
sjávarútvegsins, og ræddi við sjó-
menn þar segir ótta Breta ekki
ástæðulausan. Spænsku sjómenn-
irnir munu fæstir halda til veiða
þegar í stað þar sem aflabrögð
eru með versta móti þessa stund-
ina. Líklega verður það ekki fyrr
en með vorinu að spænski flotinn
leggur úr höfn með stefnuna á EI
Box.
Flestir þeir sjómenn sem rætt
var við neituðu að þeir hygðust
btjóta gildandi reglur, allir nema
Jesus Odilo. „Ég skil vel ótta Breta
og íra því að vissulega beitum við
ýmsum brögðum," segir þessi 33
ára sjómaður, sem stundað hefur
fiskveiðar í fimmtán ár. Hann seg-
ir 80% skipa í Vigo vera með leyni-
hólf þar sem umframafli sé
geymdur. „Öll skipin sem fara til
veiða í hólfinu nota „smokkinn".
Hvert og eitt einasta,“ segir Jesus.
Smokkurinn er ólöglegt, þéttr-
iðið aukanet, falið inni í aðalvörp-
unni er veiðir allt. „Málið er að
ekkert getur flúið smokkinn.
Möskvastærðin er þrír millimetr-
ar. Eigendur okkar leyfa ekki
notkun hans en það er skipstjórinn
sem ræður. Ef eftirlitsskip fer að
elta okkur þarf einungis að skera
á vírana og netið sekkur til botns.“
Fiski fyrir um 80 milljarða er
landað í Vigo á ári hveiju og
hvergi í Evrópu er jafnmargar
kæligeymslur fyrir sjávarafurðir
að finna. Undirmálsfisk er alls
staðar hægt að finna, hvort sem
er á fiskmörkuðum eða veitinga-
húsum.
Stjórnvöld í Vigo leggja opin-
berlega mikla áherslu á eftirlit
og í litskrúðugum kynningarbækl-
ingi er farið fögrum orðum um
starf eftirlitsmanna. Veruleikinn
er hins vegar annar.
„Það eru engir ESB-eftirlits-
menn í Vigo. Þegar þeir koma
verða vandræði. Spænsku eftir-
litsmennirnir, að maður minnist
nú ekki á lögregluna, þiggja allir
mútur. Ég ætti að vita það. Ég
hef því miður afhent margt um-
slagið. Þegar skip kemur til hafn-
ar á lögreglan að framkvæma ítar-
lega könnun. Það gera lögreglu-
mennirnir ekki. I staðinn fá þeir
sígarettur, áfengi og fisk.“
Friðarviðræður ísraela og Sýrlendinga
Líkur á samkomu-
lagi í næstu viku
Jerúsalem. Reuter.
ITAMAR Rabinovich, aðalsamn-
ingamaður ísraela í friðarviðræð-
unum við Sýrlendinga, sagði í
gær að samkomulag kynni að
nást milli ríkjanna þegar Warren
Christopher, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, færi til Miðaust-
urlanda í næstu viku.
Rabinovich, sem er sendiherra
Ísraels í Bandaríkjunum, kvaðst
ekki búast við að samkomulag
næðist í þessari viku í viðræðun-
um í Bandaríkjunum sem hefjast
að nýju í dag eftir hlé um áramót-
in. „Það myndi gleðja okkur mik-
ið ef svo ólíklega vildi til að við
næðum samkomulagi á miðviku-
dag eða fimmtudag um eitthvað
grundvallaratriði eða mikilvægt
mál,“ sagði sendiherrann. Hann
bætti við að árangurinn af friðar-
viðræðunum gæti hins vegar
komið í ljós þegar Christopher
færi til Miðausturlanda.
Samningar við Jórdani
undirritaðir
Fregnir herma að Christopher
kunni einnig að efna til fundar
með Shimon Peres, forsætisráð-
herra lsraels, og Hussein Jórdan-
íukonungi í Tel Aviv í næstu viku.
Talsmaður Peres sagði þó að
ekki hefði verið tekin ákvörðun
um fundinn.
Hussein konungur og Ehud
Barak, utanríkisráðherra ísraels,
sögðu að samningar ríkjanna um
að koma efnahags- og menn-
ingartengslum þeirra í eðlilegt
horf yrðu undirritaðir fyrir 20.
janúar.
Eldgos á
Kamtsjatka
Moskvu. Reutcr.
ELDGOS hófst í gær á Kamtsjatka-
skaga í kjölfar öflugs jarðskjálfta.
Að sögn rússneskra fjölmiðla er um
öskugos að ræða og gýs askan allt
að sjö km upp í loft.
Vaktmaður í almannavarnar-
ráðuneytinu í Moskvu staðfesti í
gær að gos væri hafið í Karímskíj-
fjalli en gaf ekkert upp um mann-
tjón eða hversu öflugur skjálftinn
á undan hefði verið.
Kínverskir jarðskjálftafræðingar
telja hann hafa verið um 7,2 stig á
Richter en hann reið yfir kl. 10 að
ísl. tíma á mánudag. Rússnesk út-
varpsstöð hafði eftir rússneskum
jarðskjálftafræðingum að skjálftinn
hefði verið allt að 8 stig á Richter.
Að sögn rússneskra fjölmiðla er
ekki hætta á ferðum í bænum Zhup-
anovo, sem stendur næst fjallinu, í
um 45 km fjarlægð. Karímskíj-fjall
er í um 120 km fjarlægð frá
Petropavlovsk-Kamtsj atskíj,
stærstu borginni á skaganum.
t-
I
;
i
l
D
I
f
í
i
I
M
f
i
I
|
t
i
i
I
I
I
i
t
y