Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FJÖLMIÐLUIM
Flækst um netheima
NORSKI alnetsfræðingurinn og upplýsingafrömuðurinn Odd de
Presno í heimsókn sinni hingað til lands skömmu fyrir jól. '
BÆKUR
Tölvumennt
NETHEIMAR
Netheimar eftir Odd de Presno, Lars
H. Andersen og Láru Stefánsdóttur.
Odd er höfundur grunntexta, en
Lára og Lars þýddu textann, stað-
færðu og juku við. Höfundar gefa
út. 288 síður.
ALNETIÐ, eða Internet, er sí-
fellt á vörum tölvunotenda og
-áhugamanna, aukinheldur sem
það hefur orðið vinsælt umfjöllun-
arefni fréttamanna. Þó mikið hafi
verið missagt í þeirri umfjöllun
undirstrikar hún að alnetið er einn
helsti þáttur tölvuvæðingar fram-
tíðarinnar, hefur þegar haft og á
eftir að hafa gríðarleg áhrif á
ýmis svið, til að mynda margmiðl-
un, fréttamennsku, fræði-
mennsku, skemmtanaiðnað og
fræðslumál.
íslendingar hafa verið fljótir að
átta sig á kostum alnetsins, sem
eru miklir fyrir þjóð í strjálbýlu
landi og eiga eftir að verða meiri
eftir því sem ljósleiðaravæðing
landsins kemst á legg. I samræmi
við þennan áhuga kemur varla á
óvart þó þegar séu nokkrar bækur
komnar út sem fjalla um alnetið
og kosti þess, þar á meðal sú sem
hér er gerð að umtalsefni, en hún
kom út um miðjan mánuðinn. I
henni segir Odd de Presno, einn
helsti alnetsfræðingur heims, frá
alnetinu, möguleikum þess og hag-
nýtingu.
Odd de Presno býr í smábæ í
Noregi og rekur þaðan umfangs-
mikla alnetsþjónustu, á milli þess
sem hann er á ferð og flugi um
allan heim sem ráðgjafí og fyrir-
lesari. Netheimar er að mestu
byggð á texta sem hver sem vill
hefur aðgang að á alnetinu á slóð-
inni http://login.eunet.
no/~presno/bok/i.html, og reynd-
ar þekkja margir sem flækst hafa
um á alnetinu til bókarinnar eða
Odds de Presnos, enda er víða vitn-
að til hans. Netheimar er þó öllu
veigameira verk en það sem finna
má á netinu og handhægara, því
þó alnetið sé ótæmandi uppspretta
upplýsinga þá er það svo að þeir
sem aldir eru upp við bóklega
fræðslu eiga auðveldara með að
tileinka sér þekkingu sem prentuð
á pappír. Netheimar henta einnig
sem uppflettirit, því bókinni fylgir
ágætis atriðisorðaskrá.
Helsti galli við Netheima er að
bókinni svipar um of til alnetsins
og upplýsingaleitar á því; í textan-
um ægir öllu saman og uppsetning
bókarinnar er óskýr og óaðgengi-
leg. Þeir sem þræla sér í gegnum
hana alla saman fá þó nokkuð
fyrir sinn snúð, því í bókinni er
ótrúlegu magni upplýsinga safnað
saman og hún gefur heillega og
skýra mynd af alnetinu þegar upp
er staðið. Heldur er mikið af upp-
lýsingum um fyrirbæri eins og
Compuserve sem hefur varla nýst
íslenskum tölvunotendum, en
einnig er að finna ýmsan fróðleik
um póstlista, ftp, Usenet og fleira
sem vefst fyrir nýliðum. Mikill
kostur er grúi dæma um hvernig
leita má að upplýsingum og hag-
nýta þær sem nýtast ekki síður
hagvönum alnetsnotendum.
Hættan við útgáfu sem þessa
er að upplýsingarnar verði snemma
úreltar því þróunin er gríðarhröð.
Til að bregðast við þessu er komin
upp heimasíða bókarinnar á slóð-
inni http://www.ismennt.is/n/net-
heimar/. Einnig má gerast áskrif-
andi að póstlistanum netheimar-
/Jismennt.is, en nánari upplýsingar
um það er að finna á heimasíðunni.
í Netheimum er notað enska
orðið Internet, en ekki reynt að
íslenska það með því að skeyta
íslensku „neti“ áftan við. Þetta
skolast þó stundum til, til að
mynda stendur „Á Interneti" á
síðu 121, en „á Internet" á síðu
122. Almenna reglan hlýtur þó að
vera sú að nota annaðhvort enska
heitið eða eitthvað íslenskt og ekki
samrýmist íslenskri málvenju að
tala um „internetið“, hvað svo sem
mönnum fínnst um alnetið.
Þessi bók Odds de Presnos, Lars
H. Andersens og Láru Stefánsdótt-
ur er mikil fróðleiksuppspretta um
alnetið og hagnýta notkun þess og
hagnýt flestum, hvort sem þeir eru
byrjendur eða lengra komnir. Eins
og áður segir er ekki þrautalaust
að pæla í gegnum hana, en marg-
borgar sig.
Árni Matthíasson
N.Y. Times
í lit 1997
Störfum fækkað
um 190
New York. Reuter.
NEW York Times kemur út í nýrri
útgáfu fyrir lesendur í norðaustan-
verðum Bandaríkjunum 1997 og
útgáfan í New York kemur út í lit
að því er nýlega var skýrt frá á
fundi í stjórn útgáfu blaðsins.
Russell Lewis forstjóri sagði að
190 störf á Times yrðu lögð niður
1996 til að vega á móti hækkuðu
verði á dagblaðapappír og að öðrum
útgjöldum yrði haldið óbreyttum.
Um 50 störf hafa verið lögð niður
á nýliðnu ári.
Arthur Sulzberger útgáfustjóri
sagði að nýja útgáfan í norðaustur-
ríkjunum yrði prentuð í Boston og
Washington, D.C., og við það
mundu lesendur fá nýrri fréttir.
Ný prentsmiðja
í ársbyijun 1997 lýkur smíði
nýrrar prentsmiðju Times í College
Point, Queens, og þá er ráðgert að
hætta allri starfsemi við Times Squ-
are, þar sem Sulzberger sagði að
búið væri við „úrelta aðstöðu".
Síðla árs 1997 verður Timesgei-
ið út í lit á New York-stórborgar-
svæðinu og fylgiblöðin verða sex
eða sjö.
Búizt er við að auglýsingatekjur
muni aukast um 5-7% 1996 og tekj-
ur af seldum eintökum um 7-. 9%.
Gert er ráð fyrir að verð á dag-
blaðapappír 1996 muni hækka um
22%. Mikil hækkun á pappírsverði
1995 mun auka tekjur trjávörufyr-
irtækis blaðaútgáfunnar, Forest
Products Group, um rúmlega 300%.
Ný líkamsræktarstöð
i Frostaskjóli 6
Staður fyrir alla
fjölskylduna:
• Cybex-tækjasalur
• Þolfimi
• Fitubrennsla
• Vaxtarmótun
• Ráðgjöf J
• Heitir pottar ■
• Gufubað ^
• Körfubolti fl
• Þrekhringir *
• Byrjendaleikfimi ofl.1
Fitubrennslu-
námskeió:
Védís og
Bjargey
iþróttakennarar.
Skráning hafin
í síma: 562 4282
Barna-
gæsla
LÍKAM6RÆKTARSTÖP
FROSTASKJÓU 6 - SÍMI: 561 3535
Mest aukning á
auglýsingum
í útvarpi
London. Reuter.
EINKAREKNAR útvarpsstöðvar
eru sá auglýsingamiðill í Bret-
landi, sem er í örustum vexti, pg
búast má við að sú þróun haldi
áfram í fímm eða.sex ár að sögn
kunnugra.
Markaðshlutdeild útvarps er
rúmlega 4% nú og verður áreiðan-
lega meiri en 5% og sennilega 6%
um aldamótin að sögn Douglas
McArthur, framkvæmdastjóra út-
varpsauglýsingaskrifstofunnar í
Bretlandi (RAB).
Steve Hyde, útvarpsstjóri Zen-
ith Media, sem er deild í auglýs-
ingafyrirtækinu Cordiant plc, telur
að útvarpsauglýsingar í Bretlandi
muni aukast yfir 10% á næstu
tveimur til þremur árum. Aukn-
ingin verði síðan 2-3% meiri en í
sjónvarpi og á prenti í næstu tvö
til þijú ár á eftir.
Máttugri miðill
Fleiri útvarpsstöðvar og betri
markaðssetning eiga þátt í aukn-
ingunni. Lögð er áherzla á að út-
varpsauglýsingar borgi sig.
Nýtt markaðsrannsóknarfyrir-
tæki, Rajar (Radio Joint Audience
Research Ltd), og RAB hafa auð-
veldað mönnum að sýna hugsan-
legum auglýsendum fram á kosti
útvarps sem auglýsingamiðils.
Upplýsingar frá Rajar eru
grundvöllur tölvustýrðs skipulag-
skerfis, sem Zenith notar. Með því
tekur 10 mínútur að gera áætlan-
ir, sem áður tók hálfan mánuð,
og þær veita auglýsendum innsýn
í hlustunarvenjur áheyrenda.
Stærri markaður
Útvarpsmarkaðurinn hefur
stækkað vegna þess að einkarekn-
um stöðvum hefur fjölgað, búseta
fólks breytzt og akstur aukizt að
sögn fjölmiðlaráðgjafa Henley
Centre.
Útvarp dregur til sín hópa, sem
öðrum fjölmiðlum hefur veitzt erf-
itt að ná til - svo sem kaupsýslu-
menn og ungmenni - og það er
kostur að dómi auglýsenda.
í Bandaríkjunum er markaðs-
hlutdeild útvarps sögð um 11-12%,
en annars staðar í Vestur-Evrópu
8-9%.
Einkareknar stöðvar komu ekki
til sögunnar í Bretlandi fyrr en
1973 með þremur svæðastöðvum.
Einkareknar stöðvar fyrir landið
allt tóku ekki til starfa fyrr en
laust eftir 1990.
181 stöð nú
Ríkisútvarpið BBC rekur fimm
útvarpsrásir auk landshlutastöðva
og segir markaðshlutdeild sína
40% En nú er 181 útvarpsstöð í
Bretlandi miðað við um 45 fyrir
10 árum og rekstur einkastöðva
er allábatasamur.
EMAP plc hefur verið umsvifa-
mesti útvarpsrekandi í Bretlandi
með 17,7% markaðshlutdeild síðan
hann komst yfir Metro Radio í
september. Áuglýsingar EMAP
jukust um 16% á sex mánuðum
til septemberloka og auglýsinga-
verð hefur verið hækkað um 16%.