Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C/D/E l.TBL. 84.ARG. MIÐVIKUDAGUR 3. JANUAR 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/Arni Sæborg GAMLA árið var kvatt með hefðbundn- um hætti en á myndinni má sjá brot af ljósadýrðinni yfir Vesturbæ Reykjavík- ur og Selljarnarnesi undir miðnætti á GAMLA ÁRIÐ KVATT gamlárskvöld. f forgrunni eru Nes- nýársnótt fór sómasamlega fram víðast kirkja og Melaskóli. Skemmtanahald á hvar á landinu nema í Hafnarfirði, sam- kvæmt upplýsingum lögreglu. Brennur voru margar og veður með besta móti. ■ Nýju ári fagnað í friði víðast hvar/4 Reuter Feimni nær tökum á William prins NATO-sveitir í vanda vegna mannrána í Sarajevo Serbar sagðir hafa rænt 16 mönnum KARL Bretaprins dvelst nú ásamt sonum sínum, William og Harry, við skíðaiðkun í Klosters í Sviss. Þrjátíu ljósmyndarar og tugur sjónvarpsmyndatökumanna fylgdust með þeim á fyrsta degi í gær og brá þá svo við að William leit hvað eftir annað undan og skýldi sér ætíð á bak við lífverði er tjósmyndarar nálguðust. „Eg hef aldrei séð hann jafn feiminn, hann forðaðist myndavélarnar eins og heitan eld,“ sagði Ijós- myndari sem hefur langa reynslu af því að fylgja liðsmönnum bresku drottningarfjölskyldunnar eftir. Díana prinsessa var ekki í Klosters, heldur dvelst hún í leyfi í Karíbahafi. Talsmaður hirðar- innar vísaði í gær á bug fréttum þess efnis að hún hefði ákveðið að verða við tilmælum drottning- arinnar sem lagt hefur að þeim Karli prins að skilja að lögum. Sar^jevo. Reuter. STJÓRN Bosníu sakaði í gær Serba um að hafa rænt 16 borgurum og afhenti Atlantshafsbandalaginu (NATO) formleg mótmæli vegna mannránanna. Stjórnin sagði að fólkið hefði verið numið á brott úr bílum sínum þegar það hefði ekið um serbneska úthverfið Ilidza í Sarajevo eftir að friðargæsluliðar höfðu opnað vegi um hverfið sem serbneskir hermenn lokuðu í stríð- inu. Bosníustjórn sagði mannránin brot á ákvæði friðarsamninganna um ferðafrelsi í landinu. Háttsettir embættismenn NATO sögðust ekki geta staðfest ásakan- ir stjórnarinnar en lögreglumenn á vegum Sameinuðu þjóðanna sögðu eftir að hafa rætt við serbnesk yfir- völd að fólki hefði verið rænt. íhaldsflokkurinn hefur aðeins fimm sæta þingmeirihluta og þykir stefna í að hann minnki í þijú sæti að loknum tvennum aukakosningum sem framundan eru. Major hefur verið sagður geta reitt sig á stuðning Sambands- flokksins, en af orðum Taylors í gær virtist sem verið væri að draga heit af því tagi til baka. Málið kemur Atlántshafsbandalag- inu í vanda og sýnir að þótt NATO geti kveðið niður hernaðarlega and- stöðu hefur það ekki bolmagn til að bregðast við minniháttar ögrun- um sem gætu grafíð undan friðar- samningunum. Vilja fangaskipti Lögreglumaður á vegum Sam- einuðu þjóðanna sagði að serbnesk yfirvöld hefðu gefið til kynna að fólkinu yrði sleppt ef tveir Serbar, sem handteknir voru nálægt Sarajevo í október, yrðu látnir laus- ir. Stjórn Bosníu er treg til að láta mennina lausa í skiptum fyrir fólk- ið en segir að það verði gert ef sveitir NATO geti ekki leyst málið. Hann sagði að hvert mál yrði vegið og metið á eigin forsend- um. Sambandsflokkurinn hefur stutt stjórn Majors í efnahags- málum en helst er talið að þing- menn flokksins kunni að reynast stjórninni erfiðir í málum er varða Evrópusamstarfið. ■ Reynir Major að hjara/37 Embættismenn NATO hafa sagt að þetta mál sé ekki í þeirra verka- hring, þetta sé lögreglumál sem yfirvöld á staðnum eigi að leysa. Stjórnarerindrekar í Sarajevo segja hins vegar að serbnesku yfirvöldin í Ilidza hafi sjálf gerst brotleg við friðarsamningana. Að sögn bosnískra embættis- manna hófust mannránin á jóladag þegar þremur vörubílstjórum var rænt. Síðan hafi Serbar tekið fjög- urra manna fjölskyldu og þrjá menn, sem ferðuðust saman, og fleiri vörubílstjóra. „Einn bíll var líka stöðvaður og þrír menn sem voru í honum neyddust til að borga Serbum 200 mörk [9.000 krónur] hver,“ sagði bosnískur embættis- maður. -----» ♦ »------ Kyrrð á olíumarkaði London. Reuter. KYRRÐ var á olíumarkaði i gær eftir nokkra óvissu vegna valda- skiptanna í Saudi-Arabíu. Þarlend yfirvöld hafa tilkynnt að engin breyting verði á olíusölumálum. Olíukaupmenn fylgdust eftir- væntingarfullir með því er Abdullah krónprins tók við völdum um stund- arsakir af hálfbróður sínum, Fahd konungi. Lækkaði olíuverð lítillega að loknum valdaskiptunum. Með þeim er talið að allri óvissu um erfð- ir í Saudi-Arabíu sé lokið. Friðsam- leg valdaskipti þykja staðfesta það. ■ Breyting á/20 Svíkja Major? London. Reuter. LÍKURNAR á að stj'órn Johns Majors, forsætisráðherra Bretlands, haldi velli dvínuðu í gær er John Taylor, varaformaður Sambands- flokksins á Norður-írlandi, sagði útilokað að tryggja stuðning flokks- ins við stjórnina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.