Morgunblaðið - 03.01.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 03.01.1996, Síða 1
96 SÍÐUR B/C/D/E l.TBL. 84.ARG. MIÐVIKUDAGUR 3. JANUAR 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/Arni Sæborg GAMLA árið var kvatt með hefðbundn- um hætti en á myndinni má sjá brot af ljósadýrðinni yfir Vesturbæ Reykjavík- ur og Selljarnarnesi undir miðnætti á GAMLA ÁRIÐ KVATT gamlárskvöld. f forgrunni eru Nes- nýársnótt fór sómasamlega fram víðast kirkja og Melaskóli. Skemmtanahald á hvar á landinu nema í Hafnarfirði, sam- kvæmt upplýsingum lögreglu. Brennur voru margar og veður með besta móti. ■ Nýju ári fagnað í friði víðast hvar/4 Reuter Feimni nær tökum á William prins NATO-sveitir í vanda vegna mannrána í Sarajevo Serbar sagðir hafa rænt 16 mönnum KARL Bretaprins dvelst nú ásamt sonum sínum, William og Harry, við skíðaiðkun í Klosters í Sviss. Þrjátíu ljósmyndarar og tugur sjónvarpsmyndatökumanna fylgdust með þeim á fyrsta degi í gær og brá þá svo við að William leit hvað eftir annað undan og skýldi sér ætíð á bak við lífverði er tjósmyndarar nálguðust. „Eg hef aldrei séð hann jafn feiminn, hann forðaðist myndavélarnar eins og heitan eld,“ sagði Ijós- myndari sem hefur langa reynslu af því að fylgja liðsmönnum bresku drottningarfjölskyldunnar eftir. Díana prinsessa var ekki í Klosters, heldur dvelst hún í leyfi í Karíbahafi. Talsmaður hirðar- innar vísaði í gær á bug fréttum þess efnis að hún hefði ákveðið að verða við tilmælum drottning- arinnar sem lagt hefur að þeim Karli prins að skilja að lögum. Sar^jevo. Reuter. STJÓRN Bosníu sakaði í gær Serba um að hafa rænt 16 borgurum og afhenti Atlantshafsbandalaginu (NATO) formleg mótmæli vegna mannránanna. Stjórnin sagði að fólkið hefði verið numið á brott úr bílum sínum þegar það hefði ekið um serbneska úthverfið Ilidza í Sarajevo eftir að friðargæsluliðar höfðu opnað vegi um hverfið sem serbneskir hermenn lokuðu í stríð- inu. Bosníustjórn sagði mannránin brot á ákvæði friðarsamninganna um ferðafrelsi í landinu. Háttsettir embættismenn NATO sögðust ekki geta staðfest ásakan- ir stjórnarinnar en lögreglumenn á vegum Sameinuðu þjóðanna sögðu eftir að hafa rætt við serbnesk yfir- völd að fólki hefði verið rænt. íhaldsflokkurinn hefur aðeins fimm sæta þingmeirihluta og þykir stefna í að hann minnki í þijú sæti að loknum tvennum aukakosningum sem framundan eru. Major hefur verið sagður geta reitt sig á stuðning Sambands- flokksins, en af orðum Taylors í gær virtist sem verið væri að draga heit af því tagi til baka. Málið kemur Atlántshafsbandalag- inu í vanda og sýnir að þótt NATO geti kveðið niður hernaðarlega and- stöðu hefur það ekki bolmagn til að bregðast við minniháttar ögrun- um sem gætu grafíð undan friðar- samningunum. Vilja fangaskipti Lögreglumaður á vegum Sam- einuðu þjóðanna sagði að serbnesk yfirvöld hefðu gefið til kynna að fólkinu yrði sleppt ef tveir Serbar, sem handteknir voru nálægt Sarajevo í október, yrðu látnir laus- ir. Stjórn Bosníu er treg til að láta mennina lausa í skiptum fyrir fólk- ið en segir að það verði gert ef sveitir NATO geti ekki leyst málið. Hann sagði að hvert mál yrði vegið og metið á eigin forsend- um. Sambandsflokkurinn hefur stutt stjórn Majors í efnahags- málum en helst er talið að þing- menn flokksins kunni að reynast stjórninni erfiðir í málum er varða Evrópusamstarfið. ■ Reynir Major að hjara/37 Embættismenn NATO hafa sagt að þetta mál sé ekki í þeirra verka- hring, þetta sé lögreglumál sem yfirvöld á staðnum eigi að leysa. Stjórnarerindrekar í Sarajevo segja hins vegar að serbnesku yfirvöldin í Ilidza hafi sjálf gerst brotleg við friðarsamningana. Að sögn bosnískra embættis- manna hófust mannránin á jóladag þegar þremur vörubílstjórum var rænt. Síðan hafi Serbar tekið fjög- urra manna fjölskyldu og þrjá menn, sem ferðuðust saman, og fleiri vörubílstjóra. „Einn bíll var líka stöðvaður og þrír menn sem voru í honum neyddust til að borga Serbum 200 mörk [9.000 krónur] hver,“ sagði bosnískur embættis- maður. -----» ♦ »------ Kyrrð á olíumarkaði London. Reuter. KYRRÐ var á olíumarkaði i gær eftir nokkra óvissu vegna valda- skiptanna í Saudi-Arabíu. Þarlend yfirvöld hafa tilkynnt að engin breyting verði á olíusölumálum. Olíukaupmenn fylgdust eftir- væntingarfullir með því er Abdullah krónprins tók við völdum um stund- arsakir af hálfbróður sínum, Fahd konungi. Lækkaði olíuverð lítillega að loknum valdaskiptunum. Með þeim er talið að allri óvissu um erfð- ir í Saudi-Arabíu sé lokið. Friðsam- leg valdaskipti þykja staðfesta það. ■ Breyting á/20 Svíkja Major? London. Reuter. LÍKURNAR á að stj'órn Johns Majors, forsætisráðherra Bretlands, haldi velli dvínuðu í gær er John Taylor, varaformaður Sambands- flokksins á Norður-írlandi, sagði útilokað að tryggja stuðning flokks- ins við stjórnina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.