Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 11 FRETTIR Nýr kjarasamningur flugumferðar stj óra og ríkisins Föst mánaðarlaun frá 107 til 232 þúsund krónum 7.400 kr. launahækkun vegna hagræðingar FLUGUMFERÐARSTJÓRAR ræða innanhússtillögu sáttasemjara sem varð að samningi þeirra og ríkisins. Föst mánaðarlaun flugumferðarstjóra skv. nýgerðum kjarasamningum geta numið allt frá 107 til 232 þús. kr. Einnig var samið um fastar vaktagreiðslur og í yfírliti Omars Friðrikssonar kemur fram að flugumferð- arstjórar fá á árinu 7.400 kr. hækkun mán- aðarlega vegna hagræðingar. Fj ár hagsáæt lun Kópavogsbæjar fyrir 1996 Tekjur um- fram gjöld áætlaðar 112 millj. ÁÆTLAÐAR skuldir Kópavogsbæj- ar í árslok 1995 voru rúmar 4.251 milljón kr. en í lok þessa árs er áætlað að heildarskuldir lækki lítil- Iega og verði tæpar 4.230 milljónir króna. Eignir bæjarins voru áætlað- ar tæpar 1.575 milljónir króna um áramótin og um 1.615 milljónir króna um næstu áramót. Samkvæmt fjárhagsáætlun bæjarins verða tekj- ur bæjarsjóðs á árinu umfram gjöld 112,8 milljónir kr. Heildartekjur eru áætlaðar tæpar 2.810 milljónir króna en heildargjöld um 2.697 millj- ónir króna. Skatttekjur eru áætlaðar 1.923 milljónir króna á árinu. Samkvæmt fjárhagsáætluninni skila útsvör bæjarsjóði 1.556 milljón- um króna í tekjur, fasteignaskattar 242 milljónum króna, holræsagjöld 80 milljónum króna, sérstakir skatt- ar 25 milljónum króna og úr jöfnun- arsjóði koma 20 milljónir króna. Gjöld vegna yfirstjórnar bæjarfé- lagsins eru áætluð rúmar 114 millj- ónir króna, vegna félagsþjónustu tæpar 540 milljónir króna, vegna fræðslumála tæpar 306 milljónir króna, vegna æskulýðs- og íþrótta- mála um 165 milljónir króna, vegna hreinlætismála 85 milljónir króna, vegna götu-, holræsa- og umferðar- mála 77 milljónir króna, tæpar 60 milljónir króna vegna menningar- mála og 50 milljónir kr. vegna al- menningsgarða og útivistar. Áætluð gjöld vegna málaflokka eru rúmar 1.689 milljónir króna en tekjur af þeim 496.681 milljón kr. ----♦-------- Dánarbætur í stað ekkju- lífeyrisins HEILBRIGÐIS- og tryggingamála- ráðherra hefur undirritað reglugerð um hækkun bóta almannatrygginga frá og með 1. janúar 1996 um 3,5%. Samkvæmt reglugerðinni hækka elli- og örorkulífeyrir, örorkustyrkur, greiðslur í fæðingarorlofi, tekju- trygging, sjúkradagpeningar, heim- ilisuppbót og sérstök heimilisuppbót og uppbót á lífeyri. Hækkun bóta í janúarmánuði kemur til útborgunar 10. janúar nk. 1. janúar nk. öðlast jafnframtgildi aðrar breytingar á greiðslum al- mannatrygginga, samkvæmt lögum um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1996. Mæðra- og feðralaun lækka en breytingin hefur áhrif til hækkunar á greiðslu barnabóta- auka. Þá öðlast gildi reglur um aukna tekjutryggingu elli- og öror- kulífeyris sem hafa þau áhrif að tekjur lífeyrisþega umfram tiltekin tekjumörk, aðrar en tekjur úr lífeyr- issjóðum og almannatryggingum, skerða ellilífeyri um 30% í stað 25% áður. Ekkjulífeyrir verður ekki greiddur framvegis nema til þeirra sem njóta hans en heimildin hefur verið gagnrýnd í ljósi jafnréttissjón- armiða og slíkar bætur hafa verið lagðar niður á öðrum Norðurlöndum. Til mótvægis eru rýmkaðar heimild- ir til greiðslu dánarbóta. Dánarbæt- ur eru greiddar í sex mánuði til þeirra sem misst hafa maka sína. Lagabreytingin heimilar Trygginga- stofnun ríkisins að lengja greiðslu dánarbóta í 12-48 mánuði til viðbót- ar fyrir þá sem eru með börn yngri en 18 ára á framfæri eða við sérstak- ar aðstæður. Nánari viðmiðun mun koma fram í reglugerð, segir í frétt frá heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytinu. SAMKVÆMT launatöflu flugum- ferðarstjóra í nýgerðum kjarasamn- ingi flugumferðarstjóra og ríkisins nema lægstu mánaðarlaun flugum- ferðarstjóra í fullu starfi tæpum 107 þús. kr. og hæstu grunnlaun 232.684 kr. Breytast launin umtalsvert innan töflunnar miðað við starfsaldur og lífaldur. Þessu til viðbótar hækka mánaðarlaun flugumferðarstjóra um 7.400 kr. á árinu skv. sérstakri bók- un þar sem segir að sérstakur ábati vegna hagræðingar skuli vera 7.400 kr. mánaðarlega miðað við fullt starf. Felst hagræðingin í breyttu vakta- fyrirkomulagi og vinnutilhögun í tengslum við flutning í nýju flug- stjóraarmiðstöðina. Kemur hún til greiðslu á tímabilinu frá 1. mars næstkomandi til 1. október 1996. Flugumferðarstjórar og samninga- nefnd ríkisins hafa metið launahækk- un nýju samninganna til 10,3% út samningstímann en samningurinn gildir frá 1. desember sl. og út þetta ár. Byrjunarhækkunin er metin til 7,5%. Launataflan skiptist í 8 launaþrep og 18 launaflokka. Þannig nema t.d. föst mánaðarlaun fiugumferðarstjóra með eins árs starfsaldur 122.754 kr. Mánaðarlaun flugumferðarstjóra með 3ja ára starfsaldur, sem náð hefur 32 ára aldri, eru 143.690 kr. Mánaðarlaun starfsmanns með sex ára starfsaldur eru um 163 þús. og varðstjóri með tíu ára starfsaldur er með 185.569 kr. í föst mánaðarlaun. í þessum tölum hefur ekki verið reiknað með föstum vaktagreiðslum eða áðumefndri 7.400 kr. ábata- hækkun vegna hagræðingar sem kemur-til framkvæmda á árinu. Vinnuvikan skal vera 38 stundir Vinnuvika flugumferðarstjóra í fullu starfi skal að jafnaði vera 38 stundir skv. kjarasamningnum, nema í Vestmannaeyjum, þar sem vinnu- vikan er að jafnaði 42 stundir frá september til maí. Dagvinnutíma- kaup flugumferðarstjóra er 0,615% af mánaðarlaunum miðað við 6. launaþrep. Tímakaup fyrir yfirvinnu í hverjum launaflokki er 1,0385% af mánaðarlaunum miðað við það launa- þrep er viðkomandi flugumferðar- stjóri tekur laun eftir. Öll yfirvinna á stórhátíðardögum greiðist með tímakaupi sem nemur 1,375% af mánaðarlaunum. Vaktaálag fyrir hverja klukkustund er 33,33% af dagvinnukaupi og 45% frá miðnætti til kl. 8. Flugumferðarstjóri í fullu starfi skal skv. samningnum fá greidda persónuuppbót í desember ár hvert sem nemi 17,05% af desemberlaunum í 6. þrepi 261. launaflokks, sem í dag kveður á um 153.918 kr. mánaðar- laun. ítarleg ákvæði eru í samningnum um vinnutíma, útkall, vaktavinnu og lágmarkshvíld. Flugumferðarstjórar ganga vaktir skv. vaktakerfi sem miðast við að vinnutími reglubund- innar vaktskrár sé 38-42 klst. á viku að jafnaði. Ber skv. honum að greiða starfsmönnum, auk fastra mánaðar- launa í hverjum mánuði, fastar vakta- greiðslur en þar er annars vegar um að ræða 33,33% vaktaálag miðað við 32 klst. og 45% álag miðað við 80 klst. Þá er í samningnum ákvæði.um orlof, aðbúnað, ítarleg ákvæði um slysatryggingar og ferðakostnað. Eiga flugumferðarstjórar t.d. rétt á þriggja og hálfs dags kynnisferð er- lendis annað hvert ár með ákveðnum skilmálum og fá greiddan ferðakostn- að og dagpeninga. Flugumferðarstjórar lögðu ríka áherslu á réttindamál sín í kjaravið- ræðunum og samkomulag náðist um skipan nefndar til að meta réttar- stöðu þeirra. Heildarlaun hafa verið á fjórða hundrað þúsund að meðaltali Flugumferðarstjórar töldu einnig mjög mikilvægt í viðræðunum að draga úr mikilli yfirvinnu. Skv. sein- asta fréttariti Kjararannsóknar- nefndar opinberra starfsmanna hafa greiðslur fyrir yfirvinnu flugumferð- arstjóra numið um 40-45% af föstum mánaðarlaunum þeirra. í febrúar á seinasta ári námu t.d. föst mánað- arlaun flugumferðarstjóra að meðal- tali 169.578 kr., greidd yfirvinna var tæp 78 þús. að meðaltali og önnur laun starfsmanna um 62 þús kr. Heildarlaun flugumferðarstjóra voru þannig 309.547 kr. að meðalt.ali. í maí námu dagvinnulaun þeirra rúm- um 170 þús. kr., yfirvinnulaun 71.600 og önnur laun 61.275 kr. Heildarlaun flugumferðarstjóra voru að meðaltali 303.407 kr. í mánuðin- QWÁiXATV saman Innritun stendur yfir á vornámskeiðin. Barnadansar, samkvæmisdansar, Jassleikskólinn, kántrýdansar, stepp, rokk. Okeypis danstímar 9. & 10. janúar. ...þú kemur - við kennum. Danssmiðja Hermanns Ragnars 1,105 Reykjavík 5 6 8 - 9 7 9 7 o Kennslustaðir: Engjateigur 1, Frostaskjól, Geröuberg, Fjörgyn Grafarvogi og Stjörnuheimiliö Garöabæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.