Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 35 AÐSENDARGREINAR Reykj avíkurflugvölliu* Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, simi 567-1800 Löggild bílasala Birpr Þórhallsson A UNDANFÖRN- UM árum og raunar áratugum hefir fram- tíð Reykjavíkurflug- vallar verið til umræðu frá margbreytilegum sjónarmiðum. Sakir þess að nú verður ekki lengur undan því vik- ist að endurbæta og gera við þetta bráð- nauðsynlega mann- virki endurtekur sag- an sig. Öllu er blandað saman í umíjölluninni: Öryggi borgaranna, umhverfismálum, flugslysum, sem orðið hafa í nágrenni vallar- ins, umræðu um kostnað og jafn- vel er fjallað um að flytja flugvöll- inn eins pg það væri tiltölulega lít- ið mál. Óhjákvæmilegt er að huga að öllum þessum þáttum og vafalít- ið mörgum öðrum áður en hafist verður handa um að endurbæta Reykjavíkurflugvöll. Hér á eftir verður einkum drepið á fáein atr- iði, sem þetta mál varða beint eða óbeint, en sem fremur lítið hafa verið til umræðu með öðrum þátt- um málsins. Fyrir nokkrum áratugum, þegar fyrsta alvöru umræðan fór fram um þessi efni var vissulega mögu- leiki á að flytja flugvöllinn á Álfta- nes. Það voru ekki síst Flugfélags- menn, t.d. Jóhannes R. Snorrason og Brandur heitinn Tómasson, sem bentu á flugvallarstæði á Álftanesi með stuðningi erlendra sérfræð- inga og einnig vegna eigin þekk- ingar á þessum málefnum öllum - m.a. flugtæknilegum þáttum. Ýmis tormerki voru (a.m.k. í „gamla daga“) talin á öðrum flugvallar- stæðum (að Álftanesinu frá- gengnu) fyrir nýjan Reykjavíkur- flugvöll t.d. í Kapelluhrauni, þótt landrými væri nægjanlegt (m.a. ókyrrð í lofti í suðlægum áttum vegna Reykjanesfjallgarðs). E.t.v. er hægt að ímynda sér að unnt hefði verið að útbúa eðli- lega hagsmunafléttu í þeim dúr að selja landið, sem Reykjavíkur- flugvöllur stendur á og byggja fyr- ir það fé Álftanesflugvöll. Hér verða þessir þættir málanna ekki ræddir frekar enda of seint nú. Reykjavíkurflugvöllur og landsbyggðin Eftir að yfirvöld höfnuðu hug- myndinni um Álftanesflugvöll eru trúlega fáir raunhæfir kostir í stöð- unni aðrir en þeir að gera við og endurbæta Reykjavíkurflugvöll og gá vel að því að þrengja ekki að honum. Keflavíkurflugvöllur, sem lengi hefir verið fyrirmyndar flug- höfn, getur ekki þjónað innan- landsfluginu á breiðum grundvelli svo að vel sé. Aksturinn til Kefla- víkur tekur of langan tíma til þess að hann sé í þessu samhengi raun- hæfur kostur. Ég býst við að t.d. Vest- mannaeyingum þætti sinn hagur þrengjast ef þeir og erlendir ferða- menn á leið til Eyja þyrftu að nota Keflavíkurflugvöll! Flugsamgöng- ur við Vestmannaeyjar, svo að það dæmi sé tekið, eru nógu erfiðar, þótt Reykjavíkurflugvöllur verði endurbættur á sínum stað. Nú þegar eru margir í Vestmannaeyj- um, sem fjárfest hafa í tækjum, hótelum og ýmsum búnaði fyrir ferðamenn. Engin óvissa má ríkja um Reykjavíkurflugvöll, enda er það auðvitað víðar en í Vestmanna- eyjum, sem menn eru að huga að uppbyggingu ferðaþjónustu á grundvelli þess að Reykjavík- urflugvöllur verði áfram starfrækt- ur á sínum stað. Telja verður næsta víst að öll uppbygging innanlandsflugsins mundi breytast frá því sem nú er, ef þjónustan væri flutt til Keflavík- ur. Trúlega yrðu áætl- anir töluvert öðruvísi og sennilegt er að flugsamgöngur innan- lands myndu ’dragast verulega saman vegna óhagræðisins af því að hætta flugi frá Reykjavík. Hitt er svo annað mál: Þegar er- lendum ferðamönnum hefir fjölgað mjög mikið frá því sem nú er - t.d. jafnvel á fyrri hluta næstu aldar - getur orðið hagkvæmt að halda uppi innlendu tengiflugi frá Keflavík til skjótrar dreifingar á erlendum ferðamönnum víða um landið! Auðvitað er góður Reykjavíkur- flugvöllur höfuðnauðsyn fyrir Reykvíkinga eins og aðra lands- menn. Framtíð Reykjavíkurflug- vallar er mál sem varðar þjóðina alla. Um málefni flugvallarins verður að ræða í því samhengi. „Á skammri stundu skipast veður í lofti“ Hvert mannsbarn veit að tíðarf- ar getur verið með eindæmum óstöðugt hér á landi. Núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar er ómetanlegt hagræði fyrir þá sem verða að búa við þá sam- gönguerfiðleika sem veðurfar iðu- lega veldur. Vegna staðsetningar flugvallarins getur verið hægt að grípa tækifæri, sem aðeins stendur í fáeinar klukkustundir og komast leiðar sinnar. Þegar að er gáð tek- ur það u.þ.b. 2 klukkustundir að aka fram og aftur til Keflavíkur- flugvallar frá Reykjavík - ef inn- ritun í flugafgreiðslu er meðtalin. Þetta er langur tími á nútíma vísu, ef hætta þarf við flugferð, sem sjálf tekur ekki meira en hálfa til eina klukkustund. Það þarf ekki langa bið í Keflavík til þess að hvert mannsbarn skilji að óhag- ræðið af því að flytja innanlands- flugið þangað snertir fleiri en Vest- mannaeyinga. Tökum af tvímæli, eyðum óvissu Það er ekki við því að búast að menn ijárfesti að neinu ráði í bættri aðstöðu fyrir flugfarþega í Reykjavík fyrr en fyrir liggur að flugvöllurinn verði áfram á sínum stað. Það getur verið mikið hags- munamál fyrir íbúa höfuðborgar- svæðisins og raunar mörg önnur byggðarlög, ef afgreiðsluaðstaðan fyrir flug, langferðabíla og strætis- vagna (og auðvitað leigubíla og bílaleigur) yrði höfð undir einu þaki í veglegri umferðarmiðstöð við Reykjavíkurflugvöll. Þessir hagsmunir verða enn greinilegri, ef hugað er að áhrifum Hvalfjarð- arganga (verði af þeirri fram- kvæmd á annað borð). Með tilkomu þeirra er Reykjavíkurflugvöllur kominn í fullkomlega viðunandi fjarlægð frá helstu þéttbýlissvæð- um Vesturlands. Flugvöllurinn og ferðaþjónustan Fáir efast nú um að þjónusta við erlenda ferðamenn eigi eftir að verða mjög mikilvæg atvinnu- grein hér á landi á næstu árum og áratugum, ef sæmilega verður að málum staðið af okkar hálfu. Um þessi efni fjalla menn eins og um sjálfsagða hluti sé að ræða. Það er í mínum huga mikill mis- skilningur að ímynda sér að vöxtur og viðgangur ferðaútvegsins sé tryggur, hvernig sem við stöndum að málum hér heima fyrir. Það væri hrikalegt slys ef stjórn- málamenn tækju ákvörðun um það einn daginn að undangengnum umræðum og athugunum í sínum Það væri hrikalegt slys, segir Birgir Þórhalls- son, ef stjómmálamenn tækju ákvörðun um að leggja Reykjavíkurflug- völl niður. hópi að leggja Reykjavíkurflugvöll niður eins og hann skipti litlu eða engu máli fyrir ferðaþjónustuna á ókomnum tímum. Fleiri þættir en flugvallarmál geta tafið þróun ferðaþjónustunnar á komandi árum. Ókyrrð á vinnu- markaði - án þess að fara nokkuð nánar út í þá sálma - er hættu- legt atriði í þessu sambandi ekki síst með tilliti til þess að landið okkar er eyja og við bjóðum í reynd engar samgöngur til mikilla fólks- flutninga nema flugsamgöngur við önnur lönd þegar mest liggur við yfir sumarið. Það er öflugt vopn í höndum keppinauta okkar um ferðamennina ef þeir geta með réttu bent á ótryggar samgöngur við landið okkar vegna deilna um kaup og kjör í þeim greinum sem að ferðamannaþjónustunni lúta - beint og óbeint. Fáein lokaorð Samgöngubætur hafa orðið (og eru að verða) mjög miklar hér á landi á undanförnum áratugum. Mesta átakið var Hringvegurinn á sínum tíma. Síðan hafa mörg stór- virki verið unnin og nú eru margir mikilvægustu vegir landsins komn- ir í varanlegt horf bæði hvað vega- stæðin og slitlag snertir. Ólafs- fjarðargöngin, Vestfjarðagöngin, Gilsfjarðarbrúin, Hvalfjarðargöng- in og fyrirhugaðar endurbætur fyrir norðan (Mývatn - Egilsstaðir o.fl.) gjörbreyta ásýnd landsins fyrir þá, sem hafa það að atvinnu sinni að koma upp þjónustu við erlenda ferðamenn í víðtækum skilningi. Þótt mikið hafi áunnist á sviði samgöngumála er enn eftir stórátak til úrbóta t.d. á vegakerf- inu á Vestfjörðum og á Norðaust- urlandi og vafalítið eiga hálendis- vegir eftir að komast á dagskrá fyrir alvöru innan tíðar. Hvað sem öllu öðru líður verður flugvöllur höfuðborgarinnar áfram meðal allra mikilvægustu mann- virkja hér á landi í þágu almennra samgangna og uppbyggingu ferða- þjónustunnar þegar til langs tíma er litið og auk þess er hann ör- yggisatriði á sviði sjúkraflugs og sem varaflugvöllur í tengslum við flug á milli landa. Á undanförnum árum hafa Flugleiðir endurbætt allan flug- flota sinn og er hann nú til fyrir- myndar. Það væri saga til næsta bæjar, ef ekki væri áfram hægt að nýta glæsilegar flugvélar Flug- leiða til innanlandsþarfa eins og hugsað var vegna þess að heima- flugvöllur þeirra yrði látinn drab- bast niður fyrir eðlileg öryggis- og þjónustumörk. Engin óvissa má ríkja um framtíð Reykjavíkurflug- vallar - þessa undirstöðumann- virkis í allri ferðaþjónustunni hér á landi. Höfundur er fyrrv. starfsmaður Flugfélags íslands og SAS. Núver- andi framkvæmdaslj. hjá Sólar- filmu. Gleðilegt nýtt ár! Verið velkomin. Við vinnum fyrir þig. Grand Cherokee SE 4.0L '93, græn- sans., sjálfsk., ek. 66 þ. km. Fallegur jeppi. Tilboðsv. 2.890 þús. Fjöldi bíla á tilboðsverði og góðum lánakjörum. Honda Clvlc DXI Sedan '94, vínrauður, 5 g., ek. 32 þ. km. V. 1.250 þús. Toyota Corolla GL Special Series ’92, 5 dyra, 5 g., ek. aðeins 36 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. Fallegur bill. V. 790 þús. MMC Colt GL'90, 5 g., ek. 116 þ. km. (uppt. gírkassi), álfelgur o.fl. Tilboðsv. 490 þús. Grand Cherokee SE 4.0L '93, græn- sans., sjálfsk., ek. 66 þ. km. Fallegur jeppi. Tiiboðsv. 2.890 þús. Plymouth Grand Voyager LE 3.3L 4x4 '92, sjálfsk., ek. 57 þ. km., 7 manna, ABS og rafm. í öllu. Einn m/öllu. V. 2,4 millj. Subaru Legacy 1.8 GL 4x4 station '90, grásans., sjálfsk., ek. 98 þ. km., dráttar- kúla, rafm. í rúðum o.fl. V. 1.090 þús. Subaru Legacy 2.0 station (Artic útgófa) '95, 5 g., ek. 7 þ. km., dráttarkúla o.fl., o.fl. Sem nýr. V. 2.150 þús. Nissan Sunny SLX Sedan '95, sjálfsk., ek. 13 þ. km. V. 1.290 þús. V.W Polo GL 5 dyra ’96, 5 g., ek. 2 þ. km. V. 1.150 þús. Nissan Sunny SKX 4x4 '91, rauður, 5 g., ek. aðeins 35 þ. km., rafm. í rúðum, spoil- er o.fl. V. 1.030 þús. Hyundaí Accent LSi '95, 4ra dyra, 5 g., ek. aöeins 3 þ. km. V. 980 þús. Suzuki Vitara JXi ’92, 5 dyra, hvítur, 5 g., ek. aðeins 39 þ. km. V. 1.490 þús. Opel Astra 1.41 station ’94, sjálfsk., ek. 28 þ. km. V. 1.240 þús. Sk. ód. Toyota Corolla GLi 1600 Liftback '93, 5 g., ek. 54 þ. km. V. 1.050 þús. Ford Explorer XLT ’91, rauður, sjálfsk., ek. 98 þ. km., óvenju gott eintak. Til- boðsv. 1.980 þús. Hyundai Elantra GT ’95, sjálfsk., rauður, ek. aðeins 5 þ. km., álfelgur. spoiler. V. 1.390 þús. Toyota Corolla XLi 1600 '93, rauöur, ek. 45 þ. km., 5 g. V. 960 þús. Nýtt útbob ríkisvíxla mi&vikudaginn 3. janúar Ríkisvíxlar til 3, 6 og 12 mánaba, 1. fl. 1996 Útgáfudagur: 5. janúar 1996 Lánstími: 3, 6 og 12 mánuðir Gjalddagar: 3. aprfl 1996, 5. júlí 1996, 3. janúar 1997 Einingar bréfa: 500.000, 1.000.000. 10.000.000, 50.000.000, 100.000.000 kr. Skráning: Verða skráðir á Verðbréfaþingi íslands Viöskiptavaki: Seðlabanki íslands Sölufyrirkomulag: Ríkisvíxlarnir verða seldir með tilboðsfyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í ríkisvíxla að því tilskyldu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 20 milljónir. Öörum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestingalánasjóðum, veröbréfafyrirtækjum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum og tryggingafélögum er heimilt í eigin nafni, að gera tilboö í meðalverð samþykktra tilboða, að lágmarki 1 milljón króna. Öll tilboð í ríkisvíxla þurfa aö hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14:00 í dag, miövikudaginn 3. janúar. Útboðsskilmálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070. LANASYSLA RIKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 562 4070. GOTT FÓLK / SÍA - 437
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.