Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 35
AÐSENDARGREINAR
Reykj avíkurflugvölliu*
Bílamarkaöurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut
Kopavogi, simi
567-1800
Löggild bílasala
Birpr
Þórhallsson
A UNDANFÖRN-
UM árum og raunar
áratugum hefir fram-
tíð Reykjavíkurflug-
vallar verið til umræðu
frá margbreytilegum
sjónarmiðum. Sakir
þess að nú verður ekki
lengur undan því vik-
ist að endurbæta og
gera við þetta bráð-
nauðsynlega mann-
virki endurtekur sag-
an sig. Öllu er blandað
saman í umíjölluninni:
Öryggi borgaranna,
umhverfismálum,
flugslysum, sem orðið
hafa í nágrenni vallar-
ins, umræðu um kostnað og jafn-
vel er fjallað um að flytja flugvöll-
inn eins pg það væri tiltölulega lít-
ið mál. Óhjákvæmilegt er að huga
að öllum þessum þáttum og vafalít-
ið mörgum öðrum áður en hafist
verður handa um að endurbæta
Reykjavíkurflugvöll. Hér á eftir
verður einkum drepið á fáein atr-
iði, sem þetta mál varða beint eða
óbeint, en sem fremur lítið hafa
verið til umræðu með öðrum þátt-
um málsins.
Fyrir nokkrum áratugum, þegar
fyrsta alvöru umræðan fór fram
um þessi efni var vissulega mögu-
leiki á að flytja flugvöllinn á Álfta-
nes. Það voru ekki síst Flugfélags-
menn, t.d. Jóhannes R. Snorrason
og Brandur heitinn Tómasson, sem
bentu á flugvallarstæði á Álftanesi
með stuðningi erlendra sérfræð-
inga og einnig vegna eigin þekk-
ingar á þessum málefnum öllum -
m.a. flugtæknilegum þáttum. Ýmis
tormerki voru (a.m.k. í „gamla
daga“) talin á öðrum flugvallar-
stæðum (að Álftanesinu frá-
gengnu) fyrir nýjan Reykjavíkur-
flugvöll t.d. í Kapelluhrauni, þótt
landrými væri nægjanlegt (m.a.
ókyrrð í lofti í suðlægum áttum
vegna Reykjanesfjallgarðs).
E.t.v. er hægt að ímynda sér
að unnt hefði verið að útbúa eðli-
lega hagsmunafléttu í þeim dúr
að selja landið, sem Reykjavíkur-
flugvöllur stendur á og byggja fyr-
ir það fé Álftanesflugvöll. Hér
verða þessir þættir málanna ekki
ræddir frekar enda of seint nú.
Reykjavíkurflugvöllur og
landsbyggðin
Eftir að yfirvöld höfnuðu hug-
myndinni um Álftanesflugvöll eru
trúlega fáir raunhæfir kostir í stöð-
unni aðrir en þeir að gera við og
endurbæta Reykjavíkurflugvöll og
gá vel að því að þrengja ekki að
honum. Keflavíkurflugvöllur, sem
lengi hefir verið fyrirmyndar flug-
höfn, getur ekki þjónað innan-
landsfluginu á breiðum grundvelli
svo að vel sé. Aksturinn til Kefla-
víkur tekur of langan tíma til þess
að hann sé í þessu samhengi raun-
hæfur kostur.
Ég býst við að t.d. Vest-
mannaeyingum þætti sinn hagur
þrengjast ef þeir og erlendir ferða-
menn á leið til Eyja þyrftu að nota
Keflavíkurflugvöll! Flugsamgöng-
ur við Vestmannaeyjar, svo að það
dæmi sé tekið, eru nógu erfiðar,
þótt Reykjavíkurflugvöllur verði
endurbættur á sínum stað. Nú
þegar eru margir í Vestmannaeyj-
um, sem fjárfest hafa í tækjum,
hótelum og ýmsum búnaði fyrir
ferðamenn. Engin óvissa má ríkja
um Reykjavíkurflugvöll, enda er
það auðvitað víðar en í Vestmanna-
eyjum, sem menn eru að huga að
uppbyggingu ferðaþjónustu á
grundvelli þess að Reykjavík-
urflugvöllur verði áfram starfrækt-
ur á sínum stað.
Telja verður næsta víst að öll
uppbygging innanlandsflugsins
mundi breytast frá því sem nú er,
ef þjónustan væri flutt til Keflavík-
ur. Trúlega yrðu áætl-
anir töluvert öðruvísi
og sennilegt er að
flugsamgöngur innan-
lands myndu ’dragast
verulega saman vegna
óhagræðisins af því að
hætta flugi frá
Reykjavík. Hitt er svo
annað mál: Þegar er-
lendum ferðamönnum
hefir fjölgað mjög
mikið frá því sem nú
er - t.d. jafnvel á fyrri
hluta næstu aldar -
getur orðið hagkvæmt
að halda uppi innlendu
tengiflugi frá Keflavík
til skjótrar dreifingar
á erlendum ferðamönnum víða um
landið!
Auðvitað er góður Reykjavíkur-
flugvöllur höfuðnauðsyn fyrir
Reykvíkinga eins og aðra lands-
menn. Framtíð Reykjavíkurflug-
vallar er mál sem varðar þjóðina
alla. Um málefni flugvallarins
verður að ræða í því samhengi.
„Á skammri stundu skipast
veður í lofti“
Hvert mannsbarn veit að tíðarf-
ar getur verið með eindæmum
óstöðugt hér á landi. Núverandi
staðsetning Reykjavíkurflugvallar
er ómetanlegt hagræði fyrir þá
sem verða að búa við þá sam-
gönguerfiðleika sem veðurfar iðu-
lega veldur. Vegna staðsetningar
flugvallarins getur verið hægt að
grípa tækifæri, sem aðeins stendur
í fáeinar klukkustundir og komast
leiðar sinnar. Þegar að er gáð tek-
ur það u.þ.b. 2 klukkustundir að
aka fram og aftur til Keflavíkur-
flugvallar frá Reykjavík - ef inn-
ritun í flugafgreiðslu er meðtalin.
Þetta er langur tími á nútíma vísu,
ef hætta þarf við flugferð, sem
sjálf tekur ekki meira en hálfa til
eina klukkustund. Það þarf ekki
langa bið í Keflavík til þess að
hvert mannsbarn skilji að óhag-
ræðið af því að flytja innanlands-
flugið þangað snertir fleiri en Vest-
mannaeyinga.
Tökum af tvímæli, eyðum
óvissu
Það er ekki við því að búast að
menn ijárfesti að neinu ráði í
bættri aðstöðu fyrir flugfarþega í
Reykjavík fyrr en fyrir liggur að
flugvöllurinn verði áfram á sínum
stað. Það getur verið mikið hags-
munamál fyrir íbúa höfuðborgar-
svæðisins og raunar mörg önnur
byggðarlög, ef afgreiðsluaðstaðan
fyrir flug, langferðabíla og strætis-
vagna (og auðvitað leigubíla og
bílaleigur) yrði höfð undir einu
þaki í veglegri umferðarmiðstöð
við Reykjavíkurflugvöll. Þessir
hagsmunir verða enn greinilegri,
ef hugað er að áhrifum Hvalfjarð-
arganga (verði af þeirri fram-
kvæmd á annað borð). Með tilkomu
þeirra er Reykjavíkurflugvöllur
kominn í fullkomlega viðunandi
fjarlægð frá helstu þéttbýlissvæð-
um Vesturlands.
Flugvöllurinn og
ferðaþjónustan
Fáir efast nú um að þjónusta
við erlenda ferðamenn eigi eftir
að verða mjög mikilvæg atvinnu-
grein hér á landi á næstu árum
og áratugum, ef sæmilega verður
að málum staðið af okkar hálfu.
Um þessi efni fjalla menn eins og
um sjálfsagða hluti sé að ræða.
Það er í mínum huga mikill mis-
skilningur að ímynda sér að vöxtur
og viðgangur ferðaútvegsins sé
tryggur, hvernig sem við stöndum
að málum hér heima fyrir.
Það væri hrikalegt slys ef stjórn-
málamenn tækju ákvörðun um það
einn daginn að undangengnum
umræðum og athugunum í sínum
Það væri hrikalegt slys,
segir Birgir Þórhalls-
son, ef stjómmálamenn
tækju ákvörðun um að
leggja Reykjavíkurflug-
völl niður.
hópi að leggja Reykjavíkurflugvöll
niður eins og hann skipti litlu eða
engu máli fyrir ferðaþjónustuna á
ókomnum tímum.
Fleiri þættir en flugvallarmál
geta tafið þróun ferðaþjónustunnar
á komandi árum. Ókyrrð á vinnu-
markaði - án þess að fara nokkuð
nánar út í þá sálma - er hættu-
legt atriði í þessu sambandi ekki
síst með tilliti til þess að landið
okkar er eyja og við bjóðum í reynd
engar samgöngur til mikilla fólks-
flutninga nema flugsamgöngur við
önnur lönd þegar mest liggur við
yfir sumarið. Það er öflugt vopn í
höndum keppinauta okkar um
ferðamennina ef þeir geta með
réttu bent á ótryggar samgöngur
við landið okkar vegna deilna um
kaup og kjör í þeim greinum sem
að ferðamannaþjónustunni lúta -
beint og óbeint.
Fáein lokaorð
Samgöngubætur hafa orðið (og
eru að verða) mjög miklar hér á
landi á undanförnum áratugum.
Mesta átakið var Hringvegurinn á
sínum tíma. Síðan hafa mörg stór-
virki verið unnin og nú eru margir
mikilvægustu vegir landsins komn-
ir í varanlegt horf bæði hvað vega-
stæðin og slitlag snertir. Ólafs-
fjarðargöngin, Vestfjarðagöngin,
Gilsfjarðarbrúin, Hvalfjarðargöng-
in og fyrirhugaðar endurbætur
fyrir norðan (Mývatn - Egilsstaðir
o.fl.) gjörbreyta ásýnd landsins
fyrir þá, sem hafa það að atvinnu
sinni að koma upp þjónustu við
erlenda ferðamenn í víðtækum
skilningi. Þótt mikið hafi áunnist
á sviði samgöngumála er enn eftir
stórátak til úrbóta t.d. á vegakerf-
inu á Vestfjörðum og á Norðaust-
urlandi og vafalítið eiga hálendis-
vegir eftir að komast á dagskrá
fyrir alvöru innan tíðar.
Hvað sem öllu öðru líður verður
flugvöllur höfuðborgarinnar áfram
meðal allra mikilvægustu mann-
virkja hér á landi í þágu almennra
samgangna og uppbyggingu ferða-
þjónustunnar þegar til langs tíma
er litið og auk þess er hann ör-
yggisatriði á sviði sjúkraflugs og
sem varaflugvöllur í tengslum við
flug á milli landa.
Á undanförnum árum hafa
Flugleiðir endurbætt allan flug-
flota sinn og er hann nú til fyrir-
myndar. Það væri saga til næsta
bæjar, ef ekki væri áfram hægt
að nýta glæsilegar flugvélar Flug-
leiða til innanlandsþarfa eins og
hugsað var vegna þess að heima-
flugvöllur þeirra yrði látinn drab-
bast niður fyrir eðlileg öryggis- og
þjónustumörk. Engin óvissa má
ríkja um framtíð Reykjavíkurflug-
vallar - þessa undirstöðumann-
virkis í allri ferðaþjónustunni hér
á landi.
Höfundur er fyrrv. starfsmaður
Flugfélags íslands og SAS. Núver-
andi framkvæmdaslj. hjá Sólar-
filmu.
Gleðilegt nýtt ár!
Verið velkomin.
Við vinnum fyrir þig.
Grand Cherokee SE 4.0L '93, græn-
sans., sjálfsk., ek. 66 þ. km. Fallegur
jeppi. Tilboðsv. 2.890 þús.
Fjöldi bíla á tilboðsverði
og góðum lánakjörum.
Honda Clvlc DXI Sedan '94, vínrauður, 5
g., ek. 32 þ. km. V. 1.250 þús.
Toyota Corolla GL Special Series ’92, 5
dyra, 5 g., ek. aðeins 36 þ. km., rafm. í
rúðum o.fl. Fallegur bill. V. 790 þús.
MMC Colt GL'90, 5 g., ek. 116 þ. km.
(uppt. gírkassi), álfelgur o.fl. Tilboðsv. 490
þús.
Grand Cherokee SE 4.0L '93, græn-
sans., sjálfsk., ek. 66 þ. km. Fallegur
jeppi. Tiiboðsv. 2.890 þús.
Plymouth Grand Voyager LE 3.3L 4x4
'92, sjálfsk., ek. 57 þ. km., 7 manna, ABS
og rafm. í öllu. Einn m/öllu. V. 2,4 millj.
Subaru Legacy 1.8 GL 4x4 station '90,
grásans., sjálfsk., ek. 98 þ. km., dráttar-
kúla, rafm. í rúðum o.fl. V. 1.090 þús.
Subaru Legacy 2.0 station (Artic útgófa)
'95, 5 g., ek. 7 þ. km., dráttarkúla o.fl.,
o.fl. Sem nýr. V. 2.150 þús.
Nissan Sunny SLX Sedan '95, sjálfsk.,
ek. 13 þ. km. V. 1.290 þús.
V.W Polo GL 5 dyra ’96, 5 g., ek. 2 þ. km.
V. 1.150 þús.
Nissan Sunny SKX 4x4 '91, rauður, 5 g.,
ek. aðeins 35 þ. km., rafm. í rúðum, spoil-
er o.fl. V. 1.030 þús.
Hyundaí Accent LSi '95, 4ra dyra, 5 g.,
ek. aöeins 3 þ. km. V. 980 þús.
Suzuki Vitara JXi ’92, 5 dyra, hvítur, 5
g., ek. aðeins 39 þ. km. V. 1.490 þús.
Opel Astra 1.41 station ’94, sjálfsk., ek.
28 þ. km. V. 1.240 þús. Sk. ód.
Toyota Corolla GLi 1600 Liftback '93, 5
g., ek. 54 þ. km. V. 1.050 þús.
Ford Explorer XLT ’91, rauður, sjálfsk.,
ek. 98 þ. km., óvenju gott eintak. Til-
boðsv. 1.980 þús.
Hyundai Elantra GT ’95, sjálfsk., rauður,
ek. aðeins 5 þ. km., álfelgur. spoiler. V.
1.390 þús.
Toyota Corolla XLi 1600 '93, rauöur, ek.
45 þ. km., 5 g. V. 960 þús.
Nýtt útbob
ríkisvíxla
mi&vikudaginn 3. janúar
Ríkisvíxlar til
3, 6 og 12 mánaba,
1. fl. 1996
Útgáfudagur: 5. janúar 1996
Lánstími: 3, 6 og 12 mánuðir
Gjalddagar: 3. aprfl 1996, 5. júlí 1996, 3. janúar 1997
Einingar bréfa: 500.000, 1.000.000. 10.000.000,
50.000.000, 100.000.000 kr.
Skráning: Verða skráðir á Verðbréfaþingi íslands
Viöskiptavaki: Seðlabanki íslands
Sölufyrirkomulag:
Ríkisvíxlarnir verða seldir með tilboðsfyrirkomulagi. Öllum er heimilt
að bjóða í ríkisvíxla að því tilskyldu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri
en 20 milljónir.
Öörum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestingalánasjóðum,
veröbréfafyrirtækjum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum og tryggingafélögum
er heimilt í eigin nafni, að gera tilboö í meðalverð samþykktra tilboða,
að lágmarki 1 milljón króna.
Öll tilboð í ríkisvíxla þurfa aö hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir
kl. 14:00 í dag, miövikudaginn 3. janúar. Útboðsskilmálar, önnur tilboðsgögn
og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6,
í síma 562 4070.
LANASYSLA RIKISINS
Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 562 4070.
GOTT FÓLK / SÍA - 437