Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 43
I MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR hlutinn sé alls konar alþýðutónlist, þar sem vestræn popptónlist hefur langstærsta hlutdeild. í þessari samantekt verður lögð áhersla á það sem kallast vestræn popptón- list, en er raunar fjölbreytt flóra þeirrar tónlistar, sem hefur mark- aðsráðandi hlutdeild og langmesta alþjóðlega útbreiðslumöguleika. Fullyrða má, að takist áð skapa traustar undirstöður í samskiptum . Telja má víst, segir Steinar Berg Ísleífs- son, í fyrstu grein sinni af þremur um tónlistar- iðnaðinn, að vöxtur verði í sölu hljómplatna á næsta ári. um og hafa á sínum snærum lang- flesta þá flytjendur og höfunda sem náð hafa alþjóðlegum ár- angri. Má segja að hlutverk fjöl- þjóðarisanna (The Majors) sé nú í auknum mæli að kaupa upp lítil staðbundin útgáfufyrirtæki (The Independents). Fjölþjóðafyrirtækin hafa að mestu sérhæft sig í að gera samn- inga við bandaríska og breska flytj- endur en með þeim breytingum sem orðnar eru eykst það stöðugt að flytjendur frá öðrum löndum fái einnig að njóta styrks þeirra þegar kemur að alþjóðlegri útgáfu. Á sama tíma hefur nokkur fjöldi stað- bundinna evropskra útgáfufyrir- tækja, sem áður störfuðu eingöngu á sínum heimamarkaði, víkkað út starfssvið sitt og opnað útibú í hin- um ýmsu löndum meginlands Evr- ópu auk þess að taka upp nána samvinnu sín á milli á ýmsum svið- um. Sum hafa gengið svo langt að opna einnig útibú í Bretlandi og Bandaríkjunum og náð þar umtalsverðum árangri. Yfirstand- andi er því mikil barátta milli þess- ara tveggja afla í tónlistariðnaðin- um. „Major“ fyrirtækin hafa fy'ár- magnið og heimsdreifikerfið, en „Independent" fyrirtækin eru nær uppsprettu hinna huglægu verð- mæta og oftast fljótari til ákvarð- ana vegna minni yfirbyggingar. í fljótu bragði virðist það væn- legri kostur fyrir íslensk fyrirtæki að leita eftir því að tengjast þeirri miklu virkni sem er hjá hinum óháðu evrópsku fyrirtækjum. Bið- raðirnar við dyr fjölþjóðarisanna eru of langar og hættulegar fyrir þann nýgróður íslenskrar tónlist- arflóru sem er að spretta upp á þessum vettvangi. Nokkur skref hafa verið tekin í þessa átt og lík- legt er að einhver árangur muni skila sér innan tíðar. Nánar verður íjallað um útflutn- ingsmöguleika íslenskrar tónlistar í annarri og þriðju grein þessarar samantektar um tónlistariðnaðinn. Helstu heimildir: Skýrsla Intemational Feder- ation of Phonographic Industry, World Sales '94. Skýrsla Sambands hljómplötuframleið- enda, íslenskur hljómplötumarkaður 1994. „Tvö dæmi til umhugsunar“. Grein eftir Jónas H. Haralz ! fréttabréfi Evrópusamtakanna í október 1995. Höfundur er framkvæmdastjóri Spors hf. ------♦■■■»' 4---- Leiðrétting í Flugrabbi mínu í Morgunblað- inu 22. desember sl. misritaðist til- vitnun í sálm Matthíasar Jochums- sonar er hefst á orðunum: „Hvað boðar nýárs blessuð sól.“ Rétt er tilvitnunin svona: í sannleik, hvar sem sólin skín er sjálfur Guð að leita þín. (Sálmur nr. 104, 3. erindi í sálmabókinni). 1. janúar 1996 Leifur Sveinsson og markaðssetningu þessarar gerð- ar tónlistar, munu aðrar tegundir tónlistar s.s. sinfónísk og þjóðleg tónlist njóta þess bæði á meðan og eftir að slík vinna fer fram. Breytingar í Evrópu Bretar og Bandaríkjamenn hafa til skamms tíma haft algjöra yfir- burði í sölu popptónlistar á Evr- ópumarkaði enda ensk tunga óum- deilanlega „móðurmál“ poppsins. Með þeirri þróun sem orðið hefur í Evrópu á undanförnum árum hefur veruleg breyting orðið á þeirri stöðu. Þar kemur til að Evr- ópa hefur þróast mjög hratt í það að vera að meginhluta eitt mark- aðssvæði og öll innri samskipti því aukist til muna. Evrópskir popp- tónlistarmenn hafa viðurkennt enskuna sem lykilatriði til þess að tónlist seljist á öðrum markaðs- svæðum en þeirra eigin. Þess vegna er staðan orðin sú núna að popptónlist flutt af Evrópubúum hefur sterkasta markaðshlutdeild í Eyrópu. Árangur Evrópumanna er ekki takmarkaður við að hafa náð sterkri stöðu á eigin markaði held- ur hafa þeir einnig náð verulegum árangri á öðrum mörkuðum jafn- framt og þá sérstaklega í Japan og Asíu en þar er enginn greinar- munur gerður á því hvort alþjóð- legur flytjandi kemur frá Bret- landi, Bandaríkjunum, Evrópu eða öðrum stað. Fjöljþjóðarisarnir fimm Oháðir útgefendur Um það bil 60% af allri hljóm- plötusölu fer fram í gegnum fimm fyrirtæki, Polygram, Sony Music, BMG, EMI og Time Warner. Þetta eru íjölþjóðafyrirtæki sem öll starfa í mörgum greinum skemmt- anaiðnaðarins, auk tónlistariðnað- arins. Þau eiga íjöldann allan af smærri fyrirtækjum og vörumerkj- MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 43 VO KlElLb'U: lAMAN UilYÍÖÍ I Húsgagnahöllinni er að fínna landsins mesta úrval af svefnherbergishúsgögnum. Allar hugsanlegar dýnur, rúm og bekkir, svefnsófar, lök, ábreiður og hirslur í svefnherbergi er þar að fínna á einum stað. Þægilegt viðmót og mikið vöruþekking starfsfólks gerir þér valið auðvelt og skemmtilegt þegar þú vilt sofa vel. Veljir þú sænska svefnkerfið, fjaðradýnur (stundum kallaðar boxdýnur eða tréramma dýnur) er verkaröðun á þessa leið. 1) Velja dýnuna - mýktina - stærðina - verðflokkinn. Algengt er, ef um hjón er að ræða að frúin vilji mýkri dýnu en herrann og þá er bara prófað og spekulerað í hinni stóru sýnishomadeild og fengnar fræðandi upplýsingar. Verð 12.860,- 45.000,- algengast (90cm) 2) Velja fætur eða meiða(boga) undir dýnuna. Fæst í ljósum eða dökkum við, hvítu eða svörtu, krómuðu eða hvítlökkuðu stáli. Verð frá kr. 1.350,- lappasett (4stk) til kr. 6.750,- meiðasett (2 stk). 3) Velja rúmasvuntu í kring sem breytir dýnunum í samstætt rúm. Svuntan kostar lítið og er saumuð fyrir þig eftir áklæðavali ef hún fæst þá ekki tilbúin í þeim lit sem best passar. Verð kr. 6.230,- á 180 cm dýnúT 4) Velja höfðagafl (og náttborð). Þessu sleppa margir fyrst í stað -sjá til hvemig til hefur tekist og koma aftur seinna Verð á höfðagafli 180cm er frá kr. 16.180.- 5) Lök, teygjulök, rúmteppi (einnig sérsaumuð að vali), skápar, kommóður, snyrtiborð, eru valin með ef verkast vill. OG SVONA LITUR ÞAÐ UT Algengt verð fyrir svona sett 180cm er á bilinu kr. 80 -150.000,- Þegar þú vilt sofa vel. SVEFNHEIMAR okkar eru til þjónustu reiðubúnir. Við skuium tala um dýnur -það er svo hollt fyrir svefninn. HÚSGAGNAHÖLLIN Bíldshöfði 20 - 112 Rvík - S:587 1199 Getur þú ímyndað þér þá tilfinningu að taka við 44 milljóna króna ávísun? V I K I N G A L*TT« 77/ mikils að vinna! Alla miðvikudaga fyrirkl. 17.00. AÐALÚTibú tékka þessum rákfvWR ORA UMABANKI ÍSLANDS Krónur pýfH, neðan sjáist 5947338+ 10< u _ reykjavik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.