Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Gömlu mjólkurkýmar SÉÐIR stórbændur, sem stundum voru kall- aðir landstólpar, stól- uðu aldrei mikið uppá hámjólka kýr. í fyrsta lagi voru þær þurfta- frekar, heimtuðu margfalda gjöf saman- borið við venjulegar baulur. í öðru lagi voru þær ákaflega fast- mjólka, stundum kom jafnvel fyrir að þær seldu alls ekki (þ.e.a.s. sviku undan morgun- skattinum) og þá varð nú framlagið til barna- heimilanna heldur lítið. Séðir stórbændur, Kristján J. Gunnarsson þ.e.a.s. landstólparnir, vissu aftur á móti að öðru máli gegndi um gömlu kýmar. í fyrsta lagi var hægt að spara við þær gjöfina, næstum niður í ekki neitt, þurfti ekki meira en að halda þeim rétt ofan við horfellis- mörkin. I öðru lagi voru þær einstak- lega dropsælar ef vel er tuttlað. Og í þriðja lagi seldu þær alltaf vel og óþægðarlaust, jafnvel þótt blóð- mjólkað væri. Hin andlega morgunnæring Skrítið að svona gömul saga úr sveitinni skuli rifjast upp fyrir mér, illa vöknuðum snemma að morgni dags, við lestur smáfréttar í minni andlegu morgunnæringu, sjálfum Mogganum. Auðvitað gerðist þetta þegar myrkrið er allra svartast á sjálfan vetrarsólhvarfsdaginn, 21. desem- ber. Þetta var jafnyfirlætislaus frétt og blaðið er sjálft, birt á innsíðu nr. 2, og fjallaði um þær breytingar sem Alþingi er að gera á skattalögunum, rétt einu sinni, til hagsbóta fyrir land og lýð. Sérstaka athygli mína vöktu eftir- farandi snjallræði: Brottfall skatt- frelsis lífeyrisgreiðslna á næsta ári sparar ríkissjóði 250 millj. kr. Og þá ekki síður hitt snjallræðið sem er afnám sjálfvirkrar verðupp- færslu lífeyrisgreiðslnanna og skilar einum milljarði í ríkissjóð á næsta ári, hvorki meira né minna. Sannarlega myndarlegur opnun- arleikur og þarf varla mörg ár að tefla áður en mestallur lífeyririnn hefur lent í röngum áfangastað og lífeyrisþegar orðnir skák og mát. Svo vill til að þegar ríkinu hefur með snjall- ræðum tekist að spara þá tekst því fyrir ein- hvers konar guðlegan innblástur ennþá betur að eyða því sem sparað- ist. Sem sannaðist ef áfram var lesið í sömu frétt í Morbunblaðinu þar sem fram kom að breytingar á tekjuskatti fyrirtækja, lækkun vegna flýtifyminga, þýðir 150 millj. kr. lægri skatttekjur. Lækkun tekju- viðmiðunar hátekjuskatts minnkar ríkistekjurnar um 100 millj. kr. Skattfrelsi 80% húsaleigutekna lækkar tekjur ríkissjóðs um 150 millj. kr. Og afnám stóreignaskatts lækkar ríkistekjurnar á næsta ári um 120 millj. kr. Þegar stóreigna- skattinum kom var mér öllum lokið og hætti frekari upptalningu þótt af meiru væri að taka. Um ríka og fátæka Þessu með stóreignaskattinn myndi ég alls ekki hafa trúað hefði ég ekki lesið fréttina í Mogganum sjálfum. Voru einhverjir íslendingar allt fram á þennan dag virkilega að borga stóreignaskatt? Þetta hljóta að vera menn sem eru afskaplega seinir að hugsa og ennþá seinni til framkvæmda. Aldrei hafði annað hvarflað að mér en að allar íslenskar stóreignir væru örugglega lokaðar inni í svissneskum bönkum. Og eng- ar aðrar eignir eftir í landinu en þær sem skuldsettar væru langt umfram verðmæti svo að bankarnir misstu ekki atvinnu sína við að reiða fram árlega fjóra til fimm milljarða króna vegna gjaldþrotanna sem geriðist með sameiginlegu framlagi úr vaxtasjóði landsmanna, bæði skil- vísra lántakenda og heimskra inni- stæðueigenda. Þ.e.a.s. með því að bankarnir láti greiða okurvexti af útlánum og hafa innlánsvextina skít FELAGISLENSKRA STORKAUPMANNA -félag milliríkjaverslunar og vörudreifingar- ÍSLAND 0G UMHEIMURINN Möguleikar íslands á alþjóðamarkaði Útbreiðslunefnd Félags íslenskra stórkaupmanna stendur fyrir opnum hádegisverðarfundi föstudaginn 5. janúar kl. 12:00 í Skálanum Hótel Sögu. Að undanförnu hefur útbreiðslunefndin unnið að því að kynna félagsmönnum nýbreytni í milliríkjaverslun og þá möguleika sem liggja í ýmsum verslunarformum sem hingað til hafa verið vannýtt t.d. þriðjalands viðskiptum, "franchising", "private labelling" og ferðamannaverslun. í tilefni af þessari vinnu hefur Sigurjón Sighvatsson kvikmyndagerðarmaður orðið við ósk félagsins um að flytja erindi á fundinum. Mun hann segja frá viðskiptum sínum í Bandaríkjunum og Evrópu. t Þátttökugjald með hádegisverði er kr. 2.500,-. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á skrifstofu félagsins í síma: 588 8910 FUNDURINN ER ÖLLUM OPINN Gamlingjar allra landshluta sameinist, segir Kristján J. Gunnarsson. Stofnið ykkar eigin flokk! á priki. Og ekki nóg með það. Nú ætlar ríkið að fara að seilast allt niður í það að taka 10% af því skitt- iríi sem gamlingjar fá í vexti af þeim krónum sem þeir hafa aurað saman til að eiga fyrir jarðarförinni. Ég hafði í sakleysi mínu haldið að það væru ekki aðrir en örfáir sérvitringar á borð við Þorvald í Síld & fisk sem legðu það í vana sinn, sem eins konar „hobbý“ og sport, að greiða árlega morðfjár í skatta og skyldur til þess opinbera. Aflögufærir styrki þurfandi Þessi stutta fréttagrein í Morgun- blaðinu sýndi mér ljóslega fram á hvernig ríkið getur með hægu móti orðið sér úti um peninga hjá þeim sem aflögufærir eru og yfirfært þá til þeirra sem eru þurfandi. Svona snjallræði hafa á fínu póli- tísku máli verið meitluð í eitt leiftr- andi spakmæli: Gjör rétt, þol eigi órétt. Stórbændunum, landstólpunum, þóttu gömlu íslensku mjólkurkýmar dropasælar, úr þeim mátti alltaf strepta einhvern dreitil til fóðurbæt- is fyrir þessar sem hámjólka voru. Hin aldraða sveit Þorsteini Erlingssyni hlýtur að hafa orðið mismæli þegar hann sagði: en fylgi hún þér einhuga in aldr- aða sveit, þá ertu á vegi til grafar“. Sannleikurinn er nefnilega sá, hvað ýmsa stjómmálaflokka varðar, að hætti hin aldraða sveit að fýlgja þeim þá gætu þeir verið á vegi til grafar. Tuttugu prósent þjóðarinnar er þó altént tuttugu prósent og kannski ríflega það í kjósendum talið. Elskanlegu landssamtök aldraðra, eldriborgara félög, og allt hvað heiti hefur í þá veru, er nú ekki komin stundin til að endurnýja gamla, villta öreigaherópið undir nýjum merkjum með því að stofna ykkar eigin flokk eins og gerst hefur í mörgum lönd- um, sennilega af sama tilefni og hér á landi er nú fram komið. Og bjóðið fram í hverju kjördæmi í næstu al- þingiskosningum. Þó ekki væri nema til þess að koma af stað svolitlum skelk. Stjórnmálamenn fara alltaf mýkri höndum um þá sem ekki eru varnarlausir, og þó sérstakelga ef þeir verða ofurlítið smeykir við þá. En ekkert slíkt mun gerast. Gam- alt fólk er svo kristilega þenkjandi að það telur sér heiður gerðan með því að taka á sig píslir í þágu almætt- isins. Stundum finnst gömlu fólki að allir hafi gleymt því. En við lífeyris- þegar þurfum ekki að kvarta um að við höfum gleymst þessu sinni. Svo sannarlega hafa fyrirmenn þjóðar- innar minnst okkar í bænum sínum um gott komandi ár, með minnkandi fjárlagahalla og vaxandi farsæld fyrir þá sem þurfandi eru fyrir meira en mikið. Höfundur er fv. fræðslustjóri í ReyUjavík. Geta ríkisstarfsmenn einir haldið trúnað? NOKKUR blaðaskrif hafa orðið að undan- förnu um rekstur Neyðarlínunnar hf. og almenna einkarekna öryggisþjónustu. í þeim og í fréttum ljósvaka- fjölmiðla um þessi mál hafa allmargir félags- menn Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar, þ.e.a.s. starfsmenn ör- yggisþjónustufyrir- tækja, verið dregnir inn í umræðuna með þeim hætti að félagið getur ekki látið framhjá sér fara athugasemdalaust. Tilefni þessara frétta og skrifa er í aðalatriðum það að menn eru ekki á eitt sáttir hvort starfsemi Neyðarlínunnar hf., sem taka mun til starfa nú um áramótin lögum samkvæmt, skuli vera á hendi einkafyrirtækja eða opinberra aðila eða stofnana. Þannig hefur Lands- samband sjúkraflutningamanna lýst sig andsnúið því að einkafyrirtæki annist þessa þjónustu og í sama streng hafa Landssamband Iög- reglumanna og Landssamband slökkviliðsmanna tekið. Meginrök þessara landssambanda sérhæfðra starfsmanna í opinberri þjónustu eru þau að ... „einkavæðing neyðarsím- svörunar landsmanna vekur spurn- ingar um öryggi, eftirlit og trúnað,“ eins og segir í sameiginlegri ályktun fyrrnefndra landssambanda. Þingmaður lítillækkar Dagsbrúnarmenn En það eru því miður fleiri sem lagt hafa sig í það að gera lítið úr Dagsbrúnarmönnum og hæfni þeirra til að gegna störfum sem krefjast trúnaðar og bregðast við á faglegan hátt. Ögmundur Jónasson alþingis- maður segir þannig í grein í Morgun- blaðinu þann 8. nóvember sl. að mjög mikilvægt sé að rétt sé að þessum málum staðið, þ.e. rekstri neyðarsímaþjónustu, og séu lykil- hugtökin öryggi og trúnaður þegar neyðarþjónustan sé annars vegar. Ekki verður annað lesið úr þessu en að Ögmundur telji að öryggi og trúnaður eigi hvergi upp á pallborð- ið nema hjá opinberum starfsmönn- um því að hann heldur áfram og segir að á sínum tíma hafi það verið sérstaklega tekið fram í greinargerð með lagafrumvarpinu um neyðar- símaþjónustu hve viðkvæmar upp- lýsingar geti verið að ræða, svo sem tilkynningar um meinta refsiverða háttsemi eða neyð sem kreíjast fag- legra viðbragða. Hann raunar hnykkir enn frekar á í Morgunblaðs- grein þann 15. nóvem- ber og segir: „Það er kominn tími til að stjórnvöld átti sig á bví að ætli þau raunveru- lega að afhenda þess- um fyrirtækjum hina viðkvæmu símaþjón- ustu sem tekur á móti neyðarkalli frá fóm- arlömbum ofbeldis, glæpa, eldsvoða svo og slysa og bráðaveikinda . þá munu vakna í þjóð- Kjartan félaginu ýmsar spurn- Kjartansson ingar um öryggi og trúnað sem krafíst verður afdráttar- lausra svara við.“ Ögmundi til upplýsingar skal þess getið að stjómstöð Securitas hefur starfað í áratug. Við hana hafa allan þann tíma starfað Dagsbrúnarmenn Dagsbrúnarmenn hafa um langt skeið, segir Kjartan Kjartansson, starfað sem öryggis- gæslumenn. sem hafa tekið á móti neyðarkalli frá fómarlömbum allra þeirrá hremm- inga sem Ögmundur taldi upp. Jafn- framt eru fjölmörg heimili aldraðra og öryrkja tengd stjómstöðinni og það era Dagsbrúnarmenn sem bregð- ast við í neyðartilfellum og fara inn á heimili skjólstæðinganna og veita nauðsynlega fyrstu aðstoð. Öryggis- verðirnir, - Dagsbrúnarmennirnir hafa ekki brugðist nauðsynlegum trúnaði hingað til og hafa sýnt að það er ekkert lögmál að aðeins opin- berum starfsmönnum sé treystandi í neyð. Þeir hafa sýnt í einu og öllu að þeir era vandasömum störfum sín- um vaxnir. Sómi Haraldar í Andra Inn í þessa umræðu um öryggi og trúnað hefur síðan Haraldur Haralds- son í Andra komið með allsérkenni- legum hætti. Haraldur hefur nýverið stofnað öryggisgæslufyrirtæki í sam- vinnu við leigubílstjóra á Hreyfli. Hann hefur í því skyni að auglýsa starfsemi fyrirtækis síns gripið til þess ráðs að rægja öryggisverði ann- arra fyrirtækja og störf þeirra á gróf- an hátt. í auglýsingu í Sjónvarps- handbókinni (des. 1995) lýsir Harald- ur starfsemi síns fyrirtækis og segir að önnur fyrirtæki kalli eftirlitsmenn sína öryggisverði sem sé hrein blekk- ing og ekki til þess fallin að auka traust almennings á öryggisþjónustu. í auglýsingu í DV 25. nóvember sl segir Haraldur m.a: - Upphrópanir keppinauta um mikilvægi „sérþjálf- aðra“ eftirlitsmanna (sem þeir kalla reyndar öryggisverði) era út í hött þegar um innbrot, eldsvoða, vatnstjón o.þ.h er að ræða. Láttu því ekki „ör- yggisverðina“ villa þér sýn. - Þessi ummæli verða vart kölluð annað en rógur og illmælgi um störf öryggi- svarða og Haraldi og fyrirtæki hans til lítils sóma. Dagsbrún tekur ekki efnislega afstöðu til þess hver eða hverjir skuli reka neyðarsímaþjónustu lands- manna né öryggisgæslu almennt. Félagið mótmælir hins vegar harð- lega því að félagsmenn séu dregnir með óviðurkvæmilegum og móðg- andi hætti inn í deilur manna um þetta málefni sem og í auglýsingar fyrirtækja sem eru að hasla sér völl á þessum sviðum. Hreint sakavottorð - þagnareiður Dagsbrúnarmenn hafa um langt skeið starfað sem öryggisgæslu- menn hjá viðurkenndum öryggis- gæslufyrirtækjum. Þeir hafa verið sérþjálfaðir til starfa og starfa sam- kvæmt ákveðnum vinnureglum og skulu hafa hreint sakavottorð til að teljast gjaldgengir til starfa. Þeir hafa undirritað trúnaðareið gagn- vart skjólstæðingum sínum sem í felst m.a. að þeir skulu ekki ræða neitt sem þeir verða áskynja í starfi sínu í allt að 10 ár eftir að þeir hætta störfum sem öryggisverðir. Dagsbrúnarmenn í öryggisgæslu hafa fullan skilning á mikilvægi trúnaðar við skjólstæðinga sína og engin dæmi eru um það hjá félaginu að nokkur þeirra hafi brugðist þess- um trúnaði. Þá má geta þess að fjöl- margir opinberir aðilar, svo sem Tryggingastofnun, bera fullt traust til öryggisvarða þótt þeir séu ekki starfsmenn hins opinbera því að stofnunin tekur þátt í kostnaði aldr- aðra og öryrkja af því að tengjast öryggiskerfum viðurkenndra örygg- isgæslufyrirtækja. Þá skal þess að lokum getið að samvinna öryggis- varða og lögreglu hefur verið góð alla tíð. Höfundur er trúnaðurmaður ör- yggisvarða í Verkamannafélaginu Dagsbrún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.