Morgunblaðið - 05.01.1996, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.01.1996, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Iðnaðarráðherra skipar nefnd til að endurskoða skipulag orkumála Útilokar ekki aukna samkeppni í orkusölu FINNUR Ingólfsson iðnaðarráð- herra segist ekki útiloka að gerðar verði breytingar á Landsvirkjun sem m.a. miði að því að auka sam- keppni í orkusölu. Fulltrúar eignaraðilanna í Landsvirkjun, Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri í Reykjavík og Jakob Bjömsson bæjarstjóri á Akureyri, hittust skömmu fyrir áramót til viðræðna um málefni fyrirtækis- ins. Borgarstjóri hefur m.a. rætt um að eignaraðilar leysi til sín eignarhluta í fyrirtækinu. Fyrir- hugað er að þau haldi annan fund á næstunni. Finnur sagði ekki óeðlilegt að fulltrúar eignaraðila Lands- virkjunar hittust til að ræða um þetta stóra og mikilvæga fyrir- tæki. Hann minnti á að fyrirtækið stæði frammi fyrir mörgum verk- efnum. Finnur hefur ákveðið að skipa nefnd sem hefur það hlutverk að endurskoða skipulag orkumála. Nefndin verður skipuð fulltrúum frá þingflokkum, Landsvirkjun og fleiri orkufyrirtækjum. Nefndar- starfið er ekki hafið, en iðnaðar- ráðherra hefur óskað eftir tilnefn- ingum í nefndina. „Nefndin á m.a. að leita leiða til að auka hagkvæmni í raforku- kerfínu, tryggja jöfnun orkuverðs eftir því sem kostur er og leita leiða til að ná niður orkuverði." Hugmyndir um að skipta Landsvirkjun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hefur ítrekað lýst yfir áhuga Reykjavíkurborgar á að minnka hlut borgarinnar í Lands- virkjun, en borgin á 48% í fyrir- tækinu. Hún hefur bæði rætt hug- myndir um að Reykjavíkurborg seldi eitthvað af sínum hlut og að önnur sveitarfélög kæmu að fyrir- tækinu. Borgarstjóri sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að hún teldi koma til greina að eignaraðilar að Landsvirkjun leystu eignarhlutana til sín og að komið yrði á aukinni samkeppni í orkusölu. Á þann hátt myndi Reykjavíkurborg hugs- anlega eignast virkjanir sem nú eru í eigu Landsvirkjunar. Finnur var spurður álits á þessu. „Eitt af því sem menn þurfa að skoða þegar verið er að skoða hagkvæmnina í orkugeiranum er hvort rétt sé að auka samkeppni. Ég vil ekkert útiloka í þeim efn- um,“ sagði Finnur. ÞAÐ VAR vetrarlegt um að lit- ast við Laxá í Aðaldal nú um áramótin. Klakastífla myndað- ist í þrengslum við Núpafoss og Laxá flæddi um víðan völl flæddi áin því yfir bakka sína, fór yfir tún við bæinn Knúts- staði og hvarf ofan í hraunið, þar sem hún fann sér leið út í Morgunblaðið/Kristján Skjálfanda. Jónas Jónsson á Knútsstöðum sagði að slík stífluflóð kæmu alltaf af og til, ýmist að vetri eða vori. UNG stúlka með bakka af ígulkerum. Islenskígulker Fyrst verði reyntað ráða ís- lendinga ELLERT Vigfússon, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins íslenskra ígul- kera, átti í gær fund með Páli Pét- urssyni félagsmálaráðherra um fyr- irspurn um það hvort leyfí fengist til að fá útlendinga til vinnu, ef ekki yrði hægt að ráða íslendinga. Sagði Ellert að ráðherra hefði tekið málaleitunum sínum vel, en lagt áherslu á að fyrst yrði reynt að ráða íslendinga. Páll Pétursson sagði að „ekki kæmi til greina á þessu stigi að gefa ádrátt um 70 til 100 manns" erlendis frá, aðallega Tælandi, í vinnu á íslandi. Páll sagði að áætl- anir íslenskra ígulkera um útþenslu og aukna vinnslu, meðal annars á rækju, hefðu verið ræddar á fundin- um. Páll benti á að íslensk ígulker, sem er í Reykjanesbæ, hefðu fengið fjórar milljónir króna úr atvinnu- leysissjóði árið 1994 til að þjálfa starfsfólk. „Þetta fyrirtæki hefur notið mikillar fyrirgreiðslu af al- mannafé og af einkaaðilum og það er eðlilegt að það hafí skyldur við Islendinga, ekki síður en önnur fyr- irtæki," sagði Páll. Fyrirtækið íslensk ígulker þarf að sögn Ellerts Vigfússonar að ráða 70 manns til vinnu í starfsemi, sem gert er ráð fyrir að hefjist í mars eða apríl. Ráðgert væri að reyna að fá íslendinga. Mótmælaferð til Reykjavíkur Starfsmenn fískvinnslustöðvar- innar íshákarls í Stykkishólmi komu til Reykjavíkur í gær til að mótmæla áætlunum um að ráða útlendinga til íslenskra ígulkera og frá sjómönnum á bátum þess fyrir- tækis barst mótmælafax. Sjávarútvegsráðherra á fundum með færeyskum stjórnvöldum Rætt um kvóta og síld ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegs- ráðherra átti í gær fundi með Ed- mund Joensen lögmanni Færeyja og Ivan Johannessen sjávarútvegsráð- herra í Þórshöfn í Færeyjum. Við- ræður halda áfram í dag og er stefnt að því að ljúka þeim um hádegi. Rætt var um sjávarútvegssamskipti landanna, þar á meðal kvóta Færey- inga við Island, og um hugsanlega einhliða ákVörðun íslands og Fær- eyja um kvóta úr norsk-íslenzka síld- arstofninum. Norðmenn hafa einhliða ákveðið milljón tonna heildarkvóta fyrir síld- arstofninn og ætla sjálfum sér 725.000 tonn, sem er nærri þriðj- ungs aukning frá fyrra ári. Þorsteinn Pálsson hefur lagt til að íslendingar og Færeyingar fari sömu leið og farin var í fyrra er samkomulag náðist ekki við Noreg og Rússland um stjórnun síldveiða og ísland og Færeyjar gefí út eigin kvóta. Jafn- framt hefur sjávarútvegsráðherra sagt að eðlilegt sé að sá kvóti verði aukinn um þriðjung. „Við höfum rætt þessi hefð- bundnu samskipti varðandi botnfísk- veiðiheimildir Færeyinga og mögu- leika á að útvíkka þau samskipti," sagði sjávarútvegsráðherra án þess að vilja fara nánar út í hvað við væri átt með útvíkkun samskipta. Færeyingar höfðu um nokkurt skeið 6.000 tonna botnfískkvóta hér við land. í ljósi slæms ástands fiski- stofna var sá kvóti minnkaður í fyrra niður í 5.000 tonn, þar af 1.000 tonn af keilu, 700 af þorski, 200 af lúðu og 100 af grálúðu auk annarra teg- unda, einkum löngu. Færeyingar hafa á móti boðið 2.000 tonna síld- arkvóta og 1.000 tonn af makríl i sinni lögsögu, en þær veiðiheimildir hafa lítið nýtzt íslenzkum útgerðum. Áhyggjur vegna Barentshafs Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa færeyskir embættis- ög stjórnmálamenn af því áhyggjur af ákvörðun sameiginlegs síldar- kvóta með Islendingum geti spillt fyrir hagsmunum Færeyinga, þar sem Norðmenn hafi ekki enn tekið árlega ákvörðun um kvóta fær- eyskra skipa í Barentshafi. Aðspurður hvort þessar áhyggjur hefðu komið fram í viðræðunum sagði Þorsteinn Pálsson að samning- ar við önnur ríki hefðu lítið komið til tals. Guðbrandur Magnús- son ráðinn framleiðslu- stjóri Morgunblaðsins GUÐBRANDUR Magnússon hefur ver- ið ráðinn framleiðslu- stjóri Morgunblaðs- ins, en hann var áður framkvæmdastjóri Prenttæknistofnunar. Guðbrandur er fer- tugur að aldri. Hann er prentsmiður að mennt og lauk síðan námi frá Gautaborg- arháskóla í stjómun í prentiðnaði árið 1979 og viðskipta- og rekstrarnámi frá Endurmenntunar- Guðbrandur Magnússon stofnun Háskóla ís- lands árið 1991. Guð- brandur hefur áður starfað á Morgun- blaðinu. Hann var verkstjóri á fram- leiðsludeild blaðsins frá 1985 til 1990 er hann tók við starfi framkvæmdastjóra Prenttæknistofnunar. Guðbrandur er kvæntur Sigi-íði M. Ornólfsdóttur og eiga þau þijú börn. Guðbrandur hefur þegar hafið störf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.