Morgunblaðið - 05.01.1996, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996______________________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Talsmenn íbúa óánægðir með fyrirhugaða stækkun Grandaskóla
Gera athugasemd-
ir við vinnubrögð
borgarinnar
TALSMENN íbúa við Grandaskóla
hafa gert athugasemdir við vinnu-
brögð af hálfu borgaryfirvalda við
undirbúning fyrirhugaðrar stækk-
unar skólans. Jarðvinna við 2.000
fermetra byggingu á lóð skólans
hófst áður en byggingarnefnd fór
yfir athugasemdir frá íbúunum.
Ibúarnir segja að byggingarnefnd
hafi enn ekki veitt leyfi til bygging-
arinnar.
Magnús Sædal, byggingafulltrúi
í Reykjavík, staðfesti að ekki væri
búið að gefa út formlegt byggingar-
leyfí fyrir byggingunni. Það væri
hins vegar ekki óvenjulegt að leyfð-
ar væru byijunarframkvæmdir áður
en byggingarleyfið væri gefið út.
„Byggingadeild borgarverkfræð-
ings, fyrir hönd borgarsjóðs, hefur
fengið leyfi til að hefja gröft"og
reka niður staura, en þá þarf að
reka 6-8 metra ofan í jörðina. Þetta
er á ábyrgð byggingadeildar, sem
er að taka þá áhættu að byggingar-
leyfið verði hugsanlega ekki gefið
út.“
Magnús sagði að ástæðan fyrir
því að svona væri staðið að málum
væri sú að borgaryfirvöld hefðu
sett sér það markmið að einsetja
Grandaskóla fyrir næsta haust.
Nauðsynlegt hefði verið að hefja
framkvæmdir þetta snemma til að
það væri unnt. Auk þess fylgdi
mikill hávaði því þegar staurarnir
væru reknir í jörðina og ekki væri
hægt að kenna í skólanum á sama
tíma og það væri gert.
Talsmenn íbúanna segja ýmislegt
athugavert við vinnubrögð borgar-
innar. Fyrst sé að telja að óskað
hafi verið eftir athugasemdum íbú-
anna í byijun desember. Margir
hafi verið uppteknir við að undirbúa
jólahald og varla hafi verið veittur
fjögurra vikna frestur því þurft
hafi að koma athugasemdunum í
póst 22. desember til að bréfið
bærist fyrir tilsettan tíma, eða jóla-
daginn 25. desember. Samt bárust
byggingafulltrúa athugasemdir við
bygginguna 21. desember. I bréfinu
er gerð athugasemd við að ekki sé
tekið mið af skjólmyndandi aðgerð-
um við staðsetningu og útlit bygg-
ingarinnar sé alls ekki í samræmi
við aðrar byggingar í kring.
íbúarnir taka fram að erfitt sé
að sjá hver bílastæðaþörfm verði,
því ekki hafi fylgt með gögn um
fyrirhugaðan fjölda kennara og
nemenda. Með nýbyggingunni virð-
ist nýtingarhlutfall lóðarinnar verða
langt yfir viðmiðunarmörkum og
leiksvæði fyrir skólabömin allt of
lítið.
Mikið umferðarálag
Að lokum er tekið fram að ef við
aðra umferð um Rekagranda t.d.
vegna 100 bama leikskóla bættist
aðkoma og bílastæði við nýju bygg-
inguna verði að skoða markmið
hverfaskipulags vegna umferðar.
Markmiðin séu m.a. að auka um-
ferðaröryggi, minnka umferðartaf-
ir, draga úr umferðaráhrifum,
minnka gegnumakstur um íbúðar-
hverfí og fullnægja eftirspurn eftir
bílastæðum.
Byggingarnefnd mun fjalla um
byggingarleyfí fyrir Grandaskóla
11. janúar nk. Magnús Sædal sagði
að þá yrðu athugasemdir íbúanna
teknar til umfjöllúnar.
Leiksvæði/
bílastæði
Nýbygging
GRANDASKOLI \
•U
'JARfýÁRNI
Stækkað
svæði
Skerjafjörður
Starfsemi KR
Teikning arkitektanna Aðalsteins Snorrasonar og
Egils Guðmundssonar, úrvinnsla Morgunblaðsins
Tvö ár frá samkomulagi við Bandaríkjamenn um varnarmál
Viðræðunum
haldið áfram
TVÖ ÁR voru í gær liðin frá undir-
ritun sameiginlegrar bókunar við
varnarsamning Islands og Banda-
ríkjanna, þar sem kveðið var á um
varnarviðbúnað og liðsstyrk í
varnarstöðinni á Keflavíkurflug-
velli. í bókuninni voru ákvæði um
að samkomulagið yrði endurskoð-
að innan tveggja ára. Viðræður
ríkjanna um endurskoðun halda
hins vegar áfram þótt _sá tími sé
liðinn, að sögn Helga Ágústsson-
ar, ráðuneytisstjóra utanríkisráðu-
neytisins og formanns íslenzku
viðræðunefndarinnar.
í samkomulaginu, sem þeir Jón
Baldvin Hannibalsson, þáverandi
utanríkisráðherra, og William J.
Perry, aðstoðarvarnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, undirrituðu
í Reykjavík 4. janúar 1994, segir:
„Ríkin tvö munu efna að nýju til
samráðs í því skyni að endurskoða
ákvæði samnings þessa og komast
að sameiginlegri niðurstöðu um
þau í lok tveggja ára tímabils frá
og með 1. janúar 1994.“
Engin ákveðin
dagsetning
Stefnt hefur verið að því að
ljúka endurskoðun samkomulags-
ins fyrir áramót. Helgi Ágústsson
segir hins vegar að ríkin hafi ekki
verið bundin við slíkt og að viðræð-
ur þær, sem undanfarið hafa farið
fram í Reykjavík, muni halda
áfram. Helgi segir að ekki sé
stefnt að því að ljúka þeim fyrir
neina ákveðna dagsetningu.
Frumvarp til laga
um rannsókn
flugslysa
Flugslysa-
nefnd tryggt
sjálfstæði
RANNSÓKNARNEFND flugslysa
verður skilin frá Flugmálastjórn og
henni tryggt algert sjálfstæði, verði
frumvarp samgönguráðherra, sem
nú liggur fyrir Alþingi, að lögum.
Beinn kostnaðarauki vegna þessarar
tilhögunar' er metinn tvær millj.
króna á ári.
í greinargerð með frumvarpinu
segir m.a., að viðhorf á alþjóðavett-
vangi geri brýnt að hraða gildistöku
nýrrar skipunar á fyrirkomulagi
flugslysarannsókna á íslandi. Þessi
viðhorf varði einkum sjálfstæði
þeirra sem annist flugslysarannsókn-
ir og þar með aðskilnað þess starfs
frá starfsemi _ flugmálastjórna á
hveijum stað. Á þennan aðskilnað
sé til dæmis lögð áhersla í tilskipun
ráðs Evrópusambandsins frá 21. nóv-
ember sl. Ástæðan sé sú að rannsókn
kunni að varða starfsemi flugmála-
stjórna, til dæmis skírteinaútgáfu og
framkvæmd reglna þar að lútandi,
eða flugumferðarþjónustu.
Bætt úr bráðabirgðaástandi
Fyrir fjórum árum voru flugslysa-
rannsóknir hér á landi færðar frá
loftferðaeftirlitsdeild flugmálastjórn-
ar og settar í sérstaka deild, en sú
skipan var til bráðabirgða og er
frumvarpinu ætlað að bæta þar úr.
„Mikilvægasta breyting á rann-
sóknum flugslysa, sem frumvarp
þetta gerir ráð fyrir, er að rannsókn-
arheimildir og -skyldur Flugmála-
stjórnar eru alfarið felldar niður og
rannsókn lögð í hendur eins sjálf-
stæðs og óháðs aðila, rannsóknar-
nefndar flugslysa," segir í greinar-
gerðinni. „I stjórnsýslukerfínu telst
nefndin sjálfstæð stjórnsýslustofnun,
en heyrir stjórnsýslulega beint undir
samgönguráðherra, eins og flug-
slysanefnd samkvæmt núgildandi
loftferðalögum. Þessi breyting er
óhjákvæmileg vegna þeirra alþjóð-
legu skuldbindinga sem ísland hefur
gengist undir."
Þá er skýrt tekið fram í athuga-
semdum með frumvarpinu, að þótt
rannsóknamefnd flugslysa heyri
stjómsýslulega undir samgönguráð-
herra hafi hann eða ráðuneyti hans
engan íhlutunarrétt varðandi rann-
sókn máls sem er alfarið og endan-
lega í höndum nefndarinnar.
Ekki er gert ráð fyrir breytingum
í mannahaldi í frumvarpinu, utan
hvað ráðinn verði aðstoðarmaður til
nefndarinnar. Gert er ráð fyrir að
sá sem gegnir stöðu framkvæmda-
stjóra flugslysarannsóknadeildar
Flugmálastjórnar skuli hafa forgang
til starfs framkvæmdastjóra rann-
sóknarnefndar flugslysa „og skulu
laun hans og kjör eigi skerðast við
tilflutninginn", eins og segir í grein-
argerð.
Formaður sóknarnefndar Langholtskirkju
Sóknarnefnd fundar í dag
EÐLILEGT eftirlit og aðgangur héf-
ur verið að reikningum Langholts-
sóknar að því er Guðmundur E. Páls-
son, formaður sóknarnefndar, segir.
Hann segist ekki skilja orð sr. Flóka
Kristinssonar sóknarprests um að
ákjósanlegt sé að Eríkur Tómasson
fari ofan í flármál safnaðarins síð-
ustu tíu árin. Guðmundur átti von á
að haldinn yrði sóknamefndarfundur
í dag. Fundurinn myndi taka ákvörð-
un um hvort sóknamefndin gæfi út
yfirlýsingu um afstöðu sína til máls-
ins.
Guðmundur lýsti yfir undrun sinni
á orðum Flóka í blaðinu í gær. „Ég
skil ekki svona aðdróttanir því reikn-
ingarnir hafa alltaf legið frammi og
eru endurskoðaðir af endurskoðend-
um og færðir á löggiltum endurskoð-
endaskrifstofum. Hver tilgangurinn
með svona ummælum er veit ég
ekki,“ sagði hann.
Hann sagði að sóknarnefndin væri
afar ánægð með ákvörðun biskups
um að fá óháðan aðila að deilunni.
„Þótt við gerum okkur ekki grein
fyrir því hvernig hægt sé að leysa
deiluna bindum við miklar vonir við
að starf Eiríks skili árangri og verð-
um tilbúin til að aðstoða hann eftir
fremsta megni," sagði hann.
Guðmundur lagði áherslu á að
aldrei hefði verið nefnt að sr. Flóki
hefði gerst brotlegur við lög. Hins
vegar næðu lög ekki til mannlegra
samskipta almennt. „Sr. Sigurður
Sigurðarsson vígslubiskup og sr.
Geir Waage, formaður Prestafélags-
ins, vita betur en að ágreiningurinn
snúist um hvort Flóki hafí brotið lög
eða ekki enda hafa þeir báðir komið
að málinu," sagði hann. Guðmundur
sagði að sóknarnefndin hefði fundað
um málið fyrir jól. „Á þeim fundum
ákváðum við að sjá hvað myndi ger-
ast enda hafði biskup sagt okkur að
hann myndi leita eftir aðstoð. Þess
vegna höfum við setið á okkur. Núna
er máiið hins vegar orðið þannig að
við verðum að koma saman og ræða
málið. Ég býst við að við höldum
fund á morgun [í dag]. Fundurinn
tekur svo ákvörðun um hvort við
teljum ástæðu til að gefa út yfirlýs-
ingu um afstöðu okkar," sagði hann.
Guðmundur játti því að sóknar-
böm hefðu haft samband við sig og
lýst yfír áhyggjum sínum af deil-
unni. Hann sagði að til greina kæmi
að halda almennan safnaðarfund
vegna málsins.
Yfirlýsing frá stjórn
Prófastafélags Islands
MORGUNBLAÐINU barst í
gær yfirlýsing frá stjórn Pró-
fastafélags íslands:
„Stjórn Prófastafélags ís-
lands harmar og lýsir van-
þóknun sinni á þeirri órök-
studdu og fljótfaimislegu full-
yrðingu formanns Prestafé-
lags Islands, þess efnis að kom-
inn sé upp alvarlegur trúnað-
arbrestur milli biskups Islands
og presta landsins. Alítur
stjórnin, að hér sé mjög ómak-
lega vegið að biskupi landsins
og vísvitandi reynt að gera
hann tortryggilegan í augum
þjóðarinnar, sem varla flokk-
ast undir þurftarverk. Telur
stjórnin, að alhæfingar sem
þessar af hálfu formanns pre-
stafélagsins séu honum ekki
sæmandi.
Stjórn Prófastafélags ís-
lands lýsir yfir eindregnum
stuðningi við biskup landsins
og færir honum þakkir fyrir
mikil og góð störf í þágu kirkj-
unnar.
í biskupstíð herra Ólafs hef-
ur kirkju- og safnaðarlíf eflst
með slikum hætti, að kirkjan
hefur hvarvetna verið í sókn
og starf hennar verður sífellt
fjölbreyttara og þróttmeira.
Biður stjórn prófastafélagsins
biskupi allrar blessunar í veg-
legum og vandasömum störf-
um hans.