Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HELDURÐU að þú takir ekki á móti spottanum, Dóri minn. Við erum smám saman að reyna að losa Eyjarnar við allt útgerðarstúss ... Forstjóri Skeljungs um olíuhækkanir Samningar skipta meiru en sveiflur erlendis „HÆKKANIR og lækkanir erlendis eru ekki lengur sama viðmiðun og var, því olíufélögin bjóða viðskipta- vinum sínum samninga um olíuverð og slíkir samningar jafna út sveifl- ur,“ sagði Kristinn Björnsson, for- stjóri Skeljungs, I samtali við Morg- unblaðið I gær. Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, sagði I Morgunblaðinu I gær, að lækkun á olíuverði á heims- markaði I sumar hafi ekki skilað sér I lægra verði til útgerðarinnar. Olíufélögin hafi gefið þau svör, að fyrst hafi þurft að selja dýrari birgðir. Núna hækki olían strax, þegar olíufelögin eigi dýrari olíu á leið til landsins. Kristinn Björnsson sagði að eftir að lögum um flutningsjöfnun hefði verið breytt, svo ekki væri lengur skylda að hafa sama olíuverð um allt land, hefði það færst mjög I vöxt að fýrirtækjum I útgerð væru boðin ákveðin afsláttarkjör. „Þessar hækkanir og lækkanir erlendis eru fyrst og fremst til við- miðunar. Það sem mestu skiptir er að olíufélögin semja nánast við hveija útgerð um verð og það verð endurspeglar ekki listaverð, enda jafna samningarnir út sveiflur I ol- íuverði. Við bjóðum einnig samn- inga til lengri tíma, þar sem fyrir- tæki geta keypt sér tryggingar gegn verðsveiflum." Kristinn kvaðst geta tekið heils- hugar undir þau ummæli Kristjáns Ragnarssonar að afnema bæri flutn- ingsjöfnunarsjóðinn. „Það kæmi sér best fyrir olíuviðskiptin ef sjóðurinn yrði lagður niður, þannig að enn frekar væri hægt að semja við hveija útgerð um olíuviðskiptin." Sigldi degi of snemma Morgunblaðið/Jón Svavarsson TVEIR voru fluttir á slysadeild eftir árekstur á gatnamótum Nóatúns og Hátúns í gær. Slasaðir eftir árekstur FÉLÖG sjómanna á Suðurnesjum hafa mótmælt því að Stafnnesið KE 130, sem er á netum, sigldi aðfaranótt annars dags jóla. Krist- ján Gunnarsson, formaður Verka- lýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segir að samkvæmt ákvæðum kja- rasamninga sé ljóst að jólafrí skip- veija hafi staðið nær sólarhring lengur, eða til loka annars dags jóla. Oddur Sæmundsson, skipstjóri á Stafnnesinu sagði að hann vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu, en hann kæmi I land á laugardag og myndi þá funda með fulltrúum stéttarfélaganna. „Því miður gerist það of oft að menn sigla I samningsbundnum fríum. Því ræður einhver tauga- veiklun; menn vilja ná góðum stöð- um til að leggja á. Okkar félag, sem og félög vélstjóra og skipstjóra og stýrimanna, auglýstu mikið I haust, til að gera sjómönnum grein fyrir rétti sínum, svo menn ættu nú að þekkja þessi ákvæði," sagði Krist- ján Gunnarsson. HARÐUR árekstur varð milli tveggja bíla á gatnamótum Nóatúns og Hátúns á fimmtánda tímanum í gær. Ökumaður annars bílsins og far- þegi úr hinum voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild. Ökumaðurinn kvartaði undan verkjum I baki og hálsi og farþeginn var talinn lær- brotinn og með lærlegg úr lið. Báðir bílarnir voru fj'arlægðir . með krana. Lögreglunni I Reykjavík var I gær tilkynnt um innbrot I veitinga- stað við Ingólfsstræti. Þaðan hafði verið stolið einhveiju magni og áfengi og tóbaki og hljómflutnings- tæki að verðmæti á annað hundrað þúsund. Árekstur tveggja bíla varð á gatnamótum Reykjanesbrautar og Stekkjarbakka I gærmorgun. Annar ökumannanna var fluttur á slysa- deild til aðhlynningar. Tilkynnt var um eld I skúr við Sporhamra I fyrrakvöld. Þegar lög- regla kom á staðinn var hann slokknaður og enginn á vettvangi. Fagorðanotkun í bílgreinunum Islenskan sett í öndvegið Finnbogi Eyjólfsson BÍLORÐANEFND hefur starfað f fimm ár. „Við erum þegar byijaðir að endurskoða orðabókina en ég veit ekki hvemær verður af næstu útgáfu," segir Finnbogi. „Þetta kostar peninga en við fengum að vísu nokkum styrk úr menningarsjóði, málræktarsjóði og hjá Bifreiðaskoðun íslands. Upphafið að þessu var að menn sem láta sér annt um íslenska tungu komu saman og mynd- uðu starfshóp, Markmið- ið var að koma þessu á éitthvert form og helst að gefa það út. Við byijuðum á því að leita aðstoðar Baldurs Jóns- sonar hjá íslenskri málstofu. Hann benti okkur á málfarsráðu- naut, Sigurð Jónsson frá Arnar- vatni, og hann hefur verið okkur til aðstoðar. Með mér I þessu eru Guðni Karlsson hjá dómsmálaráðuneyt- inu, Jón Baldur Þorbjörnsson bíla- verkfræðingur og Ingibergur El- íasson, kennari I Iðnskólanum.“ - Var snemma byijað að ís- lenska bílaorð? „Já, orðið blöndungur yfir car- burettor er t.d. komið frá Guð- mundi Finnbogasyni landsbóka- verði, einhvern tíma á kreppuár- unum. En ef orð af erlendum stofni fara vel I munni og ná festu er óþarfi að amast við þeim. Við höfum skipt þessu I fjóra flokka. í fyrsta lagi gömul og góð orð sem hafa fest rætur eins og t.d. blöndungur, sveifarás, kamb- ás og þess háttar. Það er sjálfgef- ið að taka þetta inn I orðasafnið. Svo eru það orð sem menn hafa sniðið að íslensku málfari eins og stimpill, við notum það. Orðið bulla hefur verið eyðilagt, bull- urnar hafa eyðilagt það! Bulla, eins og I smjörstrokk er annars ákaflega lýsandi en við gefum hvort tveggja. Þá eru það nýyrði frá málvísum mönnum, t.d. blaðamönnum. Sig- urður Hreiðar hjá Fijálsri fjöl- miðlun hefur verið natinn við þetta, hefur t.d. gengið fram fyr- ir skjöldu við að íslenska heiti á lagi bíla, nefna má orðin hlaðbak- ur, langbakur, stallbakur. Þetta þykir okkur gott. í fjórða lagi er það svo nýyrða- smíði nefndarinnar. Við höfum, eigum við ekki að segja I samein- ingu, búið til orðið hvarfakútur. Tækið er á útblásturskerfinu, al- veg eins og hljóðkúturinn. Við sáum að það myndi ekki festast I máli bifvélavirkja nema það væri tengt orðinu kútur. Menn voru famir að klæmast á þessu, tala um „katalísatorinn". Nú tala allir um hvarfakút. Samlæsing hefur sigrað, einnig fjölinnsprautun. Ný- lega var rætt um nýja þróun I þessum efn- um, eldsneytinu er sprautað beint inn I strokkinn. Menn voru á því að nefna þá tækni strokk- innsprautun og ég vænti þess að við tökum þetta fyrir í nefndinni. Við tölum núna um aldrif og eindrif { staðinn fyrir fjórhjóladrif eða drif á öllum hjólum. Þegar komið er yfír I vörubíla, sem geta verið með þijá ása drifna, þá er ekkert vandamál á ferðinni, sagt er þrídrifínn eða drif á öllum ásum. Við viljum nota orðið líknar- belgur yfir það sem heitir á ensku ► Finnbogi Eyjólfsson várð sjötugur sl. sumar og hefur hann unnið hjá Heklu hf. í rúm- lega hálfa öld. Hann hefur fengist við flest sem viðkemur bílasölu fyrirtækisins og starf- ar nú sem fulltrúi þess, m.a. gagnvart fjölmiðlum. Hann er formaður stýrihóps sem stjórn- völd og hagsmunaaðilar hafa sett á fót til að koma á fræðslu- miðstöð bílgreina sem verður í Borgarholtsskóla. Einnig er Finnbogi formaður í ólaunaðri bílorðanefnd ásamt þrem öðr- um mönnum er vilja reyna að efla tunguna með því að finna heppileg orð yfir nýjungar í bílamálum og stuðla að sam- ræmingu í þeim efnum. Nefnd- in gaf í fyrra út rit um fagorð í bílgreinum og leggur fram tillögur að íslenskun erlendra bílorða. airbag. Læknir sem ég hitti á dögunum var nú ekkert á því að þetta væri rétt. En þetta er belg- ur sem líknar. Við gefum einnig upp orðið loftpúði en það er dálít- ið villandi því að það er svo mik- ið um loftpúða í fjöðrun, sérstak- lega á stærri bílum. Þá fer þetta að ruglast saman.“ - Þið hittið ekki alltaf í mark. Hvað gerið þið þá, viðurkennið syndir ykkar og látið undan síga? „Sumir eru að stríða okkur á því að við köllum okkur Máleig- endafélagið. En það er alls ekki svo, við viljum ekki vera að þröngva neinu upp á fólk. Þegar við erum búnir að finna eitthvað sem okkur finnst gott þá látum við það fara. Síðan verð- ur að ráðast hvað gerist, við erum ekki nein lögregla sem lítur eftir því að talað sé nákvæmlega það mál sem við setjum fram í okkar bók en við vonum það besta." - Hver er áhrifaríkasta leiðin til að festa heppileg orð í sessi? „Við veltum þessi fyrir okkur fyrst í stað og þess vegna boðuð- um við á okkar fund blaðamenn- ina sem skrifa um bílamál. Við fengum þá með okkur og þeir eru flestir mjög áhugasamir um mál- vöndun. Það skiptir miklu að þetta komi sem fyrst fram í þeirra skrifum, þá fer al- menningur að nota orðin. Það er ekki síður mikilvægt að mennirnir sem verið er að mennta í bílgreinum uppi í Iðnskóla læri þetta í náminu sjálfu, hjá kennur- unum og í bókunum. Þetta hefur verið dálítið slakt í auglýsingunum en ég held að það sé að lagast,“ segir Finnbogi að lokum. „Við erum ekki nein lögregia"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.