Morgunblaðið - 05.01.1996, Síða 10

Morgunblaðið - 05.01.1996, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson SUMIR eru heppnari en aðrir, hér er hestamaðurinn Sveinn Ragnarsson að moka spónum og virðist eiga nóg af þeim tor- fengna varningi. Spónaskortur í vetrarbyrjun MIKIL eftirspurn er nú eftir spón- um til undirburðar undir hross, hænsni og svín. Jón Snorrason, forstjóri Húsasmiðjunnar, sagði að ásóknin í spænina væri slík að engu lagi væri líkt. Sagði hann þetta helst minna á ásókn i nælon- sokka á stríðsárunum eða sprútt- sölu í áfengisbanni. Hestamönn- um, sem nú eru hver af öðrum að taka hross á hús, fer stöðugt fjölgandi, samfara því að þeim hestamönnum sem nota spæni til undirburðar fer einnig fjölgandi. Stærstu framleiðendur spóna eru BYKO og Húsasmiðjan og eru tugir á biðlista eftir gámum hjá báðum fyrirtækjum. Stór gámur frá Húsasmiðjunni kostaði um 6 þúsund krónur fyrir áramót sem er aðeins flutningskostnaður en verðið hefur verið hækkað í tæp- ar 12 þúsund krónur og sagði Jón þetta gert til að draga úr eftir- spurninni. Taldi hann liklegt að fyrirkomulaginu yrði breytt þannig að öllum umframspónum, þ.e. það sem hestamenn hafa fengið, verði pakkað eða þeir sett- ir í poka og seldir þannig. Fastir viðskiptavinir, sem eru svína- og kjúklingabændur, hafa tekið spæni í gámum reglulega allt árið og greitt fyrir bæði flutning og farm samkvæmt umsömdu verði, munu áfram fá sömu þjónustu og verið hefur. Pétur Andrésson, aðstoðar- framkvæmdastjóri timbursölu hjá BYKO, hafði svipaða sögu að segja, þar biðu þetta 20 til 30 aðilar eftir spónum en vinnslan skilaði af sér einum 20 feta gámi af spónum hvern dag þegar vel léti. Hjá BYKO kostar gámurinn 13 þúsund krónur tæpar en þeir seldu einnig minni gáma og svo pokaða spæni sem kosta 209 krón- ur. Fyrir nokkrum árum kom fyr- ir að bæði BYKO og Húsasmiðjan þurftu að henda spónum yfir sum- artímann en slíkt hefur ekki gerst um allnokkurt skeið. Sorpa framleiddi spæni úr dag- blöðum um þriggja ára skeið og segir Asmundur Reykdal stöðvar- stjóri að því hafi verið hætt þar sem verð á pappír til endur- vinnslu hafi hækkað og því ekki verið grundvöllur fyrir þessari framleiðslu. Nú hafi verðið hins vegar lækkað aftur og taldi hann að ákvörðun um að hefja fram- leiðslu á dagblaðaspónum aftur yrði tekin fljótlega. Fjórtán kílóa pokar kostuðu á sínum tíma 106 krónur eða 7,58 krónur kílóið en einnig hefði verið hægt að fá spænina í 1.000 lítra pokum og var kílóverðið þá 5 krónur. Taldi Ásmundur líklegt að verðið myndi eitthvað hækka verði hafin sala á dagblaðaspónum á nýjan leik. Fram að þessu hefur baráttan um spænina ekki harðnað fyrr en undir vor og eru hestamenn, og vafalaust kjúklinga- og svína- bændur líka, famir að velta fyrir sér hvernig ástandið verði í vor. En víst er að engin trésmiðja ætti að þurfa að henda spónum eða sag^i í vetur. Vegagerðin auglýsir útboð á Yestfjarðavegi um Gilsfjörð Ein stærsta vegafram- kvæmdin á næstu árum VEGAGERÐIN hefur auglýst útboð Vestfjarðavegar yfir Gilsfjörð um Kaldrana- í Króksfjarðarnesi ásamt aðkomuvegum í Saurbæjar- og Reykhólahreppi. Áætlað er að fram- kvæmdir geti hafíst á næsta ári og verði að fullu lokið 15. ágúst 1999. Samkvæmt vegaáætlun verður 775 milljónum kr. varið til þessa verks á þremur árum. Gert er ráð fyrir þeim möguleika að ljúka framkvæmdum ári fyrr og er tilboðs óskað í báða möguleika. Umferð verður hleypt á veginn fyrir 1. desember 1998 eða ári fyrr ef framkvæmdum verður flýtt. Vegurinn fer utarlega yfír Gils- flörð, það er að segja um Kaldrana í Dalasýslu og í Króksfjarðarnes í Reykhólahreppi. Vegurinn og að- komuvegir í Saurbæjar- og Reyk- hólahreppum eru alls 10,2 km að lengd. Hann verður lagður að mestu leyti á fyllingu og brúin aðeins 65 metra löng. Samkvæmt vegaáætlun verður veitt 162 milljónum króna til framkvæmdarinnar á þessu ári, 231 milljón árið 1997 og 382 milljónum króna 1998, eða alls 775 milljónum kr. á þriggja ára tímabili. Áætla má að hönnunar- og eftirlitskostnaður Vegagerðarinnar sé um 15% af þeirri upphæð. Þá hefur verið gert umhverfismat og náttúrurannsóknir vegna lagning- ar vegarins og er það orðið töluverð- ur kostnaður, að sögn Runólfs Gunn- arssonar hjá Vegagerðinni. Vegna niðurskurðar á vegaáætlun er þó óvíst hve miklu verður veitt til þessa verks á þessu ári. Lagning Vest- fjarðavegar um Gilsfjörð verður þó ein stærsta framkvæmdin í vegamál- um á næstu árum. Styrkir byggðirnar norðan og sunnan fjarðar Vestfjarðavegur um Gilsfjörð er hluti af syðri stofnbrautinni sem þjónar Vestfjörðum. í Framkvæmda- fréttum segir að þessi leið sé mikil- væg fyrir syðri hluta Vestfjarða og í raun eina leiðin fyrir Reykhólahrepp og staðina í Vestur-Barðastrandar- sýslu, Patreksfjörð, Tálknafjörð og Bíldudal. Þetta sé langstysta leiðin VESTFJARBAVEGUR''Xj V / / Lr j ty) /7 Steinad^ls- Kleifar; ►arnes M Fyrirhugaðurvegur\ Holtahyrna Stækkaö Saurbær\\\ Hvolsfjall «æbi jr sem koma upp stórstraumsfjöru irur til staðanna í Vestur-ísafjarðarsýslu, Þingeyrar og Flateyrar. Leiðin verði að sumarlagi um 40 km styttri til ísafjarðar eftir þverun Gilsfjarðar ef farið er um Þorska- fjarðarheiði en leiðin um Steingríms- fjarðarheiði og Djúp. Vestfjarðaveg- ur um Gilsfjörð verði einnig mikil- vægur hlekkur í tengingu þjónustu- svæðis Búðardals við Reykhólahrepp. í Framkvæmdafréttum segir að um nokkurt árabil hafi menn eygt ákveðna möguleika til að stytta all- verulega leiðina um Gilsfjörð með því að þvera fjörðinn utarlega. Styttri og öruggari vegtenging um Gilsfjörð opni ýmsa möguleika fyrir íbúa og sveitarfélög norðan og sunnan fjarð- ar. Ætlunin með þessum fram- kvæmdum sé m.a. að styrkja byggð- imar norðan og sunnan fjarðar og skapa grundvöll fyrir aukinni sam- vinnu. Þjónustusvæði Búðardals stækki einnig vegna styttingar vega- lengda. 750 þúsund rúmmetrar uppfyllingarefnis í Saurbænum liggur fyrirhugaður vegur um Kaldrana og niður í fjöm á honum austanverðum. Síðan liggur hann í sveig u.þ.b. 500 m vestan við Nónskerið. Þaðan liggur vegurinn nokkuð þvert á aðalál Gilsfjarðar en tekur síðan land nokkru austan við Langasker. Veglínan liggur í sveig upp á Króksfjarðarnes og er nokkuð vestan við kaupfélagsbúðina. Byggð verður vegfylling yfír fjörð- inn og honum þannig lokað að mestu en 65 m löng brú verður byggð á klöppunum að norðanverðu í firðin- um. Úr malar- og gijótnámum beggja vegna fjarðarins verður upp- fyllingarefnið allt sótt, samtals 750.000 rúmmetrar. Stærsta náman er sunnan fjarðarins og þar verður bæði malar- og grjótnám, allt að 600.000 rúmmetrar. Miðað við núverandi veg styttist vegalengdin milli Neðri-Brunnár og Króksfjarðarness um rúma 17 km. Lengd Vestfjarðavegar sem Vega- gerðin býður nú út er 9,2 km en lengd aðkomuvega er 1,0 km. Runólfur segir að tiltölulega góð sátt hafí orðið um þessa framkvæmd en ágreiningur hafí verið vegna nátt- úruverndarsjónarmiða á tímabili. „Náttúruverndarráð gerði athuga- semdir við framkvæmdina en það var reynt að koma til móts við þær. Ég held að það hafi aldrei verið ágrein- ingur um að leggja veginn yfír fjörð- inn í stað þess að fara inn fyrir hann,“ sagði Runólfur. WT-r * ‘ Jógastöðin íHdmsíjós ÁrmúCa 15, 2. ficzð, sími 4200^\ VERIÐ VELKOMIN I KRIPALUJOGA, UMBREYTINGARDANS OG Á . NÁMSKEIÐSKYNNINGAR LAUGARDAGINN 6. JANÚAR Jógatímar: ki. 7.30,9.30,11,14 og Umbreytingardans: ki 13 og 17 Kynningar: ‘Þú verður Kl. 10. Öldutækni (tilfinningavinna). ÚattíiðuCjUT Kl. 13. Vellíðunarnámskeið. Kl. 14. Námskeiðið Listin að lifa í gleði og heilbrigói. Næstu námskeið: Vellíðunarnámskeið 5. jan,—24. jan. mán./mið. kl. 20-22. xÖga ^ Listin að lifa í gleði og heilbrigði 16. jan,-5. mars þri. kl. 20.30-22.30. Byrjendanámskeið í Kripalujóga 16. jan.-l. feb. þri./fim. kl. 20-22. z Byrjendanámskeið í Kripalujóga 29. jan.-14. feb. mán./mið. kl. 20-22. o JÓGASTÖÐIN HEIMSLJOS Móðurstöð ðQipatujóga á ísCatuti Gefur Haraldi Noregskonungi Passíusálmana INGÓLFUR Guðmundsson prest- ur er á leið til starfa fyrir biskup- inn í Niðarósi í Noregi. Þegar hann kemur til Noregs hittir hann Harald Noregskon- ung og hyggst færa honum Passíusálmana á íslensku og dönsku að gjöf. „Þegar Haraldur Ólafsson, þáverandi ríkisarfi Noregs, varð fimmtugur, var ég staddur í Noregi,“ sagði Ingólfur í sam- tali við blaðið. „í hálf- gerðu bríaríi hugsaði ég sem svo að það væri eiginlega sann- gjarnt að einhver Ing- ólfur úr Reykjavík sýndi Haraldi ríkis- arfa einhverja vin- semd. Þessi tvö nöfn hafa verið andstæð nöfn í okkar sögu því Ingólfur bóndi í Reykja- vík vildi ekki borga Haraldi kon- ungi hárfagra skatt. Því sendi ég honum Passíusálmana á ný- norsku,“ hélt Ingólfur áfram. „Síðan var það ákveðið í haust að ég myndi fara og starfa í nokkra mánuði fyrir biskupinn í Niðarósi, sem afleysingaprestur. Þá færði ég það í tal við sendi- herra okkar í Ósló, Eið Guðnason, hvort það væri líklegt að konungur myndi þiggja Passíusálmana á íslensku, mynd- skreytta af Barböru Árnason og nýlega danska þýðingu Björns Sigurbjörns- sonar á sálmunum. Eiður tók að sér að kanna málið og ég bjóst ekki við að þurfa að afhenda bækurnar sjálfur, ekki frekar en í fyrra skiptið. En svo hringir Eið- ur núna skömmu fyr- ir jólin og segir mér að ég eigi að mæta klukkan kortér yfir tólf þann átt- unda janúar í konungshöllina og afhenda gjöfina sjálfur,“ sagði Ingólfur og fannst það vera skemmtileg tilhugsun í þessu sam- hengi að hann færi nú að greiða Haraldi konungi skatt, þegar hann hæfi störf í Noregi. Ingólfur Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.