Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Þrett- ándagleði í sextug- asta sinn ÞRETTÁNDAGLEÐI íþróttafé- lagsins Þórs verður haldin í sextug- asta skipti á morgun, laugardaginn 6. janúar og hefst hún kl. 17.00. á félagssvæði Þórs við Hamar. Vegleg dagskrá verður á þrett- ándagleðinni, en hún hefst með skrúðgöngu sem álfakóngur og -drottning fara fyrir, en þeim verð- ur ekið á hestvagni. Með í för verða ýmsar kynjaverur, álfar, púkar, tröll og að sjálfssögðu taka jóla- sveinar þátt í gleðskapnum, en þeir ætla að kveðja bömin áður en þeir halda til heimkynna sinna. María Björk og Sara Dís sem sungu inn á geisladiskinn Barna- bros ætla að taka lagið fyrir gesti og Gunni úr Stundinni okkar segir börnunum ævintýri og syngur nokkur lög. Þá verður danssýning og frést hefur af ferðum geimskips sem sveimar yfir svæðinu og verð- ur reynt að lokka farþega þess niður á jörðina. Kveikt verður í stórum bálkesti og lýkur dagskránni með veglegri flugeldasýningu. Vinnsla ígulkerahrogna hafin á ný á Akureyri Hráefnisöfiun erfið VINNSLA ígulkerahrogna er hafin á ný hjá ígulkerinu hf. á Akureyri, eftir stopp á milli jóla og nýárs. Gunnar Blöndal, framkvæmdastjóri segir að nokkuð erfitt sé að afla hráefnis en fyrirtækið hefur fengið ígulker frá ísafirði, Eskifirði og úr Eyjafirði. Alls em 32 starfsmenn á launaskrá ígulkersins. „Framleiðslan var um 4 tonn á haustvertíðinni og fer hún öll á Japansmarkað. Verðið er þokka- legt en þó fékkst betra verð fyrir afurðirnar á haustvertíðinni ’94. Vinnslan verður í gangi fram í miðjan maí en þá gerum við hlé fram á næsta haust.“ Stefnt að hliðarvinnslu í húsinu Gunnar er þokkalega bjartsýnn á framtíð þessarar vinnslu en hins vegar sé þetta mikil barátta. Hann segist stefna að því að setja upp hliðarvinnslu í fyrirtækinu og að hún gæti jafnvel hafist fljótlega. Hann vildi hins vegar ekki gefa upp á þessari stundu hvaða vinnslu hann væri að hugsa um. „Það er mjög mikilvægt að geta haldið uppi vinnslu í húsinu allt árið um kring. Það er alltaf vont Morgunblaðið/Kristján HJÁ ÍGULKERINU hf. á Akureyri er ígulkerahrognum pakkað í 100 gr. neytendapakkingar og fara þær beint á markað í Jap- an. Á myndinni eru stelpurnar í pökkuninni, þær Kathleen Jen- sen t.v. og Sigríður Jóhannesdóttir. að missa vant fólk úr vinnu en það með starfsemi allt árið,“ segir getur gerst ef fyrirtækið er ekki Gunnar. Um 182 milljónir í atvinnuleysisbætur til átta verkalýðsfélaga Einingarfélagar með mestu bætumar eða 139 milljónir ALLS voru greiddar út atvinnu- leysisbætur til félagsmanna í átta verkalýðsfélögum í Eyjafirði á liðnu ári að upphæð um 182.2 milljónir króna. Verkalýðsfélagið Eining annast greiðslurnar, en auk þess félags er um að ræða Sjó- mannafélag Eyjafjarðar, Félag málmiðnaðarmanna, Skipstjóra- og stýrimannafélag Norðlendinga, Vélstjórafélag íslands í Eyjafirði, Verkstjórafélagið, Iðju, félag verk- smiðjufólks og Sjómannafélag Ól- afsfjarðar. Langhæstu greiðslurnar eru til félagsmanna Einingar eða samtals tæpar 139 milljónir króna alls. Þar munar mestu um greiðslur til at- vinnulausra Einingarfélaga á Akureyri sem námu á liðnu ári um 98 milljónum króna. Félagsmenn Einingar í Ólafsfirði fengu um 6,7 milljónir, á Dalvík rúmlega 6,6 milljónir, í Eyjafjarðarsveit um 5,5 milljónir, 3,6 í Árskógshreppi og 3,2 í Arnarneshreppi og þá voru greiddar atvinnuleysisbætur til fé- lagsmanna Einingar í Svalbarðs- strandarhreppi að upphæð um 5 milljónir króna. Hærra hjá Einingu Einingarfélagar fengu nokkru hærri bætur greiddar út á síðasta ári miðað við fyrri ár, en árið 1994 var upphæð um 130 milljónir og um 120 milljónir árið þar á undan. Greiddar voru tæpar 11 milljón- ir króna í atvinnuleysisbætur til félagsmanna í Sjómannafélagi Eyjafjarðar, en upphæðin var um helmingi hærri til féiaga í Iðju, félags verksmiðjufólks eða um 22 milljónir króna. Þá fengu félagar í Félagi málmiðnaðarmanna um 4 milljónir greiddar í atvinnuleysis- bætur, um 1,9 milljónir voru greiddar út í bætur til félagsmanna Skipstjóra- og stýrimannafélags Norðlendinga og nokkru hærri upphæð eða um 2 milljónir til bæði vélstjóra á Eyjafjarðarsvæð- inu og verkstjóra. Félagar í Sjó- mánnafélagi Ólafsfjarðar fengu rúma hálfa milljón króna í atvinnu- leysisbætur í nýliðnu ári. Svipað síðustu tvö ár Alls voru því greiddar út at- vinnuleysisbætur til félagsmanna í verkalýðsfélögunum átta að upp- hæð 182,2 milljónir króna. Þetta er nokkru lægri upphæð en greidd var árið á undan en þá nam hún 185 milljónum króna, en 178 millj- ónir voru greiddar í atvinnuleysis- bætur hjá sömu félögum árið 1993. Styrkir úr Afreks- og íþróttasjóði íþrótta- og tómstundaráðs afhentir A annað hundrað Islandsmeistarar AKUREYRINGAR eignuðust 167 Islandsmeistara í einstaklings- og flokkaíþróttum á árinu sem nú er á enda og voru þeir heiðraðir sér- staklega í hófi milli jóla og nýárs. Afreks- og íþróttasjóður Iþrótta- og tómstundaráðs stóð að verð- launaafhendingunni sem nú fór fram í 6. sinn. íslandsmeistaramir, sem koma frá 14 félögum í bænum, fengu sérstakan Akureyrarpening af- hentan til minningar um góðan árangur á árinu og sem hvatningu til enn frekari afreka á næstu árum. Afreks- og íþróttasjóður veitti þremur öldnum heiðursmönnum viðurkenningu fyrir mikil og góð störf að íþrótta-, félags- og æsku- lýðsmálum. Þetta voru þeir Svavar Ottesen, Bogi Pétursson og Þor- steinn Svanlaugsson. Níu félög hlutu styrk úr Afreks- og íþróttasjóði vegna landsliðs- manna sinna á árinu og sex félög fengu viðurkenningar vegna mjög góðs árangurs í íþróttum. íþrótta- deild Hestamannafélagsins Léttis vegna heimsmeistaratitils Baldvins Ara Guðlaugssonar, Skíðaráð Akureyrar vegna Brynju Þor- steinsdóttur, Júdódeild KA vegna Vemharðs Þorleifssonar, hand- knattleiksdeild KA vegna sérstaks árangurs, íþróttafélagið Akur vegna Stefáns Thorarensen og Ungmennafélag Akureyrar vegna undirbúnings fyrir FRÍ 2000. Öllum gestum var svo boðið upp á glæsilegar veitingar af Akur- eyrarbæ. Morgunblaðið/Kristján ÞESSIR þrír heiðursmenn fengu viðurkenningu fyrir mikið og gott starf að íþrótta-, félags- og æskulýðsmálum. F.v. Þorsteinn Svanlaugsson, Svavar Ottesen og Bogi Pétursson. AKUREYRI Byggingar- iðnaöurinn Anægjuleg umskipti GUÐMUNDUR Ómar Guð- mundsson, formaður Félags byggingarmanna í Eyjafirði, segir ánægjuleg umskipti hafa orðið í byggingariðnaði á Akureyri. „Það er allt með breyttum hætti miðað við undanfarin ár,“ segir hann. Nánast allan síðasta áratug var mikið atvinnuleysi meðal byggingarmanna á þessum árstíma. „Þetta hefur oftast verið dauður tími, með lang- varandi verulegu atvinnu- leysi, en nú bregður svo við að það er nóg að gera í bygg- ingariðnaði og atvinnuleysi nánast ekkert,“ sagði Guð- mundur. Hann sagði að ýmis stór verkefni hefðu verið og væru í gangi og eins væri mun líf- legra en áður á íbúðamark- aðnum. Færri gjaldþrot NOKKRU færri beiðnir um gjaldþrot bárust embætti Hér- aðsdóms Norðurlands eystra á nýliðnu ári en bárust árið 1994. Á síðasta ári bárust emb- ættinu 115 gjaldþrotabeiðnir en þær voru 123 árið á undan. Áð sögn Erlings Sigtryggs- sonar fulltrúa voru kveðnir upp 56 gjaldþrotaúrskurðir á síðasta ári sem er örlitlu færra en var árið á undan þegar 60 úrskurðir um gjaldþrot voru kveðnir upp. Bærinn kaup- ir Reyki í Fnjóskadal Á FUNDI bæjarráðs Akur- eyrar í gær var lagt fram uppkast að kaupsamningi um jörðina Reyki II í Fnjóskadal ásamt öllum húsum og rétt- indum, þar sem töldum vatns- og borréttindum. Seljandi jarðarinnar er Guðmundur Hafsteinsson, Reykjum II en kaupandi Hita- og vatnsveita Akureyrar. Kaupverð er rétt tæpar 14 milljónir króna. Á fundi bæjarráðs kom fram að veitustjórn hefur þeg- ar fjallað um málið og er hlynnt kaupunum. Bæjarráð samþykkti að leggja til við bæjarstjórn að samningurinn yrði samþykktur. íþróttadeild Auglýst eftir deildarsljóra BÆJARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að fela fé- lagsmálastjóra að gera samn- ing við Hermann Sigtryggs- son, íþrótta- og tómstunda- fulltrúa um tilfærslu í starfi hjá Akureyrarbæ. Jafnframt var félagsmála- stjóra falið að auglýsa stöðu deildarstjóra íþrótta- og tóm- stundadeildar í samráði við starfsmannastjóra. Hermann Sigtryggsson, sem verður 65 ára þann 15. janúar nk., mun láta af starfi íþrótta- og tóm- stundafulltrúa innan tíðar en því starfi hefur hann gegnt í um 33 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.