Morgunblaðið - 05.01.1996, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 05.01.1996, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Ft Háskóli íslands hefur gert úttekt á vatnsnotkun ísfélags Vestmannaeyja * Urbætur gætu minnkað notk- un verulega Sparnaður vegna þessa nemur um tveim milljónum á ári Með sparnaði og betri nýtingu á vatni gætu fyrirtæki og Vestmannaeyjabær sameiginlega sparað tugi milljóna á næstu árum. Þetta er álit Víglundar Þórs Víglundssonar vélaverkfræðings, sem gerði könnun á vatnsnotkun ísfélags Vestmannaeyja og lagði fram tillögur til sparnaðar. Grímur Gíslason fréttaritari Morgunblaðsins í Vestmannaeyjum kynnti sér rannsóknir Víglundar. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson VIGLUNDUR Þór Víglundsson véjaverkfræðingur ásamt Jóhannesi Óskarssyni rafvirkja og Ólafi Óskarssyni vélvirkja að athuga vatnsnotkun fiskvinnsluvéla í Isfélaginu. Framkvæmd tillagna Víglundar hef- ur leitt til verulegs árangur í sparn- aði vatns hjá ísfélaginu; í október og nóvember síðastliðnum nam sparnaðurinn um 12.000 tonnum og var vatnsnotkun helmingi minni í þessum mán- uðum en á sama tíma árið 1994. Talið er að úttektin og breytingar sem gerðar voru í framhaldi af henni minnki vatnsnotkun ísfélagsins um 50.000 tonn á ári. Verkefni Víglundar var unnið síðastliðið sumar og var það styrkt af Nýsköpunarsjóði náms- manna við Háskóla Islands, Rannsóknarsetri Háskólans í Vestmannaeyjum og ísfélagi Vestmanna- eyja en Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor við Háskóla íslands, hafði umsjón með verk- efninu. Marmiðið með verkefninu var að komast að hvar og hversu mikið væri hægt að spara notkun vatns í fiskvinnslu ísfé- lagsins og í frystihúsum almennt, án þess að sparnaðurinn bitnaði á hreinlætiskröf- um, en vatnsnotkun hefur talsverðan kostn- að í för með sér í Vestmannaeyjum þar sem vatn er um fjórum sinnum dýrara en á höfuðborgarsvæðinu, m.a. vegna þess að dæla þarf vatninu um 40 kílómetra leið ofan af landi til Eyja. Úttekt Víglundar leiddi til að hann lagði fram tillögur til sparnaðar á vatnsnotkun. Helstu tillögur hans voru að leiðbeina og fræða starfsfólk um rétta notkun á ferskvatni, að nota borholusjó í stað ferskvatns hvar sem unnt væri, að setja upp tímarofa og sjálfvirka stjórnun á vatnsnotkun véla og eimsvala, að koma á reglulegu lekaeftirliti með notkun gátlista og að gera einn starfsmanna ábyrgan fyrir vatnsnotkun. Varanlegur sparnaður Þegar tillögur Víglundar lágu fyrir réðst ísfélagið í lagfæringar og breytingar hjá sér sem byggðu á tillögunum og í samtali við Morgunblaðið sagði Sigurður Einarsson, framkvæmdastjóri Isfélagsins, að greini- legt væri að þær hafi skilað sér með minnk- andi vatnsnotkun og teldi hann að þar væri ekki um tímabundinn sparnað að ræða heldur sé þetta varanlégur sparnaður til frambúðar. Sigurður sagði að mesti sparn- aðurinn lægi í breytingum á eimsvölum sem leiddu til minni vatnsnotkunar en einnig hefði almenn notkun minnkað í framhaldi af úttekt Víglundar. Reiknað er með að þær breyt- ingar sem framkvæmdar voru minnki vatnsnotkun Isfélagsins um 50.000 tonn á ári sem lækkar kostnað við vatnskaup um tæpar tvær millj- ónir á ári. Árið 1994 var heildarferskvatn- snotkun í Vestmannaeyjum 660.000 tonn og miðað við 50.000 tonna minnkun á vatnsnotkun ísfélagsins minnkar það heild- arvatnsnotkun i Eyjum um 8%. Samkvæmt úttekt Víglundar mun Vest- mannaeyjabær spara tugi milljóna á minnk- andi vatnsnotkun ísfélagsins, þrátt fyrir minni tekjur af vatnssölu, þar sem það seinkar þörf á lagningu nýrrar vatnsleiðslu, en núverandi leiðsla er nánast fullnýtt, en talið er að lagning nýrrar leiðslu muni kosta um 100 milljónir króna. Víglundur leiðir líkur að því að fyrir hvert ár sem fresta má byggingu nýrrar vatnsleiðslu muni Vestmannaeyjabær því spara um 5 milljón- ir á ári. Ef enn fleiri fyrirtæki í Eyjum færu að dæmi ísfélagsins myndi þörf fyrir nýja vatns- leiðslu seinka enn frekar auk þess sem vaxtarmöguleikar bæj- arfélagsins myndu aukast þar sem meiri vinnsla sjávarafurða á næstu árum kallar á aukna vatnsnotkun og meira vatn yrði því á lausu vegna sparnaðarins. Víglundur segir að með sparnaði og betri nýtingu á vatni gætu fyrirtæki og Vest- mannaeyjabær því sameiginlega sparað tugi milljóna á næstu árum. Mestur sparnaður í eimsvölun Seinkar þörf fyrir nýja vatnsleiðslu : oso hitakútar úr ryðfríu stáli Eini hitakúturínn á \ markaðnum úr ryðfríu stáli! J 30 ára frábær reynsla á þúsundum íslenskra heimila • 30/50/100/120/200 eða 300 lítra • Blöndunar- og öryggisloki fylgja • 20% orkusparnaður • Hagstætt verð Einar Farestveit&Co.iif. Borgartúni 28 “BT 562 2901 PtoriQptmMðltifr Jólahald og 100 ára afmæli Seyðisfirði - Á Seyðisfirði hefur jólahald verið með hefðbundnu móti þótt ýmislegt hafi verið svolít- ið glæsilegra en oft áður í tilefni 100 ára afmælis kaupstaðarins. Um jólin undanfarin fjögur ár hef- ur Opna jólamótið í bocchia verið haldið á vegum Viljans sem er íþróttafélag fatlaðra á staðnum. Mótið að þessu sinni fór fram á fimmtudaginn og föstudaginn milli jóla og nýárs. Greinilegt er að bocchia á vaxandi vinsældum að fagna því þátttakendur hafa aldrei verið fleiri og voru 12 þriggja manna lið sem kepptu að þessu sinni. Að þessu sinni sigraði b-lið Lions sem í voru Snorri Jónsson, Gunnar Sverrisson og Þráinn Sig- valdason. Maður mótsins, sem kos- inn var af áhorfendum sem og leik- mönnum, var Snorri Jónsson. Að sögn mótstjórans, Sólveigar Svav- arsdóttur, hafði Snorri ekki áður leikið bocchia en lék frábærlega vel og var vel að heiðrinum kom- inn. Á síðasta föstudegi ársins í fyrra var svo hið árlega Opna gullversmót í kotru. Mótið var nú haldið sjöunda árið í röð. Spilaðar voru 17 umferðir fyrir úrslit. Það voru þau Sigrún Sigtryggsdóttir, Björn Ásgeirsson og Rúnar Gunn- arsson serh spiluðu síðan um þrjú efstu sætin. Þar reyndist Rúnar hlutskarpastur, en Sigrún hafnaði í öðru sæti og Björn í því þriðja. Á laugardaginn eftir jól var haldið dálítið sérstakt jólaball, þar sem ungir og aldnir skemmtu sér saman. Ballið sem var á vegum Sjúkrahúss Seyðisfjarðar var hald- ið í borðsal sjúkrahússins og gafst sjúklingum, sem margir hverjir eru meðal elstu íbúa bæjarins, og mörgum af yngstu íbúunum þann- ig kostur á samveru sem augsýni- lega gladdi alla. Gamla árið var kvatt með brennu eins og verið hefur. Stillt veður og tunglskin var og nokkuð kalt. Að þessu sinni var verið að kveðja hundraðasta ár kaupstað- arins og hélt bæjarstjórinn ræðu þar sem hann minntist hátíðahald- anna sem stóðu allt fyrra árið og hvatti bæjarbúa til dáða á kom- andi ári. Að því loknu stóð björg- unarsveitin ísólfur fyrir flugelda- sýningu sem talin er vera sú glæsi- legasta sem nokkru sinni hefur verið í Seyðisfirði. Sérstök tilfinn- 'ng fylgdi upphrópunum mann- fjöldans þegar stærstu hvellirnir bergmáluðu mörgum sinnum í ljósi böðuðum fjöllunum bröttu sem umkringja kaupstaðinn. Um mið- nættið var kirkjuklukkum hringt og þau Sigrún Jóhannsdóttir og Gunnar Axel Davíðsson léku á trompet lagið „Nú árið er liðið“ út um glugga kirkjuturnsins við undirtektir bæjarbúa og flugeld- anna allt í kring. Ártalið í Bjólfin- um breyttist svo í „1996 101 árs“ og lýsir enn. Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson. FRÁ kotrumóti. Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson. ÞORVALDUR Jóhannsson, bæjarsljóri Seyðis- fjarðar, heldur ræðu úr bíl. «

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.