Morgunblaðið - 05.01.1996, Síða 20

Morgunblaðið - 05.01.1996, Síða 20
20 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Reyndir flugstjórar um brotlendingn Boeing-757 þotunnar í Kólumbíu Leiddi flugiimfer ðar stj óri flugmennina af leið? Miarni, New York. Reuter. TVEIR flugstjórar, sem komnir eru á eftirlaun, halda því fram, að kólumbískur flugumferðarstjóri kunni að hafa gefið flugmönnum Boeing-757 þotu bandaríska flugfélagsins American Airlines rangar upplýsingar. Þotan fórst skammt frá borginni Cali 20. des- ember. Blaðið Miami Herald fékk flug- mennina, sem hafa mikla reynslu af flugi milli Miami og Cali, til þess að skoða afrit af samtölum flugmannanna og flugumferðar- stjórans og draga ályktun af þeim. Niðurstaða þeirra er að flugum- ferðarstjórinn hafi haft kolrangar hugmyndir um staðsetningu American-þotunnar og gefíð flug- mönnum hennar fyrirmæli sem verið hafí út í hött. Lýstu flugstjórarnir tveir óánægju sinni með þá yfirlýsingu yfirvalda í Kólumbíu, að frum- rannsókn slyssins hefði leitt í ljós, að hugsanlega mætti rekja slysið til mannlegra mistaka flugmann- anna. Þotan brotlenti á fjalli skömmu eftir að flugumferðarstjórinn gaf fyrirmæii um þotunni yrði flogið yfir leiðarvita í Tulua, sem er 65 km norður af Cali. Flugstjórarnir tveir segja að vegna misskilnings af völdum tungumálaerfíðleika hafi flug- menn þotunnar og flugumferðar- stjórinn á þessu stigi haft ólíkar hugmyndir um staðsetningu þot- unnar. „Flugumferðarstjórinn og flug- mennirnir skildu ekki hver annan vegna tungumálaörðugleika. Flugumferðarstjórinn gaf flug- heimildir sem voru út í bláinn því hann hafði enga ratsjá til að styðj- ast við og gat því ekki séð flugvél- ina,“ sögðu þeir við Miami Herald. Alkóhól í líkama flugstjórans Flugumferðarstjórinn bað fiug- mennina ítrekað að tilkynna þegar þeir færu framhjá Tulua-vitanum og gilti einu þótt flugmennirnir reyndu að útskýra fyrir honum, að þeir yrðu að snúa þotunni við til að uppfylla þá beiðni hans. Talsmaður American Airlines- flugfélagsins sagði í gær, að við krufningu á líki flugstjóra þotunn- ar hefði fundist alkóhól. Beðið væri frekari rannsókna áður en hægt væri að segja hvort eðlilegar skýringar væru á því eða hvort hann hefði neytt áfengis. Lík flug- stjórans fannst ekki fyrr en rösk- um þremur sólarhringum eftir slysið og með tilliti til hitabeltis- loftslags er allt eins talið að alkó- hólið hafi orðið til við efnaskipti sem eiga sér stað við rotnun líkam- áns. Engar vísbendingar um alkó- hól fundust við krufningu flug- mannsins, en lík hans fannst miklu fyrr. Bandarískir repúblikanar ekki einhuga í fjárlagadeilunni við Clinton Deilur milli Dole og’ Gingrich Washington. Reuter. Reuter NEWT Gingrich, Bob Dole og Dick Armey, þingflokksformað- ur repúblikana i fulltrúadeildinni, á leið til viðræðna við Clint- on forseta um fjárlögin í fyrradag. ÞAÐ er ekki aðeins, að banda- rísku stjómmálaflokkamir, demókratar og repúblikanar, deili um fjárlögin, heldur er augljós ágreiningur milli oddvita repú- blikana sjálfra, hins sáttfúsa máiamiðlara Bob Doles og „rót- tæklingsins“ Newt Gingrich. Öldungadeildin, þar sem repú- blikanar em í meirihluta, sam- þykkti einróma sl. þriðjudag að opna aftur þær ríkisstofnanir, sem hafa verið lokaðar vegna fjárlagadeilunnar, en í fyrradag var því hafnað í fulltrúadeildinni. Þar setti meirihluti repúblikana með Gingrich í broddi fylkingar það skilyrði, að Bill Clinton for- seti féllist fyrst á áætlun um að ná niður fjárlagahallanum á sjö ámm. Ólíkir menn Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni og líklegasti frambjóðandi þeirra í forseta- kosningunum síðar á árinu, er nú í þeirri stöðu að verða að hafa annað augað á slagnum um forsetaembættið og hitt á Gingrich. Hinn síðarnefndi hefur hins vegar bæði augun á einu og sama málinu, þeirri uppstokk- un, sem repúblikanar lofuðu að beita sér fyrir þegar unnu meiri- hluta í báðum deildum þingsins fyrir rúmu ári. Þessir tveir menn era mjög ólíkir. Dole kann á alla hnúta í öldungadeildinni og þótt hann geti stundum verið meinhæðinn, getur hann líka notað kímnigáf- una til að lægja öldumar og kom- ast að samkomulagi. Gingrich er hins vegar alltaf í stríði frá morgni til kvölds. Sem dæmi um þetta má nefna, að Gingrich móðgaðist við Clinton þegar þeir fóm með forsetaflugvélinni til að vera við útför Yitzhaks Rabins, forsætisráðherra ísraels, og fannst hann hafa lítillækkað sig. Dole, sem sætti alveg sömu með- ferð og Gingrich, hefur hins veg- ar aldrei minnst á það. Minni vinskapur Mikið er um það rætt, að vin- skapur þeirra Doles og Gingrich hafi versnað til muna upp á síð- kastið en báðir reyna þeir að gera lítið úr því. Varaleiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni og náinn bandamaður Gingrich, Tom DeLay, var þó ekkert að skafa af því þegar hann sagði við fréttamenn, að með sam- þykktinni á þriðjudag hefði Dole gefist upp fyrir Clinton og ríkis- stjórninni, ekkert annað. r Kripalujóga Mestu hlý- indin 1995 Ásmundur Gunnlaugsson Éinar Bragi Isleifsson Heíðrún Kristjánsdóttir Opnum nýja jógastöð í Hátúni 6A kl. 14 nk. laugardag, í nýinnréttuðu og glæsilegu húsnæði. Fullkomin aðstaða til jógaiðkunar, böð, sauna og nudd. Námskeið og opnir tímar í kripalujóga, jógaleikfimi, hathajóga og hugleiðslu. Opið hús laugardaginn 6. janúar nk. kl. 14.00. Kynningar kl. 14.30,16.30 og 20.00. Kynnt verða grundvallaratriði í jóga, léttar teygjur, öndun og slökun. Frítt I jógatíma vikuna 8. janúar til 13. janúar Tilboð á mánaðarkortum á því tlmabili. Allir velkomnir. Næstu námskeið: Grunnnámskeið 8. jan. (8 skipti) mán. og mið. kl. 16.30-18.00. Jóga gegn kvíða 9. jan. (8 skipti) þri. og fim. kl. 20.00-22.00. Leiðbeinandi: Ásmundur Gunnlaugsson. Grunnnámskeið 10. jan. (8 skipti) mán. og mið. kl. 20.00-21.30. Grunnnámskeið 16. jan. (8 skipti) þri. og fim. kl. 20.00-21.30. Leiðbeinandi: Einar Bragi ísleifsson. Y06A STUDIO Hátúni 6A, 105 Reykjavík, sími 552 8550, Jógaleikfimi — eitthvað Fyr-ir þig? New York. Reuter. BRÁÐABIRGÐANIÐURSTÖÐUR sýna, að meðalhiti á jörðinni hafí verið meiri á liðnu ári en áður hef- ur mælst og styður það þær kenn- ingar sumra vísindamanna, að brennsla olíu og annarra jarðefna sé farin að hafa áhrif á hitastigið. Bandaríska dagblaðið The New York Times skýrði frá þessu í gær og sagði, að niðurstöðurnar væm af tvennum toga, annars vegar frá Bretlandi og hins vegar frá Banda- ríkjunum. Samkvæmt bresku at- hugununum var meðalhiti á jörðinni 1995 14,84 gráður á celsíus en 15,38 samkvæmt þeim bandarísku. Stuðst er við samanburðarmælingar frá miðri síðustu öld. Miðað við bresku tölumar em árin frá 1991-’95 hlýjasta fimm ára tímabilið, sem mælingar taka til, og hlýrri en tímabilin tvö á síðasta áratug en hann er aftur hlýjasti áratugurinn til þessa. í nýlegri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum er hækkandi hitastig rak- ið til athafna mannanna, einkum til brennslu kola, olíu og viðar. Geng’i dollars hækkar GENGI dollars hækkaði í Evr- ópu í gær og hefur ekki verið jafn hátt gagnvart jeninu í 22 mánuði. Japanskir fjárfestar losuðu sig við jen vegna lágra _vaxta og það varð til þess að dollarinn og evrópskir gjald- miðlar aðrir en markið styrkt- ust. Sérfræðingar telja að doll- arinn eigi eftir að styrkjast frekar gagnvart jeninu á næstu dögum. ísraelar reið- ast bótakröfu ÍSRAELAR bmgðust ókvæða við í gær þegar Freih Abu Medeen, frammámaður í PLO, Frelsissamtökum Palestínu- manna, krafðist þess, að þeir greiddu Palestínumönnum skaðabætur á sama hátt og þeir hefðu sjálfír fengið bætur fyrir glæpi nasista. „ísraelar hafa fengið óhemju fé í bætur frá Þjóðveijum og ættu því að skilja kröfu þeirra, sem hafa misst syni sína eða eru sjálfír örkumla af þeirra völdum," sagði Abu Medeen. ísraelskir stjórnmálamenn segja, að með kröfunni sé verið að líkja ísra- elum við nasista. Verkfalli hjúkrunar- kvenna lokið SÆNSKAR hjúkranarkonur féllust í gær á tilboð ríkisins um launahækkun og aflýstu verkfalli, sem staðið hefur í sjö vikur. Er kauphækkunin minnst 5,6%, gildir frá ársbyij- un nú og er til þriggja ára. Hækka launin um tæpar 10.000 ísl. kr. á mánuði á þessu ári og tæpar 9.000 kr. á mánuði frá og með næstu áramótum. Verður launa- hækkunin greidd niður að hluta með fé úr „Kvennasjóðn- um“ en hann hefur það hlut- verk að draga úr launamun karla og kvenna. Aftur á móti verður ellilífeyrisaldurinn hækkaður úr 63 ámm í 65. Hjúkrunarkonurnar kröfðust fyrst nærri 50.000 ísl. kr. hækkunar mánaðarlauna. Afsögn leyni- þjónustu- foringja KONSTANTY Miodowicz, yf- irmaður pólsku leyniþjón- ustunnar, sagði af sér emb- ætti í gær að loknum yfir- heyrslum vegna ásakana um, að Jozef Oleksy forsætisráð- herra hefði njósnað fyrir Rússa. Andrzej Milczanowski, fyrrverandi innanríkisráð- herra, kom fram með ásakan- irnar í síðasta mánuði. Samsæri um hryðjuverk KOMIÐ hefur í ljós við rann- sókn á morði íslamsks klerks, sem framið var í Beirut í Lí- banon í fyrra, að samtök bók- stafstrúarmanna í landinu höfðu á pijónunum ýmis hryðjuverk. Er gefið í skyn, að yfirvöld í Súdan hafi verið í ráðum með þeim og hafa meira en 200 manns verið handtekin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.