Morgunblaðið - 05.01.1996, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 05.01.1996, Qupperneq 22
MORGUNBLAÐIÐ -- 22 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996 LISTIR •EINN helsti óperusöngvari Sló- vakíu, Peter Dvorsky, kallar yfir sig mikil vandræði, syngi hann ariu á ítölsku eða öðru útlendu máli. Samkvæmt nýjum slóvak- ískum málverndarlögum er að- eins útlendingum leyft að syngja á erlendum tungumálum, Slóvak- ar verða að syngja á móðurmál- inu. Lögin ná ekki aðeins yfir listviðburði, heldur einnig allt skrifað mál, svo sem í auglýsing- um og á skiltum. Þjóðernissinnar hafa raunar gengið svo langt að krefjast þess að ölium erlendum orðum verði útrýmt úr málinu en margir eru þessari stefnu mótfallnir, m.a. ungverski minni- hlutinn i landinu, og svo t.d. óperuunnendur, sem finnst út í hött að hafa áhrif á sönglistina með þessum hætti. •LINCOLN Center í New York hefur ákveðið að gera djasstón- list jafnhátt undir höfði og Metropolitian og New York Fíl- harmóníunni. Þykir þetta stórt skref í átt að því að viðurkenna að Bandaríkjamenn geti verið í fararbroddi í listsköpun en þar í landi horfa menn gjarnan til Evrópu þegar svokallaðar æðri listir eru annars vegar. Þá þykir þessi breyting mikil viðurkenn- ing á Iist blökkumanna en djass- inn á rætur sínar í tónlist þeirra. •NORRÆN dans- og leikhúshá- tíð fer fram í Bergen í Noregi dagana 10. til 14. janúar næst- komandi. Það er „Danse- og Te- atersentrum" í Bergen sem gengst fyrir hátíðinni. Hátíðin er samstarfsverkefni Norður- landanna fimm og meginumfjöll- unarefni hennar verður „listræn túlkun óháð stofnanalist." •ÞÝSKA leikskáldið Heiner Miiller er látinn, 66 ára að aldri. Hann skrifaði yfir þrjátíu leikrit og stýrði leikhúsinu Berliner Ensemble, sem miklar deilur hafa staðið um. Verk hans fjöll- uðu á einn eða annan hátt um lífið í Austur-Þýskalandi og kunnu þarlend yfirvöld honum litlar þakkir fyrir. Frá árinu 1992 var Miiller við stjórnvölinn í Berl- iner Ensemble og stóð nokkur styrr um störf hans þar. Hann var m.a. gagnrýndur fyrir að leggja of mikla áherslu á eigin verk, en í mars nk. verður síð- asta leikrit hans frumflutt, „Ger- mania 3“. iíiAL SKM.IN c5 d' C-ClAstC Peter Chadwick Enska llfrh.þri. kl. 18:30 - 20:00 Enska III þri. kl. 20:10-21:40 Enska-talmál fi. kl. 20:10 - 21:40 Franska I mi. kl. 20:10 - 21:40 Franska llfi.kl. 20:10-21:40 Ann Sigurjónsson Reiner Santuar Þýska I má. kl. 18:30 - 20:00 Þýska II má. kl. 20:10 - 21:40 Þýska III þri.kl. 18:30-20:00 Þýska IV þri. kl. 20:10 - 21:40 Hilda Torres Spænska I fi. kl. 18:30 - 20:00 Spænska II þri. kl. 18:30 - 20:00 Spænska III má. og mi. kl. 18:30-20:00 (5 vikur) Spænska-talmál þri. kl. 20:10 - 21:40 Carmen Ortuho Paolo Turchi ísamvinnu við Stofnun Dante Alighieri á Islandi ítalska I má. og fi. kl. 20:30 - 22:00 (5 vikur) ítalska II má. og fi. kl. 20:30 - 22:00 (5 vikur frá 29. feb.) Kennsía hefst 24. janúar ^ Innritun er þegar hafin sími 588 22 99 Kennsla fer fram í gamla Stýrimannaskólanum Öldugötu 23 Skrifstofa, Grensásvegi 16A. - kjarni málsins! IDA (Margrét Guðmundsdóttir) og Sam (Bessi Bjarnason) fella hugi saman. Grafreitir og gamanmál Níunda viðfangsefni vetrarins í Þjóðleikhúsinu er Kirkugarðsklúbburinn effcir Ivan Menchell sem frumsýndur verður á Litla sviðinu í kvöld. Orri Páll Ormarsson kom við í kirlgugarðinum og hitti klúbbfélaga að máli. FÁUM sögum fer af félags- lyndi framliðinna. Engu að síður gerist sitthvað sér- kennilegt í kirkjugarðinum enda syrgjendur, kettir og sérlundaðir sandalahippar ekki einir á stjái. Þar hafa jafnvel verið stofnaðir klúbb- ar, eins og greint er frá í leikriti Bandaríkjamannsins Ivans Mench- ells, Kirkjugarðsklúbbnum. Gam- ansömu verki um vináttu og ástir eldra fólks, þar sem alvaran kraum- ar undir niðri. Aðstæður eru breyttar hjá Idu, Doris og Lucille — lífsförunautar þeirra eru látnir. Þótt ekkjurnar takist með ólíkum hætti á við sorg- ina vitja þær í sameiningu leiða eiginmannanna í kirkugarðinum einu sinni í mánuði. Allt er með kyrrum kjörum uns þær hitta Sam, fullorðin ekkil, sem kemur reglu- lega í kirkjugarðinn í sömu erinda- gjörðum og stöllurnar. Upp frá því kviknar ástin og lífsmynstri þeirra og jafnvel vináttu er ógnað. Ólíkar skoðanir „Vinkonurnar hafa ekki allar sömu skoðun á því hvernig ekkjur eiga að haga sér enda hafa eigin- mennimir verið þeim misjafnlega trúir,“ segir Sigurveig Jónsdóttir sem fer með hlutverk Lucille, há- stéttardömunnar í hópnum sem ver- ið hefur ekkja í skemmstan tíma. „Lucille siglir eiginlega undir fölsku flaggi enda hefur hún að vissu leyti dregið sig inn í skel eftir fráfall eiginmanns síns. Hún er kaldhæðin og gamansöm en þegar allt kemur til alls tilfinningarík og Ijómandi góð manneskja." Doris er leikin af Guðrúnu Þ. Stephensen. „Doris er sannfærð um að hún sé að fara rétta leið í lífinu, það er að vera trú minningu manns- ins síns eins og hún var honum trú meðan hann lifði," segir leikkonan. „Hún efast aldrei og gengur jafnvel skrefinu of langt þegar hún vill verja heiður og siðsemi Idu. Af þessu má ráða að Doris er fremur stíflynd kona en góð inn við beinið.“ „Ida er oft á milli steins og LUCILLE (Sigurveig Jons- dóttir) og Doris (Guðrún Þ. Stephensen) leggja á ráðin í kirkjugarðinum. sleggju enda eðlilegust af vinkon- unum og reynir oft að brúa bilið á milli hinna tveggja," segir Margrét Guðmundsdóttir en hlutverk Idu mun vera hundraðasta hlutverk hennar í Þjóðleikhúsinu. „Hún er jafnframt umburðarlyndust af þeim og tekur dauðsfalli mannsins síns skynsamlega en ekki með jafnöfga- kenndum hætti og hinar tvær. Hún sættir sig við að hann sé dáinn og vill halda áfram að Iifa.“ Hjólin fara að snúast Bessi Bjamason fer með hlutverk Sams: „Hann er venjulegur kjötiðn- aðarmaður, góður og feiminn en lítill heimsmaður. Hann er ekkill og á erfltt með að fara út með konum, þar sern hann ber þær allt- af saman við ejginkonuna sína sál- ugu. Síðan verður Sam ástfanginn og þá fara hjólin að snúast." Fjórða konan, Mildred að nafni, kemur jafnframt við sögu í verkinu. Hana leikur Þóra Friðriksdóttir. „Mildred er hálfgerð glenna. Hún hefur ekki stóru hlutverki að gegna í verkinu en ætli henni sé ekki ætl- að að undirstrika samheldni vin- kvennanna þriggja og ef til vill fjöl- lyndi Sams,“ segir Þóra. Andrés Sigurvinsson leikstjóri segir að Kirkjugarðsklúbburinn fjalli í hnotskum um mannlegar til- finningar og hvernig fólk bregðist við hinum ýmsu uppákomum í dag- lega lífinu. „Kjarni málsins er senni- lega sá að fólk verður að sleppa takinu; njóta þess sem liðið er sem minninga í stað þess að ríghalda í það sem raunveruleika," segir Andrés sem telur fullvíst að Mench- ell sé að skrifa um frænkur sínar í leikritinu. „Þetta verk leynir á sér — það er margslungið. Á vinnuferlinu hafa sífellt verið að koma upp nýir flet- ir,“ segir Andrés ennfremur og bætir við að yngra fólk hafi tilhneig- ingu til að setja fólk sem komið er af léttasta skeiði á stall — sem ömmur, afa og þar fram eftir götun- um. „Eftir að hafa unnið þetta verk kemst maður hins vegar að raun um að æskan er síung — eins og ástin. Margar uppákomumar í verk- inu má til dæmis heimfæra upp á það þegar unglingar verða „skotn- ir“ í fyrsta sinn. Að okkar mati höfðar Kirkjugarðsklúbburinn því til allra aldurshópa." Ungur höfundur Ivan Menchell er liðlega þrítug- ur, borinn og bamfæddur í New York. Ungur að árum hóf hann að beita stílvopninu í þágu leikhússins í félagi við föður sinn sem var gam- anleikari og samdi sín eigin skemmtiatriði. Eftir andlát þess síð- arnefnda sneri Menchell sér alfarið að leikritun. Hann lagði stund á framhalds- nám við Yale School of Drama og va'r fyrsta sviðsverk hans í fullri lengd, Kirkjugarðsklúbburinn sem hann skrifaði 23 ára gamall, sett á svið í leikhúsi skólans árið 1987. Skömmu síðar tók Broadway verkið upp á sína arma og var það í fyrsta sinn sem leikrit eftir nemanda við Yale School of Drama var sýnt þar á bæ. Hróður Menchells hefur bor- ist um víðan völl en Kirkjugarðs- klúbburinn hefur verið færður upp víðsvegar um Bandaríkin, Bretland og á Norðurlöndunum. Önnur leikrit Menchells eru Daddy’s home, Yoke (Humpty Dumpty: The Inside Story) og Smil- ing Through. Hefur hann að auki skrifað fyrir sjónvarp og gert kvik- myndahandrit, meðal annars upp úr Kirkjugarðsklúbbnum. Elísabet Snorradóttir hefur þýtt Kirkjugarðsklúbbinn, lýsingu gerir Ásmundur Karlsson og leikmynd er eftir Úlf Karlsson. Helga I. Stef- ánsdóttir hannar búninga og um- sjón með tónlist hefur Andrea Gylfadóttir. I I ) I ) í > l i i i ! í i I i ! i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.