Morgunblaðið - 05.01.1996, Page 29

Morgunblaðið - 05.01.1996, Page 29
 28 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996 29 JRwgtiiiMafrife STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HLUTABREFAMARK- AÐURí ÞRÓUN ÞAÐ ER orðinn árviss atburður að á milli jóla og nýárs eigi sér stað umfangsmikil verðbréfaviðskipti vegna skattaafsláttar til handa þeim er festa kaup á hlutabréfum upp að ákveðinni upphæð. Flestir einstaklingar, sem vilja nýta þennan afslátt, kjósa að kaupa hlut í hlutabréfasjóðum verðbréfafyrirtækjanna. Að þessu sinni jókst heildareign þeirra um 40% í desember eða sem nemur 1.230 milljónum króna. Hluthöfum í sjóðunum fjölgaði um 3.260 og er það um 30% aukning. Alls eru nú um 13.500 einstaklingar skráðir sem hluthafar í sex hluta- bréfasjóðum en í raun er eignaraðildin mun dreifðari þar §em í mörgum tilvikum er um hjón að ræða en einungis annar aðilinn skráður fyrir bréfunum. Það má vissulega segja að skattafsláttur þessi sé á góðri leið með að byggja upp hlutabréfamarkað hér á landi, sem almenningur á virka aðild að. Ör þróun hefur átt sér stað varðandi verðbréfaviðskipti og þau eru smám saman að fær- ast í fastara form. íslenzki verðbréfamarkaðurinn er hins vegar ennþá að mörgu leyti ófullkominn. Hlutabréfakaup einstakhnga eiga sér að mestu leyti stað á örfáum dögum í lok ársins og fram- boð á hlutabréfum er ennþá takmarkað þó að þeim fyrirtækj- um fjölgi stöðugt, ekki sízt vegna þessarar þróunar, sem kjósa fremur hlutafjárútboð en lántöku.. Skattafslátturinn átti að þjóna þeim tilgangi að efla þátt- töku almennings í íslenzku atvinnulífi og ýta undir nýsköpun með auknu fjármagnsinnstreymi. Allt að helmingur fjármagns flestra hlutabréfasjóðanna er aftur á móti bundinn í skulda- bréfum og erlendum hlutabréfum. Þetta skekkir vissulega stöðu annarra ávöxtunarleiða í samkeppninni um sparifé. íslenzki verðbréfamarkaðurinn stendur á ákveðnum tíma- mótum og fjármálaráðherra segir í Morgunblaðinu í dag að hann telji æskilegt að endurskoða lögin um skattafslátt vegna hlutabréfakaupa. Allar slíkar breytingar verða þó að vera vel ígrundaðar og þær mega ekki raska því viðskiptalega um- hverfi, sem nú er að byggjast upp. Það er rétt, sem Agnar Jón Ágústsson, forstöðumaður Álmenna hlutabréfasjóðsins, bendir á í Morgunblaðinu í gær að hlutabréfasjóðirnir hafa eytt löngum tíma i að byggja upp traust almennings. Það traust má ekki rýra. Hitt er svo annað mál að það kann að vera æskilegt að setja skýrari reglur um starfsemi hlutabréfasjóða; alltént er ljóst, að tilgangurinn með skattafslættinum var ekki sá að örva kaup á hlutabréfum í erlendum fyrirtækjum eða á skulda- bréfum. ERFÐIR HJARTA- OG ÆÐASJÚKDÓMA DAUÐSFÖLLUM vegna kransæðasjúkdóma hefur fækkað um 150 til 200“á ári frá árinu 1970 vegna breýttra lifn- aðarhátta og fullkomnari heilsugæzlu, að því er fram kemur í viðtali Morgunblaðsins í gær við Nikulás Sigfússon yfir- lækni. Þetta er eftirtektarverður árangur. Rannsóknir á útbreiðslu og áhættuþáttum hjartasjúkdóma hér á landi, sem hófust fyrir 30 árum, eiga dijúgan þátt í þessum árangri. Þar koma ríkulega til sögunnar breyttir lifn- aðarhættir landsmanna í kjölfar meiri þekkingar á áhættuþátt- um á borð við blóðfitu, blóðþrýsting og reykingar. Og síðast en ekki sízt ný þekking og ný tækni í meðferð hjarta- og kransæðasjúkdóma. Hóprannsókir þessar náðu til um 30 þúsund einstaklinga. Nú hefur Hjartavernd ráðið dr. Vilmund Guðnason, sérfræð- ing í erfðafræði, til að stýra nýrri hóprannsókn á sviði erfða- fræði hjarta- og æðasjúkdóma - í beinu framhaldi af hinni fyrri. Rannsóknin kemur til með að ná til 2.500 afkomenda kransæðasjúklinga úr fyrri rannsókninni og 2.500 manna viðmiðunarhóps. Tilgangurinn er að finna erfðavísa hjarta- og æðasjúkdóma. „Við viljum komast að því,“ segir yfirlæknir- inn, „hvort ákveðnir einstaklingar eigi fremur en aðrir á hættu að fá hjarta- og æðasjúkdóma síðar á ævinni... Sá möguleiki myndast smám saman að við getum sett saman áhættukort með upplýsingum fyrir hvern og einn um ákjósan- lega lifnaðarhætti með tillititil áhættunnar af sjúkdómunum." Rekja má um 50% allra dauðsfalla hér á landi til hjarta- og æðasjúkdóma. Sú staðreynd undirstrikar mikilvægi þess- ara rannsókna. Fámennið og staðbundnar aðstæður gera þær auðveldari hér en hjá fjölmennari þjóðum. Enginn vafi er á því að þær leiða til markvissari fyrirbyggjandi aðgerða - og árangursríkari meðferðar sjúkra. S VEIT ARSTJ ÓRAM AL A REYKHOLUM BJARNI P. Magnússon sagði upp störfum sveitarstjóra Reykhólahrepps um miðjan nóvember og hætti sam- dægurs. í tengslum við uppsögnina var skýrt frá miklum skuldum sveitar- félagsins og greiðsluerfiðleikum. Bjarni vildi þá ekkert annað segja um málið en að full sátt væri um starfslok hans. Nokkrum dögum síðar fór hreppsnefndin fram á opinbera rannsókn á embættisfærslu og fjár- málaumsýslu sveitarstjórans fyrrver- andi og um miðjan desember gaf hreppsnefndin út fréttabréf þar sem greint var frá ástæðum rannsóknar- innar og uppsögn Bjarna. Stefán Magnússon, oddviti Reyk- hólahrepps, staðfestir að Bjarna hafi verið gefinn kostur á að segja sjálfur upp störfum vegna atriða sem fram komu í skýrslu endurskoðenda Reyk- hólahrepps vegna reikninga ársins 1994 og beiðni um opinbera rannsókn sé grundvölluð á sömu gögnum. Láni ráðstafað í eigin þágu Það er einkum eitt atriði í skýrslu endurskoðendanna sem valdið hefur trúnaðarbresti milli sveitarstjóra og hreppsnefndar, það er ráðstöfun láns sem Reykhólahreppur fékk út á íbúð í elliheimilinu Barmahlíð en sveitar- stjóri notaði í eigin þágu. í skýrslu endurskoðendanna kemur fram að við uppgjörsvinnu þeirra vegna ársins 1994 hafi þeir rekist á greiðslutil- kynningar í bókhaldsgögnum hrepps- ins vegna tveggja lána frá Bygginga- sjóði verkamanna. Reykhólahreppur var tilgreindur skuldari og lánin höfðu verið tekin í lok ársins 1993 en pen- ingarnir ekki skilað sér í hreppssjóð. Athuganir endurskoðendanna leiddu í ljós að lánunum hafði verið ráðstaf- að í einkaþágu sveitarstjórans, aðal- lega til að greiða skuldir vegna íbúð- arhúss sem hann keypti af hreppnum en einnig til að lækka skuld hans við sveitarsjóð. Samtals námu lánin tæp- lega 5,8 milljónum kr. og voru þau í vanskilum í árslok 1994. Endurskoð- endurnir dráttarvaxtareiknuðu lánin og komust að þeirri niðurstöðu að Bjarni skuldaði hreppnum tæplega 7,2 milljónir kr. í árslok 1994. Hreppsnefndin fjallaði um þessi atriði og alvarlega fjárhagsstöðu sveitarfélagsins á lokuðum fundum, meðal annars með með endurskoð- endum og lögmanni hreppsins, þegar upplýsingarnar lágu fyrir í nóvember og var sveitarstjórinn ekki boðaður á fundina. „Hann braut trúnað gagn- vart sveitarstjórn og naut ekki lengur stuðnings. Honum var gefinn kostur á því að segja upp,“ segir Stefán oddviti. Eiginkona Bjarna vann með honum á skrifstofunni og gekk hún út með honum. Þriðji skrifstofumað- urinn, Bergljót Bjarnadóttir, hætti einnig og sagði jafnframt af sér í hreppsnefnd og var varamaður kall- aður inn fyrir hana. Hvorug treysti sér til að vinna með oddvitanum. Bjarni fékk ekki að sjá skýrslu endurskoðendanna eða skýra mál sitt VAÐALFJÖLL við austanverðan Þorskafjörð selja svip sinn á Reykhólahrepp. Súpa seyðið af fram- kvæmdagleði íbúar Reykhólahrepps skiptast í tvær fylkingar vegna ákvörðunar hreppsnefndar um að láta sveitarstjórann hætta störfum og kæra hann til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Skuldir sveitarfé- lagsins eru gríðarlegar vegna framkvæmdagleði undanfarinna ára og engin samstaða um það í héraði hvemig leysa eigi vandann. Helgi Bjarna- son kannaði málið. Ljósmynd/íslandshandbókin-BJ fyrir hreppsnefnd. Lögmaður hrepps- ins lét vita símaleiðis um málavöxtu og á fundi með oddvita, oddvita minnihluta, lögmanni og endurskoð- enda skrifaði hann og afhenti upp- sagnarbréf. Segir Bjarni að fyrst málin hafi æxlast svona hafi hann viljað fara frá í friði enda talið full- komna sátt um starfslokin. Nokkrum dögum síðar fól hrepps- nefndin lögmanni sínum að óska eftir opinberri rannsókn á embættisfærslu og fjármálaumsýslu sveitarstjórans á grundvelli skýrslu endurskoðendanna og segja stuðningsmenn Bjama að með því hafi hún komið óheiðarlega fram við hann í Ijósi þess að engin ný gögn höfðu komið fram frá því honum var gefinn kostur á því að segja sjálfur upp störfum. Stefán oddviti segir að svo alvarlegir hlutir komi fram í skýrslu endurskoðend- anna að ekki hafi verið stætt á öðru en að vísa þeim til Rannsóknarlög- reglu ríkisins til meðferðar. Rannsókn hennar muni síðan leiða það í ljós hvort þetta mat væri rétt eða hvernig með ætti að fara. Kaupin voru mistök Bjarni P. Magnússon skýrir ráð- stöfun lánsins með því að segja að hann hafi orðið að uppfylla skyldur hreppsins gagnvart seljanda eignanna til þess að hreppurinn gæti gefið sér sem kaupanda afsal fyrir íbúðarhús- inu Álftalandi. Fyrr hefði hann ekki getað fengið húsbréfalán. Áður en Bjarni tók við sveitarstjó- rastarfinu hafði hreppsnefnd Reyk- hólahrepps ákveðið að kaupa eignir tilraunastöðvarinnar á Reykhólum af Rannsóknastofnun landbúnaðarins til þess að halda í sauðfjárkvótann. „Ég vildi sýna að ég hefði trú á þessum stað og vildi búa þar og ákvað að falast eftir kaupum á íbúðarhúsinu. Það voru mín stóru mistök,“ segir Bjarni. Hann tók við skuldum sem hvíldu á íbúðarhúsinu. Bjarni segist síðan hafa lent í vandræðum með að greiða þessar skuldir vegna þess að hann átti ekki kost á húsbréfaláni þar sem ekki hafi verið hægt að gefa út afsal fyrir eigninni því hún hafi ekki verið sérmetin og ekki til í veðmála- bókum. Vegna þessa gat Reykhóla- hreppur ekki, að sögn Bjarna, efnt kaupsamninginn fyrr en í desember fyrir ári. Segist hann hafa notað stór- an hluta lánsins til að greiða upphaf- legum eigenda hússins svo hreppurinn gæti fengið afsal fyrir húsinu og selt sér og félagi í eigu fjölskyldunnar. Þá fyrst hafi hann getað fengið húsa- bréfalán til að greiða Reyk- hólahreppi. Segist hann hafa lagt 3,7 milljónir af húsbréfaláninu inn á ávís- anareikning hreppsins í byrjun janúar 1995 og 2,5 milljónir til viðbótar í árs- lok. Telur hann sig þar með hafa stað- ið í skilum við hreppinn vegna um- rædds láns enda dregur hann í efa réttmæti dráttarvaxtareiknings end- urskoðenda hreppsins. Raunar telur Bjarni sig eiga nokkr- ar milljónir kr. inni hjá Reykhóla- hreppi og hefur sent hreppsnefnd kröfugerð sína. Þar kemur fram að hann telur sig ekki hafa fengið greiddan nema hluta af akstri sínum fyrir sveitarfélagið allt frá árinu 1991, alls 4,6 milljónir kr. Einnig er krafist greiðslna fyrir ótekið orlof, niðurfellingar fasteignagjalda, bætur fyrir ónýtan vélsleða og skemmdir á pallbíl, auk annarra atriða. Bjarni segist alla tíð hafa lagt fram aksturs- dagbók og fengið hana staðfesta hjá launagjaldkera. Hins vegar hafi hann aðeins tekið út greiðslu fyrir hluta akstursins vegna þess að hann hafi talið brýnna að greiða aðra hluti fyr- ir hreppinn. Stefán Magnússon vill ekki tjá sig um mótreikning Bjarna. Segist hafa fengið lögfræðingi hreppsins hann til umfjöllunar með öðrum málum sveitarstjórans fyrrver- andi. Vissum að hverju stefndi Staðan er nokkuð óljós í sveitar- stjórn Reykhólahrepps um þessar mundir. Meirihlutann skipa fulltrúar L-lista Dreifbýlissinna þar sem sjálf- stæðis- og alþýðubandalagsmenn eru áberandi en framsóknarmenn eru áberandi í hópi stuðningsmanna N- lista Nýs fólks sem er í minnihluta. Hreppsnefndin stóð saman að af- greiðslu sveitarstjóramálsins, að sögn Stefáns oddvita, og fylkingarnar náðu samkomulagi um að leggja deilumál sín til hliðar og vinna saman að lausn á fjárhagsvanda sveitarfélagsins. Stefán oddviti og Þórður Jónsson, fulltrúi minnihlutans, tóku að sér að leiða það starf. Þótt meirihlutinn hafi staðið að því að víkja sveitarstjóran- um frá er vitað um mismunandi skoð- anir innan hans í Bjarnamálinu. Stef- án Magnússon segir að enn hafi ekki reynt á það hvort meirihlut- inn haldi. „Við í minnihlutanum töldum okkur vita að hveiju stefndi og höfum oft varað við afleiðingum ákvarðana sem teknar hafa verið,“ Fyrirferðar- mikill sveitar- stjóri REYKHÓLAR eru fornt höfðingjasetur og mesta þéttbýli í Reykhólahreppi. Ljósmynd/íslandshandbókin-ÁG segir Þórður Jónsson. Hann segir að þegar endurskoðendur gerðu grein fyrir reikningum ársins 1994 hafi all- ir gert sér grein fyrir því að ekki yrði áfram haldið á þessari braut. Þórður tekur undir það að meirihluti hreppsnefndar beri ábyrgð á fjár- hagsvanda sveitarfélagsins, ekki sveitarstjórinn einn. Skuldir 628 þúsund á íbúa Skatttekjur Reykhólahrepps námu 28,6 milljónum kr. á árinu 1994 og varð 22,9 milljóna kr. halli af rekstr- inum. Munar þar mest um kostnað vegna yfirstjórnar og vaxta sem nam 20 milljónum kr. eða 70% af skatttekj- unum. Er þá eftir kostnaður við öll viðfangsefni hreppsnefndarinnar, jafnt lögbundin sem frjáls. Til viðbót- ar varð tap af ýmsum stofnunum hreppsins, svo sem hitaveitu, hafnar- sjóði og elliheimilinu Barmahlíð. Til samanburðar má, geta þess að sveit- arfélög setja sér gjarnan það mark- mið að láta allan reksturinn ekki kosta meira en 70-75% af tekjum þannig að 25-30% séu eftir til að leggja í fjárfestingar eða greiða niður lán. Skuldir sveitarsjóðs voru 92,6 millj- ónir kr. í árslok 1994 en þegar bætt hefur verið við skuldum stofnana á vegum hreppsins námu heildarskuldir 218 milljónum kr. og höfðu aukist um tæpar 40 milljónír kr. á árinu. Þetta samsvarar 628 þúsund kr. skuld á hvern íbúa í sveitarfélaginu, jafnt ungbörn sem gamalmenni. Þórður Jónsson segir að glannaleg fjármálastjórn sé ástæðan fyrir því hvernig komið sé fyrir sveitarsjóði. Hann segir að það hafi verið ansi þungur baggi að taka við rekstri elli- heimiiisins Barmahlíðar á sínum tíma. Þá hafi verið tilefni til að grípa til aðhaldsaðgerða og hætta framkvæmdagleðinni. Það hafi ekki verið gert og menn ekki hugsað fyrir endann á því sem þeir voru að gera. Sem dæmi um þetta nefnir hann 20 millj- óna króna kostnað við borun eftir heitu vatni sem engum tekjum hefur skilað. Þá hafí viðgengist mikil eyðsla á öllum sviðum. Andstaða við sölu hitaveitu Stefán og Þórður hafa verið að reyna að fínna lausn á fjárhagsvanda Reykhólahrepps í samvinnu við fé- lagsmálaráðuneytið, þingmenn kjör- dæmisins og Samband íslenskra sveit- arfélaga. Stefán segir að allir séu jákvæðir og hreppsnefndin sé ákveðin í því að reyna sitt besta til að leysa þessi mál af eigin rammleik. Stefán og Þórður vilja byija á því að selja allar þær eignir sem mögulegt er að koma í verð. Þar má nefna jarðir og jarðaparta sem hreppurinn á víða um sveitarfélagið. Hann á til dæmis land í Flatey og eyjar á Breiðafirði. Þórður segir óvíst hvað út úr þessu komi og telur ljóst að sala eigna nægi ekki til að lækka skuldir eins og þörf sé á. Veltir hann því fyrir sér hvort hægt verði að semja um skuldir sveitarfé- lagsins þegar allt hefur verið gert sem hægt er til að borga þær niður. Hreppsnefndinni hefur staðið til boða að selja Orkubúi Vestfjarða hita- veituna á Reykhólum fyrir nokkra tugi milljóna kr. Var þessum hug- myndum hafnað á almennum borg- arafundi fyrir áramótin en í staðinn samþykkt að heimamenn myndu reyna að kaupa veituna. Stefán Magnússon oddviti segir að hrepps- nefndin sé ekki bundin af niðurstöðu borgarafundarins og yrði áfram reynt að selja hitaveituna. Viðræður voru mjög langt komnar en hik er nú á Orkubúinu vegna þeirrar miklu and- stöðu sem fram kom á borgarafundin- um á Reykhólum. Reykhólabúar og nágrannar hafa búið við eina ódýrustu hitaveitu lands- ins og tala sumir heimamenn um að hún sé forsendan fyrir búsetu þeirra á svæðinu. Því er salan viðkvæmt mál. Ljóst virðist þó að hreppsnefndin sé í svo þröngri stöðu að hún geti ekki hætt við að selja veituna, hvort sem það verður til Orkubús- ins eða heimamanna, og að kaupandinn muni þurfa að tvöfalda orkuverðið til að standa undir fjárfesting- unni. Svokölluð Bjamamál Hitaveitan eina seljan- lega eignin svifu yfir vötnunum á borgarafundin- um enda hafa þeir sem gagnrýnt hafa hreppsnefndina fyrir að þvinga sveit- arstjórann til uppsagnar barist hart gegn áformum um sölu hitaveitunnar. Andstaðan við áform hreppsnefndar- innar var reyndar einnig mikil í hinni fylkingunni eins og sést á niðurstöðu fundarins þar sem aðeins þrír íbúar studdu söluna til Orkubúsins. Fyrirferðarraikill sveitarstjóri Ljóst er að persónuleg mál milli manna í þessu 350 manna sveitarfé- lagi blandast eitthvað inn í þessar deilur sem nú hafa skipt íbúunum í tvær fylkingar. Fylgismenn Bjarna afhentu honum og konu hans per- sónulega stuðningsyfirlýsingu á dög- unum en undir hana skrifaði nærri helmingur kosningabærra manna í hreppnum. Bjarni var áður borgarfulltrúi í Reykjavík og varð fljótt fyrirferðar- mikill og pólitískur sveitarstjóri eftir að hann flutti vestur árið 1990. Hann segir að mikil hnignunareinkenni hafi verið í Reykhólahreppi þegar hann tók við starfinu og ýmis grundvallaratriði ekki til staðar. Segir hann að ekkert hefðbundið miðstjórnarvald hrepps- skrifstofu hafí verið að finna á staðn- um heldur hafí annað vald, kaupfé- lagsvaldið, ráðið öllu. Á þessum tíma hafa orðið miklar breytingar. Sem dæmi má nefna að byggð var upp hreppsskrifstofa, unn- ið skipulag fyrir allt sveitarfélagið, komið á almennri sorphirðu, vatns- veitan á Reykhólum tekin I gegn, höfnin lagfærð, sett félagsmálalögg- jöf, komið upp leikskóla og tónlistar- skóla og unnið að breytingum á rekstri grunnskólans og hitaveitan lagfærð. „Sveitin deyr nema það tak- ist að efla mannlífið. Það hef ég reynt að gera en það má vafalaust deila um það hvort aðferðirnar hafi verið réttar," segir Bjarni. Hann segist hafa fengið samþykkt- ar tillögur sem gengu gegn ýmsum hagsmunum og við það aflað sér óvildar en undirskriftalistarnir á dög- unum hafí þó sýnt að margir kunni að meta starf hans. Á sama tíma hafa tekjur hreppsins minnkað, meðal annars vegna sam- dráttar í sauðfjárrækt og ríkið hætt að greiða hluta af launum sveitar- stjóra. Lýsir Bjarni þeirri skoðun sinni að stuðningur ríkisvaldsins sé nauð- synlegur til þess að þetta sveitarfélag geti þróast eins og önnur. Hann segir að vissulega séu skuld- irnar miklar en ákveðið hafi verið að draga saman seglin á þessu ári og telur að tekist hafi að snúa þróuninni við. Þá segist hann hafa lagt það til að taxti hitaveitunnar yrði hækkaður og fjármunimir notaðir til að greiða niður skuldir sveitarfélagsins. Það væri mun vænlegri leið en að selja hitaveituna. Krefjast borgarafundar Andstæðingar hreppsnefndarinnar í Bjarnamálinu kvarta undan því hvað litlar upplýsingar fáist um forsendur ákvörðunar hreppsnefndar og hvað hægt gangi að fá fram tillögur um lausn á skuldavanda sveitarfélagsins. Einn úr þeirra röðum segir að þetta sé farið að há samfélaginu. Hann við- urkennir að líklega hafi Bjarna orðið á mistök við meðferð lánsins frá Byggingasjóði verkamanna en þær upplýsingar sem fram hafi komið rétt- læti ekki jafnharkalegar aðgerðir og gripið var til gegn sveitarstjóranum fyrrverandi. Hefur hópur íbúa krafíst þess að efnt verði til borgarafundar fyrir 10. janúar til að ræða ýmis hreppsmál, meðal annars mál sveitar- stjórans. Félagsmálaráðuneytið hefur fylgst með framvindu mála i Reykhóla- hreppi. Hreppsnefndin ákvað hins vegar sjálf að reyna að semja sig út úr vandanum. Vanur sveitarstjómar- maður, Úlfar Thoroddsen fyrrverandi sveitarstjóri á Patreksfirði, hefur nú verið ráðinn tímabundið til að reka hreppsskrifstofuna og aðstoða hreppsnefndina. Hreppsnefndarmenn voru að vinna með niðurstöður úi reikningum ársins 1994 eða nærri ársgömlum skuldatölum. Samband íslenskra sveitarfélaga sendi fólk vestur í nóvember til að leiða fram raunverulega stöðu og reyndist hún hafa heldur versnað á árinu, eftir þvi sem næst verður komist. Ólíklegt er að staðan hafi batnað . síðan því vinnan sem lagt hefur verif í, bæði hreppsnefndarmanna og sér- fræðinga, og ferðalög kosta sitt. Ekki margir kostir Ljóst er að róttækar aðgerðir þarl að gera í fjármálum sveitarfélags sem eyðir 70% af tekjum sínum í vexti og yfirstjórn. Og sveitarfélag sem sett hefur yfir 600 þúsund kr. skulda- klafa á herðar hvers einasta íbús getur tæplega átt margra kosta völ Lykillinn að því að semja um fryst- ingu skulda eða iækkun var að seljs eignir til þess að geta greitt brýnusti: útgjöld. Hitaveitan var eina eignir sem hægt var að selja strax en þac mál er nú í óvissu eins og fram hefui komið. Grunnforsendan fyrir lausn vandam hlýtur þó að vera sú að íbúamir átt sig á þvi hvað vandinn er mikill. Ýmis legt bendir til þess að þar skorti eitt hvað á, jafnvel hjá forráðamönnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.