Morgunblaðið - 05.01.1996, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 05.01.1996, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMINGAR PÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996 35 I -------------------------------------- | heimsókn í Kópavoginn. Þá var bíll | í minni fjölskyldu en ekki hjá Boggu og Dóra þannig að eðlilega fórum við oftar í heimsókn til þeirra en þau til okkar, en samgangurinn var mik- ill. Þá spilaði fullorðna fólkið iðulega en við dunduðum okkur við eitt og annað. Dóri var mikill bókamaður og mér fannst hann eiga alveg ótrú- legt magn af bókum og furðaði mig Ioft á því að það væri alveg stór- merkilegt að hann hefði líka lesið ) þær allar. Þegar árin liðu urðu samvistirnar ’ með öðrum hætti. Þannig vildi til að ég var tvö sumur að gæta barna í Garðabænum en þá hafði Dóri um nokkurt skeið séð um rekstur bens- ínstöðvar fyrir Olíuverslun íslands. Hún gekk undir nafninu Lyngholt, enda stóð hún í nágrenni við bæinn Lyngholt, rétt við Hraunsholtslæk- . inn. Það var fastur liður að koma 1 við með börnin hjá Dóra að minnsta kosti einu sinni á dag, og ekki stóð Iá velgjörðunum frekar en fyrri dag- inn. Seinna átti ég svo eftir að vinna þar sjálf hjá Dóra nokkur sumur. Þá fékk ég líka mína fyrstu reynslu af því að aka jeppa, en oft leyfði Dóri mér að aka Landrovernum heim í Kópavog þegar við fórum í mat til Boggu. Eitt af því sem segir manni margt um það hvern mann Dóri hafði að geyma var að margir komu daglega á bensínstöðina, ekki endi- lega til að versla heldur til að spjalla Iog þetta fólk hélt tryggð við staðinn á meðan hann sá um reksturinn. Eftir að ég giftist og eignaðist börn og eitthvað mikið stóð til s.s. ferming, stórafmæli eða þess háttar, þá var mér það sérstök ánægja að þau hjón og ekki síst Dóri skyldu koma og samgleðjast mér, því að þrátt fyrir að hann umgengist marga að jafnaði þá voru veislur ekki hans uppáhald. Ferðalög innanlands, lest- ur góðra bóka og dvöl í sumarhúsi • fjölskyldunnar á Laugarvatni þar sem þau hjón voru oft í návist barna- barnanna held ég hafi verið honum meira virði en allt annað. Hin síðari ár eftir að Dóri hætti að vinna og á meðan heilsan leyfði, stytti hann sér stundir við að binda inn bækur og þá ekki síst þær fjöl- mörgu sem hann átti óinnbundnar og fórst honum það vel úr hendi og hafði gaman af. Elsku Bogga, við Sæmundur, stelpurnar og mamma sendum þér og fjölskyldunni allri okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum góð- an guð að styrkja ykkur. Minningin um Dóra lifir í hjarta okkar. Steindóra Bergþórsdóttir. í dag kveðjum við heiðursmanninn Halldór Gíslason. Dóri eins og við kölluðum hann var maðurinn hennar Boggu frænku. Við sem skrifum þessar fátæklegu línur áttum þess kost að verða sam- ferðamenn hans hluta ævi okkar. Hann Dóri var einstakt góðmenni og alltaf reyndist vera stutt í brosið. Þó hann sé nú allur munum við ætíð minnast hans með þennan góð- lega sposka svip sem alla jafna ein- kenndi allt viðmót hans. Reyndar getum við sagt að í okk- ar stóra hópi hafí heimilið þeirra á Álftröðinni verið okkur sem annað heimili. Hvenær sem við vorum á ferð syðra var Álftröðin annaðhvort gisti- eða viðkomustaður. Og þá eru ótaldir allir snúningarnir sem voru farnir fyrir okkur. Ef nokkur leið var að verða að liði, þá var það gert, slík var greiðviknin. Það var ekki laust við að við fengjum samvisku- bit af að nefna að eitthvað vantaði því strax var brugðist við. Upp í hugann kemur brot úr kvæði eftir Jóhann G. Sigurðsson: Þú varst aldrei með þeim sem mest kveður að, en aldrei var þar autt, sem þú áttir þér stað. Hæverska Dóra og hlýja hefur umlukið okkur alla tíð og verið börn- unum okkar ákveðin fyrirmynd. Allt- af gaf hann sér tíma til þess að ræða við þau og höfðu þau jafnan gaman af. Samvera okkar með Dóra hefur orðið til þess að auðga líf okk- ar þannig að við munum aldrei gleyma honum. Blessuð sé minning hans. Elsku Bogga og fjölskylda, við vottum ykkur okkar innilegustu samúð og biðjum góðan guð að styðja ykkur á þessari sorgarstund. Hugur okkar er hjá ykkur. Fjölskyldan frá Litla-bæ í Súðavík. + BorghiIdur Sig- rún Eggerts- dóttir fæddist á Akureyri 20. októ- ber 1921. Hún Iést á Reykjalundi 26. desember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Egg- ert Einarsson frá Árskógsströnd, f. 4. janúar 1887, d. 14. ágúst 1943, og kona hans Guðlaug Sesselía Sigfúsdótt- ir frá Syðra Holti í Svarfaðardal, fædd. 11. mars 1888, dáin 2. janúar 1951. Börn Borghildar og fyrri eiginmanns hennar, Vilhjálms Aðalsteinssonar: Eggert Ingólfur, hann lést 7. mars 1970, Þóra Kristín, Ásta Katrín, Borghildur og Vil- hjálmur. Seinni eiginmaður Borghildar var Karl Jónsson, fæddur 23. febrúar 1920 á Felli í Vopnafirði. Útför Borghildar var gerð í kyrrþey frá Fossvogskapellu 4. janúar sl. „OG HVAÐ er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund Guðs síns?“ (Kahlil Gibran.) Langri erfiðisgöngu er lokið hjá tengdamóður minni sem fékk hvfld eftir áralanga baráttu við Parkin- sonsveiki, sem hremmdi hana árið 1988. Reyndist það henni erfítt hlutskipti að verða bundin hjólastól í þijú ár. Upp hrannast góðar minningar þegar hún er nú öll, yndislegar sam- verustundir með henni og Kalla sem reyndist henni ómetan- leg stoð og stytta í veikindum hennar og síðast en ekki síst, hennar besti vinur í þau ár sem þau áttu saman. Hún var alltaf kát, glöð og í góðu skapi þrátt fyrir mót- lætið. Börnin og barna- börnin voru alltaf í fyr- irrúmi hjá henni og var hún meðal annars búin að kaupa allar jólagjaf- irnar fyrir litlu krakk- ana í fjölskyldunni, enda var það henni allt að gleðja þá. Mér finnst við hæfi að láta fylgja lítið ljóð, sem lýsir henni best: Þínum anda fylgdi glens og gleði, gamansemi auðnu þinni réði. Því skaltu halda áfram hinum megin, með himnarikisglens við mjóa veginn. Ég vona að þegar lífi mínu lýkur, ég líka verði engill gæfurikur. Þá við skoðum skýjabreiður saman, og skemmtum okkur, já það verður gaman. (Lýður Ægisson.) Ég vil að lokum þakka starfs- fólki Reykjalundar fyrir hve ynds- lega það hjúkraði tengdamóður minni þau fjögur ár sem hún dvald- ist þar, síðast en ekki síst öllu starfsfólki á C-deild. Þakka ykkur umhyggjuna og vináttuna sém hún mat mikils. Guð blessi minningu Hullu. Sigrún. Annan í jólum dó amma í Mosó. Þessi jól voru svo skrítin, að fá ekki að sjá ömmu með okkur inni í stofu að taka upp pakkana, en þetta kvöld sem hún dó frelsaðist hún úr líkama sfnum sem var orð- inn þreyttur og beinin lúin. BORGHILDUR SIGRÚN EGGERTSDÓTTIR Hún amma var alltaf svo glöð á svip, hún átti erfitt eftir að hún veiktist, en Guð hefur örugglega gert hana að engli sem svífur yfir okkur og verndar okkur gegn öllu illu og við hittumst uppi seinna. Hún stóð sig mjög vel í baráttunni gegn veikindum sínum, en að lokum gafst hún upp. Ég sakna ömmu minnar mjög sárt eins og allir gera sem þekktu hana. Þegar ég fékk að vita að amma væri dáin, varð ég mjög sorg- mædd. Ég vil minnast ömmu minnar í Mosó með þessum sálmi: Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með fijóvgun hreina fýrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, - líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrímur Pétursson) Vertu sæl, amma mín. Þín, Elsý. Okkur systkinin langar að skrifa nokkur minningarorð um Borghildi Eggertsdóttur, ömmu okkar. Amma okkar var mjög ákveðin kona, við litum alltaf á hana sem höfuð ættarinnar. Ein sterkasta æskuminning okkar eru margir góðviðrisdagar í Rafstöðinni, þar sem amma og afi bjuggu. Því mið- ur fór svo að samverustundum okkar fækkaði þegar fram liðu stundir, þó aðallega vegna brott- flutnings fjölskyldu okkar. Minn- ingin um ömmu okkar lifír þó heiðskír í huga okkar og mun ávallt gera. Afí, við vitum að þú hefur þann styrk sem þarf í þessum mótbyr, því að þú ert okkur öllum mikils virði. Elsku amma okkar, nú kveðjum við þig og þökkum samfylgd þína. Uppeldi tveggja okkar er mikið bundið góðviðrisdögum í Rafstöð- inni, góða veðrið og fallega um- hverfíð lýsir ömmu okkar lang best. Eggert, Herborg og Vilhjálmur. 1 Og svo birtist Pétur, dökkur á brún og brá og ákaflega fallegur ungur maður. Þau hófu búskap á Barónsstíg og man ég enn hve stof- an þeirra þar var hlýleg. Fljótlega voru þau flutt á Laufásveg númer 60 og bjuggu þar lengi. Eins og búast mátti við eignaðist hún góða vini í nágrenninu. í húsinu bjuggu einnig Karl lögreglumaður, Karl- otta og þeirra börn og Ósvald útfar- I arstjóri, Jóhanna og þeirra börn. " Sonur þeirra Davíð býr æskuvin- konu sína í hennar hinstu för. Hið sama gerði afí hans fyrir afa minn og ömmu. Handan götunnar bjó Hansen-fjölskyldan, virðuleg hjón og þeirra börn, sérstaklega fallegt og gæfulegt ungt fólk. Aðeins innar á Laufásveginum bjó Sigríður, náin vinkona Guðrúnar. Inn í þetta hlýja og góða um- í hverfi fæddist dóttirin, Guðný Helga, 1936 og hlaut nafn ömmu sinnar Guðnýjar sem var dóttir Ól- afs og Margrétar Ófeigsdóttur í Fjalli á Skeiðum og einnig var hún skírð eftir Helga afa sem var sonur Guðmundar Jónssonar og Elínar á Brekkum í Mýrdal. Guðrún frænka var ákaflega flink í höndunum og listfeng og Íheimili hennar var fallegt og yndis- legt. Pétur vann afgreiðslustörf hjá | P. Stefánssyni sem þá var til húsa með Ford-umboð við Lækjartorg milli Útvegsbankans og Hótel Heklu. Það var ekki amalegt að lalla niður Bakarabrekkuna á hveij- um degi og eyða dijúgri stund dags- ins hjá vini sínum sem var einstak- lega barngóður auk annarra kosta og anda að sér ilmi og andrúms- lofti nýrra bíla og hjólbarða og þvælast fyrir bifvélavirkjunum sem ^ sumir urðu lífstíðarvinir mínir og I mér hefði ekki þótt þeir stórkost- legri menn þótt þeir hefðu verið í aðmírálsbúningum í stað olíuataðra samfestinganna. Einn þeirra var slökkviliðsmaður líka, en að mínu mati varð ekki komist hærra í þessu jarðlífí. Ferðirnar á Laufásveginn urðu óteljandi, en þau hjón komu sér síð- ar upp góðri íbúð í Hólmgarði 34. Pétur hóf að stunda ökukennslu og kenndi hann mér til bílprófs og var traustur leiðbeinandi og þaulkunn- ugur bifreiðum og átti jafnan fal- lega og vel hirta vagna. Eins og systur hennar Margrét og Kristín, sem báðar ráku hið þekkta Sápuhús um fjölda ára, var hún Guðrún snill- ingur við matreiðslu. Ekki skemmdi það fyrir heimilisbragnum í Hólm- garðinum, en þangað var jafnan ánægjulegt að koma. Þau hjón voru bæði miklir náttúruunnendur og undi Guðrún oft sumarleyfum sín- um hjá frænku okkar Soffíu á Kirkjubæjarklaustri. Þótti henni afar vænt um þann stað. í spor afa gengu þau hjón bæði í Oddfellow- regluna og veit ég að þau nutu þar virðingar og vinsemdar og var það þeirra stærsta ánægja seinni árin að taka þátt í starfinu þar. Guðný dóttir þeirra giftist Gunn- ari Péturssyni, ástúðlegum manni sem reyndist þeim góður tengda- sonur, og eignuðust þau dótturina Guðrúnu Hrefnu sem skírð var í höfuðið á ömmu sinni. Guðný frænka mín dó langt fyrir aldur fram árið 1989 og varð öllum harm- dauði, ekki síst eiginmanni og dótt- ur. Guðrún frænka hafði búið lengi í ekkjudómi í Hólmgarðinum en var þegar hér var komið sögu komin til búsetu á Elli- og hjúkrunarheim- ilinu Grund. Þar naut hún frábærr- ar umönnunar mörg síðustu árin og eru ættingjar hennar þeirri stofnun og starfsfólki ákaflega þakklátir. Landi. SVANBORG ÞÓRMUNDSDÓTTIR + Svanborg Þór- mundsdóttir í Langholti í Bæjar- sveit í Andakíls- hreppi í Borgarfirði, fæddist 9. desember 1910. Foreldrar hennar voru Þór- mundur Vigfússon, bóndi, og kona hans, Ólöf Helga Guð- brandsdóttir. Eigin- maður Svanborgar var Hjalti Björnsson, fyrrum vagnstjóri hjá Strætisvögnum Reylqavíkur, d. 23. febrúar 1993, 85 ára að aldri. Barn Svanborgar og Hjalta er Ólöf Erla. Hennar maki er Magnús Einarsson yfirlög- regluþjónn. Þeirra börn eru Svanborg Anna, bóndi í Miðdal, Anna Sigríður, húsfrú og Hjalti, bifvélavirki. Svanborg bjó lengst af í Mávahlíð 3 í Reykjavík, en síðustu árin, er heilsan fór að bila, hjá dóttur sinni í Borgar- gerði 9. Svanborg Þórmunds- dóttir var kjörin heiðursfélagi Húsmæðrafélags Reykjavíkur 30.janúar 1985. Útför Svanborgar fór fram í kyrrþey að eigin ósk. HÚN amma okkar er dáin. Við viljum gjarna þakka hinu mjög svo góða hjúkrunarfólki á deild 11B á Land- spítalanum og honum Sverri Berg- mann lækni sem öll gættu ömmu vel. Hún var dugleg, vinnusöm, tígu- leg í framkomu. Reisn og fegurð var yfir henni. Hún var okkur ömmubörn- um og langömmubörnum sérstaklega hlý og góð. Alltaf tími til að gefa okkur ef á þurfti að halda, hvort heldur var til að passa okkur eða ræða málin. Mávahliðin stóð okkur alltaf opin og góðgæti að narta í á borðum. Oft var lætt að okkur leistum eða vettl- ingum sem hún hafði pijónað handa okkur.' Við vissum að hún amma átti við mikil veikindi að stríða þegar hún var ung og smitað- ist af berklum. Þá háði hún baráttu upp á líf og dauða og með sínum mikla viljastyrk og góðri læknismeðferð og hjúkrun á Vífils- stöðum hafði hún sigur og fékk bata sem hún var stolt af. Margar myndir sem hún saumaði út prýða nú veggi á heimilum okkar og eru fagurt vitni góðs handbragðs. Hún amma saumaði einnig á okkur föt óg allt virtist leika í höndunum á henni þegar hún var við saumavélina sína. Hún hafði gaman af ferðalögum og hafði ferðast bæði innanlands og utan. Fór meðal annars með Gull- fossi og sagði okkur oft frá hvað gaman hefði verið í þessum ferðum. Hún hafði ráðgert að fara til Kaup- mannahafnar á næsta ári ef heilsan leyfði. Eftir að afí dó fór heislu hennar að hraka og fór hún amma þá til mömmu í Borgargerði og var þar meðan kraftur entist. Líkamlega var hún amma farin að gefa sig en and- lega ekki. Fór með kvæði og sagði okkur sögur þegar við komum í heim- sókn. Amma var þannig að hún vildi heldur vera veitandi en að hún væri öðrum til byrði. Þó var hún þeim þakklát er litu inn hjá henni og að- stoðuðu hana er hún þurfti mest á því að halda. Nú þegar leiðir skilja og hinsta kveðjustundin komin verður sjóður góðra minninga sá styrkur og kraftur sem veitir okkur huggun. Fagrar minningar rifjast upp og hún sem ailtaf hafði tíma fyrir litlar sálir og litlar hendur verður okkur að eilífu kær. Amma, við þökkum þér allt sem þú varst okkur og biðjum Guð að geyma þig og vernda. Við vitum að afí tekur vel á móti þér. Hvfl í friði. Blessuð sé minning mín. Hjalti Magnússon og Anna Sigríður Magnúsdóttir. Elsku amma Hóglega, hæglega, á hafsæng þýða, sólin sæla, síg þú til viðar. Nú er um heiðar himinbrautir för þín farin yfír fijógva jðrð. Blessuð, margblessuð, ó, blíða sól, blessaður margfalt þinn beztur skapari fyrir gott allt, sem gört þú hefur uppgðnp frá og að enda dags. Vaktir þú fugla og fógur blóm vaktir, sðng þér að syngja og sætan ilm færa. Hníg nú hóglega, hægt og blíðlega, vegþreytir vindsala, ó, vegstjama. (Jónas Hallgr.) Far þú í friði og hafðu þökk fyr- ir allt og allt. > Svana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.