Morgunblaðið - 05.01.1996, Síða 40
40 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
t
Ástkær sambýlismaður, sonur og bróð-
ir okkar,
HARALDUR TÓMASSON,
Hvammsgerði 13,
Reykjavík,
lést á heimili sínu 2. janúar.
Kristján Ingi Jónsson,
Sóley Sveinsdóttir,
Guðrún Tómasdóttir,
Sigursveinn Tómasson,
Sigríður Tómasdóttir,
Anna Tómasdóttir.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
LAUFEY STEFÁNSDÓTTIR
frá Framtfð,
Vestmannaeyjum,
til heimilis á Hofsvallagötu 61,
Reykjavík,
sem lést í Borgarspítalanum 30. desem-
ber, verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju mánudaginn 8. janúar kl. 13.30.
Ingimundur Þorsteinsson,
Garðar Pétursson, Ragnheiður Víglundsdóttir,
Ómar Orn Ingimundarson, Mai Irene Austgulen,
Unnur Ingimundardóttir,
Agnes Ingimundardóttir
. og barnabörn.
t
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÓLAFURÞÓRÐARSON,
Suðurgarði,
lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja að
kvöldi nýársdags.
Útförin fer fram frá Landakirkju laugar-
daginn 6. janúar kl. 11.00 f.h.
Þuríður Ólafsdóttir, Jón Svan Sigurðsson,
Ásta Ólafsdóttir, Eyjólfur Pálsson,
Árni Óli Ólafsson, Hanna Birna Jóhannsdóttir,
Jóna Ólafsdóttir, Már Jónsson,
Margrét Marta Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir mín, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SVANBORG ÞÓRMUNDSDÓTTIR,
Borgargerði 9,
áður Mávahlíð 3,
Reykjavík,
lést í Landspítalanum 22. desember sl.
Bálförin hefur farið fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Sérstakar þakkir eru færðar læknum
og hjúkrunarfólki á deild 11B í Landspítalanum fyrir góða hjúkrun.
Ólöf Erla Hjaltadóttir, Magnús Einarsson,
Svanborg Ánna Magnúsdóttir, Guðmundur Davíðsson,
Hjalti Magnússon,
Anna Sigri'ður Magnúsdóttir, Atli Kárason
og barnabarnabörn.
t
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
BORGHILDUR SIGRÚN
EGGERTSDÓTTIR,
Leirutanga 41 a,
Mosfellsbæ,
andaðist á Reykjalundi þann 26. desem-
ber 1995.
Jarðarförin fór fram í kyrrþey, að ósk
hinnar látnu, þann 4. janúar 1996.
Karl Jónsson,
Þóra Kristín Vilhjálmsdóttir,
Ásta Katrfn Vilhjálmsdóttir, Guðmundur Guðjónsson,
Borghildur Vilhjálmsdóttir, Herbert Hjelm,
Vilhjálmur Vilhjálmsson, Sigrún Haraldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
HREFNA HALL-
GRÍMSDÓTTIR
+ Hrefna Hall-
grímsdóttir
fæddist 10. janúar
1917 að Þengilbakka
á Grenivík og lést á
heimili sínu, Hring-
braut 37, Hafnar-
firði, 28. desember
1995. Foreldrar
hennar voru Dýrleif
Sigurbjörg Guð-
laugsdóttir, f. 2.10.
1899, d. 11.3. 1993,
og Hallgrimur Jó-
hannsson, f. 18.8.
1873, d. 6.5. 1930.
Hálfsystkini
Hrefnu, sammæðra (börn Sigur-
bjargar og eiginmanns hennar,
Jóhannesar Kristinssonar,
1898-1957) voru: María Hólm-
fríður, f. 13.7. 1920; Jóhannes
Guðni, f. 22.12. 1921; Jóninna
Gunnlaug, f. 17.8.1923, d. 12.11.
1946; Stefanía Tómasína, f.
8.11. 1926; Nanna Hólmdís, f.
2.12. 1928; Sólveig, f. 26.11.
1929; Gunnar, f. 12.9. 1931; Sig-
urður Sigmar, f. 30.9. 1932, d.
17.11.1968; Steingrímur Hallur,
f. 13.4. 1935; Kristinn Guðlaug-
ur, f. 24.10. 1938, og Sigurbjörg
Hallfríður Hafdís, f. 9.7. 1942.
HREFNA Hallgrímsdóttir lést að
heimili sínu að kvöldi fimmtudagsins
28. desember sl. eftir langvarandi
og erfíð veikindi. Hún fæddist á
Grenivík 10. janúar 1917 og vantaði
því aðeins 13 daga í 79 ára aldur.
Foreldrar hennar voru Dýrleif Sigur-
björg Guðlaugsdóttir þá heimasæta
á Tindriðastöðum í Fjörðum og Hall-
grímur Jóhannsson. Sigurbjörg móð-
ir Hrefnu giftist síðar Jóhannesi
Kristinssyni frá Geirhildargörðum í
Öxnadal og áttu þau hjón 11 börn.
Að Hrefnu stóðu styrkir stofnar í
móðurætt. Móðir hennar var meðal
síðustu ábúenda i Fjörðum og allt
er það fólk þekkt fyrir framúrskar-
andi dugnað. Þá er og við brugðið
lagni margs þess fólks og vandvirkni
og sér þess víða stað. Hrefna var
alin upp á Húsavík hjá Vilfríði Hjálm-
arsdóttur, sem tók hana að sér sem
sína eigin dóttur og þar var hún til
18 ára aldurs.
Eins og margt annað ungt fólk á
þessum tíma, lá leið Hrefnu „suður“
og þar kynntist hún eftirlifandi eigin-
manni sínúm, Þórði Þórðarsyni skrif-
stofumanni, en hann starfaði hjá
Mjólkurstöðinni í Reykjavík, og
stofnuðu þau heimili Hafnarfírði og
áttu lengst af heima á Hringbraut
37, þar sem þau bjuggu sér mjög
fagurt og einstaklega hlýlegt heim-
ili. Heimili þeirra Hrefnu og Þórðar
á Hringbrautinni í Hafnarfirði var
einstaklega fallegt og þar var gest-
risni í þeim mæli sem best þekkist
og þekkst hefur, enda oftast ærið
gestkvæmt og þar kom enginn að
dyrum utan að þiggja veitingar sem
ætíð voru fram bornar af þeirri reisn
og hlýhug sem bestur verður. Þeir
eru áreiðanlega margir sem nú við
fráfall húsmóðurinnar minnast
ógleymanlegra stunda yfír kaffí eða
súkkulaði og öðru góðgæti og hrædd-
ur er ég um að mörgum muni nú
þykja vera skarð fyrir skildi.
Hrefna var í meðallagi há og
grannvaxin. Líktist hún að því leyti
móður sinni, og bar öllum, sem til
þekktu saman um, að af öllum 12
bömum Sigurbjargar Guðlaugsdótt-
ur væri Hrefna líkust henni. FVam-
Hálfsystkini Hrefnu
samfeðra voru: Val-
gerður Elísabet,
Hallgrímur og Þór-
hildur. Þau eru öll
látin.
Hrefna giftist 8.
janúar 1938 eftirlif-
andi eiginmanni sín-
um, Þórði Þórðar-
syni, f. 29. júlí 1910,
skrifstofumanni.
Þau áttu alian sinn
búskap heima í
Hafnarfirði, lengst
af á Hringbraut 37.
Börn Hrefnu og
Þórðar eru: Þórður, f. 17.12.
1938, maki Guðrún Friðjóns-
dóttir, þau eiga 4 börn; Vilfríð-
ur, f. 18.8.1945, maki Guðmund-
ur Pálsson, þau eiga 4 börn og
5 barnaböm; Steingrímur, f.
2.6. 1951, maki Þorgerður Jóns-
dóttir, þau eiga 3 börn; Hrafn,
f. 20.6. 1953, maki Ingibjörg
Ólafsdóttir, þau eiga 6 börn.
Afkomendur Hrefnu og Þórðar
er nú 26.
Hrefna verður jarðsungin frá
Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði í
dag og hefst athöfnin klukkan
13.30.
ganga var öll tíguleg en um leið
ákaflega hlýleg og enginn velktist í
vafa um að hvar sem Hrefna fór,
að þar var höfðingskona á ferð, kven-
skörungur svo sem bókmenntir
kunna frá að segja. Sá sem þessar
fáu línur ritar og kvæntur er Maríu
elstu hálfsystur Hrefnu, minnist
mágkonu sinnar og raunar þeirra
hjóna beggja fyrir einstaka og órofa
vináttu, gestrisni og höfðingsskap. Á
Hringbrautina var gott að koma,
þaðan fóru gestir ævinlega ríkari en
þeir komu, ekki ríkari af þeim auði
sem mölur og ryð fá grandað, heldur
ríkari af ómetanlegum minningum
og þeirri lífsvisku og lífssannindum
sem veita lífinu gildi og gera það
þess vert að lifa því.
Ég og við hjónin sendum eftirlif-
andi eiginmanni Hrefnu, bömum,
tengdabömum og öðrum ættingjum
og vinum þeirra okkar dýpstu og
innilegustu samúðarkveðjur. Sér-
staklega viljum við senda Þórði, setn
nú má í hárri elli sjá á bak elskuðum
og mikilsvirtum lífsförunaut, okkar
hjartanlegustu samúðarkveðjur.
Vertu sæl, kæra mágkona, og
hafðu ástarþakkir fyrir alla vinátt-
una og góðvildina.
Þórir Daníelsson.
Nú ertu frá okkur farin, elsku
amma. Mikið söknum við þín. En við
vitum að þú ert hjá góðum guði
umvafín kærleika hans og mildi.
Þú varst okkur alltaf svo góð. Til
þín máttum við alltaf koma. Heilsað-
ir okkur með hlýjum kossum og heit-
um faðmlögum. Sagðir okkur sögur,
falleg ævintýri og fórst með margar
yndislegar bænir, sem ylja okkur um
hjartarætur.
Löngum var hjá þér mikill gesta-
gangur af ungu kynslóðinni og hún
var alltaf jafn velkomin.
Þá skorti og ekki hjá þér veislu-
föng og enginn fékk frá þér að fara
nema vel nærður til sálar og líkama.
Þú bakaðir líka heimsins bestu
pönnukökur, algjört gómsæti, og því
skiljanlegt að þegar yngsta
langömmubamið heimsótti þig undir
t
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför
ÖNNU SIGRÍÐAR MAGNÚSDÓTTUR
frá Höskuldsstöðum.
Bestu nýárskveðjur til ykkar allra.
Kristján Einarsson,
Kristín Kristjánsdóttir, Þórður Guðmundsson,
Hlff Kristjánsdóttir, Ólafur Magnússon,
Einar Kristjánsson, Dóra Guðmundsdóttir,
Magnús Kristjánsson, Erla Guðbjartsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
það síðasta og þú þá rúmliggjandi
heima, að það bæði þig um að baka
pönnukökur.
Við berum þér sérstaka kveðju frá
Amari og Álfliildi, en þau dvelja nú
erlendis.
Hjá þér áttum við alltaf hald og
traust og hlutum örugga vörslu.
Fyrir alla þína ást og umönnun
sendum við þér okkar hjartans þakk-
ir.
Drottinn blessi þig og varðveiti.
Við látum svo hér með fylgja
Vögguljóð í þýðingu Jóns Sigurðs-
sonar frá Kaldaðarnesi, sem þér þótti
svo fallegt og söngst fyrir okkur.
Sofðu rótt, sofðu rótt,
nú er svartasta nótt.
Sjáðu sóleyjarvönd,
geymdu hann sofandi í hönd.
Þú munt vakna með sól,
guð mun vitja um þitt ból.
Góða nótt, góða nótt!
Vertu gott barn og hljótt.
Meðan yfir er húm
situr engill við rúm.
Sofðu vært, sofðu rótt,
eigðu sælustu nótt.
Við biðjum góðan guð um að
styrkja afa Þórð sem, eins og við,
hefur misst svo mikið.
Ömmubörnin þín öll.
Við andlát vinkonu minnar,
Hrefnu Hallgrímsdóttur frá Húsavík,
vakna endurminningar frá löngu liðn-
um hamingjustundum. Frá þeim árum
er ég bjó með fyrri manni mínum á
Selvogsgötu 12 í Hafnarfírði.
Bjarni maður minn og jafnaldri
hans Þórður Þórðarson voru æskuvin-
ir og nábúar. Það var því nærtækt
fyrir Þórð að leita húsaskjóls hjá okk-
ur Bjama, er Þórður hafði heillast
af stúlkunni að norðan, sem hann
kvæntist brátt og lifði í ástríku hjóna-
bandi æ síðar.
Okkar hús var á nútíma mæli-
kvarða mjög lítið. Við leigðum þeim
lítið forstofuherbergi og aðgang að
eldhúsi með mér. Sjálfsagt var það
góð skapgerð okkar allra er gerði
þetta þrönga sambýli mögulegt. Enda
kom það brátt í ljós að Hrefna hafði
aðlögun til að búa við þessar aðstæð-
ur.
Við þetta sambýli tengdumst við
Hrefna vináttuböndum, sem entust
alla tíð. Hún reyndist fyrirmyndar
húsmóðir, fróð og skemmtileg og átt-
um við mörg sameiginleg hugðarefni.
í þessu litla húsrými eignuðust þau
sitt fyrst bam og var því farið að
huga að stærra húsrými, enda stækk-
aði fjölskyldan ört og í nokkram
áföngum stækkuðu þau einnig hús-
rými sitt og að lokum eignuðust þau
úrvalsíbúð á Hringbraut 37 í Hafnar-
fírði.
Það var sama hvort Hrefna bjó í
smáu eða stóra húsnæði, heimili
hennar var alltaf fallegt, vinalegt og
aðlaðandi - eins og húsbændumir.
Þangað var ævinlega gott að koma
og nutu þess margir vinir og vanda-
menn.
Ég þakka henni vináttu frá fyrstu
kynnum og flölmargar ánægjustundir
og bið henni Guðs blessunar. Þórði
og bömum þeirra votta ég innilega
samúð.
Ragnheiður Eiriksdóttir.
í dag er Hrefna Hallgrímsdóttir
borin til hinstu hvílu. Hún fæddist
norður í Þingeyjarsýslu og ólst þar
upp. Átján ára gömul réð Hrefna sig
fyrst hjá Þorvaldi Árnasyni og konu
hans í Þórsmörk í Hafnarfirði þar
sem hún kynntist Þórði Þórðarsyni,
eftirlifandi manni sínum. Þau stofn-
uðu heimili í litlu húsi við Suðurgötu
í Hafnarfirði en lengst af bjuggu þau
við Hringbraut þar í bæ.
Þegar ég kom suður í skóla litlu
fyrir 1970 lágu Ieiðir okkar Stein-
gríms sonar þeirra saman. Upp úr
því tókust kynni með okkur Hrefnu
og Þórði sem fljótt urðu að sérlega
góðri vináttu. Ég var tíður gestur á
heimili þeirra hjóna þar sem ég naut
mikillar umhyggju, hlýju og meiri
innileiks en gengur og gerist, en það
viðmót var einkennandi fyrir Hrefnu
og þau hjón bæði. Oft lásum við
Steingrímur saman undir próf á
Ilringbrautinni undir vemdarvæng
Hrefnu sem sá til þess að við þrif-
umst og fengjum það næði sem til