Morgunblaðið - 05.01.1996, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 05.01.1996, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996 41 þurfti. Það var ekki auðvelt verk því báðir vorum við hvumpnir við þessar aðstæður. Æ síðan hefur heimili þeirra hjóna staðið mér opið og síðar konu minni og fjölskyldu. Aldrei duldist okkur hversu samrýnd Hrefna og Þórður voru. Hrefna var grönn kona, í meðal- lagi há og bar sig vel. Hún hafði bjartan og hreinan svip, var sérstak- lega fríð sýnum. Hún var vel stillt og af fasi hennar stafaði rósemd. Afstaða hennar til fólks var öll á eina lund; menn skyldu njóta sanngirni og sannmælis. Hrefna var uppalin á Húsavík eins og ég og kona mín. Erum við ekki grunlaus um að henni hafí fundist hún bera nokkra ábyrgð á þessu unga fólki úr heimabyggð sinni sem var að reyna að fóta sig í þéttunni fyrir sunnan. Eins og að líkum lætur voru oft sagðar sögur að norðan af fólki sem Hrefna og Þórður þekktu bæði og þá var dátt hlegið í stofunni á Hring- braut, enda kunnu þau bæði að meta góðar sögur, og af þeim var líka nóg, því fáir kunna þá list betur en Húsvík- ingar að klæða atvik í búning sögunn- ar. Ekki þarf á að minnast að slík manneskja sem Hrefna reyndist af- komendum sínum vel, enda bar ekki á öðru en þeim þætti gott að leita hjá henni skjóls. Hrefna hafði í nokkur ár tekist af þolgæði á við óvæginn sjúkdóm, en á síðustu vikum þótti sýnt að hann hefði um síðir vinninginn. Henni var náttúrlega fullkunnugt um að hveiju stefndi og tók því ókvíðin sem að höndum bar. Þegar við kvöddum hana eftir heimsókn á döpmum sagðist hún, með bros á vör, hitta okkur næst hinum megin. Elsku Þórður, mikill harmur er að þér kveðinn, en þú ert sá gæfumaður að eiga góða að. Við vottum þér okk- ar innilegustu samúð svo og bömum þínum öllum og tengdabömum. Ásm. Sverrir og Ásthildur. • Fleiri minningargreinar um Hrefnu Hallgrímsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. t Hjartkær eiginmaður minn, SIGURPÁLL MARINÓ ÞORKELSSON, Aflagranda 40, Reykjavík, lést á heimili sínu 3. janúar. Svava Aradóttir. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR GUÐMUNDSSON, Engjavegi 32, Selfossi, er lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheim- um, Selfossi, 1. janúar, verður jarðsung- inn frá Selfosskirkju laugardaginn 6. janúar kl. 13.30. Aðalheiður Jóna Gunnarsdóttir, Kristín Bára Gunnarsdóttir, Svanhvít Björk Gunnarsdóttir, Guðrún Lilja Gunnarsdóttir, Friðbert Guðmundur Gunnarsson, Eydís Dögg Eiríksdóttir og barnabörn. Okkar bestu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURGEIRS STEFÁNSSONAR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki 4. hæðar Sólvangs, Hafnarfirði. Þorbjörg Þórarinsdóttir, Þórarinn E. Sigurgeirsson, Anna Rögnvaldsdóttir, Arnfríður A. Sigurgeirsdóttir, Ellert M. Ólafsson, Ragnar Þórarinsson, Þorgeir Ómar og Arnar M. Ellertssynir. Jón Pálsson, Guðjón Sveinsson, Sigurður Magnússon, Örn Arason, t Elsku amma mín, GUÐRÚN HELGADÓTTIR, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Guðrún Hrefna Gunnarsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför PÉTURS FRIÐRIKS BALDVINSSONAR frá Siglufirði. Guð blessi ykkur öll. Mundfna Sigurðardóttir, Ásbjörn Þór Pétursson, Hanna Guðrún Pétursdóttir, Bjarni Þorgeirsson, Halldóra Ragna Pétursdóttir, Björgvin Jónsson, Sigrfður Hermannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, er auð- sýndu okkur hlýhug og samúð við and- lát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓSKARGUÐRÚNARARADÓTTUR frá Móbergi, Langadal, A-Húnavatnssýslu, síðast til heimilis (Hraunbúðum, Vestmannaeyjum. Ari Birgir Pálsson, Árni Ásgrímur Pálsson, Hildar Jóhann Pálsson, Guðrún S.E. Moore, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. RAÐAUGi YSINGAR „Au pair“ í Noregi Óska eftir stúlku til að gséta níu mánaða drengs á skíðasvæði í Noregi. Má ekki reykja. Upplýsingar gefnar í síma 568 7656 eða 00 47 64943314 eftir 7. janúar. Vélstjóri Vélstjóri með full réttindi óskast á millilanda- skip í reglubundnum siglingum. Umsóknum skal skila inn á afgreiðslu Mbl. fyrir 10. janúar nk., merktar: „Vélstjóri - 1198“ íþróttakennari Vegna forfalla vantar Grunnskólann á Hellis- sandi nú þegar íþróttakennara í fullt starf. Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 436 6766 og aðstoðarskólastjóri í síma 436 6771. Heimilishjálp Óska eftir „ömmu“ á heimili í Hafnarfirði eftir hádegi til að þess að gæta þriggja barna og vinna létt heimilisstörf. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl., merktar: „Heimilishjálp - 31 “. Auglýst er laust til umsóknar starf yfirmanns framkvæmda- og tæknisviðs Akranesveitu Æskileg menntun: (Bygginga) verk- eða tæknifræðingur. Æskileg starfsreynsla á sviði hönnunar og stjórnunar. Aðalstarfssvið: Rekstur og hönnun veitu- kerfa og gatna, umsjón með verklegum fram- kvæmdum. Æskilegt að starf geti hafist sem fyrst. Umsóknum skal skilað fyrir 12. janúar til veitustjóra Akranesveitu, sem einnig veitir nánari upplýsingar um starfið. Akranesveita, Dalbraut 8, Akranesi. Sími 431 3011. BESSASTAÐAHREPPUR Hlið - ferðaþjónusta Hreppsnefnd Bessastaðahrepps auglýsir eftir áhugaaðilum um uppbyggingu ferðaþjónustu á jörðinni Hliði í Bessastaðahreppi. Ein meginforsenda uppbyggingar á jörðinni er sá straumur ferðamanna sem þegar legg- ur leið sína til Bessastaða á ári hverju. Merkir þættir í sögu Álftaness tengjast m.a. Bessastöðum, en saga staðarins er samofin sögu þjóðarinnar allt fram til vorra tíma. Einnig er sjósókn á opnum bátum frá Álfta- nesi og búskapur þess fólks, sem þar bjó fyrr á tímum, dæmigert fyrir sjávar- og bú- skaparhætti fyrri alda og þar með samofin sögu þjóðarinnar allrar. Þeim, sem hafa áhuga á að kynna sér nánar hugmyndir atvinnumálanefndar Bessastaða- hrepps um uppbyggingu ferðaþjónustu á Álftanesi með þátttöku í huga, er bent á að umsóknarfrestur er til föstudagsins 26. janúar nk. Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri Bessa- staðahrepps á almennum skrifstofutíma í síma 565 3130. Sveitarstjórinn í Bessastaðahreppi. C Landsvirkj Útboð un Brú yfír árlokur Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í niðurrif og brottflutning brúar yfir árlokur við Búrfellsstöð og byggingu nýrrar brúar á sama stað. Um er að ræða 105 m langa brú á fimm brúarhöfum. neistu mayruuiur eru sem ner segir: Niðurrif og brottflutningur brúar: Brot á steinsteypu og brottflutningur270 rúmm. Bygging nýrrar brúar: Stálsmíði 88tonn Steinsteypa 220 rúmm Mótafletir 730 fm Steypustyrktarjám 33 tonn Hluta verksins skal Ijúka á árinu 1996, en því skal að fullu lokið 1. nóvember 1997. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Lands- virkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með föstudeginum 5. janúar 1996 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 6.000 m. vsk. fyrir hvert eintak. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 12:00 þriðjudaginn 30. janúar 1996 og verða þau opnuð þar sama dag kl. 13:30. Erfulltrú- um bjóðenda heimilt að vera viðstaddir opn- unina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.