Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGIAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK V erkalýðsfélagið Eining, Félag byggingarmanna og Iðja Viðræður hafnar um sanieiningri félaganna ÁHUGI er á sameiningu eða nánu samstarfi þriggja verkalýðsfélaga í Eyjafirði, Verkalýðsfélagsins Einingar, Félags byggingarmanna í Eyjafirði og Iðju, félags verk- smiðjufólks. Viðræður eru að hefj- ast um þessar mundir. Formenn félaganna hittust í fyrradag og sagði Guðmundur Omar Guðmundsson formaður Fé- lags byggingarmanna að viðræður væru á byrjunarstigi. „Við erum að fara yfir þessi mál, taka saman ýmis gögn og annað því um líkt áður en umræður hefjast fyrir al- vöru í félögunum," sagði hann, en m.a. þarf að fara yfir lög allra félaganna og sjóði áður en það verður kynnt í hveiju einstöku fé- lagi. „Undirbúningurinn er að fara af stað núna, en það er nokkur vinna eftir áður en hægt er að leggja málið fram,“ sagði Guð- mundur. Miklar umræður urðu um skipulagsmál verkalýðsfélaganna á þingi Alþýðusambands Norður- lands síðasta haust, en fyrir þing- inu lá tillaga um víðtæka samein- ingu verkalýðsfélaga á Norður- landi sem ekki náði fram að ganga. Guðmundur sagði áhuga á sam- einingu eða samstarfi meðal þess- ara þriggja verkalýðsfélaga, en önnur félög á svæðinu hefðu ekki lýst yfir áhuga á að vera með í þeim viðræðum sem framundan eru. Starfssvæði félaganna allra er Eyjafjarðarsvæðið og til að mynda starfar Eining í nokkrum deildum sem skiptast niður eftir svæðum. Guðmundur sagði að eitt af því sem þyrfti að skoða væri hvernig best væri að skipta hugsanlegu nýju félagi upp í deildir, en vænt- anlega yrði um starfsgreinaskipt- ingu að ræða. Ná fram betri nýtingu á fjármunum Samstarf á ýmsum sviðum hefur á síðustu árum verið milii Einingar og Iðju. „Það sem fyrir okkur vak- ir er að gera hlutina einfaldari og ná fram betri nýtingu á fjármun- um,“ sagði Guðmundur. Félagsmenn í verkalýðsfélögun- um þremur eru um 5.000 talsins, þar af um 4.000 í Einingu. Byr undir báða vængi JÓN Arnar Magnússon, frjálsíþróttamaður úr Tindastóli á Sauðár- króki, var útnefndur Iþróttamaður ársins 1995 í gærkvöldi af Sam- tökum íþróttafrétta- manna. „Jólin gerast alls ekki ánægjulegri en núna,“ sagði hann við Morgunblaðið. Fyrst fæddist þeim Huldu Ingi- björgu Skúladóttur son- ur 1. desember og svo hlaut hann þennan eftir- sótta titil í gær. Jón Arn- ar sagði að liðið ár hefði verið ævintýri líkast en vonaðist til að titillinn gæfi sér byr undir báða vængi. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Gerist/Bl Loðna veiðist austan við Hvalbak Fengii loðnu og síld í sama kasti JÚPÍTER og Börkur fengu loðnu og síld í sama kasti austur af Hvalbaks- grunn í fyrrinótt. Þetta er mjög óvenjulegt. Lárus Grímsson, skip- stjóri á Júpíter, segist ekki vita til þess að loðna hafi fundist í veiðan- legu ástandi svo sunnarlega áður. Loðnuskipin Þorsteinn og Hólma- borgin fóru út í gær til að leita að loðnu austan við Hvalbak. „Ég er búinn að stunda loðnuveið- ar í yfír 20 ár og það hefur aldrei gerst áður að loðna hafi veiðst þarna 3. janúar. Hennar staður ætti að vera núna á svæðinu milli Kolbeins- eyjar og Langaness. Nú verðum við varir við hana mun sunnar. Þetta var stór og falleg loðna og vel framgeng- in. Það verður spennandi að fylgjast með henni. Þetta var reyndar voða- lega takmarkaður blettur. Það er ekki víst að það verði meira þarna næsta mánuðinn,“ sagði Lárus. Fengu 500 tonn Júpíter fékk 300 tonn og fór með farminn til Þórshafnar. Börkur frá Neskaupstað fékk 200 tonn. Bæði skipin voru á síldveiðum, en fengu síld og loðnu til helminga. Lárus sagði að þetta hefði allt verið mjög skrítið. Þeir hefðu í fyrstu lóðað á torfu og síðan hefði lóðning- in orðið tvöföld. Undir síldartorfunni hefði verði loðnutorfa. „Við köstuð- um í það og upp kom síld og loðna. Þetta kom okkur merkilega fyrir sjónir." Að sögn Jóns Más Jónssonar, verksmiðjustjóra hjá Síldarvinnsl- unni á Neskaupstað, verður síldin úr Berki söltuð á Rússlandsmarkað. í gær var verið að setja farminn í gengum flokkara, sem flokkar loðn- una og smásíld frá síldinni sem fer í salt. Hann sagði að bæði síldin og loðnan væri gott hráefni. Lárus sagði að stefnt væri að því að frysta allan farminn sem Júpíter kom með til Þórshafnar, bæði síldina og loðnuna. Sjúkrabíll valt á Miklubraut Morgunblaðið/Július SJÚRABÍLL lenti í árekstri við fólksbíl undir miðnætti í gær- kvöldi á gatnamótum Miklu- brautar og Grensásvegar. Sjúkrabíllinn valt við árekstur- inn,'en í honum voru sjúklingur og læknir auk bílsljóra. Sjúk- lingurinn fékk högg og marðist við veltuna, en aðrir sluppu lítið meiddir. Sjúkrabíllinn var að koma með sjúkling frá Vík í Mýrdal og ók með blikkandi ljós. Til- drög slyssins voru ekki full- könnuð í gærkvöldi, en flest bendir til að sjúkrabíllinn hafi ekið yfir gatnamótin á rauðu ljósi og ökumaður fólksbílsins hafi ekki orðið hans var í tíma. Eftir að hafa lent á fólksbílnum, kastaðir sjúkrabíllinn á um- ferðarvita og valt. Hann endaði um 30 metra frá gatnamótun- um. Skattafrádráttur vegna hlutabréfakaiipa Fjármálaráðherra vill setja reglur um hlutabréfasjóði FJÁRMÁLARÁÐHERRA telur tímabært að endurskoða þær regl- ur sem gilda um frádrátt hluta- bréfakaupa frá tekjum til skatts, ekki síst hlutabréfasjóðina. Friðrik Sophusson bendir á að skattaaf- slátturinn sé til þess ætlaður að hvetja fólk til að leggja áhættufé í atvinnufyrirtæki. Þróunin hafi síðan orðið sú að stór hluti kaup- anna fari fram í hlutabréfasjóðum sem ávaxti fé sitt að stórum hluta í skuldabréfum, jafnvel öruggum ríkisskuldabréfum, og í erlendum verðbréfum. Friðrik segir að svo virðist sem hlutabréfakaupin séu að mestu í hlutabréfasjóðunum og það hljóti að vekja ýmsar spurningar. Þróun- in hafi orðið sú að hlutabréfasjóð- imir hafi selt hluti án þess að hafa hlutabréf á bak við. Ríkisstjórnin vilji hins vegar beita skattalögun- um til að hvetja almenning til að leggja áhættufé í atvinnulífið. Reglur um eftirlit Ráðherra segist ekki vera að boða stórkostlegar breytingar á núverandi fyrirkomulagi, fremur lagfæringar. Bendir hann á reglur um fjárfestingarsjóði. Þar sé kveð- ið á um eftirlit Bankaeftirlits Seðlabanka íslands og skiptingu eigna sjóðanna. Hlutabréfasjóðirn- ir falli ekki undir þessar reglur en hugsanlega megi setja um þá sam- bærilegar reglur. Hins vegar sé eðlilegt að þeir hafi ákveðið svig- rúm og séu ekki bundnir af því að kaupa eingöngu hlutafé í fyrir- tækjum, spurningin sé um það hvað svigrúmið eigi að vera mikið. „Það er enginn vafi á því að skattafrádráttur vegna hlutabréfa- kaupa hefur skilað sér vel. Það hefur orðið bylting á hlutabréfa- markaðnum á undanförnum árum og hún er forsenda þess að hér geti orðið framfarir í efnahags- og atvinnulífinu á borð við það sem gerist í nálægum löndum. Eg vil ekki að þetta gangi til baka heldur vil ég að þessi skattafríðindi nýtist með beinskeyttari hætti,“ segir fjármálaráðherra. Reglur um ráðstöfun fjár/6.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.