Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LBSTIR SUNNUDAGUR 7. .IANÚAR 1996 15 Morgunblaðið/Ásdís ARNALDUR Arnarson kveðst hafa verið svo lánsamur að geta sameinað kennslu og tónleikahald. Tímabært að kveðja sér hljóðs á nýjan leik ARNALDUR Arnarson gítarleik- ari mun halda tónleika í Islensku óperunni þriðjudaginn 9. janúar. Eru þeir á vegum Styrktarfélags Islensku óperunnar og hefjast klukkan 20.30. Arnaldur nam gítarleik á ís- landi, í Sviþjóð, Englandi og á Spáni og hefur unnið til fjölda verðlauna á ferli sínum. Hann hefur búið i Barcelona siðan 1984 og kennir þar gítarleik við Luthi- er tónlistarskólann, auk þess að efna til tónleika víða um lönd. Arnaldur hefur margoft komið fram á Islandi og eru flutningur hans á Aranjuez-konsert Rodrig- os ásamt Sinfóníuhljómsveit Is- lands undir stjórn Karstens And- ersen árið 1990 og einleikstón- leikar hans á Listahátíð í Reykja- vík 1992 tónlistarunnendum enn í fersku minni. Arnaldur kom síðast fram hér á landi á gítarhátíðinni á Akur- eyri 1994 og þar á undan á tón- leikum í röð einleikstónleika í Gerðubergi árið áður. Þótti hon- um því tímabært að kveðja sér hljóðs á nýjan leik. „Forsvars- menn Styrktarfélags Islensku óperunnar og ég komumst síðast- liðið sumar að samkomulagi um að ég nýtti tækifærið meðan ég væri staddur hér á landi í jóla- fríi.“ Arnaldur hyggst leika verk eftir Isaac Albéniz, Julian Agu- irre, Manuel María Ponce, Joaqu- in Turina, Gustave Samazeulh og Mario Castelnuovo-Tedesco á tónleikunum en á efnisskrá eru jafnframt svíta eftir J.S. Bach og tokkata eftir Þorstein Hauks- son. Síðastnefnda verkið hefur Arnaldur flutt nokkrum sinnum á erlendri grundu en aldrei hér- lendis. Fór víða í fyrra Arnaldur viðurkennir að hann hafi ef til vill ekki lagt nógu ríka áherslu á tónleikahald í gegnum árin. Á nýliðnu ári fór hann hins vegar víða enda segir hann að tónleikaferðum hans utan Spán- ar hafi jafnt og þétt fjölgað á síðustu misserum. „Þetta hefur undið upp á sig á undanförnum árum sem er mjög jákvætt fyrir mig sem tónlistarmann, auk þess sem það er alltaf gaman að ferð- ast.“ Meðal Ianda sem gítarleik- arinn hefur sótt heim eru Banda- ríkin, Argentína, Kólumbía, Eng- land, Sviss og flest Norðurland- anna. Kennslan er hins vegar aðal- starf Arnaldar. „Eg hef verið svo lánsamur að geta sameinað þetta tvennt, tónleikahald og kennslu, enda hef ég mjög gaman af kennslunni. Ég hef til að mynda stundum nýtt tækifærið þegar ég er á tónleikaferðalögum er- lendis og efnt til stuttra nám- skeiða. Nokkrir nemendanna sem sótt hafa þau námskeið hafa síðar hafið nám hjá mér á Spáni. Það er mér mikils virði.“ Þess má geta að um þessar mundir nema tveir íslenskir gít- arleikarar hjá Arnaldi í Barce- lona, Halldór Már Stefánsson og Omar Orn Arnarson. Að sögn Arnaldar er sitthvað í farvatninu hjá honum um þess- ar mundir, þótt ekki sé tímabært að nefna það á þessari stundu. Svo mikið er þó víst að hann er ekki á heimleið enda kveðst hann vera í góðu starfi ytra, auk þess sem hann sé kvæntur spænskri konu. „Ég kem hins vegar til ís- lands á hverju ári og nýt þess alltaf að koma fram hér á landi.“ ÞJÓÐDANSAFÉLAG REYKJAVÍKUR Kennsla hefst mánudaginn ö. j*anúar í Álfabakka 14A. Gömlu dansarnir á mánudagskvöldum. Byrjendur og framhaldshópur. Kennari er Helga Þórarinsdóttir og undirleikari Páll Kárason harmóníkuleikari. Kennsla hefst mánudaginn 8. janúar og er námskeiðið 12 tímar. Er þetta ekki gamall draumur sem vert er að láta rætast? Opnir tímar verða annan hvern miðvikudag kl. 20.30-23.00. Þú mætir þegar þú vilt og greiðir fyrir hvert skipti. Nokkrir dansar eru rifjaðir upp og síðan dansa allir af hjartans lyst. Stjórnandi er Helga Þórarinsdóttir. Fyrsta opna kvöldið verður miðvikudaginn 10. janúar. Mikið Qör!! Barna- og unglingaflokkar. Áhugavert og þroskandi starf þar sem börnin dansa innlenda og erlenda þjóðdansa, syngja og læra órgrynni af vísum. Kennsla fer ffam síðdegis á þriðjudögum og laugardagsmorgnum. Þrír aldurshópar: 3-5 ára, 6-8 ára, 9 ára og eldri. Kennari er Elín Svava Elíasdóttir og hefst kennslan þriðjudaginn 9. janúar. /ÚNl ^ Allt dansáhugafólk velkomið! Upplýsingor og innritun í símo 5Ö7-1616. Þjóðdansafélag Reykjavíkur. % m-i-a gh o ’S m * /ONl ^ FITUBREnnSLUHAmSKEIÐ HEF|AST 8. |AnUAR. fTlORGUn-, DAG~, OG KVÖLDHÓPAR. TAKÍTiARKAÐUR FIOLDI Á FltU BRjnnsm SK&ÁnÍnG ERJ=IAFÍn í SÍrriA 586 1616 mnnnÐA tÍLBOÐ í LÍKAmSRÆKt AÐEinS KBu 9.950 Innifalið í tilboði: h OPIÐ HV/S sunnuDACinn 7* jAn HY timAtAFLA OG FÍtuBRjnnsLunómsKjÍÐ MEFjASt mÁnuDACinn 8. jnn. leikfimi pallar pallar-bongó vaxtarmótun fitubrennsla kripalujóga tækjasalur nuddpottur vatnsgufa Handklæði, sjampó og hárnæring fylgir fritt við hverja komu. ÁRMÚLA 30-SÍMI 588 1616
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.