Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Vínsýning og franskur stj örnukokkur VÍNSÝNING Perlunnar verður haldin öðru sinni dagana 12.-14. janúar. Þann 14. hefst einnig frönsk vika í Perlunni, sem stendur til sunnudagsins 21. janúar, og kemur franskur gestakokkur, Philippe Girardon til landsins af því tilefni. Vínsýningin verður opnuð klukkan sex á föstudag og er opin til tíu um kvöldið. Á laugardag er opið frá 16-20 og á sunnudag klukkan 14-18. Um kvöldið verður hátíðarkvöldverður á fímmtu hæð Perlunnar og skemmtiatriði. Sýningin er opin öllum eldri en tuttugu ára og er aðgöngugjald fímmtán hundruð krónur. Að- göngumiðinn gildir alla sýningar- dagana. Fimm sendiráð verða með bása á sýningunni, sendiráð Bandaríkj- anna, Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Svíþjóðar. Þá munu fyrirtækin Moltó, Vínlist, Ölföng, Eldhaka, heildverslun Alberts Guð- mundssonar, Globus, Vínland, Austurbakki, heildverslun Júlíusar P. Guðjónssonar og heildverslun Skúla Ingimundarsonar kynna vörur sínar. Erlendur áhugi Stefán Magnússon, markaðs- stjóri Perlunnar, segir að sökum þess hversu vel tókst til með sýn- inguna í janúar á síðasta ári hafi verið ákveðið að halda hana á ný nú. „Þeir útlendu gestir sem komu hingað á síðasta ári höfðu orð á því að ótrúlegt væri að sýning af þessum gæðum skyldi vera sett upp í þessu litla landi, hvað þá að um frumraun hafí verið að ræða. Til dæmis lofaði ástralska fyrir- tækið Mildara-Blass sýninguna í hástert í fréttabréfi sínu, sem sent er um allan heim. Það er mikill og greinilegur áhugi útlendinga á þessari sýningu þó svo að ísland sé ekki stór markaður á alþjóðleg- um mælikvarða," sagði Stefán. Um tugur erlendra gesta verður á sýningunni að þessu sinni. Munu þeir svara spurningum gesta og margir halda fyrirlestra og smakk- anir. Meðal þeirra sem koma eru Helmut Jung frá þýsku vínstofnun- inni, Hugh Cochrane MW, aðstoð- arforstjóri Evrópudeildar ástralska vínrisans Soutchorp (Penfold’s, Lindemans, Seppelts, Wynns o.fl.), Richard McAleese frá United Dist- illers, Philippe Mayer-Gillet frá Camus Cognac, Bemard Repolt frá Bouchard Ainé & Fils, Fréderic Dhevenard frá Chateau de Corton- André, René Lambert frá Dourthe, John Scott forstjóri Mildara-Blass í Evrópu og fulltrúar frá sænska fyrirtækinu Wárnelius. Fimm rétta franskur seðill Gestakokkurinn Philippe Girar- don rekur veitingastaðinn Hostell- erie Domaine de Clairefontaine skammt frá Vienne, fyrir sunnan Lyon. I næsta nágrenni eru ein- hverjar frægustu vínekrur Rhone- héraðsins, Cote Rotie og Condrieu. Veitingastaðurinn er til húsa í fyrr- um sveitasetri biskupa Lyon í glæsilegum stórum garði. Girardon er mjög virtur i Frakklandi þrátt fyrir ungan aldur og hefur Michel- in veitt veitingastaðnum eina stjömu. Hann hefur sett saman fimm rétta matseðil, sem boðið verður upp á í Perlunni. Verð seðilsins hefur ekki enn verið endanlega ákveðið en gera má ráð fyrir að það verði á bilinu 3.500 krónur til 4.000 krónur. Á seðlinum verður að finna andalifur, grillaða hörpuskel, lax, Iambahrygg m'eð rósmarínsósu, og svart súkkulaði með Chartreux- mousse matreitt að hætti Girar- don, en matreiðsla hans þykir sam- eina hefðir héraðsins og sköpunar- gleði og hugmynda á einstaklega vel heppnaðan hátt. Einnig verður í boði úrval vína frá Rhone-hérað- inu. PHILIPPE Girardon ræður ríkj- um á sveitasetrinu Domaine de Clairefontaine, sem er Michelin- stjörnu veitingastaður. Beint af frísvæði Kaliforníubændur ánægðir með vínuppskeruna NYR möguleiki opnast fyrir vín- áhugafólk þann 1. febrúar er hægt verður fyrir einstaklinga að panta vín af frísvæði beint í útibúum ÁTVR. Mikinn fjölda spennandi vín- tegunda er þar að frtina en til þessa hafa þær fyrst og fremst verið seld- ar til veitingahúsa. Hafí einstakling- ar viljað nálgast þær hafa þeir orð- ið að gera pantanir sínar í gegnum ÁTVR á Stuðlahálsi og þar að auki ekki geta keypt vínið í minna magni en heilum kössum. Það hafa því fáir nýtt sér þennan möguleika. Að sögn Höskuldar Jónssonar, for- stjóra ÁTVR, stendur hins vegar til að breyta þessu þann 1. febrúar. Hann segir að ekki sé hægt að gera það fyrr því breyting af þessu tagi krefjist talsverðrar breytingar á forritum auk sérstakrar verð- skrárgerðar. „Viðskiptavinurinn verður um leið og hann pantar að geta séð hvað hann er að borga. Það verður því að bjóða þessi vín á föstu verði í tiltekinn tíma,“ segir Höskuldur. VÍNBÆNDUR í Kaliforníu eru bjartsýnir þrátt fyrir litla uppskeru í haust og líkur á að 1995 verði einn eitt topp- árið í Kalifomíu að mati sér- fræðinga. Vorið var frc-mur óhag- stætt fyrir vínrækt í Kalifor- níu og margir vínræktendur beijast við rótarlúsina Phylloxera. Eru það helstu skýringarnar á því að upp- skeran varð fremur lítil í magni talið. í Napá og Sonoma, þekktustu vínhéruð- um Kaliforníu, vár uppsker- an 10-15% undir meðalári. Vínþrúgurnar náðu hins vegar mjög góðum þroska og stefnir í að árið 1995 verði sjötta árið í röð þar sem gæði vínanna eru langt yfir meðallagi. Uppskeran fór fram í síðara lagi og síðustu þrúgurnar vom ekki teknar í hús fyrr en um miðjan nóv- ember. Það á þó fyrst og fremst við um vín betri framleiðenda þar sem margir framleiðend- ur ódýrra magnvína hafa neyðst til að kaupa þrúgur, sem ekki alltaf uppfylla gæðakröfur, til að vega upp á móti uppskerubrestinum. Þeir sem vilja bragða á vínum ársins 1995 verða einnig að sýna þolinmæði þar sem gæðavínin koma ekki í sölu fyrr en eftir tvö til þrjú ár. Flest eru þau enn í stál- tönkum eða þegar komin í eikartunnur og munu bíða þar um þó nokkurt skeið áður en þau verða sett á flöskur. Vínin gætu einnig hæg- lega orðið dýrari en þau sem nú eru í sölu. Verð á góðum þrúgum hefur hækkað um 20-30% vegna þess hve upp- skeran var lítil á sama tíma og eftirspurnin eftir Kalifor- níuvínum eykst. Verð á að mati flestra sér- fræðinga eftir að hækka áfram vegna phylloxeru- plágunnar. Ófögnuður þessi, sem lagði vínrækt í Evrópu í rúst á síðari hluta nítjándu aldar eftir að hafa borist þangað frá Bandaríkjunum, greindist fyrst í Kaliforníu árið 1986. Er talið að Iúsar- plágan muni ná hámarki á næsta ári í Napa og því verð- ur framboðið skert í nokkur ár til viðbótar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.