Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C traittilpIðMfe STOFNAÐ 1913 15.TBL. 84.ARG. FOSTUDAGUR 19. JANUAR 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Jeltsín segir að uppreisnarmenn í Pervomaískoje hafi verið gjörs^graðir Gíslar segja tsjetsjenana hafa sloppið Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti sagði í gær, að Rússar hefðu ver- ið neyddir til að beita afli gegn tsjetsjenskum uppreisnarmönnum í þorpinu Pervomaískoje. Hann sagði 82 af um 100 gíslum hefði verið bjargað úr klóm uppreisnar- mannanna og að leit stæði yfir að hinum. Gíslar, sem bjargað var, sögðu að allt að 200 gíslatöku- menn hefðu komist undan í skjóli náttmyrkurs í fyrrinótt og flúið til Tsjetsjníju með nokkra gísla. Stangast það á við yfirlýsingar rússneskra ráðamanna. Engar fregnir fóru af því hvar Salman Radujev uppreisnarleiðtogi er nið- ur kominn. Umsátrinu um Pervomaískoje lauk í gær, og sagði Jeltsín, að „þorpararnir" hefðu verið gjörsigr- aðir. Hafði /nteríax-fréttastofan eft- ir heimildarmönnum í innanríkis- ráðuneytinu, að lík 153 tsjetsj- enskra uppreisnarmanna hefðu fundist í eða við þorpið og 28 skær- uliðar hefðu verið teknir til fanga. Jeltsín bað rússnesku þjóðina að sýna aðgerðunum skilning. Tuttugu ög sex hermenn hefðu Reuter TSJETSJENSKIR gíslatakar með brugðin vopn um borð í Svarta- hafsferjunni Avrasíu í gær. Tyrkir sögðust í gær myndu beita afli til að koma í veg fyrir að ferjan sigldi inn á Hellusund. RÚSSNESKUR hermaður kannar skilríki fallins tsjetsjensks upp- reisnarmanns í þorpinu Pervomajskí í gær. fallið og nokkrir óbreyttir þorpsbú- ar týnt lífi. „Við vorum neyddir út í þessar aðgerðir," sagði hann og skellti skuldinni á Dzhokhar Dúdajev, leiðtoga tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna. „Glæpamenn- irnir sviku ítrekað loforð sín,“ sagði forsetinn. Stöðva ferju með afli Jeltsín bauð Tyrkjum aðstoð rússneskra sérsveita í gær við að ná Svartahafsfeijunni Avrasíu sem tsjetsjenskir aðskilnaðarsinn- ar tóku á þriðjudag. Tyrkir afþökkuðu boðið og sögðust myndu freista þess að fá gíslatökumenn til að sleppa 200 gíslum af skipinu með friðsamleg- um hætti. Feijan sigldi í átt til Istanbúl og var búist við henni að Hellu- sundi um klukkan fjögur í nótt að staðartíma, tvö að íslenskum tima. Fylgdu tvær fregátur og eitt beitiskip henni eftir. Mehmet Sev- igen siglingamálaráðherra sagði í gærkvöldi, að afli yrði beitt til þess að koma í veg fyrir að Avras- ía sigldi inn á Hellusund. ■ Rússlandsforseti boðar/24 ■ Meinað að fara um/24 Vísar mót- framboði ábug London. Reuter. JOHN Major forsætisráðherra Bretlands sagði í gær, að fregnir um að gerð yrði ný atlaga að for- ystuhlutverki hans væru þvætt- ingur. Major var spurður út í fréttir Times og Financial Times um að ónefndir frammámenn í flokknum væru reiðubúnir að láta til skarar skríða og steypa Major bíði íhalds- flokkurinn mikinn ósigur í sveitar- stjórnarkosningum í maí næst- komandi. Þingmaður Verkamannaflokks- ins spurði Major um tíðindin í fyrirspurnatíma á þingi í gær. Major sagði að „kjánalegar vanga- veltur“ af þessu tagi ættu sér stað nær vikulega og kæmu yfirleitt upp á fimmtudögum, en þá situr hann fyrir svörum á þingi. Ýmsir áhrifamenn í íhalds- flokknum og ráðherrar vísuðu fregnum blaðanna tveggja sömu- leiðis á bug. ■ Vilja bola Major/22 Vill skilnað frá Michael Jackson Los Angeles. Reuter. LISA Marie Presley sótti í gær um skilnað frá poppstjörnunni Michael Jackson, að sögn tals- manns hennar, Pauls Blochs. Bloch sagði ástæðuna fyrir skilnaðarumsókninni vera „óbrúanlegan ágreining" þeirra hjóna en vildi ekki útskýra nán- ar í hverju það lægi. Lisa Marie er 28 ára og eina barn Elvis Presleys, konungs rokksins. Þau Jackson gengu í hjónaband i Dóminikanska lýð- veldinu 26. maí 1994 og entist hjónabandið því aðeins í 20 mánuði. Simitis arftaki Papandreou Aþenu. Reuter. COSTAS Simitis, tæknikrati og umbótasinni, var kjörinn forsætis- ráðherraefni gríska sósíalista- flokksins (PASOK) í gærkvöldi í stað Andreas Papandreou sem sagði af sér í vikunni. Þingflokkur PASOK kaus á endanum milli Simitis og Akis Tsohatzopoulos innanríkisráð- herra. Sá síðarnefndi hlaut 75 at- kvæði en Simitis 86. Costis Stephanopoulos forseti mun veita Simitis þriggja daga frest til þess mynda ríkisstjórn. Gert er ráð fyrir að hann muni stokka stjórn Papandreou talsvert upp. Heitir endurreisn Costas Simitis hét því í gær, að Grikkir myndu nú heija göngu inn í nýtt skeið efnahagslegra og pólitískra umbóta. „Við munum ganga í endurnýjun lífdaga," sagði hann. Simitis er 59 ára og hefur lengi verið hvað vinsælastur grískra Costas Simitis stjórnmála- manna sam- kvæmt skoð- anakönnunum. Hann er kunnur fyrir baráttu sína fyrir um- bótum innan PASOK. Kosningar á næsta ári Kosning hans þykir endurspegla þá skoðun meirihluta þingflokks PASOK að hann sé færastur um að leiða flokkinn til sigurs í þing- kosningum, sem fram eiga að fara á næsta ári í síðasta lagi. Simitis hefur verið ráðherra í öllum ríkisstjómum sem PASOK hefur myndað frá 1981 og gegnt starfi landbúnaðar, efnahags- og nú síðast iðnaðarráðherra. Undan- farið ár hefur hann tekist á við Papandreou og hvatt til aukins lýðræðis bæði í flokknum og stjóminni. Stj ór narmyndun- arviðræður í Tyrklandi Tilraun heittrúar- manna mistókst Ankara. Reuter. FLEST bendir nú til þess að tilraun heittrúarmanna til að mynda stjórn í Tyrklandi sé farin út um þúfur og eykur það líkurnar á því að mið- og hægrimönnum takist að mynda stjórn. ígær neitaði Mesut Yilmaz, formaður Föðurlandsflokks- ins sem er á hægri væng stjórnmálanna, tilboði ísl- amska velferðarflokksins um að mynda samsteypustjórn. Aður hafði Tansu Ciller, fráfarandi forsætisráðherra, neitað samstarfi við heittrú- armenn en flokkur hennar er einnig til hægri í tyrkneskum stjórnmálum. Neitun Yilmaz eykur aftur líkurnar á því að flokkur hans gangi til stjórnarmyndunar- viðræðna við flokk Ciller. Andar köldu Andað hefur köldu á milli Cillers og Yilmaz og tilraun Cillers til að mynda stjórn með Yilmaz mistókst fyrir nokkrum vikum. íslamski velferðarflokkur- inn vann sigur í þingkosning- um í Tyrklandi í desember en þingstyrkur þeirra nægir ekki til að mynda ríkisstjórn einir. Kaupsýslumenn á móti heittrúarmönnum Hafa tyrkneskir kaup- sýslu- og ljármálamenn hvatt hægrimenn til að mynda stjórn án þátttöku íslamska velferðarflokksins en til að ná þingmeirihluta verður að koma til stuðningur vinstri- manna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.