Morgunblaðið - 19.01.1996, Side 4

Morgunblaðið - 19.01.1996, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Kæra til EFTA-dóm- stóls í dag KÆRA Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna innheimtu og álagning- ar vörugjaids hér á landi verður send EFTA-dómstólnum í dag, að sögn Hákans Berglin, blaðafulltrúa stofn- unarinnar. Um er að ræða meint brot á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. ísland er fyrst að- ildarrílqa kært til dómstólsins. Nú er ekki er gert ráð fyrir að nefnd, sem unnið hefur að endur- skoðun á reglum um vörugjöld, skili af sér tillögum til flármálaráðherra fyrr en í næstu viku. Beðið hefur verið eftir tillögum nefndarinnar, sem hefur verið að störfum um nokk- urra mánaða skeið, og stóðu vonir til að hægt yrði að gera nauðsynleg- ar breytingar í þessum efnum fyrir áramót, en það tókst ekki þar sem teygst hefur úr nefndarstarfínu. Kæra ESA varðar tvö atriði í álagningu og innheimtu vörugjalds hér á landi. Annars vegar sé það brot á EES-samningnum að áætla heildsöluálagninu innfluttrar vöru við útreikning vörugjalds í stað þess að miða við raunverulegt vérð, eins og gert er við innlenda vöru. í öðru lagi sé ólöglegt að veita innlendum fram- leiðendum gjaldfrest, en ekki erlend- um. Frestur sá, sem ESA gaf íslensk- um stjórnvöldum til að breyta þess- um atriðum, rann út í ágúst sl. Opið fram á mitt ár ’ VERSLUNIN 10-11 í Borgarkringl- unni verður opin fram á mitt þetta ár, samkvæmt samningi Eiríks Sig- urðssonar, kaupmanns, við eigendur hússins. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær er gert ráð fyrir því að verslun- in fari út úr húsinu og er það liður í breytingum þar innandyra. Fyrirhugað er að opna nýja 10-11 verslun í staðinn í nágrenni við Borg- arkringluna og að hún verði komin í fullan rekstur fyrir mitt ár. Bætur fyrir slys við snjóruðning HÆSTIRÉTTUR dæmdi 1 gær Vá- tryggingafélag íslands til að greiða 3,4 milljónir króna í skaðabætur til bílstjóra sem slasaðist þegar snjór- uðningstæki sem hann stjórnaði varð fyrir snjófióði á Hnífsdalsvegi í janúar 1990. Vegagerð ríkisins og ríkissjóður höfðu í héraði verið dæmd til að bæta tjón mannsins en Hæstiréttur sýknaði þau, en felldi bótaskyldu á tryggingafélag bifreið- arinnar, með tilvísun til umferðar- laga. Maðurinn var starfsmaður vega- gerðarinnar við snjóruðning á Hnífs- dalsvegi þegar snjóflóð féll á veginn og fór ruðningstækið veltandi með hann innanborðs um 20- 30 metra niður í fjöru. Maðurinn kastaðist til og frá í stjórnklefanum og rotaðist, en komst af eigin rammleik út úr bílnum, sem hafði fyllst af snjó, óð í land, og gekk holdvotur tveggja km leið til Hnífsdals. Maðurinn sagðist fyrir dómi telja að hann hefði látið lífið ef hann hefði haft öryggisbelti spennt. Maðurinn hafði mikla verki um líkamann við minnstu hreyfingu og átti við heilsuieysi að stríða vegna höfuð- og bakmeiðsla og andlegra óþæginda. Dómurinn byggist á að örorka hans sé 20%. Meirihluti Hæstiréttar komst í gær að þeirri niðurstöðu að ákvæði umferðarlaga um ökumannstrygg- ingu taki til slyssins og taldi ekki þörf á að taka afstöðu til þess hvort hugsanlegt væri að notkun bifreið- arinnar hefði orðið þess valdandi að snjóflóðið féll. Hins vegar féllst dómurinn á kröf- ur Vegagerðar ríkisins og ríkissjóðs um sýknu af þeirri bótaskyldu, sem á þá aðila var felld í héraðsdómi, enda verði ekki fallist á að slysið verði rakið til gáleysis starfsmanna Vegagerðar ríkisins. Dómstólar hafi hrundið kröfum um að fella bóta- skyldu án sakar á atvinnurekendur og aðra vegna slysa, sem menn hafa orðið fyrir við vinnu á sjó eða landi af völdum náttúruafla. Tveir dómendur skiluðu sérat- kvæði. Hjörtur Torfason vildi fella bótaskyidu á vinnuveitendur og vá- tryggingafélög en Garðar Gíslason vildi sýkna báða aðila að kröfum mannsins þar sem slysið verði hvorki rakið til gáleysis starfsmanna vega- gerðar né falli siys af völdum snjó- flóða undir ökumannstryggingu samkvæmt umferðarlögum. Bætur fyrir nauðung- arvistun á geðdeild HÆSTIRETTUR hefur dæmt manni, sem var vistaður nauðugur á geðsjúkrahúsi, 300 þúsund krón- ur í miskabætur. Hæstiréttur telur einnig að af hálfu sjúkrahússins hafí ekki verið réttilega staðið að móttöku aðaláfrýjanda og með- höndlun hans fyrstu dægrin. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið samþykkti 30. júlí 1993 að maður- inn yrði vistaður gegn vilja sínum á sjúkrahúsi að beiðni Félagsmála- stofnunar Hafnaríjarðar. Með beiðninni fylgdi umsögn félagsráð- gjafamema og sérfræðings i heimilislækningum. í vottorði geðlæknis, sem lagt var fram í héraðsdómi, kom fram að maðurinn væri sérvitur og hefði ýmis óvenjuleg áhugamál, en hefði ekki verið haldinn alvarlegum geð- sjúkdómi og „nauðungarvistun hans á geðsjúkrahúsi hafí verið alvarleg mistök.“ Ráðuneytið átti að leita upplýsinga í bréfi til lögmanns Ríkisspítal- anna dregur prófessor í lækna- deild í efa að einkenni þau, sem tilgreind voru í vottorði heimilis- læknisins, bendi til geðklofa með miklum ofsóknarhugmyndum, eins og þar sagði. Líklegra sé að um sé að ræða sérkennilegan mann, sem hafi haft geðhvarfa- sjúkdóm, „sem þó hafí varla verið nægjanlega alvariegur til þess að leggja hann á sjúkrahús gegn vilja hans.“ „Eins og mál þetta liggur fyrir verður að telja ósannað, að efnis- Utanríkisráðuneytið lýsir vanþóknun á leiðurum DV birst hafa í leiðaraskrifum ritstjóra DV dagana 26. október 1995 og 17. janúar 1996. Um leið og ráðuneytið harmar ofangreind skrif lýsir það þeirri von sinni að þau hafi ekki skaðleg áhrif á hið góða samband sem rík- ir á milli íslands og Rússlands.“ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá utanríkisráðuneytinu: „Utanríkisráðuneytið lýsir van- þóknun sinni á þeim ósmekklegu og óviðeigandi ummælum um Bor- is Jeltsín forseta Rússlands og aðra rússneska ráðamenn sem leg skilyrði 13. greinar lögræði- slaga hafí verið fyrir hendi, til þess að hefta mætti frelsi aðal- áfrýjanda og vista hann á sjúkra- húsi gegn vilja hans,“ segir í dómi Hæstaréttar. „Þá verður einnig að telja, að þau gögn, sem lögð voru fyrir dóms- og kirkjumála- ráðuneytið 30. júlí 1993, hafí ekki verið alveg ótvíræð um andlegt heilsufar aðaláfrýjanda í því sam- hengi, sem hér skiptir máli,“ segir rétturinn, sem telur að ráðuneytið hefði átt að kalla eftir frekari upplýsingum eða leita eftir áliti trúnaðarlæknis síns. Geðlæknar vissu ekki um innlögn mannsins Hæstiréttur vék einnig að mót- töku mannsins og meðhöndlun á sjúkrahúsinu, en enginn þeirra sérfræðinga í geðlækningum, sem voru á bakvakt, eða yfírlæknir deildarinnar, vissu um innlögn mannsins. í framburði geðlæknis kom einnig fram að enginn þess- ara manna hefði vitað um sprautu, sem manninum var gefín nauðug- um á öðrum degi innlagnar, en læknir, sem tók á móti honum, taldi hann vera með oflæti og gaf honum lyf í samræmi við það. Lyfið hafði ýmsar óæskilegar, lík- amlegar aukaverkanir. Morgunblaðið/Sverrir Myndað í gríð og erg í Perlunni PERLAN í Öskjuhlíð er vin- sæll áningarstaður ferða- manna sem vilja sjá yfir borg- ina. Ljósmyndarinn smellti mynd af þessum ferðamönn- um í þann mund sem þeir voru að taka mynd hvor af öðrum með útsýn yfir Reykja- vík í baksýn. Fjármálaráðherra um 1,3 milljarða inn- eign fyrirtækja Talna- leikur út í bláinn FRIÐRIK Sophusson, fjármálaráð- herar, vísar á bug staðhæfingum Kristjáns Ragnarssonar, formanns Landssambands íslenskra útvegs- manna, um að fyrirtækin í landinu hafí átt 1.373 miljónir króna í sjóði hjá Tryggingastofnun ríkisins í árs- lok 1994 vegna tryggingaiðgjalds sem innheimt er af fyrirtækjum. „Það sem Kristján Ragnarsson segir byggist á sérvisku Ríkisendur- skoðunar um bókfærslu á sköttum sem stenst ekki í raun,“ segir Frið- rik Sophusson, fjármálaráðherra, og vísar til þess að þau sjónarmið og þær tölur sem Kristján hafi nefnt í Morgunblaðinu í gær séu hliðstæð við það sem lesa megi í skýrslu Ríkisendurskoðunar um ríkisreikn- ing 1994. „Með sömu aðferðum og talna- leikjum gæti Ríkisendurskoðun komist að þeirri niðurstöðu að ríkis- sjóður ætti marga milljarða úti- standandi hjá atvinnufyrirtækjum vegiia þess að tryggingargjaldið hefur hvergi nærri dugað Atvinnu- leysistryggingajóði. Slíkar reikn- ingskúnstir eru auðvitað út í bláinn og ég þykist vita að Kristján Ragn- arsson og aðrir fulltrúar atvinnulífs- ins mundu ekki samþykkja það,“ segir Friðrik. Friðrik segir að með lögum um trggingargjald, sem sett voru árið 1990, hafi fimm launatengd gjöld verið sameinuð í einu tryggingar- gjaldi. Samkvæmt ákvæðum lang- anna sé tekjum ráðstafað með þrennum hætti. 0,08% fari til Vinríu- eftirlits, 0,5% til Atvinnuleysis- tryggingasjóðs en afgangurinn til að fjármagna lífeyris- og slysa- tryggingar án þess að skipting þar á milli sé lögfest. Það sé lykilatriði I málinu. Markmiðið hafi verið að einfalda innheimtu, álagningu og úrvinnslu atvinnurekenda á gjöldunum og ná fram hagræðingu. Breytingin hafi ekki átt að hafa áhrif á bótarétt ólíkra deilda almannatrygginga enda hafi ábyrgð ríkisins á bóta- greiðslum verið undirstrikuð. Friðrik sagði að þótt sá hluti tryggingargjalds, sem ætlað var að renna til Atvinnuleysistrygginga- sjóðs, hafí ekki nægt vegna aukins atvinnuleysis og ríkið hafí þurft að leggja sjóðnum til milljarða króna umfram það sem tryggingargjaldið skilaði þýddi það auðvitað ekki að ríkið ætti kröfu á fyrirtækin fyrir þeim fjármunum. Á sama hátt gætu fyrirtækin ekki krafíst þess að eiga innistæður vegna gjaldtöku sem óumdeilanlega væri skattheimta en ekki greiðsla iðgjalds í einhvem sjóð sem ekki væri til. Utanríkisráðherra um verktöku hjá varnarliði Verður að standa við gerða samninga HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra, segist vel skilja ályktun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar vegna verktöku á vegum varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli. Bandaríkjamenn hafi hins vegar gert mjög ákveðna kröfu um að kostnaður við rekstur stöðvarinnar lækki og það verði að standa við gerða samninga. „Það hefur verið mjög ákveðin krafa af hálfu Bandaríkjamanna að reyna að lækka kostnað við rekstur stöðvarinnar og þegar samningar voru gerðir um veru flugvélanna hér í ársbyijun 1994 var gengist inn á það að íslensk stjórnvöld myndu vinna að því að draga úr kostnaði við rekstur stöðvarinnar og þetta er liður í því,“ sagði Halldór. Hann sagði að öryggi verktaka yrði að sjálfsögðu minna eftir en áður, en þeir verktakar sem væru þarna á svæðinu hefðu auðvitað meiri mögnrleika en aðrir til að ná þeim verkum sem í boði væru. Áhyggjur bæjaryfirvalda væru skiljanlegar en það yrði að standa við gerða samninga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.