Morgunblaðið - 19.01.1996, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 19.01.1996, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞIÐ VERÐIÐ þá að lofa að gleypa mig ekki líka ... Krafa um rannsókn hafnarframkvæmda í Kópavogi Pólitískur rógur og alvarlegt mál Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs, kveðst ekkert hafa að fela GUNNAR Birgisson, formaður bæj- arráðs í Kópavogi, sagði í samtali við Morgunblaðið að „annarleg sjón- armið“ lægju að baki kröfu Helgu Siguijónsdóttur bæjarfulltrúa um að viðskipti fyrirtækis, sem hann rekur, Klæðningar hf., við bæjarsjóð vegna framkvæmda í Kópavogshöfn á síð- asta ári verði rannsökuð og kvaðst ekkert hafa að fela. „Þetta er pólitískur rógur og al- varlegt mál, þar sem verið er með persónulegar ávirðingar á menn,“ sagði Gunnar. „Þetta er svipað og að maður sé skotinn fyrst og spurð- ur svo. Það er mjög alvarlegt ef á að taka æru af pólitískum andstæð- ingum af pólitískum ástæðum ein- um. Hvað segir fólk svo þegar í ljós kemur að ekkert var við viðskiptin að athuga: „Afsakið við vorum bara að athuga málið“?“ Framkvæmdir í fyrra Gunnar sagði að hér væri um að ræða framkvæmdir, sem unnar voru í febrúar, mars og apríl á síðasta ári, við hafnargarðinn. Verkið hefði verið boðið út og tilboð Klæðningar verið lægst. Komið hefði í ljós mikið sig í garðinum og því verið ákveðið að „fara með garðinn út í fulla lengd“ og hlaða um leið grjóti til að veija hann. „Hún samþykkti þetta sjálf á sín- um tíma,“ sagði Gunnar um Helgu. „Nú er þetta allt í einu gott mál til að beija á meirihlutanum með.“ Helga Siguijónsdóttir sagði í fréttatilkynningu á þriðjudag að hún teldi stutt í að félagsmálaráðuneyti þyrfti að hafa afskipti af fjármáía- stjórn Kópavogs. Staðan hefði verið ljós fyrir einu ári og þá hefði meiri- hlutinn lofað að hægja á fram- kvæmdum til að greiða niður skuld- ir, en þetta hefði snúist við, „líklega um það bil sem var tekin ákvörðun um tugmilljónaframkvæmdir við höfnina utan við fjárhagsáætlun". Bara hennar skoðun „Þetta er bara hennar skoðun og hennar fullyrðing og ég gef ekkert fyrir slíkt,“ sagði Gunnar Birgisson. „Helga þyrfti að kynna sér betur rekstur bæjarins og ijármál áður en hún fer að deila á aðra.“ Að sögn Gunnars hyggst bæjar- stjórnin halda sig við þá stefnu að ljúka ýmsum framkvæmdum, sem þegar eru hafnar, og tók hann gömlu göturnar í Kópavogi, skóla, mat- vælagreinaskóla, opin svæði og stíga, nýbyggingar og íþróttahús sem dæmi um verkefni. Hann sagði FLUTNINGABÍLL fór út af Reykja- nesbraut og valt í fyrrakvöld. Biliinn var á suðurleið á móts við Bæjargil í Garðabæ þegar óhappið varð. Ökumaðurinn, sem slapp ómeiddur að sögn lögreglu, ætlaði að hafa yrði í huga að stóru sveit- arfélögin hefðu öll átt við vanda í rekstri að glíma undanfarið vegna aukinna verkefna frá ríki án þess að fá tekjustofna á móti. í Hafnar- firði og Reykjavík hefðu rekstrar- tekjur ekki dugað fyrir rekstrar- gjöldum árið 1994 og ástandið hefði lítið batnað í fyrra. í kreppunni hefði þurft miklar framkvæmdir til að draga úr atvinnuleysi, en nú þegar hún væri á enda, mætti fara að draga úr þeim. Gunnar sagði að hafnarfram- kvæmdirnar væru hins vegar greidd- ar úr hafnarsjóði, sem hefði sjálf- stæðan fjárhag og hann myndi fagna rannsókn því að í þeim viðskiptum hefði ekkert verið að fela. að forðast aftanákeyrslu og sveigði til hliðar. Þá var staur framundan sem ökumaðurinn reyndi einnig að sveigja hjá með þeim afleiðingum að bíllinn fór út af og valt niður kantinn og út á hægri hliðina. Morgunblaðið/Árni Sæberg Valt á Reykjanesbraut íslenskur golfvallaarkitekt Fáum mjög góða velli á næstunni HANNES Þorsteins- son frá Akranesi varð í desember fyrsti ísjenski golfvalla- arkitektinn, en hann út- skrifaðist í desember eftir fjögurra ára fjarnám við The Brítish Institute of Golf Course Architecture. Hannes hefur unnið við hötinun fjölmargra golf- valla hér á landi undanfar- in ár og það varð til þess að hann sótti um námið og hefur nú uppáskrifað að hann geti teiknað og hann- að golfvelli. „Ég veit ekki hverju þetta breytir svo sem fyrir mig, nema að nú hef ég það skjalfest að ég geti þetta,“ sagði Hannes í samtali við Morgunblaðið. Námið fór þannig fram að hann þurfti að dvelja í Bretlandi tvær vikur á ári hveiju en annars var ritgerðavinna og teiknivinna unnin hér heima. Umsjónarkennari hans var Don- ald Steel, mjög virtur golfvalla- arkitekt sem hefur meðal annars unnið við breytingar á St. Andrews vellinum í Skotlandi. En hvað kom til að líffræðingurinn og kylfíngurinn fór að læra golf- vallaarkitektúr? „Þegar ég var 16 ára gerði ég tillögu að vellinum hér á Akra- nesi og hún var samþykkt. Það næsta sem ég gerði í þessu var árið 1975 en þá teiknaði ég völl- inn á Eskifirði og síðan spurðist þetta út og ég var beðinn að líta á hina og þessa velli. Ég tók landafræði og jarðfræði sem aukagreinar með líffræðinni og svo hafði ég mikinn áhuga á golfi og þetta varð til þess að ég taldi mig kunna ýmislegt til verka í sambandi við golfvelli.“ Þannig að þú ákvaðst að fara í skóla á ný? „Ég ákvað að fara og læra golfvallaarkitektúr, en þar kom maður heldur betur að tómum kofunum því það var hvergi hægt að komast í svona nám. Golfvalla- arkitektúr er ekki skilgreindur sem sérstakt nám og því var það eiginlega heppni að ég rakst á grein um að samtökin í Bretlandi ætluðu að taka tólf erlenda nem- éndur inn, en það eru um 40 til 50 meðlimir í samtökunum. Ég sótti um og komst að. Samtökin voru að breiða þetta út vegna þeirrar gríðarlegu aukningar sem orðið hafði í golfíþróttinni og það voru komnir alls konar menn í að hanna velli. Það má líkja þessu við að teikna hús. Það hafa allir hugmynd um hvernig þeir vilja hafa hús, en það geta ekki allir teiknað þau.“ Hafa þessi mál ver- ið í ólestrí hér á landi? „Ástandið hefur breyst mjög mikið undanfarin ár, sér- staklega eftir að menntaðir vall- arstarfsmenn komu til starfa hér á landi. Það verður að segjast eins og er að stundum var eins og verið væri að finna upp hjólið í hvert sinn sem golfvöllur var gerður.“ Verður þetta fuilt starf hjá þér í framtíðinni? „Nei, þetta verður seint fullt starf hér á landi, en hins vegar er það mikið að gera að ég get ekki sinnt öllu sem ég er beðinn um, enda í fullu starfi við annað. Þetta starf fer líka að breytast held ég því í framtíðinni verður meira um að laga eldri velli breyta þeim frekar en byggja alveg frá grunni eins og verið hefur.“ ►Hannes Þorsteinsson er fæddur í Reykjavík 17. júlí 1952 og útskrifaðist úr Mennta- skólanum við Hamrahlíð árið 1972. Hann lauk BS-prófi i líf- fræði frá Háskóla íslands árið 1976 og fluttist þá um haustið til Akraness þar sem hann gerðist kennari og kennir nú við Fjöibrautaskólann. Hannes spilaði mikið golf en hefur gert „allt of lítið af því undanfarin ár“ að eigin sögn. Það stendur til bóta og yngri sonur hans hefur sett á hann þrýsting því pabbinn vill vinna hann eins lengi og kostur er. Hannes er kvæntur Þórdísi G. Arthurs- dóttur ferðamálafulltrúa á Akranesi og eiga þau tvo syni, Þorstein, 17 ára, og Bjarna Þór sem er á 15. aldursári. Munum við einhvern tíma eignast „alvöru “ golfvöll hér á landi, svona eins og þeir eru í útlöndum? „Já, ég er alveg harður á því. Vaxtartímabilið er að vísu stutt hér á landi og þess vegna getum við ekki haft vellina eins lengi í toppstandi, en i ágúst ættum við að geta haft velli sem eru eins góðir og gerist erlendis. Og þetta er að gerast því bæði völlurinn í hrauninu í Hafnarfirði hjá Keili og á Korpúlfsstöðum hjá GR verða svona. Þar erum við með sérblandað efni í flötunum og sérstakt flatargras eins og notað er erlendis og ég er viss um að þegar þessir vellir verða orðnir grónir þá verða þeir eins og golf- vellir gerast bestir.“ Ætlar þú að færa út kvíarnar og teikna velli erlendis? „Ég er búinn að teikna völl fyrir Færeyinga og hef þegar hælað út sex brautir fyrir þá og nú bíð ég bara eft- ir því að þeir gefi grænt ljós á að fram- kvæmdir megi hefjast. Völlurinn mun verða fyrir ofan Þórshöfn í óunnu landi þannig að það þarf að vinna hann alveg frá A til Ö eins og völl Oddfellowa í Hafnar- firði. Annars er mismunandi hvernig þetta gengur fyrir sig. Stundum teiknar maður bara völlinn og klúbbarnir taka síðan við og það tel ég ekki rétta að- ferð. Það er draumur manns að fá að fylgja verkinu eftir, alveg þar til völlurinn er opnaður. Ef við höldum okkur við húsið sem við ræddum um áðan þá lætur maður ekki rissa upp hús fyrir sig og réttir síðan smiðnum teikningarnar þannig að hann geti gert það sem hann vill.“ Hannaði fyrsta golf- völlinn 16 ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.