Morgunblaðið - 19.01.1996, Side 12

Morgunblaðið - 19.01.1996, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ KOSNINGAR í DAGSBRÚN „Abyrg* forystau gegn „reynslu og róttækri endurnýjun“ Snörp orðaskipti urðu á sameiginlegum fundi A-lista og B-lista í gær um stjómarkjör, sem hefst í Dagsbrún í dag. Karl Blöndal fylgd- ist með á fundinum. SAMEIGINLEGUR framboðsfund- ur vegna stjórnarkjörs í Dagsbrún var haldinn í Bíóborginni við Snorrabraut í gær. A-listinn lagði áherslu á að á framboðslistanum væri að fmna „reynslu og róttæka endurnýjun", en B-listinn hélt því meðal annars fram að ekki dygði að fá ný andlit, gera yrði „foryst- una ábyrga gagnvart félagsmönn- um“. Aðalsalur Bíóborgarinnar var ekki þéttsetinn í snjókomunni í Reykjavík í gær, en þeir, sem sóttu kosningafundinn, klöppuðu ákaft og oft mátti heyra félagsmenn tuldra svör við ræðum framboðs- manna og jafnvel kalla fram í. Fyrirkomulag fundarins var þannig að frambjóðendur listanna töluðu til skiptis. Kristján Árnason, formannsefni B-listans, tók fyrst til máls og sagði að kosningafyrir- komulag hjá Dagsbrún hefði „tryggt stjórninni setu eins lengi og menn hafa nennt að sitja“ og það væri í „hrópandi ósamræmi við þá lýðræðishætti, sem við á B-list- anum teljum að eigi að vera í gildi nú á tuttugustu öldinni". Kristján sagði að B-listinn myndi leggja megináherslu á að allir hópar Dagsbrúnarmanna færu gaum- gæfilega yfir samninga þannig að hægt yrði að ganga til samningavið- ræðna ekki seinna en í nóvember 1996 með fullkomna tillögu að nýj- um samningum. Fylgt eftir af þunga og styrk „Við B-listamenn höfum hugsað okkur að fylgja kröfunum eftir með fullum þunga og styrk samkvæmt því umboði, sem félagsmenn munu gefa okkur,“ sagði Kristján. „Við munum ekki hvika frá því. Hann sagði að B-listinn væri hópur hugsjónamanna með raun- hæfa þekkingu á kjörum og lífi verkafólks. „Því treysti ég því félag- ar að þið nýtið atkvæðisrétt ykk- ar ... til að söðla yfir í forystu, sem verður ykkur í hag og getur aldrei orðið neitt annað en ykkar vopn gegn kúgun og ranglæti," sagði Kristján. Næstur talaði Halldór Björnsson, formannsefni A-listamanna, og sagði að komið væri að lokum kosn- ingabaráttu, sem því miður hefði snúist um ýmislegt annað en kjör verkamanna. Mun reyna á hvern félagsmann Halldór spurði um hvað þessi barátta snerist og svaraði: „Hjá okkur á A-listanum snýst hún um eitt, um kjör félagsmanna og hvern- ig hægt er að bijóta þann kyrr- stöðuís, sem launamál félagsmanna eru komin í.“ Halldór sagði að nú væri svo komið að Dagsbrún þyrfti að standa ein í baráttunni og þá myndi reyna á hvem og einn félagsmann. Einnig væri hugarfarsbreytingar þörf á íslandi. „Við segjum að það sé kominn tími til að íslenskt verkafólk búi við sömu kjör og verkafólk í grannlönd- um okkar,“ sagði Halldór. „Hér á landi virðist vera skortur á þeim skilningi, sem er almennt í grann- löndunum, að fólk þurfi að lifa, en ekki að skrimta." Halldór sagði að á A-listanum væri að finna „reynslu og hins veg- ar róttæka endurnýjun" og lauk ræðu sinni með orðunum: „B-listinn býður ... fram reynslulítið fólk. Því hlýt ég að hvetja alla Dagsbrúnar- menn til að krossa við A á kjörstað.“ Guðmundur Rúnar Guðbjarnar- son, ritaraefni B-listans, var næstur ræðumanna og sagði hann að lengi hefði verið „beðið eftir breytingu til batnaðar" í stjórn Dagsbrúnar. „A-Iistamenn reyna á skoplegan hátt að höfða til tveggja hópa,“ sagði Guðmundur. „Þeir höfða til þeirra, sem vilja breytingar og nýj- ungar, með stefnuskrá sinni, sem er svo ótrúlega lík stefnuskrá B-list- ans í meginatriðum. Síðan höfða þeir til þeirra, sem engar breytingar vilja sjá, og benda með vandlætingu á atriði, sem eru á stefnuskrá B- lista og „nota bene“ eru einnig á stefnuskrá A-listans, en með þeim fyrirvörum að það má hverjum manni vera ljóst að það á ekki að standa við nein stefnuskráratriði A-Iistans á þessu kjörtímabili." Gagnrýni B-lista svarað Á eftir honum talaði Sigríður Ólafsdóttir, varaformannsefni A- lista, byijaði á að svara gagnrýni B-listans á það, að hún hygðist halda áfram í vinnu sinni þótt hún næði kjöri og kvaðst myndu hafa nægan tíma til að gegna skyldum sínum. Hún væri ekki haldin „sömu þrá og Sigurður Rúnar Magnússon [varaformannsefnis B-listans] að verma þessa leðurstóla [í höfuð- stöðvum Dagsbrúnar] á Lindargötu 9, semjhonum er svo tíðrætt um.“ Anna Sjöfn Jónasdóttir, sem býð- ur fram fram í embætti meðstjórn- anda B-lista, vitnaði í orð Alberts Ingasonar, B-lista, í blaði Dags- HALLDÓR Björnsson, formanns- efni A-lista: Hjá okkur á A-listan- um snýst [þessi barátta] um eitt, um kjör félagsmanna og hvernig hægt er að brjóta þann kyrr- stöðuís, sem launamál félags- manna eru komin í. SIGURÐUR Bessason, A-lista: Er það líklegft að hópur, sem þarf að byrja á því að selja sig inn í öll samningssvið Dagsbrún- ar, [sæki] gull í greipar Þórarins Viðars og hans félaga? brúnar um Halldór Björnsson að hann væri „greindasti og slyngasti samningamaður, sem verkalýðs- hreyfingin á um þessar mundir" og bætti við: „Sú reynsla og sióttuga samningatækni, sem Halldór hefur yfir að ráða, hefur skilað sér í 31% lækkun á raungildi taxta síðan 1980.“ „Annars boða Halldór og félagar róttækar breytingar,“ sagði Anna Sjöfn. „Ekki veit ég hvort Halldór hefur verið svo bældur hjá félögum sinum í fyrri stjórn að hann hafi ekki haft möguleika á að koma neinum af fyrri hugðarefnum sínum á framfæri eða hvort hann á af KRISTJÁN Árnason, formanns- efni B-lista: Við B-listamenn höf- um hugsað okkur að fylgja kröf- unum eftir með fullum þunga og styrk samkvæmt því umboði, sem félagsmenn munu gefa okkur. ANNA Sjöfn Jónasdóttir, B-lista: Sú reynsla og slóttuga samninga- tækni, sem Halldór hefur yfir að ráða, hefur skilað sér í 31% lækk- un á raungildi taxta síðan 1980. óskiljanlegum ástæðum stökkbreyt- ist á 40 ára fresti.“ Albert Ingason, frambjóðandi A-lista í varastjórn, lagði áherslu á að sex nýir menn væru í framboði A-lista í tíu manna stjórn Dags- brúnar og hefði áhersla verið lögð á reynslu og endurnýjun. Albert kvaðst oft hafa verið spurður hvað hann hygðist gera til að bæta hag félaga sinna og hann spyrði á móti: „Hvað getur þú gert fyrir sjálfan þig og félaga þína?“ Það væri Dagsbrúnarmanna að sýna stuðning og A-listinn myndi ekki víkja undan þeim skyldum, sem lagðar yrðu á herðar hans. Ólafur Björn Baldursson, sem er í framboði á B-Iista til ijármálarit- ara, sagði að Dagsbrún þýddi nýr dagur. Sól hennar hefði þó farið lækkandi frá því hún skein skært á myrkum himni um miðja öldina. Hann fór hörðum orðum um núver- andi forystu Dagsbrúnar og sagði B-listi breiðfylkingar verkamanna hefði verið stofnaður af nauðsyn til að bijótast „undan því oki og fargi, sem er að skapast í kjara- og rétt- indamálum félagsmanna í Dags- brún“. Treystir ekki B-lista Árni H. Kristjánsson, kosninga- stjóri og fjármálastjóraefni A-Iista, sagði með því að kjósa A-lista veldu menn „róttæka endurnýjun án þess að kasta reynslunni út í hafsauga“. Árni sagði að hann hefði hafnað sæti á B-lista þar sem hann treysti mönnum á honum ekki til að beij- ast fyrir hagsmunum Dagsbrúnar, en eftir að róttækar tillögur A-lista um breytingar, sem ætlunin væri að gera, hefði hann séð að einstakt tækifæri hefði skapast til að ná fram stefnubreytingu í mikilvæg- ustu málaflokkunum. „Öllum öðrum en B-listamönnum er það ljóst að A-listinn er róttækasta endurnýjun á stjórn Dagsbrúnar fyrr og síðar,“ sagði Árni. Síðasti ræðumaður B-lista var Sigurður Rúnar Magnússon, vara- formannsefni, og sagði hann að framboð B-lista byggðist á „hinum harða og miskunnarlausa veruleika hins vinnandi verkamanns, baslinu og áhyggjum hvunndagsins". Hann hafnaði gagnrýni um að B-lista- menn væru reynslulausir og þekk- ingarlausir á málefnum félagsins og sagði slíkt málflutning rökþrota manna. Uppgjör við hugmyndafræði Hann sagði að komið væri að ..uPPgjöri við þá hugmyndafræði, sem gerir þá ríku ríkari og fátæku fátækari", en til þess að sigra í þeirri baráttu yrði að styrkja Dags- brún. „Við B-listafólk teljum að enn sé hægt að bjarga Dagsbrún frá hægfara tæringu og dauða,“ sagði Sigurður Rúnar. „Við höfum fundið það á vinnustaðafundum að enn logar glóð undir yfirborðinu. Við þurfum að blása í þær glæður og endurvekja þá elda, sem fyrr loguðu í bijóstum Dagsbrúnarmanna." Síðastur talaði Sigurður Bessa- son, ritaraefni A-lista, og sagði að B-listinn hefði „sáralitla reynslu". Þar er „hópur Dagsbrúnarmanna, sem er sannfærður um það að at- vinnurekendavaldið muni falla í stafi þegar þeir birtist, opna alla sína sjóði og segja: „Gjörið þið svo vel,“ sagði Sigurður. „Það er ekki svona. Þeir fulltrúar atvinnurek- endavaldsins, sem sitja í Garða- stræti, eru reynslumikið og harðsnúið lið, sem gjörþekkir hvern krók og kima á kjarasamningssvið- inu, og ég spyr: Er það líklegt að hópur, sem þarf að byija á því að setja sig inn í öll samningssvið Dagsbrúnar, [sæki] gull í greipar Þórarins Viðars og hans félaga?“ Sigurður skoraði á fundarmenn að gefa Dagsbrún það í 90 ára af- mælisgjöf að kjósa A-listann. Kosið milli hundrað og tuttugu manna lista STJÓRNARKJÖR í Verkamannafé- laginu Dagsbrún hefst í dag og lýk- ur annaðkvöld. Kosið er milli tveggja 120 manna lista, A-lista stjórnar og mótframboðs B-lista. Erfítt er að segja fyrir um úrslit, en hjá báðum listum ríkir bjartsýni. Um 3.600 manns eru á kjörskrá Dagbrúnar, að sögn Kristjönu Val- geirsdóttur, starfsmanns Dags- brúnar. Kjörskrá var lokað síðdegis á miðvikudag, en fullgildir félagar geta þó komist inn á hana allt þar til kosningu lýkur á morgun. 240 manns á kjörseðli Kosið verður í höfuðstöðvum Dagsbrúnar, Lindargötu 9. Á kjör- seðii er hægt að merkja við A- eða B-lista og er Halldór Björnsson for- mannsefni þess fyrrnefnda, en Kristján Árnason þess síðamefnda. Um er að ræða sjö frambjóðendur í stjórn og þijá í varastjórn. Að auki er kosið í stjórn vinnudeilu- sjóðs og styrktarsjóðs, um endur- skoðendur félagsins og í trúnaðar- ráð. Alls eru 120 manns á hvorum lista og nöfn þeirra allra eru á at- kvæðaseðlinum. Má strika út af listum Guðmundur J. Guðmundsson, fráfarandi formaður Dagsbrúnar, sagði á miðvikudag að félagsmenn væru ekki rígbundnir af listunum. Hægt væri að strika út af einum lista og krossa við á hinum. „Þann- ig að vilji einhver Kristján Árnason sem formann í stað Halldórs er hægt að strika út og krossa við,“ sagði Guðmundur J. Að sögn Snæs Karlssonar, for- manns kjörstjórnar, sjá starfsmenn kjörstjórnar um talningu og reikn- aði hann með að átta manns myndu telja atkvæði. Þegar kjörklefum yrði lokað í kvöld yrðu kjörgögn innsigluð og læst inni í klefa hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur, sem gengi undir nafninu íslandsbanki í höfuðstöðvum Dagsbrúnar sakir þess hve hann væri rammger. Kosningasmölun ekki úr sögunni Snær sagði að tölur gætu legið fyrir seint á laugardagskvöld, en það færi eftir því hver kosninga- þátttaka yrði hve langan tíma tæki að telja atkvæði. Kosningasmölun er ekki úr sög- unni þótt bein afskipti stjórnmála- flokka séu það. Sigurður Rúnar Magnússon, varaformannsefni B- listans, sagði að B-listinn myndi láta reyna á það hve mikið yrði hægt að hringja úr þeim tveimur símum, sem væru á kosningaskrif- stofu listans. Einnigyrði fólki hjálp- að að komast á kjörstað. Sex símanúmer eru skráð á kosn- ingaskrifstofu A-listans.- Að sögn Halldórs Bjömssonar, formannsefn- is A-Iistans og núverandi varaform- anns Dagsbrúnar, verður hafist handa við að hringja eftir hádegi á laugardag þegar búið verður að bera kjörskrá saman við það hveijir hafa greitt atkvæði til að tryggja að fé- lagsmenn neyti réttar síns. Ný stjórn tekur við á næsta aðal- fundi Dagsbrúnar, sem Guðmundur J. Guðmundsson, sagði að sennilega yrði haldinn seinnihlutann í mars. » l í I I I | í I L f 1 I l ( [ I I I I - \ f f I I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.