Morgunblaðið - 19.01.1996, Side 18

Morgunblaðið - 19.01.1996, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Samstarfssamningar Kringlu og Borgarkringlu lagðir fyrir fund eigenda Nýtt hlutafélag yfir- tekur Borgarkringlu Flugleiðir semja við Toyota Kaupa 114 bifreiðar BÍLALEIGA Flugleiða hefur gengið frá samningum við P. Samúelsson um kaup á 114 nýjum Toyota bifreiðum og er þessi samningur einn sá stærsti sem nokkru sinni hef- ur verið gerður við bílaleigu hér á landi. Bifreiðarnar eru langflestar af gerðinni Toyota Corrolla, eða 105 talsins, en hinar 9 eru jeppabifreiðar. Kaupverð þeirra nemur 152 milljónum króna. Afhentir í vor Einar Sigurðsson, upplýs- ingafulltrúi Flugleiða, segir að meginstefna Bílaleigu Flugleiða sé að endurnýja stóran hluta bílaflotans á hverju ári þannig bílamir verði aldrei eldri en 18 mán- aða. „Þessi kaup fara að jafn- aði fram með útboði og við höfum verið með nokkrar teg- undir bíla í gegnum árin. Við höfum verið með bifreiðar frá Toyota áður og þeir hafa reynst okkur afar vel og verð- ið á þeim hefur reynst hag- stætt.“ Einar segir að bílamir komi til afhendingar í vor, áður en helsti annatími bílaleigunnar hefst. Hann segir að bílaleig- an verði í sumar með um 300 bíla og sé það um 10% fjölgun frá síðasta ári. Gæðakerfi VKS vottað FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, afhenti Ara Arnalds, framkvæmda- sljóra, Verk- og kerfisfræðistof- unnar hf. vottun Vottunar hf. á gæðakerfi fyrirtækisins sam- kvæmt hinum alþjóðlega gæða- staðli ÍSTISO 9001, við athöfn á Grand Hótel í gær. VSK er fyrsta íslenska hugbúnaðarfyr- irtækið sem hlýtur vottun á gæðakerfi sínu samkvæmt þess- um staðli. HÆSTIRÉTTUR sýknaði Búnaðar- banka íslands af kröfu dansks fyrir- tækis, sem hafði selt hjólaskóflu hingað til lands. Samskip voru hins vegar dæmd til að greiða fyrirtæk- inu 9,5 milljónir króna, þar sem skipafélagið hefði afhent skófluna án þess að fá í hendur frumrit farm- skírteinis, sem átti að liggja fyrir þegar skóflan væri greidd. Hins vegar hafði skipafélagið tekið við afriti farmskírteinis, með stimpli bankans. Fyrirtækið, sem keypti skófluna, varð gjaldþrota sex mán- uðum eftir kaupin á skóflunni, en hún hafði verið selt fljótlega eftir að fyrirtækið fékk hana afhenta. HÚSFÉLAG Kringlunnar og hús- eigendur í Borgarkringlunni hafa nú náð samkomulagi um samstarf húsanna og sameiginlega yfir- stjórn. Þar er m.a. gert ráð fyrir að stofna sérstakt félag um versl- unarrými á fyrstu og annarri hæð Borgarkringlunnar og fær Kringl- an 15% hlut í því gegn því að opna aðgang að bílastæðum. Viðræður um samtengingu og nánara samstarf húsanna hafa staðið yfir frá því haustið 1994, en þær hófust að ósk Kringlunnar 4-6. Þetta félag er sem kunnugt er í eigu Landsbankans, íslands- banka,. Iðnlánasjóðs og Iðnþróun- arsjóðs og er eigandi að 1. og 2. hæð í Borgarkringlunni. { þeim drögum að samningi sem nú liggur fyrir er gert ráð fyrir að húsfélagið í Kringlunni muni taka að sér að sjá um rekstur eign- arhluta Kringlunnar 4-6 í Borgar- kringlunni. Alls er um að ræða 4.400 fm eða um 66% af eigninni. Um reksturinn munu gilda sömu í september 1992 seldi danska fyrirtækið hjólaskófluna og fylgi- hluti til Vélakaups hf. Var hún send til landsins með Helgafelli, skipi Samskipa. Samkvæmt farmskír- teini átti ekki að afhenda vöruna nema gegn afhendingu á eintaki þess, sem bæri rétta, óslitna fram- salsröð. Danska fyrirtækið gaf einnig út reikning vegna kaupanna, að fjárhæð rúmar 10 millj. króna, að frádregnum rúmum 600 þúsund krónum, sem Vélakaup hafði greitt við pöntun. Senda átti Vélakaupi frumrit farmskírteinis þegar það hefði greitt reikninginn í banka. Skipafélagið afhenti hins vegar vöruna fljótlega eftir að hún barst til landsins, án þess að frumriti væri framvísað eða krafan greidd. Búnaðarbanki Islands hafði stimpl- að á Ijósrit farmskírteinis „Má af- greiða, 16. október 1992, Búnaðar- banki íslands, erlend viðskipti" og fylgdi áritun eins bankastarfs- manns. Taldi skipafélagið sig hafa afhent hjólaskófluna í trausti þessa. Danska fyrirtækið taldi Samskip og Búnaðarbankann bótaskylda vegna þess tjóns, sem hlaust af því að hjólaskóflan var afhent án greiðslu. Hæstiréttur sagði að miða yrði við að ábyrgð skipafélagsins á því að afhenda skófluna aðeins gegn farmskírteini hafi verið í fullu gildi. Því bæri að staðfesta niður- stöðu héraðsdóms að því leyti. Hins vegar yrði bankinn sýknaður af kröfum um bætur, þar sem ekki væri nægjanlega í Ijós leitt hvert traust skipafélagið mátti leggja í stimpil bankans. Sök bankans gagnvart danska fyrirtækinu væri því ekki sönnuð. Stimpillinn hafi ekki borið með sér að ábyrgð væri tekin á afgreiðslunni og skipafélag- ið af ásetningi tekið áhættu af af- hendingunni. Auk 9,5 milljón króna greiðslu til danska fyrirtækisins var Sam- skipum gert að greiða því 500 þús- und krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. reglur og gilda í Kringlunni þannig að stjórn húsfélagsins mun ákveða í framtíðinni hvers konar rekstur verður á 1. og 2. hæð Borgar- kringlunnar. Samsetning verslana í báðum verslunarmiðstöðvunum verður samræmd með það að markmiði að styrkja Kringlusvæð- ið sem verslunarsvæði. Gert er ráð fyrir að nýtt hlutafé- lag yfirtaki eignarhluta Kringlunn- ar 4-6 hf. i Borgarkringlunni, Ís- lenska fasteignafélagið hf. Hlutafé félagsins verður 500 milljónir króna og munu núverandi eigendur eiga 85% hlutafjár, en Húsfélag Kringlunnar leggur fram 15% f.h. eigenda sinn. Kringlan leggur til aðgang að bílastæðum Framlag eigenda Kringlunnar 4-6 hf. verður annars vegar eign- arhluti þeirra í Borgarkringlunni og hins vegar 107 milljónir í pen- ingum til að breyta bílastæðum og 1. hæð Borgarkringlunnar. Eig- TVEIR íslendingar, þeir Helgi Rúnar Óskarsson, markaðstjóri Fróða hf., og Sigurður Jakobsson, fyrrum upptökustjóri hjá Stöð 2, hafa ásamt eiginkonum sínum fengið sérleyfíð fyrir bandarísku samlokukeðjuna Subway í Dan- mörku. Undirbúningur er kominn vel á veg að opnun fyrsta veitinga- staðarins og hafa þeir félagar nú til athugunar að taka á leigu hús- næði við Strikið í miðborg Kaup- mannahafnar. Sigurður sagði í samtali við Morgunblaðið að hugmyndin að því að sækja um sérleyfið hjá Subway hefði fyrst kviknað árið 1993. „Helgi Rúnar var þá í mark- aðsnámi í Kaliforníu og keypti sér oft subway-samlokur. Ég og fjöl- skylda mín fórum í heimsókn til þeirra og þá var þetta ákveðið. 11.500 staðir um allan heim Keðjan hefur verið starfandi í rúm þijátíu ár og innan hennar eru nú 11.500 staðir um allan heim. Um þessar mundir er verið að opna slíka staði í Evrópu og fyrsti staðurinn af fimmtíu í Bret- landi var opnaður í síðustu viku. Þar hefur Subway gert samning við Texaco-olíufélagið um sérleyf- ið. Þá var fyrsti staðurinn opnaður í Sviss núna í desember og í Aust- urríki í október.“ Aðspurður um hvers vegna Sub- way hefði ákveðið að ganga til samstarfs við íslendinga en ekki Dani sagði Sigurður að þeir félag- ar hefðu undirbúið umsókn sína mjög vel. „Þeir aðilar sem sækja um starf þróunarstjóra í einstök- um löndum þurfa að flytja sitt mál fyrir sérstakri nefnd. Danskt fyrirtæki reyndi einnig að fá sér- leyfið og ákvörðun var ekki tekin fyrr en báðir aðilar höfðu flutt sitt mál. Þeir völdu okkur á endan- um. Subway veðjar reyndar oft á endur Kringlunnar leggja fram aðgang að bílastæðum Kringlunn- ar og fá í staðinn hlutafé í nýja félaginu að nafnvirði 75 milljónir. Fyrirhugað er að ráðast í breyt- ingar á bílakjöllurum Borgar- kringlunnar og tengja þá við bíla- stæði Kringlunnar. Gerður verður nýr inngangur á Borgarkringluna og ráðist í breytingar á húsnæði og fyrirkomulagi reksturs á 1. hæð. Þannig er gert ráð fyrir að stórverslun verði sett upp í suður- enda sem hafi aðdráttarafl fyrir Borgarkringluna og allt svæðið. I síðari áföngum breytinganna er gert ráð fyrir að ráðast í fram- kvæmdir á 2. hæð Borgarkringl- unnar og að það svæði verði að mestu nýtt fyrir skemmtiiðnað, þ. á m. bíósali. Boðað hefur verið til félagsfund- ar í Húsfélagi Kringlunnar á þriðjudag, þar sem stjórn þess mun óska eftir umboði allra eigenda í húsinu til að undirrita fyrirliggj- andi samninga. einstaklinga, fremur en fyrirtæki, og telur þá líklegri til að ná ár- angri.“ Kauptilboð hafa borist frá dönskum aðilum Sigurður hefur þegar lokið nám- skeiði hjá Subway í Bandaríkjun- um og Helgi Rúnar er á förum þangað til að setjast á skólabekk hjá fyrirtækinu. Þá er von á svæð- isstjóra Subways í Evrópu til Kaupmannahafnar nú um helgina til að skoða það húsnæði sem stendur til boða. Nokkrir danskir aðilar hafa lýst yfir áhuga á að kaupa sérleyfi af þeim Helga Rúnari og Sigurði. Hins vegar verða þeir að reka fyrsta staðinn í hálft ár sjálfír áður en af því getur komið. -----♦ ♦-------- FTSEIOO slær öll fyrri met London. Rcutcr. VERÐ á hlutabréfum í Bretlandi sló öll fyrri met í gær vegna 25 punkta vaxtalækkunar Englands- banka og vísbendinga um frekari hækkanir síðar að sögn verðbré- fasala og sérfræðinga. „Markaðurinn er sannfærður um að þetta sé ekki síðasta lækkunin,“ sagði einn verðbréfasalinn. „Líkur eru á að minnsta kosti tveimur hækkunum í sumar.“ FTSE 100 vísitalan hækkaði við lokun um 44,5 punkta í 3748,7, en fyrra metið var 3728,6 frá 9. jan- úar. FTSE 350 vísitalan hækkaði um 19,5 í 1857,4 og það var einnig met. Fyrra metið var frá 8. janúar, 1848,5. VKS VERK- OG KERFISFRÆÐISTOFAN Fyrsta tslenska hugbúnaðarfyrirtækið með vottað gxðakerfi. Fyrirtæki sem hafa byggt upp vottuð gæðakerfi með aðstoð Ráðgarðs hf. Lýsi hf. • Bakkavör hf. • Borgarplast hf. Osta- og smjörsalan sf. • (slenskar sjávarafurðir hf. össur hf. • Umbúðamiðstöðin hf. Verk- og kerfisfræðistofan hf. RÁÐGARÐUR hf STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁEXJJÖF FURUGERÐI 5 108 REYKJAVÍK SÍMI633-1S00 netfang: radgard@itn.ls Samskip greiði 9,5 milljónir fyrir hjólaskóflu Frumrit farm- skírteinis vantaði íslendingar fá sérleyfi fyrir Sub way í Danmörku

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.