Morgunblaðið - 19.01.1996, Page 20

Morgunblaðið - 19.01.1996, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA Evrópudómstóllinn Bretar krefjast ógildingar vinnu tímatilskipunar BREZKA stjórnin hóf á þriðjudag málflutning fyrir Evrópudómstóln- um í Lúxemborg til þess að reyna að fá hnekkt tilskipun Evrópusam- bandsins'frá 1993 um vinnuvernd. Tilskipunin kveður meðal annars á um að ekki sé hægt að skylda laun- þega til að vinna lengur en 48 stundir í viku hverri. Hún bannar hins vegar ekki yfírvinnu, sé laun- þeginn sjálfur því samþykkur að vinna hana. Financial Times greinir frá því að brezka stjórnin telji forsendur ráðherraráðs Evrópusambandsins fyrir samþykkt tilskipunarinnar — að lengd vinnutíma hafi almennt áhrif á heilsu og öryggi launþega — séu rangar. Slíkt eigi aðeins við um sum störf í sumum atvinnu- greinum. Tilskipunin, sem ráðherr- aráðið samþykkti með auknum meirihluta árið 1993 gegn atkvæð- um Breta, sé því með réttu ekki vinnuverndartilskipun, heldur fé- lagsmálatilskipun. í Rómarsáttmálanum er kveðið á um að Evrópulöggjöf, sem taki á heilsu og öryggi launþega á vinnu- stað, megi samþykkja í ráðherrar- áðinu án þess að öll aðildarríkin séu sammála — m.ö.o. með auknum meirihluta. Bretar telja, eins og áður segir, að tilskipunin tilheyri öðrum málaflokki, nota hefði átt aðra aðferð við ákvarðanatökuna og því eigi að ógilda tilskipunina. Embætti lögmanns Evrópusam- bandsins mun að öllum líkindum flytja mál sitt fyrir Evrópudóm- stólnum í marz og búast má við dómi í málinu í sumar, að sögn Financial Times. , Niðurstaða um upptöku á íslandi væntanlega bráðlega Vinnutímatilskipunin mun taka gildi í lok nóvember. Evrópusam- bandið hefur gert kröfu um að vin- nutímatilskipunin verði tekin upp í samninginn um Evrópskt efnahags- svæði, en með því yrði hún hluti af íslenzkri vinnulöggjöf. Alþýðusambandið og Vinnuveit- endasambandið náðu samkomulagi á síðasta ári um að leggjast ekki gegn tilskipuninni. Páll Pétursson félagsmálaráðherra hefur hins veg- ar haft efasemdir um að hún henti íslenzkum aðstæðum og vísað því til nefndar félagsmálaráðuneytisins um reglur á sviði félagsmála á EES að skoða ákvæði tilskipunarinnar nánar og hvemig laga megi þau að íslenzku atvinnulífi. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins má búast við að nefndin skili niðurstöðu fljótlega. Hugmyndir um tengingu gengis franka og marks París. Rcuter. FRANSKA dagblaðið Le Monde sló í gær fram þeirri hugmynd að Frakkland og Þýskaland myndu tengja skráningu gjaldmiðla sinna áður en hinn efnahagslegi og pen- ingalegi samruni á sér stað árið 1999. í fréttaskýringu færir blaðið rök fyrir því að gengistenging af þessu tagi væri vænlegur kostur ef hag- vöxtur myndi ekki aukast á næstu sex mánuðum. Blaðið gaf ekki upp neinar heim- ildir né gat þess á neinn hátt hvort að þessir hugleiðingar byggðust á vangaveltum í stjórnkerfum við- komandi ríkja. Le Monde segir að þar sem eng- inn efnahagslegur sé þessa stund- ina til staðar hafi Evrópusambandið þrjá valkostir. Annars vegar að stinga höfðinu í sandinn og láta sem allt sé í lagi eða þá að taka ákvörð- un um að fresta efnahagslega og peningalega samrunnum. Þriðji val- kosturinn, sem gæti að mati blaðs- ins verið leið út úr sjálfheldunni, væri að Þjóðverjar og Frakkar myndu taka höndum saman í pen- ingamálum. „París og Bonn gætu ákveðið að festa innbyrðis gengi frankans og marksins og mynda með því eins konar minnkaða útgáfu af Evrópu- sambandinu," segja greinarhöfund- ar. Þó að blaðið hafi ekki lýst því yfir að hugmyndir af þessu tagi væru til alvarlegrar umræðu gat það þess að Alain Lamassoure sem nú er fjárlagaráðherra og talsmaður frönsku ríkisstjómarinnar, hefði sett fram áþekka hugmynd fyrir nokkrum árum. ERLENT SUHA Arafat fylgist með eiginmanni sínum tala til heimsbyggðarinnar. * Bleiurnar eru ekki deild Arafats EG er mikið ein en ég hef van- ist því og ekki skánar ástandið eftir kosningarnar," seg- ir Suha Arafat, eiginkona Yassers Arafat, leiðtoga Frelsissamtaka Palestínu, PLO. Kosningarnar sem frúin vísar til fara fram á morgun, laugardag, en þá má heita víst að eiginmaður hennar verði kjörinn fyrsti forseti Palest- ínu. Suhá Arafat sér því fram á enn meiri annir og enn meiri ein- veru en huggar sig þó við þann dýrmæta félagsskap sem hún hefur af einkadóttur þeirra hjóna, Zahwa, sem er rétt tæplega sex mánaða. Enska bamfóstran Suzy tekur útsendurum norska dagblaðsins Aftenposten fagnandi er þeir kveðja dyra á glæsilegu heimili Arafat- hjónanna. Barnfóstran reyn- ist prýðilega málglöð og Ijóstrar strax upp um fjöl- skylduleyndarmálið, Yasser pabbi, verðandi forseti Pal- estínu, hefur aðeins einu sinni skipt á dóttur sinni. Hann bregður hins vegar á leik með henni á hveijum morgni áður en hann heldur til starfa á skrifstofu sinni. .Einhvetju sinni náði hún að mölva gleraugu leiðtoga PLO. Suha bíður blaðamannanna í glæsilegri dagstofunni sem hefur frekar yfir sér yfírbragð evrópsks heimilis en arabísks. Þau hjónin búa í Rimal-hverfinu sem þykir hið fínasta í Gaza-borg. Leiðist aldrei „Líf mitt einkennist af hraða og spennu og ég upplifi jafnan sögulega atburði,“ segir Suha og kveðst ekki kannast við að sér leiðist þrátt fyrir fjarvistir eigin- mannsins. Hún kveðst vakna klukkan niu á morgnana og helst ekki fyrr. „Jú, það kemur til af því að Yasser kemur oft ekki heim úr vinnunni fyrr en klukkan þtjú um nótt,“ segir hún. Suha nýtir morgunverðarhléið til vinnu og fer því næst jafnan á fundi með starfsmönnum mann- réttindasamtaka þeirra sem hún veitir forstöðu. Því næst leggur hún sig í hálftíma en tekur síðan á móti gestum sem leita til henn- ar í ýmsum erindagjörðum. Hún kveðst oft ræða í síma við eigin- konur þeirra manna sem þátt taka Suha Arafat, eigin- kona Yássers Arafat, leiðtoga PLO, kveðst lifa spennandi lífí en er einkum umhugað um framtíð sex mán- aða dóttur sinnar. SUHA ásamt tæplega sex mánaða dóttur þeirra hjóna, sem er bláeygð eins og móðirin en þykir annars slá- andi lík föður sínum. í friðarferlinu í Mið-Austurlöndum og nefnir sérstaklega eiginkonu Yitzhaks heitins Rabins, fyrrum forsætisráðherra ísraels, en Suha talar hebresku. Móðir Suhu tilheyrir grísk-róm- versku rétttrúnaðarkirkjunni en Suha tók múhameðstrú er hún giftist Yasser Arafat. Móður henn- ar býr í París og þar er Suha tíð- ur gestur ásamt dóttur sinni. Oft á tíðum skipuleggur hún tíma sinn á þann veg að hún geti haldið fundi í París tengslum við mann- réttindastarf sitt. Dreymir um heimili í Ramallah „Ég vona að dóttir mín verði þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp í Palestínu, hjá sínu fólki,“ segir frú Arafat í samtali við Aft- enposten. Hún leggur hins vegar áherslu á að Arafat-fjölskyldan hyggist ekki flytja frá Gaza fyrr en sjálfstætt ríki Palestínumanna sé orðið að veruleika. „Þá munum við væntanlega setjast að í Ram- allah, fæðingarbæ mínum og eins nærri Jerúsalem og unnt er,“ bæt- ir hún við. Hún gerir hlé á samtal- inu þegar grátur dóttur hennar berst út úr svefnherberginu. Lóks felur hún barnfóstrunni að róa barnið. „Hún er fyrirmyndarmóð- ir,“ segir Suzy, sem er ljóshærð og líkist raunar Suhu mjög. „Stundum þegar ég er úti að ganga með Zahwa, koma lífverð- irnir hlaupandi vegna þess að þeir halda að þar sé Suha á ferð,“ seg- ir hún og rekur upp roknahlátur. Suzy er kona hláturmild og sýni- lega litríkur persónuleiki. „Stundum fæ ég höfuðverk af öllum látunum í henni,“ segir Suha, andvarpar og lít- ur biðjandi augum til himins. Leiðist eldhússtörfin Þess er gætt í hvívetna að heimilisstörfin reynist frú Arafat ekki ofviða. Auk líf- varða bæði inni á heimilinu og utanhúss hefur hún yfir þjónustufólki og eldabuskum að ráða. „Mér leiðist að laga mat og það er því ekki ég sem dreg fram einhvem matarbita þegar Yasser kemur örþreytt- ur heim í morgunsárið." Hún kannst ekki við að Arafat hafi einu sinni skipt á dóttur sinni. „Hver segir það? Suzy varst þú enn einu sinni að kjafta frá. Skipt á stelpunni! Hví- líkt og annað eins! Hann hefur aldrei skipt á henni en hann hjálp- aði einu sinni til,“ fullyrðir frúin. Engin blóm og eilíft stress Tregafullt bros færist yfir and- lit hennar er norsku blaðamenn- irnir spytja hvort eiginmaðurinn hafi nokkru sinni fært henni blóm. „Nei, það hefur hann aldrei gert. En það er vegna þess að hann hefur aldrei tíma, hann hefur tæpast tíma til að varpa öndinni. En við ræðum oft þau mál sem hann er að fást við,“ segir Suha. Hún hefur enda verið einkaritari Arafats, sinnti því starfi er þau hjónin bjuggu í Túnis og haft er fyrir satt að hún hafi veruleg áhrif bakvið tjöldin. Bláu augun hefur Zahwa frá móður sinni en yfirbragðið er frá föðurnum komið. Frúin er að lok- um spurð hvort Zahwa megi vænta þess að eignast brátt yngri bróður. „Það vona ég, með Guðs vilja;“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.