Morgunblaðið - 19.01.1996, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ
HERNAÐARAÐGERÐIR RÚSSA GEGN TSJETSJEIMUM
Reuter
SÆRÐUR gísl, sem slapp undan tsjetsjensku uppreisnarmönnunum í Pervomaí-
skoje í gær, studdur inn á sjúkrahús í nágrannaþorpinu Aksaí.
Moskvu. Reuter.
BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands,
tilkynnti í gær að hernaðaraðgerð-
um Rússa gegn tsjetsjenskum
uppreisnarmönnum í þorpinu
Pervomaískoje í Dagestan væri
lokið. „Við höfum tekið Dzhokhar
Dúdajev [leiðtoga tsjetsjenskra
aðskilnaðarsinna] í kennslustund
og við þurfum nú að ráðast á öll
vígi hans sem eru án óbreyttra
borgara til að losna við hryðjuverk
á rússneskum landsvæðum," sagði
Jeltsín.
Forsetinn sagði rússneskum
fréttamönnum að 82 gíslar hefðu
lifað af og flestir uppreisnarmann-
anna hefðu verið drepnir í hörðum
stórskota- og flugskeytaárásum á
Pervomaískoje. „Allir glæpamenn-
irnir hafa verið upprættir, nema
einhveijir þeirra séu í felum neðan-
jarðar," sagði forsetinn.
26 rússneskir hermenn voru
Reuter
TVÆR aldraðar systur, sem bjuggu í Pervomaískoje, sitja á eigum sinum í ná-
grenni þorpsins. Hús systranna eyðilögðust í stórskota- og flugskej'taárásum Rússa.
ættismönnum að hópur uppreisnar-
manna hefði ráðist út úr þorpinu
í fyrrinótt og skotið á hermenn.
Dúdajev sagður
bera ábyrgðina
Uppreisnarmennirnir söfnuðu
um 2.000 gíslum saman á. sjúkra-
húsi í bænum Kizljar í Dagestan
9. janúar eftir að hafa ráðist inn
í bæinn. Daginn eftir lögðu þeir
af stað með meira en 100 gísla
áleiðis til Tsjetsjníju en rússneskar
hersveitir stöðvuðu þá í Pervomaí-
skoje og umkringdu.
Jeltsín sagði að nauðsynlegt
hefði verið að grípa til hemaðarað-
gerðanna gegn uppreisnar-
mönnunum þar sem samningavið-
ræður hefðu ekki borið árangur.
Hann kvað Dúdajev bera ábyrgð
á mannfallinu meðal hermanna og
óbreyttra borgara.
Rússlandsforseti
boðar árásir á
vígi Tsjetsjena
drepnir í bardögunum í Pervo- og sögðust hafa séð lík 30 upp- verið að uppræta síðustu víghreið-
mískoje, að sögn Jeltsíns. Rúss- reisnarmanna innan um rústir ur Tsjetsjenanna í þorpinu.
neskir blaðamenn fengu að fara húsa sem eyðilögðust í árásunum. ' Áður hafði fréttastofan Itar-
að jaðri þorpsins í fylgd hermanna Þeir sögðu að hermennirnir hefðu Tass haft eftir rússneskum emb-
Reuter
Öryggisviðbúnaður í Moskvu
ÖRYGGISGÆSLAN við opinberar byggingar í Moskvu hefur ver-
ið hert vegna hugsanlegra hryðjuverka Tsjetsjena. Á myndinni
kanna öryggisverðir, vopnaðir Kalashníkov-rifflum, skilríki og
handtöskur manna sem eiga erindi í þinghúsið í Moskvu.
Um 200 manns enn í haldi um
borð í Avrasíu á Svartahafi
Meinað að fara
nm Hellusnnd
Ankara, Sinop. Reuter.
Ekki lík-
legir til
hiyðju-
verka
London. Reuter.
LANDFLÓTTA Tsjetsjenar
hafa veruleg áhrif í Miðaustur-
löndum en ólíklegt þykir að
þeir grípi til hryðjuverka til
stuðnings aðskilnaðarsinnum í
Tsjetsjníju þar sem þeir hafa
of miklu að tapa, að sögn sér-
fræðinga í gær.
Um 100.000 Tsjetsjenar búa
í Miðausturlöndum en samstaða
þeirra er lítil og þeir hafa lítið
aðhafst til að mótmæla hern-
aðaraðgerðum Rússa. Mörgum
þeirra hefur vegnað vel í við-
skiptum og þeir vilja frekar
sinna störfum sínum en að
fylkja liði gegn Rússum.
Richard Sakwa, við háskól-
ann í Kent, sagði að það væri
villandi að bera landflótta
Tsjetsjena saman við hópa eins
og Armena, sem hafa tekið
höndum saman í þágu málstað-
ar heimalandsins. „Tsjetsjen-
arnir eru ekki eins og Armen-
arnir þar sem þeir eru klofnir
í marga ættflokka. Ættflokka-
samfélagið er margklofið og
miklu flóknara."
Um 25.000 Tsjetsjenar búa í
Tyrklandi, þar sem vopnaðir
menn hafa haldið 200 manns í
gíslingu í farþegaskipi til stuðn-
ings tsjetsjensku uppreisnar-
mönnunum í Dagestan. Margt
bendir til þess að mennirnir séu
ekki af tsjetsjensku bergi brotn-
ir heldur tengdir georgíska
héraðinu Abkhazíu og vilji
hefna íhlutunar Rússa þar.
Áhrifamiklir í Jórdaníu
Tsjetsjenar eru ef til vill
áhrifamestir í Jórdaníu. Þar búa
um 10.000 Tsjetsjenar og þeirra
á meðal eru menn sem hafa
sterk tengsl við hirð Husseins
Jórdaníukonungs. Yezid Sayigh,
aðstoðarframkvæmdastjóri Ut-
anrikismálamiðstöðvar Cam-
bridge-háskóla, telur að Tsjetsj-
enar muni beita þessum áhrif í
friðsamlegri tilgangi. „Menn
gætu greint meiri samúð með
Tsjetsjenum í jórdönsku utanrík-
isþjónustunni, en ég efast um
að Tsjetsjenar í Jórdaníu grípi
til hryðjuverka. Þeir eru auðug-
ir og hafa komið sér vel fyrir.“
Um 100.000 Tsjetsjenar búa
utan Tsjetsjniju í Rússlandi,
einkum í stórum borgum eins
og Moskvu og Pétursborg, þar
sem þeir eru aðallega þekktir
fyrir mjög ábatasama glæpa-
starfsemi. Hryðjuverk í þessum
borgum gætu leitt til lögreglu-
herferðar gegn glæpahópunum
og minni gróða og þykja því
ólíkleg.
INNANRIKISRAÐHERRA Tyrk-
lands, Teoman Unusan, þvertók í
gær fyrir það að feijan Avrasía,
sem vopnaðir menn hliðhollir
Tsjetsjenum hafa haft á valdi sínu
frá því á þriðjudagskvöld, fengi
að fara um Hellusund, þar sem
sprengiefni væru um borð og slíkt
væri brot á alþjóðalögum. Ekki
er vitað hvort þetta hefur einhver
áhrif á lausn málsins en tyrknesk
yfirvöld segjast vongóð um að
málið hljóti farsælan endi. Þau
hafa hins vegar vísað á bug frétt-
um um að samið hafi verið við
mannræningjana um lausn fólks-
ins um borð.
Talið er að um 200 manns séu
um borð í feijunni, 114 Rússar,
43 Tyrkir og fímmtíu manna
áhöfn. Mennirnir, sem talið er að
séu sex eða sjö, ruddust um borð
í borginni Trabzon við Svartahaf.
Þaðan hefur ferjunni verið siglt í
átt til Istanbúl í hinu versta veðri,
stórsjó og þoku. Til að komast til
Istanbúl verður að fara um Hellu-
sund, sem er fjölfarin siglingaleið.
Vonir um friðsamlega lausn
í gær stóð til að flytja lögreglu-
mann frá borði en hann er sykur-
sjúkur. Átti að hífa hann um borð
í þyrlu skammt frá hafnarborginni
Eregli. Hins vegar var ekki ljóst
hvenær þetta átti að gerast.
Er mennirnir ruddust um borð,
kváðust þeir vera með sprengiefni
bundið um sig og hótuðu í fyrstu
að sprengja skipið í loft upp. Á
miðvikudag og í gær virtust þeir
famir að linast í afstöðu sinni og
sögðu mögulegt að farþegarnir
yrðu látnir lausir. Hefur mönnun-
um verið heitið því að sjónvarpað
verði frá blaðamannafundi þeirra
þar sem þeir komi áróðri sínum
gegn rússneskum stjórnvöldum á
framfæri. Hafa tyrknesk yfirvöld
sagst nokkuð viss um að málið fái
friðsamlegan endi.
Sagt var frá því á miðvikudag
að leiðtogi hópsins, Muhammed
Tokcan, hefði lofaði yfirmanni
tyrknesku leyniþjónustunnar því
að gíslarnir yrðu látnir lausir ef
skipið fengi að sigla óáreitt til Ist-
anbúl og að ekki yrði á þá ráðist
við komuna þangað. í gær, sólar-
hring síðar, voru þessar fregnir
dregnar til baka og sagt að frétta-
stofan hefði ruglað saman yfir-
manni leyniþjónustunnar og for-
seta Tyrknesk-kákasuska sam-
bandsins, sem heitir svipuðu nafni.
Engin skýring hefur verið gefin á
því hvers vegna beðið var svo lengi
með að leiðrétta misskilninginn.
:
I
»
I
►
I
\
i
I
í:
\
\
\
\
I
I
í