Morgunblaðið - 19.01.1996, Síða 27

Morgunblaðið - 19.01.1996, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 27 LISTIR Vegurinn er vonai- grænn... VEGURINN er vonargrænn heitir dagskrá í Kaffileikhúsinu með löguni og ljóðum grikkjans Mikis Theodorakis. Vegurinn er vonargrænn er ljóðhending úr einu ljóða hans. Ljóðið heitir Möndlutré í blóma og er óður til bjartsýninnar. Því þótti við hæfi að gefa dagskránni þetta nafn. Dagskráin verður frum- flutt laugardaginn 20. janúar og hefst hún kl. 21. Fimmtudag- inn 25. janúar verður önnur sýning en síðan eru fyrirhugað- ar fleiri sýningar. í kynningu segir: „Tilgangur okkar er að kynna íslendingum tónlist og sögu Mikis Theod- orakis en jafnframt að svipta brott skammdegisdrunganum með suðrænni birtu, ilmi og fjöri. Hin rómaða stemmning Kaffileikhússins mun þannig renna saman við svala og seltu Eyjahafsins á grískum kvöldum og vonandi verða gestum okkar til upplyftingar.“ LIST OG HÖNNUN Ilcimilisiönaðar- f c I a g i ö ÁRSRIT 1995 Verð 750 krónur. ÁRSRIT Heimilisiðnaðarfélags íslands er að öllum jafnaði borið út til áskrifenda rétt fyrir jól ár hvert, og mun einnig hafa verið svo á sl. ári. Rýninum hefur litist svo vel á þetta framtak, að hann hefur tekið ritið til umfjöllunar ár hvert og lagði síðast höfuðáherslu á undirstöðuna, sem er að sjálfsögðu verkmennt í landinu og viðhorfið til hennar. Ein- faldlega vegna þess, að án nokkurra viðhorfsbreytinga mun útgáfan enn um langt árabil koma til með að standa í járnum. Við eigum af ríkri arfleifð að ausa hvað heimilisiðnað og handmenntir snertir, en þessi atriði hafa mikið til mætt afgangi við uppbyggingu kennslukerfisins líkt og sjónmenntir, og því er tómt mál að gera kröfur til almennings þegar þekkinguna skortir. Svona líkt og að ætla sér að flagga á hún, ef engin er flaggstöngin. Við eigum ekkert iistiðnaðarsafn, sem fróðleiksfúsir geta leitað til, en um þýðingu þeirra er nærtækast að vísa til sýningar Kaffee Fassett í Hafnarborg, en án Victoria og Al- berts safnsins í London færi án vafa lítið fyrir honum. Og myndlist- armenn mega í raun vera þakklátir fyrir dijúgan listáhuga landsmanna í ljósi þess að íslenzk sjónmennta- saga er ekki til í menntakerfinu, ásamt því að Listasafn ísiands er svo lítið, að útilokað er að hafa þar jafnan til sýnis skilvirkt úrval ís- lenskrar myndlistar. Á síðasta ári var ritið sérstaklega vel úr garði gert og einkum vakti það athygli mína, að fjallað var um nýtingu á íslenzku hráefni úr aðal- atvinnugeiranum, en þar er margt fleira en smáfiskadráp sem miður fer. það eru þessi tengsl við atvinnu- Morgunblaðið/Ásdís Zorbahópurinn Áður en dagskráin hefst hvert kvöld verður boðið upp á grískan niat og grísk vínföng. Þær Kikka og Stína í eldhúsi Kaffileikhússins munu bjóða upp á þjóðarrétt Grikkja á grískum kvöldum, Moussaka ásamt grísku salati, grísku brauði og grískri rúsínu í pylsu- endanum. Að dagskránni stendur Zorbahópurinn, en hann skipa Sif Ragnhildardóttir söngkona sem mun syngja söngva Þeodor- akis, Sigurður A. Magnússon rithöfundur, sem mun kynna tónskáldið og litríkan æviferil þess, Eyrún Olafsdóttir kór- sljóri Táknmálskórsins, en hún mun túlka og „syngja" bæði söng og texta á táknmáli, Jó- hann Kristinsson píanóleikari og Þórður Árnason sem mun leika á gítar og bouzouki. Leik- stjóri er Þórunn Sigurðardóttir. Lögin verða flutt á grísku, íslensku og á íslensku táknmáli, en það síðastnefnda er nýlunda. Kristján Árnason rithöfundur hefur þýtt ljóðin á íslensku. Hugur og hönd ÞRÍR af fjórum höklum í Digraneskirkju, sem Guðrún Vigfúsdóttir hefur ofið. FINNSKA listakonan Sirkka Könönen íklædd sjali sem hún hefur sjálf vélpijónað. vegina, þjóðlega geymd og landið, ásamt listiðnaði og hönnun, sem gera ritið svo verðmætt. Hér sýnist mér aðstandendur þess rækta betur sinn garð en samskonar rit á hinum Norðurlöndunum, sem virðast leggja mun meiri áherslu á hvers konar heimilisföndur og handíðir tii dægra- styttingar. Auðvitað telst það full- gilt, en þetta gefur íslenzku útgáf- unni aukna breidd og dýpt, jafnframt meira þjóðhagslegt gildi. Þýðing handíða og mjúku gild- anna við uppbyggingu sjálfstæðrar þjóðfélagsheildar er ótvíræð, og hér hefur tímarit Heimilisiðnaðarfélags- ins ómældu hlutverki að gegna. Svo ijölþætt sem efni ritsins er að þessu sinni, væri að bera í bakka- fullan lækinn að fara nákvæmt í saumana á því, en meðal þess veiga- mesta má nefna grein Þóris Sigurðs- sonar um textílverk Kristínar Scmit- hauser, sem er búsett í Sviss, og hann fjallár einnig um handgerða föndúrhluti Ragnhildar Gunnlaugs- dóttur. Það góða við ritið, er einmitt hin ríka áhersla sem lögð er á að vísa til þess að hráefnið er alls stað- ar fyrir fótum okkar svo sem allt ritið er til vitnis um. Hins vegar kemst útfærslan iðulega ekki á hærra stig en að vera hrein föndur- gerð, sem þó alls ekki skal vanmet- ið, en frá því og til pijónahönnunar Sirkku Könonen, er langur vegur, en um hana er fjallað í ritinu af Guðrúnu Hannele Hentinen. Aðal- grein ritsins verður þó að telja skrif Sigríðar Haildórsdóttur um Guðrúnu Vigfúsdóttur, sem nefnist „Vefarinn mikli“ og las ég hana af óskiptri athygli. Lífshlaup Guðrúnar og störf hennar að vefnaði réttlæta fullkom- lega nafngiftina, því hér er um meistaratakta í hefðbundnum vefn- aði að ræða. Hann úreldist aldrei frekar en annað sígilt í listinni, þótt annað og nútímalegra komi fram og það er einmitt það sém fyrrnefnd sýning Kaffee Fassett undirstrikar svo rækilega. Sigríður fjallar svo einnig um vefjarvísur frá 17 öld. Vísað skal einnig sérstaklega til hugrenninga Hólmfríðar Árnadóttur um þátt skapandi hugsunar og frelsi til verka, jafnframt greina Sæunnar Þorsteinsdóttur um handverkshúsið Listakot á Laugaveginum, en hand- unnin söluvara er mjög í sókn á land- inu, og Guðrúnar Jónasdóttur um pappírsgerð. Fleira er svo fjallað um pijóna- skap og þannig ritar Birna Kristjáns- dóttir spjall í tilefni af peysusam- keppni Heimilisiðnaðarskólans, og Gréta E. Pálsdóttir rekur sýning- arframkvæmdir verzlunar Heimilis- iðnaðarfélagsins, sem voru með miklum blóma á árinu. Ofanskráð gefur væntanlega nokkra innsýn í efnið, og margskonar annar og nytsamur fróðleikur er að auki í ritinu, jafnframt því sem sagt er frá Norræna heimilisiðnaðarþing- inu 1995. Ritið er mjög vel úr garði gert og prýðir það fjöldi litmynda... Bragi Ásgeirsson •LJÓÐIN voru eins og áður í öndvegi á nýliðinni nýárshátíð í Japan. Heið- ursgestir voru Akihito Jap- anskeisari og Michiko keis- araynja sem hlýddu á hvert ljóðið af öðru, en þau eru jafnan söngluð að ævaforn- um hætti. Þema ljóðahá- tíðarinnar var að þessu sinni græðlingar og samdi keisarinn eftirfarandi Ijóð af því tilefni: Hugur minn er hjá þeim sem mörgum árum eftir að striðinu lauk þar sem fjöllin voru jöfnuð við jörðu gróðursettu græðlinga Starfsmenn hallarinnar sögðu keisarann hafa fjall- að um heimsstyijöldina síð- ari þar sem á nýliðnu ári hefðu 50 ár verið liðin frá lokum hennar. Mikil áhersla hefur verið lögð á það að meðlimir keisara- fjölskyldunnar semji ljóð, allt frá því að Heian-tíma- bilinu lauk árið 1185. •BANDARÍSKA ljóðskáld- ið Mark Doty hlaut fyrir skömmu aðalljóðaverðlaun ' Bretlands, sem kennd eru við T.S. Eliot. Ekkja hans, Valery Eliot, afhenti Doty verðlaunin en þau hlaut hann fyrir ljóð sem hann samdi þegar ástmaður hans greindist með HlV-veiruna. •RITHÖFUNDURINN Mario Vargas Llosa varð nýverið fyrsti útlendingur- inn sem tekur sæti í spænsku akademíunni. Hún var stofnuð á 18. öld til að gæta að þróun spænskrar tungu. Vargas Llosa skrifar á spænsku en hann er fæddur í Perú. •BRESKIR listfræðingar hafa vísað á bug fullyrðing- um listaverkafalsarans Eric Hebborns um að teikn- ing Leonardo da Vinci, sem hangir uppi í National Gall- ery, hafi verið eftir hann. Hebborn lést í síðustu viku eftir að hafa fundist með- vitundarlaus á götu. Skömmu fyrir andlát sitt lýsti Hebborn því yfir í við- tali að hann hefði verið beðinn um að gera eftirlík- ingu af „Maríu mey og Jesúbarninu ásamt heilagri Önnuog heilögum Jóhann- esi“. Ástæðan hefði verið sú að myndin hefði skemmst mikið vegna raka árið 1958. Franskur list- fræðingur hefur hins vegar sagt að hann útiloki ekki að Hebborn hafi sagt satt. ( Hugsaðu vel um húðina þína. * Marja Entrich sér um sína. ! Gakktu við í Grænu línunni. Græna línan, Laugavegi 46. Húdráðgjöf - bætiefnaráðgjöf UTSALA - UTSALA 10-60% AFSLÁTTUR Úlpur - íþróttaskór - íþróttagallar - skíðasamfestingar o.fl. o.fl. fyrir börn og fullorðna. Mýtt kortatímabvl »hummel^ SPORTBUÐ N IMÓATÚNI 17 simi 511 3555

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.