Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREIIMAR
Stefnir lúther skakirkj an í átt til
Kalvínstrúar á Islandi í dag?
Jóhanna E.
Sveinsdóttir
ÉG HEF stundum
velt því fyrir mér hvort
kirkjan hafi áhuga á að
leikmenn hafí skoðun á
messuformi eða boðun
trúarinnar yfírleitt.
Hvort kirkjan telji æski-
legt að við, sem höfum
ekki lært guðfræði í
háskólanum og höfum
því ekkert próf upp á
vasann, höfum samt
skoðanir?
Ég er ein þeirra sem
hafa borið þá gæfu að
kynnast starfí innan
kirkjunnar með veru
minni í Kór Langholts-
kirkju. Ég segi gæfu -
þótt fá merki séu um
siíkt í kirkjunni „minni“ Langholts-
kirkju í dag. Í augum sumra er ég
ein af þeim sem reyndu að „skemma"
kirkjuhald í Langholtskirkju um síð-
ustu jól og áramót með því að syngja
ekki í messunum. Um ástæður þess
hef ég þegar getið í annarri grein og
eyði því ekki frekari orðum í það mál.
Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar
að prestar (og guðsþjónustur yfírleitt)
höfði oft lítt til fólks í nútímaþjóðfé-
lagi þar sem marga presta skorti
visku og oft dýpt til að geta útskýrt
hina raunverulegu merkingu biblíunn-
ar. Fólk á erfítt með að fínna samsvör-
un í orðum biblíunnar við vandamál-
um sínum og lífí. Ég tel að biblían
segi okkur sannleikann um lífíð, til-
veruna og manninn sjálfan - en að
strax á fyrstu áratugum eftir dauða
Jesú Krists hafí táknmál boðskapar
hans smám saman glatast og einblínt
hafí verið á hina bókstaflégu merk-
ingu orðanna - en hún er oft torskil-
in. Er auðvelt að nefna í þessu sam-
bandi þýðingu orðanna „lifandi vatn“.
Ég spurði prestinn, sem kenndi mér
kristinfræði í bamaskóla hvað þetta
þýddi, því ég skildi ekki hina raun-
veruleg merkingu þessara orða. Það
var fátt um svör. Á síðari árum hef
ég hinsvegar fengið þá skýringu, og
það hjá leikmanni, að „lifandi vatn“
tákni sannleikann. Þá
fengu þessi orð innri
merkingu hjá mér.
Ég held að fólk vilji
koma í kirkju til að
hlusta á orð Krists í tali
og tónum - en líka, og
þá ekki síður, til að
styrkja sig í daglegri lífs-
baráttu. Fólk vilji heyra
eitthvað sem vekur það
til umhugsunar og gefur
því samsvömn við lífið
eins og það er. Að sjálf-
sögðu era engir alvitrir,
hvorki prestar né leik-
menn, - en prestar geta
verið uppbyggjandi og
talað af skilningi um lífíð
og tilverana og veitt fólki
með því innsýn í nýja möguleika,
kristna möguleika. Þá þarf presturinn
að hafa skilning á mannlegu eðli,
umburðarlyndi og sannan kærleika.
Til þess á hann að hafa hlotið mennt-
un - eða hvað? Er eitthvað lagt upp
úr því í guðfræðideild að prestar séu
hæfír í samskiptum við fólk og geti
í verki miðlað af kærleiksboðskap
kristinnar trúar? Taka þeir próf í því
að lifa í anda boðaðs orðs í verki í
þjónustu sinni sem prestar? Það er
ekki nóg að lesa um kærleikann upp
úr biblíunni - heldur skiptir mestu að
lifa í kærleika gagnvart öllum með-
bræðram. Það er ekki nóg að kyssa
biblíuna og hampa henni á alls kyns
máta heldur að sýna í framkomu sinni
að einhver meining sé á bak við orð
hennar. Annað væri hræsni. En kirkj-
an lítur bara á það hvort einhver bijóti
eitthvað af sér - ekki hvort hræsnað
sé. Þýðir það þá að prestur geti gert
hvað sem er ef hann bara heldur sig
við boðun orðsins úr biblíunni, en fer
ekki að boða einhveija aðra trú? Er
hann bara brotlegur ef um slíkt er
að ræða?
Ég lærði trúaijátninguna í ferm-
ingarfræðslu minni. Hana kann ég
og hún hefur ákveðna merkingu fýrir
mér. Er íslenska kirkjan orðin afhuga
trúaijátningunni eins og hún var/er
Hvers vegna, spyr Jó-
hanna E. Sveinsdóttir,
er hin hefðbundna trú-
arjátning ekki notuð?
kennd við fermingarandirbúninginn?
Ég spyr því ég skil ekki hvers vegna
ekki er hægt að nota hana við mess-
ur í kirkjunni „minni", Langholts-
kirkju. Þar er fólk látið játa trú sína
með því að lesa af blaði Níkeusjátn-
inguna. Hún er svo sem að innihaldi
eins og hin hefðbundna trúaijátning
- en það getur enginn farið með hana
utanbókar - hún er bara orð af blaði.
Hvað varð um þá sem við kunnum?
Er hún ekki nógu góð? Skipta íslensk
kirkjuyfírvöld sér ekkert af því hvað
prestar hennar nota í þjónustum sín-
um? Er bara nóg að þeir bijóti ekk-
ert af sér gagnvart söfnuðinum?
Myndi söfnuðurinn, ef hann væri
spurður, ekki frekar vilja nota það
sem hann kann og hefur verið nógu
gott til margra ára - er meira að
segja enn talið nógu gott í flestum
kirkjum landsins?
Þama er ég að deila á séra Flóka
Kristinsson vegna þess að eitt af því
sem ég skil ekki er hvers vegna hann
hætti að nota hina hefðubundnu trú-
aijátningu í messum sínum. Er Ník-
eusaijátningin betri en hin? Er ég sem
óbreyttur leikmaður svo skyni skropp-
in að ég skilji ekki að hún sé betri
eða hvað?
Mér fínnst gott og nauðsynlegt að
ganga til altaris í messu og hef til
margra ára gert það í hvert sinni sem
ég syng við messu og ganga skal til
altaris. Ég er hinsvegar hætt að fara
til altaris í messum í Langholtskirkju
í dag. Af hveiju? Mér fínnst að séra
Flóki sé farinn að líta svo á að altaris-
ganga þjóni sama tilgangi og það að
skrifta í kaþólskri trú. Allir til altaris
einu sinni í viku og þá getum við
syndarar hugsanlega komist í gegn-
um vikuna?! Allur hátíðleiki sem alt-
arisgangan innifelur hverfur þegar
hún er ofnotuð eins og mér fínnst
vera gert í messum í Langholtskirkju.
Altarisgangan hefur alltaf haft innri
merkingu fyrir mér - en hún hefur
horfið þegar allir era drifnir upp einu
sinni í viku til að játa syndir sínar -
burtséð frá því hvort fólk hafí innri
þörf fyrir það eða ekki. Margir gera
það eflaust bara til þess að sýnast
en ekki af þvi að þeir hafí þörf fyrir
það. Þá finnst mér betur heima setið
en af stað farið. Mér skilst að séra
Flóki sé einhvers konar sérfræðingur
í litúrgíunni og þetta sé eitt af því
sem hann vilji draga fram í messum
sínum. Er ég ein um að fínnast of-
notkun valda þvi að innri merking
altarisgöngunnar týnist?
Nú svo þegar kemur að því að
bergja á víninu (blóði Krists), þá eig-
um við að drekka af stóra kaleiknum
næstum því beint út úr næsta manni,
þvi séra Flóki vill ekki nota litlu bikar-
ana þar sem hann segir að ekki megi
misnota svo hið blessaða vín. Þrátt
fýrir það getur hann ekki dæmt um
það hvað vekur ógeð hjá fólki og
hvað ekki. Margir hafa hætt að fara
til altaris einmitt út af þessu, t.d.
vegna smithættu sem munnvatn get-
ur borið á milli manna og margir era
hræddir við. En Flóki vísar þvi á bug
og heldur sínu striki. Hann tekur sem-
sagt ekkert mark á því sem annað
fólk segir eða fínnst ef hann er ekki
sammála því. Ég veit ekki hvað öðram
finnst en á einhveijum stöðum væri
þetta kallað yfirgangur og tillitsleysi
við skoðanir annarra. Einhveijir
myndu reyna að mæta óskum safnað-
arins.
Ég hef líka velt því fyrir mér hvort
kirkjuyfirvöld fylgist ekkert með því
hvernig siði prestar taka upp í mess-
um sínum eftir að þeir fá brauð.
Ástæðan fyrir því er sú að séra Flóki
notaði á sínum tíma (hann er að
mestu hættur því nú) reykelsi í mess-
unum. Var gengið með reykelsið um
kirkjuna og kerinu sveiflað á allra
handa máta uns það var hengt upp
til hliðar við altarið. Er þetta eitthvað
nýtt í lútherskri kirkju? Er þetta ekki
eitthvað sem tilheyrir kaþólskum sið?
Er verið að fara út á þá braut innan
íslensku þjóðkirkjunnar? Ég veit ekki
um aðra, en þetta vakti furðu mína
og kynti að vissu leyti undir ákveð-
inni vanlíðan minni í messunni. Ég
skildi ekki af hveiju þessi siður var
tekinn upp - en tel mig þó hafa nokk-
um skilning á notkun reykelsis við
helgiathafnir - en á allt öðram vett-
vangi en í íslenskri þjóðkirkju. Er
þetta stefnubreýting í íslensku þjóð-
kirkjunni? Er ekki verið að blanda
saman siðum úr öðram kirkjum? Spyr
sá _sem ekki veit.
Ég tel mig vera trúaða manneskju
og ég reyni að rækja trú mína mér
sjálfri til uppbyggingar. Mér fínnst
hinsvegar að ég hafí minni og minni
þörf fýrir að sækja kirkjur yfírleitt.
I stað þess ræki ég trúarlíf mitt frek-
ar í einrúmi. Einu sinni sótti ég gleði
og uppbyggingu í messur hjá séra
Sigurði Hauki í Langholtskirkju.
Þeirri gleði hef ég tapað í dag þótt
ég hafí mætt í messum og sungið
þegar kom að hópnum mínum að
syngja. Mér fínnst þetta sorglegt -
sérstaklega þar' sem ég hef meiri trú-
arþörf núna en ég hafði áður. Ég er
bara ein manneskja í íslensku þjóð-
kirkjunni sem hef meira og meira
orðið afhuga messusókn þrátt fyrir
að hafa tekið virkan þátt í guðsþjón-
ustum til margra ára. Hvað með hina?
Það vora stór orð hjá séra Sigurði
Hauki að segja að guð nennti ekki í
kirkju í Langholtssókn og hefði verið
betra að nota vægara orðalag. En
hversu margir nenna að mæta í messu
sem skortir gleði og einlægni, þar sem
notuð er trúaijátning sem maður
þekkir ekki og að margra mati ógeð-
felld aðferð við meðtöku altarissakra-
mentisins? Til að gera hlutina enn
verri er hugsanlegt að ekki verði einu
sinni um að ræða að fólk geti hlustað
á fágaðan tónlistarflutning í messum
í kirkjunni, því enginn veit hver niður-
staða þessa sorglega máls verður.
Það sem ég hef sagt í grein þess-
ari era hugsanir se_m hafa búið með
mér í langan tíma. Ég vildi deila þeim
með þér, lesandi minn, af því að það
gæti kannski orðið þér umhugsunar-
efni. Með þessari grein hef ég sagt
það sem mér lá á hjarta og lýk hér
með umíjöllun minni um deiluna í
Langholtskirkju.
Höfundur er viðskiptafræðingur
og félagi í Kór Langholtskirkju.
Af óvinuni fjárlaga
UNDANFARIÐ hefur rekstrar-
vandi sjúkrahúsa verið áberandi um-
ræðuefni, bæði í Qölmiðlum og millum
manna. Endurtekinn hallarekstur
stóra sjúkrahúsanna í Reykjavík hef-
ur nýlega verið þar í brennidepli.
Meðal annars birtist nýlega í Morgun-
blaðinu viðtal, þess efnis, við Sturlu
Böðvarsson, varaformann fjárlaga-
nefndar Alþingis. Úr viðtalinu má
lesa alvarlega gagnrýni á stjómendur
sjúkrahúsanna. Að mínu mati nær
óvægin ádrepa þingmannsins mestum
þunga, þar sem hann lýsir því yfir,
að stjómendur stóru sjúkrahúsanna í
Reykjavík teldu sig ekki þurfa að
fara að íjárlögum.
Sama daga vitnar höfundur
Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins í
viðtalið og púslar ágætis pistil útfrá
því. Stuttu síðar, og þá sennilega
vegna áeggjunar sama Reykjavík-
urbréfs, svarar Ólafur Öm Amarsson,
framkvæmdastjóri við Sjúkrahús
Reykjavíkur, umræddri gagnrýni íyrir
sig og sína stofnun. Enn síðar og af
sama tilefni skeiðar Sigurður Guð-
mundsson, yfirlæknir og dósent á
Landspítalanum, inná ritvöll Morgun-
blaðsins með tvær lærðar og gagn-
merkar greinar.
■ Þótt greinar kolleganna séu ágætis
framlag í umræðunni, þá get ég ekki
séð, að þar sé að fínna bein svör við
hástemmdri gagnrýni varaformanns
ijárlaganefndar. Ekki trúi ég því, að
læknamir vilji una dómi Sturlu, en á
meðan þögnin ein stendur eftir sem
andmæli mætti ætla, að vömin sé
veik. Því er ég ekki sammála og þar
áem ég tel, að lesendur Morgunblaðs-
ins séu kannski litlu nær því að skilja
kjama málsins, lógó Morgunblaðsins,
eftir lestur greinanna vil ég bæta
nokkra við, í þeirri von, að fleiri skilji
vandann eitthvað betur.
Þingmenn forgangsraða
Á Alþingi, eins og kunnugt er,
skipta þingmenn árlegri fjármálaköku
þjóðarinnar milli hinna ýmsu útgjald-
aliða — hver liður fær sinn geira —
sinn ramma — fjárlagaramma. Þann-
ig verða fjárlög til. í fjárlögum getum
við því lesið þá forgangsröðun mála,
sem meirihluti alþingismanna velur
þjóðinni á hveiju ári. Þar getum við
t.d. séð, hversu miklu fé Alþingi vill
veija til einstakra sjúkrahúsa, Há-
skóla Islands, sauðfjárbænda, vega-
gerðar og svo framvegis.
Útvortis hluti vandans
Undanfarin erfíðleikaár hafa fjár-
framlög til sjúkrahúsa verið skert.
Stóru sjúkrahúsin í Reykjavík hafa
því fengið stöðugt minnkandi rekstr-
arfé á sama tíma og þau hafa þurft
að mæta síaukinni spum eftir þjón-
ustu.
Starfsfólki hefur verið fækkað,
deildum lokað og álag aukið á rest-
ina. Með auknu álagi og sífelldum
niðurskurði hefur sjúkrahúsunum
raunar verið gert ókleift að sinna lög-
bundnum og siðferðilegum skyldum
sínum án þess að sprengja af sér
óraunhæfan fjárlagaramma. Þar að
auki hafa sjúkrahúsin, áramm saman,
þurft að Iáta endumýjun og viðhald
tækja og húsnæðis sitja á hakanum.
Sá stóri uppsafnaði vandi er geymd-
ur. Og áfram er skorið.
Nú er það einu sinni svo, að sjúkra-
Meginregla við stjómun
sjúkrahúsa, segir
Gunnar Ingi Gunnars-
son, er að þar standa
tveir í brúnni.
hús þjóna fólki — lifandi fólki, sem
kemur og fer í sveiflukenndum, en
síauknum fjölda. Og það án tillits til
fjárlagaramma og rekstrarstöðu
sjúkrahúsa. Inflúensufaraldrar era
ónæmir íyrir fjárlögum. Bráðamót-
taka sjúkrahúsanna er opin allan sól-
arhringinn. Þar geta stjómendur ekki
sett upp skilti utaná lokaðar dyr, þeg-
ar stefnir í halla undir lok ársins,
með áletraninni: Því miður, sneiðin
er búin — talið við Sturlu! Stundum
koma óvæntar álögur úr annarri átt.
Þegar ráðherra fjármálanna hækkaði
kaup starfsfólks sjúkrahúsanna, þá
er stjómendum sendur aukareikning-
ur. Reikningur, sem ekki var til við
áætlunargerð yfírstandandi árs.
Hvað mundi nú gerast ef sjúkra-
hús skilaði óvæntum afgangi í árs-
lok? Fengi reksturinn að njóta hans?
Aldeilis ekki, því fjárlagastakkur
næsta árs yrði gerður tveimur núm-
erum minni. Og fleira kemur til.
Þekkt eru dæmi um annars skynsam-
legar tilraunir til aukinnar hag-
kvæmni í rekstri sjúkrahúsa — til-
raunir — sem hafa beinlínis leitt til
verulegra vandræða vegna útgjalda-
ramma, sem leyfði ekki slík stráka-
pör. Þar má t.d. nefna
nýja tækni við skurðað-
gerðir, sem varð til þess,
að unnt reyndist að ein-
falda og íjölga aðgerð-
um, fækka legudögum
og koma fólki fýrir aftur
til eðlilegs lífs og starfs.
Fyrir þetta fengu menn
bara skömm í hattinn,
því ýmis jaðarútgjöld,
t.d.; vegna aukinnar
notkunar á einnota dóti
og þvíumlíku á skurð-
stofum sprengdu kostn-
aðarramma deildarinn-
ar. Menn voru kallaðir á
teppið. Skilaboðin þessi:
Betra að skera langa
skurði og liggja lengi —
innan rammans. Af þessu má sjá,
að rekstur sjúkrahúsa getur sprengt
af sér forgangsröðunarramma Sturlu
varaformanns og félaga án þess að
til þurfi að koma óvandaðir stjórn-
endur.
Onnur vandamál
En stjómsýsla sjúkrahúsa á sér
einnig innri vandamál. Til dæmis er
það meginregla við stjómskipulag
sjúkrahúsa, að þar standa víða tveir
í brúnni — hjúkranarforstjóri og
lækningaforstjóri. Ég lít á það sem
vandamál. Rekstur sjúkrahúsa þarf
enga undanþágu frá viðurkenndu
stjómskipulagi. Hvemig myndi ganga
á Guðbjörgunni með karl og kerlingu
í sitt hvorum glugganum? Spyr sá sem
veit. Og annað. Vegna skammarlegra
lágra launa margra starfshópa hefur
verið gripið til þess ráðs, að púkka
uppá skömmina með ýmsum hætti.
Þar má nefna t.d. óunna yfirvinnu,
veruleikafírrta stjórnunartitla af ýms-
um toga og launaaukandi vaktafyrir-
komulag, úr tengslum við faglegar
þarfír og rekstrarhagkvæmni.
Lokaorð
Á sjúkrahúsum
landsins starfar harð-
duglegt og skyldurækið
fólk, sem margt hvert
býr yfir færni, sem
stendur hæst á heimsins
mælistikum. Þetta fólk
hefur allt lagt sig fram,
í samvinnu við stjórn-
endur, við að halda uppi
gæðaþjónustu sjúkra-
húsanna á mörkum hins
ómögulega á tímum
endurtekins niðurskurð-
ar ár eftir ár. í stað
hróss og hvatningar
þarf það aukreitis að
hlusta á niðurlægjandi
aðdróttanir og skammir, eins og
Sturla Böðvarsson býður uppá í
Morgunblaðinu. Væri ekki nær, að
Sturla stuðlaði að því, að þingmenn
losuðu sjúkrahúsin úr íjötram fastra
ijárlaga, eins og Ólafur Öm benti
réttilega á í sinni grein. En geri þess
í stað afmarkaða og vel skilgreinda
verksamninga við sjúkrahúsin. Ef eft-
irspum yrði umfram slíkan samning
— ja, þá þyrftu þingmenn að ákveða,
hvort bæta skuli við krónum eða ekki.
Þar reyndi á alvöru forgangsröðunar.
Auðvitað þarf einnig að sameina stóru
sjúkrahúsin. í Reykjavík undir eina
stjóm, eins og Sigurður Guðmundsson
minntist á. Koma á klárri verkaskipt-
ingu milli þeirra og gefa rekstrarsvið-
um ábyrgðarvætt sjálfstæði. Samnýta
mætti þannig allan hátæknibúnað og
dýrmætan starfskraft. Einnig þyrfti
að gera viðunandi sérsamninga við
þá lækna, sem væru tilbúnir að til-
einka sjúkrahúsum allan sinn starfs-
tíma. Og síðast en ekki síst, að hafa
einn í brúnni.
Höfundur er Iæknir.
GunnarIngi
Gunnarsson