Morgunblaðið - 19.01.1996, Page 35

Morgunblaðið - 19.01.1996, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 35 AÐSEIMDAR GREINAR Hver á sínu sviði ÞAÐ KOM að því, að landið færi að rísa. Eftir margra ára samdráttarskeið hjá þjóðinni virðist nú sem aftur hylli undir betri tíð í efnahags- málum hennar. Lengi var beðið ákvarðana stóru álframleiðslu- fyrirtækjanna um hvort ráðist yrði í framkvæmdir vegna álframleiðslu á ís- landi, annaðhvort tengdar þeirri fram- leiðslu sem fyrir er eða reist yrði álver á nýjum stað. Nú hefur verið tekin ákvörðun og nú er unn- ið hratt. íslenska álfélagið (ÍSAL), dótturfyrirtæki svissneska fyrir- tækisins Alusuisse-Lonza, reið á vaðið og ákvað að stækka álver sitt í Straumsvík. Ekki eru liðnir margir mánuðir frá því ákvörðun var tekin en samt sem áður eru framkvæmdir við jarðvinnu hafnar og fyrstu útboð vegna nýs ker- skála hafa farið fram. Jákvæð áhrif stórverkefnis á borð við stækkun álversins á efna- hagslífið eru merkjanleg nú þegar og þjóðin fagnar og bindur vonir við að þær tákni upphaf endaloka samdráttar undanfarinna ára. Sé hugað nánar að hvemig undirbúningi framkvæmdanna sem fyrirhugaðar eru í Straumsvík er hagað vakna spurningar. Er það virkilega að gerast að gleðin yfír stóra álversvinningnum hafi blind- að menn, nú sé farið hraðar yfir en skynsamlegt sé og ekki unnið á faglegan hátt? Þeirrar spurning- ar höfum við sem sitjum í stjóm Arkitektafélags íslands spurt okk- ur að undanförnu, í ljósi þeirra upplýsninga sem við höfum fengið um hverning staðið hefur verið að hönnun stækkunar álversins. Nú liggja aðalteikningar stækk- unar álversins fyrir byggingar- nefnd Hafnarijarðar, nokkuð sem ekki er í frásögur færandi, nema vegna þess að arkiektar hafa ekki komið nálægt gerð þeirra. Ákvæði byggingarreglugerðar í gildandi byggingarreglugerð er efitrfarandi grein að finna: „3.5.1. Rétt til að gera aðaluppdrætti og séruppdrætti af húsum og öðrum mannvirkjum og árita þá hafa arkitektar, byggingar- fræðingar, tæknifræðingar og verkfræðingar, hver á sínu sviði, svo og búfræðikandídatar úr tæknideildum búnaðarhá- skóla að því er landbúnaðar- byggingar varðar, enda hafi framangreindir aðilar öðlast tveggja ára viðurkennda starfs- reynslu á sínu sviði þar af a.m.k. eins árs starfsreynslu hér á landi. Þeir sem hlotið höfðu þennan rétt áður en byggingarlög nr. 54/1978 gengu í gildi halda honum.“ Arkitektar hafa lengi haft horn í síðu þessa ákvæðis þar sem ekki er kveðið skýrt á um hlutverk arkitekta annars vegar og tækni- manna hins vegar í hönnun á hinu mann- gerða umhverfi, í því. Tækni- menntaðir menn hafa því árum saman unnið á sviði arkitekta í skjóli þessa ákvæðis byggingar- reglugerðar. Þó hefur sú jákvæða þróun orðið á síðari árum að verk- svið arkitekta hefur í reynd orðið skýrara þrátt fyrir byggingar- reglugerð. Arkitektar munu til dæmis vera aðalhönnuðir lang- flestra opinberra bygginga sem byggðar hafa verið í seinni tíð og skipulag þéttbýlis er einnig í lang- flestum tilfellum unnið af arkitekt- um. Skilningur opinberra aðila og arkitekta á anda ofangreinds ákvæðis íslensku byggingarreglu- gerðarinnar hefur þannig verið sá sami. Nú virðist hins vegar sem sem skilningur íslenska álfélagsins og hins svissneska móðurfélags þess, Alusuisse-Lonza, sé allur annar því verkfræðingur skrifar uppá aðal- teikningar stækkunar álversins í Straumsvík. Arkitekt er menntaður til að vera sá aðili sem samhliða hönnun sinni gætir þess að samræmi sé milli allra þátta hönnunarferlisins, jafnt umhverfisþátta, fagurfræði- legra, og tæknilegi’a. Að þessu ferli koma svo tæknimenntaðir sérfræðingar, hver á sínu sviði og þeim er aðeins ætlað að geta verið aðalhönnuðir á hlutum sem snúa eingögnu að þeirra afmarkaða sér- sviði. Arkitektinn er því sá aðili sem á að horfa á heildina. Álverið og umhverfið Af ofansögðu verður ekki dregin önnur ályktun en sú að eigendur álversins leggi áherslu á aðeins einn þátt í mannvirkjum sínum, þann tæknilega. Álverið er eins og það er í dag með stærstu mann- virkjum á Islandi og stendur á mjög áberandi stað, við „bæjardyr" höfuðborgarsvæðisins. Stærðar sinnar vegna er álverið því stórt umhverfísmál fyrir alla sem á svæðinu búa og um það fara, en þeir eru hreint ekki svo fáir þar sem flestir erlendra ferðamanna sem til landsins koma aka nánast undir húsvegg álversins. Hingað til hafa mannvirki ÍSAL í Straums- vík ekki þótt neitt augnayndi. Það hlýtur því að vera krafa allra að ekki verði kastað til höndunum við hönnun stækkunar álversins og tækifærið, sem vissulega gefst nú til að fegra ásjónu þess að ein- hveiju leyti, verði ekki látið fara forgörðum. ■ Fyrir um ári síðan var kynnt skýrsla með niðurstöðu starfshóps á vegum fjármálaráðuneytisins, Framkvæmdásýslu ríkisins, Arki- tektafélags íslands og Félags ráð- gjafarverkfræðinga með yfirskrift- inni: „Kaup á ráðgjöf — Val á ráð- gjafa.“ Annar kafli skýrslunnar fjallar um menningarstefnu ríkis- Arkitektar hafa ekki, segir Helgi Már Hall- dórsson, komið nálægt gerð aðalteikninga stækkaðs álvers í Straumsvík. ins í mannvirkjagerð ,en þar segir m.a.: „Þegar grunnur er lagður að vel gerðum mannvirkjum er rétt að hafa þessa þætti í huga: Þau hafa mikla þýðingu fyrir hið manngerða umhverfi -og hafa áhrif á uppvaxtarskilyrði okkar og lífsgæði. í þeim endurspeglast tíðarandi og lífsviðhorf samfélagsins á hveijum tíma og þau bera því menningarstigi þjóðarinnar glöggt vitni.“ Með of angreinda tilvitnun í huga spyr ég því: Hafa eigendur álvers- ins í Straumsvík ekki þann metnað til að bera að unnið verði faglega að hönnuninni á allan hátt? Gera bæjaryfírvöld í Hafnarfirði ekki heldur þær kröfur til hönnunar mannvirkja sem erfast munu til komandi kynslóða, að faglega sé að henni staðið? Nú eru fleiri mögulegar álvers- byggingar í umræðunni. Þeim verkefnum sem og öðrum verður að mæta með virðingu fyrir um- hverfinu. Gegn hvers konar meng- un verður að vinna á öllum sviðum, einnig sjónmengun. Það verður best gert með því að allir hönnuð- ir, arkitektar og tæknimenn sam- einist um að vinna verk sín af kostgæfni í anda gildandi reglu- gerðar, hver á sínu sviði. Höfundur er varaformaður Arki- tektafélags Islands. Helgi Már Halldórsson HtTEH 1 KÖrWb°S>0Ór G6AB' JST' ad\das conM£RSE Útivistarfatnaður íþróttagallar Sundfatnaður Leikfimifatnaður íþróttaskór í úrvall po,mJí9 vandaðar ! Á* f,eecepeVsurl 8.090 ®8í4!lmm 10LTAMAÐURINN fi kÁUtAV'ie! 11 * itMl -ilt 1111 te| Eru afurðir býkúpunnar fullkomnustu bæti- og É næringarefni, sem maðurinn hefur aðgang að? p Náttúruvísindin gegnum árhundruði staðfesta ■ það. Drottningarhunang er orkugjafi sem eykur orku og viðheldur heilbrigði. H/GH DESERT drottningarhunang er óunnið lifrænt undursamlegt náttúruefni. 1 Hallgr/murÞ. Magnússon læknir heldur fyrirlestur og svarar spurningum um hreint B óunnið drottningarhunang, áhrif þess á likamann og Candida sveppasýkingu, við h; GRÆNA-VAGNiNN í Borgarkringlunni, 2. hæð, É /augardaginn 20. þ.m. kl. 14.00-15.00. jj Áhugafólk hjartanlega velkomið. Borgarkringlunni, 2 hæð, Sendum í póstkröfu um land allt. símar 85 42 117 & 566 8593 14. - 21. janúar Gestakokkurinn Philippe Girardon sér um matseldina og hefur sett saman glæsilegan 5 rétta matseðil að hætti frakka Fordrykkur heims- meistarans ó tilb.ver&i 550 kr. Sértilbob ó vinum fró Rhone fjTrétta matseðill Andalifra„Terrine" með fersku salati Grilluð hörpuskel á hvítu sveppakremi Laxasneið með_ kamp avínssósu Lambahryggsvöðvi með rósmarínsósu Chartreux „mousse“ með dökku súkkulaði Verð 3.840 kr. BORÐAPANTANIR í SÍMA: 562 0200

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.