Morgunblaðið - 19.01.1996, Síða 38
38 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
+ Inga Ólöf Ingi-
mundardóttir
fæddist á Akureyri
31. október 1950.
Hún lést á Borgar-
spítalanum 12. jan-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru þau Guðmunda
Jóna Krisljánsdótt-
ir, f. 23.9. 1912, d.
17.5. 1992, vest-
firskrar ættar, og
Ingimundur Þor-
steinsson fv. kenn-
ari, f. 12.2. 1912, d.
22:11. 1975, frá
Bakka í Oxnadal. Systkini Ingu
Ólafar eru Björn Jóhann, f.
1931, Sigurbjörg Edda, f. 1935,
LÁTIN er löngu fyrir aldur fram
kær mágkona mín og vinkona. Inga
Ólöf fæddist á Akureyri. Foreldrar
hennar voru þá búsett á Dverga-
steini, utan Akureyrar (í Krækl-
ingahlíð). Faðir hennar var bóndi
og barnakennari þar í sveit. Árið
1956 bregða þau hjónin búi og flytja
tímabundið til Akureyrar. En haust-
ið 1957 flyst fjölskyldan til Kópa-
vogs. Þá þegar hafði Ingimundur
faðir hennar fengið kennarastarf
við nýstofnaðan Kársnesskóla í
Kópavogi. í þeim skóla hefur Inga
Ólöf sína skólagöngu.
'Æskan leið við leik, nám og störf.
Á sumrin vann Inga Ólöf í skóla-
görðunum, en faðir hennar veitti
þeim forstöðu í mörg ár. Að loknu
skyldunámi lá leiðin í Kvennaskól-
ann í Reykjavík. Inga var góður
nemandi, einnig var hún mjög hand-
lagin. Frá Kvennaskólanum útskrif-
aðist hún vorið 1967. Þá strax sama
vor hefur hún störf í dóms- og
kirkjumálaráðuneytinu og starfaði
þar allan sinn starfsaldur. Síðari
árin sem fulltrúi. Þá tók hún einnig
virkan þátt í félagsmálum starfs-
manna ráðuneytisins. Var hún for-
maður í tvö ár og varaformaður í
þijú ár. Á þeim tíma lét starfs-
mannafélagið byggja sumarhús í
Flatey á Breiðafirði. Inga Ólöf haf-
ið mikinn áhuga á þeim fram-
kvæmdum. Var henni falið að sjá
um að ljúka þeim að fullu. Átti hún
eftir að eiga þar margar ánægju-
stundir bæði með vinnufélögum og
fjölskyldu sinni.
Margs er að minnast frá liðlega
tuttugu ára samfylgd. Ég sé í anda
tvær stoltar mæður sem halda
dætrum sínum undir skím í Kópa-
vogskirkju á aðventu 1972. Dóttir
Ingu Ólafar er Anna Jóna Baldurs-
dóttir, fædd 5. nóvember 1972.
Árviss viðburður var að fara með
börnin á jólaböll, þegar þau voru
yngri. En þegar börnin komust til
nokkurs þroska var tekið til við að
spila „púkk“ á þrettándanum, alltaf
heima hjá Ingu.
Inga Olöf bjó sér og dóttur sinni
fallegt heimili í Lyngbrekku í Kópa-
vogi. Þá íbúð lét hún lagfæra mikið
og laga að sínum sérþörfum. Hún
var haldin illvígum giktarsjúkdómi
sem ágerðist með ámnum, svo að
hún þurfti að vera í hjólastól. Hún
hafði sterkan vilja og á það reyndi
svo sannarlega í veikindum hennar.
Uppgjöf var ekki til í hennar
orðaforða. Lagði hún rækt við já-
kvæðan hugsunarhátt og kærleika.
Inga Ólöf bjó yfir miklum andlegum
styrk og í þeim efnum var hún
meira gefandi en þiggjandi.
Inga Ólöf var trygglynd og ætt-
rækin og hélt til haga ýmsum fróð-
leik og gömlum munum. Það var
henni afskaplega mikils virði að
eiga þess kost að komast á ættar-
mót sem haldið var í Bjarkarlundi
sumaríð 1992. Inga kunni að gleðj-
ast í góðra vina hópi og oft kom
hún skemmtilega á óvart. Hún var
nákvæm, stjómsöm og dugleg. Hin
síðari ár hugsaði hún mikið um trú-
mál 0g sótti bænasamkomur.
» Elsku Anna Jóna, þú hefur sýnt
mikið þrek og mikinn kærleika þar
Sjöfn, f. 1937, Krist-
ján Pétur, f. 1944,
og Þorsteinn, f.
1946. Dóttir Ingu
Ólafar er Anna
Jóna Baldursdóttir,
f. 5.11. 1972.
Inga Ólöf útskrif-
aðist úr Kvenna-
skólanum í Reykja-
vík árið 1967. Hóf
hún eftir það störf
hjá dóms- og kirkju-
málaráðuneytinu
og vann þar allan
sinn starfsaldur.
Útför Ingu Ólaf-
ar fer fram frá Digraneskirkju
í Kópavogi í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
sem þú vékst ekki frá móður þinni
síðustu vikurnar. Guð gefi þér
styrk. Tíminn mildar og sefar sorg-
ina.
Við munum ætíð minnast Ingu
Ólafar.
Álfdís Gunnarsdóttir.
Elsku frænka mín, Inga Ólöf
Ingimundardóttir, er fallin frá.
Mig langar með nokkrum orðum
að minnast hennar eins og ég þekkti
hana. Manstu Inga, þegar við
keyrðum saman á ættarmótið í
Bjarkarlundi? Þetta var löng leið,
en ég hefði getað keyrt margfalt
lengra án þess að verða þess vör.
Við urðum svo nánar á þessu ferða-
lagi. Fannstu það sem ég fann?
Fannstu hvernig kynslóðabiiið
hvarf? Fannstu hvemig við tengd-
umst?
Ég er svo þakklát fyrir það
hvernig við kynntumst þá. Ég er
svo þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast hversu stórkostleg kona
þú varst. Þú varst alltaf svo bjart-
sýn á framtíðina og grínið og glens-
ið var aldrei langt undan þegar þú
varst nálæg.
Ég gekk aldrei svo inn um þínar
dyr að ég færi ekki þaðan full af
innblæstri. Þú gafst mér oftar en
einu sinni aukinn styrk. Styrk til
að halda áfram, gefast aldrei upp.
Þakka þér, elsku Inga, fyrir þann
tíma sem við áttum saman. Söknuð-
urin er og verður mikill, en ég veit
að nú líður þér vel.
Elsku Anna Jóna mín, megi guð
gefa þér styrk í sorg þinni og fylgja
þér alla tíð.
Guðmunda Kirstjánsdóttir.
Inga Ólöf ólst upp hjá foreldrum
sínum, sem búsettir vom hér fyrir
norðan. Ég kynntist þeim hjónum
fyrst í Öxnadal þar sem Ingimund-
ur var við kennslu á Þverá 0g síðar
voru þau hjón í vinnu hjá okkur í
Engimýri í eitt sumar. Þau fluttust
síðar suður í Kópavog, þar sem
faðir hennar stundaði kennslu við
Kársnesskóla. Oft nutum við hjónin
þess að dvelja hjá þeim á Kársnes-
brautinni ef dvelja þurfti í Reykja-
vík en þeir voru bræður Ingimundur
og Rútur, maðurinn minn. Þá var
Inga Ólöf í heimahúsum og þar
kynntist ég henni töluvert. Allri fjöl-
skyldunni á ég gott að gjalda og
það var gott að hafa þar samastað.
Inga Olöf var vel gefin stúlka
og vel menntuð. Hún starfaði við
kirkjumálaráðurieytið. Lengi vel gat
Inga Ólöf sótt vinnu á meðan hún
gat ekið bifreið sinni. Snemma dró
ský fyrir sól Ingu Ólafar. Hún fékk
slæman gigtarsjúkdóm, sem ágerð-
ist með ánmum, þrátt fyrir þjálfun,
lyfjameðferð og langdvalir á sjúkra-
húsum. Síðast sá ég Ingu Ólöfu
fyrir þremur árum, þá hafði hún
verið í hjólastól í nokkur ár án þess
að geta nokkra björg sér veitt, gat
aðeins lyft hægri hendi lítilsháttar.
Inga eignaðist eigin íbúð 0g þar bjó
hún með dóttur sinni eins lengi og
nokkur möguleiki var. Sjálfri sér
vorkenndi hún aldrei og það mátti
heldur enginn annar gera. Betra
þótti henni að slá á létta strengi.
Eitt sinn sagði hún við mig i síma.
„Ég ætti að vera á þingi en ekki
gömul kona í hjólastól." Svo hló
hún. Hún var mikil hetja. Kjarkur-
inn og hugsun öll ótrúlega sterk.
Um velferð dóttur sinnar, Önnu
Jónu, sem ólst upp hjá henni hugs-
aði Inga Ólöf mjög mikið. Alla tíð
var Anna Jóna mömmu sinni hjálp-
leg og góð. Síðastliðið ár var hún
við störf á Húsavík, en kom suður
og var hjá mömmu sinni síðustu
stundirnar í þessu lífi. Bræður Ingu
og þeirra konur hafa líka hugsað
vel um hana alla tíð. Nú þegar Inga
Ólöf er látin vil ég þakka henni
innilega fyrir allar góðu og glöðu
stundirnar og hlýjar kveðjur fær
hún úr Öxnadalnum sem henni var
svo kær. Ég bið hennf guðs blessun-
ar að lokum yfir í eilífðarlandið.
Önnu Jónu og systkinum öllum og
þeirra fjölskyldum sendi ég mínar
hugheilustu samúðarkveðjur.
Margrét H. Lúthersdóttir
frá Engimýri.
Margs er að minnast þegar Inga
Ólöf frænka mín er farin í sína síð-
ustu ferð hér á jörð. Hún hóf lífið
sem yngsta barn í stórum systkina-
hópi og ólst upp í faðmi foreldra
sinna. Eftir skólagöngu fékk hún
góða vinnu og naut velgengni í
starfi, lífið blasti við henrii. Hún
eignaðist einkadótturina Önnu Jónu
sem varð sólargeisli hennar. Hún
hófst handa af dugnaði við að kaupa
íbúð og búa þeim mæðgum heimili.
Þetta verk tókst henni einstaklega
vel og naut heimilið listrænna hæfi-
leika Ingu. Henni tókst ávallt að
prýða umhverfi sitt fagurlega þótt
ekki væri úr miklu að spila. En
skjótt skipast veður í lofti. Inga fer
að fá einkenni slæms giktarsjúk-
dóms sem hún reyndi að sigrast á
eins og öllu öðru. Sjúkdómurinn
reyndist verri en hugað var í fyrstu,
á örfáum árum varð hún að lúta í
lægra haldi. Það varð henni þung
raun þegar hún gat ekki lengur
stundað vinnu sína. Síðustu árin var
hún komin í hjólastól og þar með
háð aðstoð annarra. Við þessa erfið-
leika bugaðist ekki hennar sterka
skapgerð og kjarkur, áræði og þor
voru ávallt hennar aðalsmerki. Þeg-
ar hún var spurð um hagi sína var
svarið: „Ég hef það nú gott, það
er allt i lagi með mig.“ Vera henn-
ar á spítala er í árum talin en allt-
af tókst henni að komast heim á
milli. Á fagmáli hefur hún trúlega
verið talin erfiður sjúklingur, svo
sterkt barðist hún fyrir sjálfstæðu
lífi utan veggja spítala. Veit ég að
sjúklingshlutverkið var henni erfitt.
Á milli spítaladvala stóð hún gjarn-
an í stórræðum, t.d. lét hún taka
alla íbúðina sína í gegn og útbúa
hana við sitt hæfi. Þessum fram-
kvæmdum stýrði hún sjálf, valdi
hluti og liti þrátt fyrir að sjónin
væri nær alveg farin. Hrein unun
var að sjá hversu vel tókst til og
áttum við frændfólk og vinir ánæg-
justund með henni á íjörutíu og
fimm ára afmælinu sl. haust. Þar
sat stplt húsmóðir og fagnaði gest-
um. Ákvæði í lögum um málefni
fatlaðra um liðveislu gerði henni
kleift að dvelja heima meðan heilsan
leyfði og var það henni ómetanlega
dýrmætt. Við ræddum oft saman
um réttindi og réttleysi fatlaðra og
er mér sérstaklega í minni símtal
á liðnu vori. Hún var þá að vinna
að enn einni heimferðinni eftir
margra mánaða dvöl á spítala. Hún
var tekin að þreytast á seinvirku
kerfi og sagði við mig: „Sjana mín,
ég vil ekki vera bara blöð í sjúkra-
skrám.“ Með orðum þessum var hún
ekki að deila á það fólk sem annað-
ist hana, heldur að lýsa vanþóknun
á hversu illa er gert ráð fyrir að
fatlaðir geti dvalið heima hjá sér.
Ég skildi hana vel því enginn kýs
að eiga allt sitt undir öðrum.
Ég vil kveðja Ingu Ólöfu og
þakka fyrir allt sem ég lærði af
henni 0g á eftir að nýtast mér í
starfi. Eg minnist með gleði ein-
stakrar ættrækni hennar. Síðast en
ekki síst minnist ég með virðingu
kjarks og sjálfstæðis frænku
minnar. Elsku Önnu Jónu og öðrum
ættingjum færi ég samúðarkveðjur
frá mér og fjölskyldu minni.
Kristjana.
Nú hefur hún Inga Ólöf frænka
fengið hvíldina. Hún hafði í mörg
ár barist hetjulegri baráttu við erfíð
veikindi. Okkur systkinunum mun
ávallt verða minnisstætt hversu lífs-
glöð, skarpskyggn og jákvæð hún
Inga Ólöf var allt fram í andlátið.
Aldrei var neinn bilbug á henni að
finna, þrátt fyrir að veikindi hennar
ágerðust með árunum. Undir það
síðasta var Inga Ólöf bundin við
hjólastól en hún lagði ekki árar í
bát þó að líkamlegu atgervi hennar
hrakaði. Okkur er það minnisstætt
hvað við urðum hissa þegar við
fréttum það að Inga Ólöf hefði far-
ið á tvenna tónleika með stuttu
millibili í Laugardalshöll. Já, við
vorum hissa að hún skyldi leggja
þetta á sig, því við vissum að það
kostaði hana ómældan sársauka að
láta flytja sig fram og til baka í
hjólastólnum. En þarna er Ingu
Ólöfu vel lýst, viljastyrkur hennar
var einstakur. Hún lét biturleika
yfir örlögum sínum ekki draga úr
sér kraft. Hún hafið sæst við Guð
og menn og lagði sig alla fram um
að njóta þess sem lífið hafði henni
að bjóða. Hún hvatti gjarnan þá sem
nærri henni stóðu til að vera lífs-
glaða og hamingjusama. Með orð-
um sínum vakti hún okkur systkin-
in til umhugsunar um lífið og tilver-
una, hamingjuna og það að njóta
þess sem Guð hefur gefið okkur.
Fyrir það viljum við þakka henni.
Hún mun ávallt lifa í huga okkar.
Elsku Anna Jóna, við vottum þér
okkar dýpstu samúð.
Systkinin Þórhildur, Hugrún,
Lára Birna og Ingimundur.
Okkur langar, með fáeinum orð-
um, að minnast látinnar samstarfs-
konu og félaga, Ingu Ólafar Ingi-
mundardóttur, sem er látin. Við
vorum svo lánsamar að kynnast
Ingu Ólöfu þegar við störfuðum
með henni í dóms- og kirkjumála-
ráðuneytinu. Þeim sem kynntust
henni er ógleymanlegur sá kraftur
og dugnaður sem einkenndi hana
alla tíð. Hún var sérstaklega ná-
kvæm og skipulögð í starfí og hafði
lag á að koma þekkingu sinni og
kunnáttu til okkar á þægilegan en
ákveðinn hátt.
Uppúr 1980 fór að bera á sjúk-
dómi þeim sem Inga Ólöf barðist
hetjulegri baráttu við þar til yfir
lauk. Aldrei kvartaði hún þó kvalin
væri og sannaðist þá enn betur í
þeirri ójöfnu glímu, hve sterkan
persónuleika hún hafði að geyma.
Nú hefur Inga Ólöf losnað úr þeim
fjötrum sem sjúkdómurinn lagði á
líkama hennar. Guð blessi minningu
hennar.
Dóttur hennar, Önnu Jónu,
systkinum og ættingjum hinnar
látnu vottum við okkar dýpstu sam-
úð- Hafdís og Hrefna.
Elsku Inga Ólöf.
Mig langar með örfáum orðum
að kveðja þig í hinsta sinn. Það er
undarlegt til þess að hugsa að ég
eigi ekki eftir að sjá þig oftar og
heyra ekki frá þér í síma. Þó lát
þitt hafi ekki átt að koma okkur á
óvart sem til þín þekktu og vissu
hversu illa þú varst farin af sjúk-
dómi þínum, þá er eins og maður
sé aldrei viðbúinn þeirri fregn.
Árin frá því við hittumst fyrst
eru orðin ansi mörg eða hartnær
fjörutíu ár er þú fluttist með fjöl-
skyldu þinni að norðan á Kársnes-
braut 11. Við vorum samheldinn
krakkahópur úr húsunum í kring
og eigum við margar ánægjulegar
minningar frá þeim tíma, sem við
höfðum stundum gaman af að rifja
upg og hlæja að.
Ég get ekki sleppt að minnast á
gífurlegan dugnað þinn og þraut-
seigju öll sjúkdómsárin. Það var
með ólíkindum hversu miklu þú
komst í verk þótt vissulega hafi
margir rétt þér hjálparhönd. En þú
skipulagðir og gafst fyrirmæli og
hversu snúin og erfið vandamálin
voru gafstu aldrei upp. Við hin, sem
INGA OLOFINGI-
MUNDARDÓTTIR
eftir lifum, höfum margt gagnlegt
af þér lært.
Líkt og rótföst angan er
ímynd þín í hjarta mér
minning þína þar ég geymi.
Þinni mynd úr huga mér
aldrei gleyrni, öðrum gleymi -
ekki þér.
(Þýð. Ingvi Jóhannesson.)
Ég og fjölskylda mín sendum
Önnu Jónu og ástvinum Ingu Ólaf-
ar okkar dýpstu samúð.
Vertu sæl elsku Inga Ólöf.
Þín vinkona,
Jóruim.
Hin langa þraut er liðin
nú loksins hlauztu friðinn
og allt er orðið rótt.
Nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(V. Briem.)
Andlát vinkonu minnar, Ingu
Ólafar, gat ekki komið mér á óvart
því hún var búin að beijast lengi
fyrir lífi sínu með lífsviljann, sem
hún aldrei missti, að vopni. Samt
er það þannig að þó dauðinn sé
eðlilegur hluti tilverunnar þá er
maður einhvem veginn aldrei viðbú-
inn honum.
Fyrir um 15 árum fór Inga að
finna fyrir einkennum mjög svæs-
innar liðagigtar sem átti eftir að
draga úr henni allan mátt og nú
er hún látin aðeins 4þ ára að aldri.
Starfsferill Ingu Ólafar var hjá
dómsmálaráðuneytinu þar sem hún
starfaði frá 16 ára aldri og þar til
heilsu hennar hrakaði svo að hún
þurfti að hætta störfum.
Ég kynntist Ingu árið 1970 þeg-
ar hún tók sér frí í dómsmálaráðu-
neytinu í nokkra mánuði og vann
á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn. Ég
á margar góðar minningar frá þess-
um tíma og árunum næstu á eftir.
Ég minnist þess þegar við fórum í
sumarfrí á nýja bílnum hennar Ingu
norður í land og ég minnist þess
þegar við fómm þijár, ég, Inga og
Halldóra, í sumarfrí til Spánar og
skemmtum okkur konunglega. Já,
það er margt sem kemur upp í
hugann á þessari stundu, til dæmis
það hvað Inga var alltaf skynsöm,
hún flanaði aldrei að hlutunum
heldur velti þeim fyrir sér frá öllum
hliðum þannig að mér fannst nú
stundum nóg um. Annað sem ein-
kenndi Ingu var kjarkurinn og
dugnaðurinn, það var fátt sem óx
henni í augum.
Árið 1972 eignaðist Inga Ólöf
dóttur, hana Önnu Jónu, sem hún
bar mikla umhyggju fyrir. Fyrst
eftir fæðingu dótturinnar bjuggu
þær mæðgur hjá foreldrum -Ingu,
en fljótlega fór Inga að huga að
ibúðarkaupum. Hún vildi vera sjálf-
stæð og ekki öðrum háð.
í gegnum öll hennar veikindi
voru þessir eiginleikar Ingu, kjark-
urinn, dugnaðurinn og ekki síst
sjálfstæðið, áberandi því þegar Inga
var orðin svo veikburða að margur
hefði verið fyrir löngu búinn að
gefast upp þá barðist Inga fyrir því
að fá að búa í sinni eigin íbúð. Hún
var enn að breyta og bæta alveg
til hins síðasta því hún lagði metn-
að sinn í að hafa snyrtilegt í kring-
um sig. Hún naut góðrar aðstoðar
heimahjúkrunar og heimilishjálpar
í Kópavogi.
Inga Olöf var alveg frá því ég
kynntist henni mjög hugsandi um
andleg málefni og minnist ég þess
þegar hún dró mig með sér á
skyggnilýsingafund þegar við vor-
um um tvítugt og þessi mál mér
ákaflega framandi. Hún átti síðan
eftir að lesa sér mikið til um þessi
mál meðan hún hélt sjóninni en hún
var einnig frá henni tekin sem
reyndist henni afar þungbært því
þá gat hún ekki lengur stytt sér
stundir við lestur eða horft á sjón-
varp. Núna síðustu ár leitaði hún
fyrir sér í trúnni og virtist vera
búin að finna sig þar og sótti eftir
því sem heilsan leyfði samkomur
hjá Veginum.
Rúmlega tveimur mánuðum fyrir
andlátið bauð Inga til veislu í til-
efni 45 ára afmælis síns og verður