Morgunblaðið - 19.01.1996, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 19.01.1996, Qupperneq 42
-42 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIG URBJÖRG STEINDÓRSDÓTTIR Signrbjörg Steindórsdóttir var fædd í Reykja- vík 27. febrúar 1910. Hún andaðist á Hrafnistu í Reykjavík aðfara- nótt 11. janúar síð- astliðinn. Foreldr- ar hennar voru Steindór Á. Ólafs- son, húsasmíða- "*■ meistari í Reykja- vík, og kona hans, Guðrún Sigurðar- dóttir, bæði ættuð af Mýrum í Borgar- firði. Hún var þriðja í röð átta systkina, en af þeim eru tveir bræður á lífi, Arinbjörn og Friðrik. Hin systkinin voru: Sigurður, Jóhanna, Guðrún, Björgvin og María. Hinn 12. júní 1935 giftist Sigurbjörg Ólafi J. Sveinssyni, loftskeytamanni, frá Vík í Mýrdal, f. 2. ágúst 1904, d. 21. mars 1991. Börn þeirra eru: 1. Steindór I. Ólafsson, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík, "^fæddur 22. ágúst 1936, kvæntur Huldu G. Johansen f. 4. mars 1938. Börn þeirra eru: a) Sigur- björg, veitingasljóri. f. 26. mai 1958, synir hennar eru Óskar Frímannsson, f. 20. mars 1976 VIÐ ANDLÁt Sigurbjargar Stein- dórsdóttur, Sillu, mágkonu minnar, eru tveir bræður á lífi úr átta systk- ina hópi, barna þeirra. -Steindórs Árna Ólafssonar, trésmiðs, og Guð- rúnar Sigurðardóttur er bjuggu lengst af á Freyjugötu 5, þeir Arin- bjöm Sigtryggur og Friðrik. Á und- an eru gengin þau María, Guðrún, Björgvin, Sigurður Óskar og Jó- hanna Ólafía, eiginkona undirritaðs. Þegar ég kynntist þessari fjöl- skyldu fyrir 66 árum var Silla fríð og lífsglöð unglingsstúlka. Hún fór að vinna fljótlega eftir skyldunámið. og Steindór Frí- mannsson, f. 14. desember 1977. b) Ólafur, arkitekt M.Arch. í Englandi, f. 6. september 1964, kvæntur Juliu Bradburn, arkitekt, synir þeirra eru Frederick A. Jo- hann, f. 2. júní 1992 og Benjamin A. Steindór fæddur 1. janúar 1994. c) Hrund, flugfreyja, f. 22. júlí 1967, í sambúð með Frið- rik Einarssyni, framkvæmda- sljóra. d) Guðrún Gerður, við- skiptafræðingur, f. 12. maí 1971. 2. María Ólafsdóttir, fædd 20. apríl 1945, húsmóðir í Reykjavík, gift Guðmundi Ólafs- syni, verslunarmanni, f. 10. júlí 1944. Böm þeirra era: a) Ólaf- ur, tölvunarfræðingur MBA, í Reykjavík, f. 26. ágúst 1965, í sambúð með Ulrike Hettler, BS. b) Sigrún, nemandi í arkitektúr í Þýskalandi, f. 3. ágúst 1968, gift Sigþóri Einarssyni nem- anda í rekstrarverkfræði. c) Björg, nemandi, f. 12. júní 1975. Útför Sigurbjargar fer fram frá Fríkirkjunni i Reykjavík í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Hún vann m.a. við fiskbreiðslu á stakkstæðunum í Haga og síðar um árabil í Kexverksmiðjunni Fróni. Á þessum árum kynntist hún og lofað- ist Ólafí Jóni Sveinssyni, loftskeyta- manni. Ólafur gekk í það ásamt Steindóri og fjölskyldu hans að byggja stærra hús á lóðinni á Freyjugötu 5. Séra Ámi Sigurðsson, fríkirkjuprestur, gaf þau Sillu og Ólaf saman 12. júní 1935. Brúð- kaupsferðin var farin til Englands og Þýskalands með Goðafossi, þar sem Ölafur var þá loftskeytamaður. Brúðhjónin gátu því fiutt inn í nýja t Bróðir okkar, ERLENDUR SIGURÞÓRSSON frá Kollabæ í Fljótshlíð, sem andaðist 9. janúar, verður jarðsettur frá Breiðabólstaðar- kirkju laugardaginn 20. janúar kl. 14.00. Stefanía Jórunn Sigurþórsdóttir, Tómas Sigurþórsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURBJÖRNS ÞÓRÐARSONAR, Ölduslóð 28, Hafnarfirði. Heiðveig Hálfdánardóttir, Helga S. Sigurbjörnsdóttir, Karl Ólafsson, Sigrfður G. Sígurbjörnsdóttir, Gunnlaugur M. Sigmundsson, Herdís J. Sigurbjörnsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við and- lát og útför ÁSTU ÞÓRHILDAR SÆMUNDSDÓTTUR, Sandprýðl, Vestmannaeyjum. Guðmann Adolf Guðmundsson, Guðfinnur Guðmannsson, Eyrún Ósk Sæmundsdóttir, Fjóla Guðmannsdóttir, Adolf Þór Guðmannsson, barnabörn og barnabarnabörn. íbúð á Freyjugötu 5 þegar heim kom. Þar fæddust þeim bömin tvö, Steindór Ingibergur, 1936, og María, 1945. Þau vom vel upp alin og luku bæði verslunarprófí frá Verslunarskóla íslands. Þau em at- hafnasöm og þeim hefur farnast vel. Bamabörnin eru orðin sjö og barnabarnabörnin fjögur. Silla var góð heim að sækja, ávallt glaðlynd og gestrisin. Eftir fráfall foreldra hennar bjó fjölskyldan um langt árabil á Dunhaga 13. Síðustu árin dvöldu þau hjónin á Hrafnistu í Reykjavík. Óiafur lést á árinu 1991. Og nú er Silla kvödd með söknuði og þakklæti fyrir liðna tíð. Blessuð sé minning hennar. Njáll Þórarinsson. Nú er komið að kveðjustund, elsku amma. Hún er erfið, en við huggum okkur við að þér líður ekki illa lengur. Við áttum með ykkur yndislegar stundir á Dun- haganum, sem eru okkur efst í huga þegar við hugsum til þín og afa. Sérstaklega þá hvað þú tókst okkur alltaf opnum örmum og vild- ir allt fyrir okkur gera. Við gleym- um seint prakkarastrikunum þín- um og hvað það var alltaf stutt í hlátur og glens. Ekkert á betur við en það sem stóð á litla plattanum í eldhúsinu heima hjá ykkur „Ef mamma segir nei — spurðu þá ömmu“ — enda kunnir þú aldrei að segja nei. Allt það góða sem við kunnum og það sem við gerum rétt eigum við þér að þakka því þú þekktir ekkert illt né rangt. Okkur eru minnisstæðar tvær af þeim bænum sem þú kenndir okkur. Vertu, Guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni. Hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pétursson.) Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Takk fyrir allt sem þú varst okkur. Að lokum viljum við þakka öllum þeim sem sýndu ömmu hlýhug þau ár sem hún dvaldi á Hrafnistu í Reykjavík, þá sérstaklega fjöl- skyldu hans afa. Einnig viljum við þakka starfsfólkinu á deild G2 sem reyndist henni vel._ Sigurbjörg, Ólafur, Hrund og Guðrún Gerður. Hún amma Silla er dáin. Eftir að hafa fjarlægst okkur meir og meir undanfarin ár hefur hún nú kvatt okkur að sinni og er komin til Óla afa, mömmu sinnar og pabba og systkina, alveg eins og hún talaði um. Þótt að við vitum að nú líði henni vel, er einhvers konar tómarúm í hjarta okkar sem erfitt verður að venjast. Það eru svo margar góðar minn- ingar sem koma upp í hugann þegar við hugsum um hana ömmu. Amma var yndisleg manneskja. Hún var alltaf svo hlý og blíð og sama hvað á bjátaði, maður vissi að hjá ömmu Sillu á Dunhaganum átti maður vís- an samastað. Og margar eru góðu minningamar af Dunhaganum þar sem við barnabömin vomm svo oft hjá ömmu og afa. Okkur leið hvergi betur og alltaf var amma boðin og búin að sýna okkur hlýju og væntum- þykju. Hún hugsaði alltaf um okkur bamabömin fyrst og síðan um sjálfa sig. Þegar okkur var kalt þá tók hún um hendur okkar og hitaði okkur með því að nudda þeim milli sinna handa, jafnvel þótt henni yrði sjálfri kalt af því. Hún sagði stundum við okkur að hún væri voðalega rík. Svo bætti hún alltaf við að hún væri ekki að tala um peninga heldur ætti BALDUR TRAUSTI JÓNSSON + Baldur Trausti Jónsson fæddist í Þverdal í Aðalvík 14. júní 1932. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sinu í Garðabæ 6. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vídalínskirkju 16. janúar. ÞEGAR Aðalvíkin skartar sínu feg- ursta á lognkyrrum og björtum sum- ardegi, þá sest að í vitund áhorfand- ans sú myndræna hugsun sem gott er að laða fram þegar umhverfíð gerist dimmt og dmngalegt. Þar vom æskustöðvar Baldurs Jónsson- ar, þar til er hann flyst með foreldr- um sínum á mölina á ísafirði 1948, þá á 15. ári og settist við nám í Gagnfræðaskóla ísafjarðar. Eg kynntist Baldri þar, þótt hann væri árinu eldri. Ég laðaðist fljótt að honum. Það varð strax séð að þar fór sérstakur persónuleiki. Það var einnig viss skyldleiki með okkur. Báðir áttum við svipaðan upprana. Feður okkar vom útvegsbændur úr dreifbýli sem fluttust, eins og svo margir, til þéttbýlissvæðanna eftir stríðið í þeim miklu fólksflutningum sem þá áttu sér stað. En fljótlega skildu leiðir um sinn. Ég fór til sjós en hann aflaði sér menntunar í Samvinnuskólanum. Eftir nám gerðist hann bókhaldari hjá Helga Ben. í Vestmannaeyjum. Þess tíma, þótt skammur væri, minntist- hann ávallt með ánægju. Honum líkaði samvistir við stórút- gerðarmanninn í Eyjum vel. Síðan fór Baldur aftur upp á fastalandið og starfaði við Kaupfélag Suðumesja í Keflavík, hjá Gunnari Sveinssyni kaupfélagsstjóra, sem er einn þeirra Góustaðabræðra frá ísafírði, en vin- fengi var ávallt mikið á milli Baldurs og þeirra bræðra. Það mun svo hafa verið árið 1956 sem Baldur kemur vestur að Djúpi aftur og ræðst þá sem framkvæmdastjóri Ishúsfélags Ísfírðinga. Það er mín skoðun og margra annarra að með komu hans til bæj- arins hafí merkur þáttur hafíst í at- vinnulífí ísfirðinga. Alveg um svipað leyti vom útgerðarfélögin Hrönn hf. og Gunnvör hf. að koma með ný skip í gagnið sem áttii eftir að gera góða hluti í uppbyggingu kaupstað- arins. Á ámnum sem fylgdu á eftir vora 9 stórir línubátar, á þeirra tíma mælikvarða, gerðir út frá ísafirði á vetuma en stunduðu síldveiðar á sumrin. í dag, 40 ámm síðar, fyrir- fínnst hér enginn línubátur. Það á sínar orsakir sem hér verða ekki raktar. Árið 1960 hætti Baldur störfum hjá íshúsfélagi ísfírðinga og gerðist framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Norðurtanga hf. Hann tók við góðu búi þar og hélt áfram uppbyggingu, með mikla drift I nýsmíði skipa og útgerð. Það var á þessum ámm eða um 1961 sem ég réðst sem skip- stjóri á skip hans Guðnýju ÍS-266 sem hann átti í félagi við Sigurð Sveinsson og föður sinn Jón Magnús- son, ásamt fleiram. í þau 5 ár sem ég starfaði við útgerð Baldurs Jóns- sonar, kynntist ég vel mannkostum hans. Það segir sína sögu að sá fá- heyrði atburður gerðist, að Guð- mundur heitinn Gíslason, þá formað- ur Sjómannafélags ísfírðinga, lagði til við félagsmenn sína, að Baldur yrði gerður að heiðursfélaga og var það samykkt. Það var líklega eins- dæmi þegar um var að ræða mann sem aldrei stundaði sjó en var út- gerðarmaður að atvinnu. Væntumþykja Baldurs til sjó- manna var einstök. Um það bar öll- um saman. Á ámnum 1964-1969 fómst níu fískiskip frá Vestfjörðum og öll utan eitt með öllum mann- skap. Þetta vom ár ísingar og áhlaupaveðra. Þessar slysfarir fengu ákaflega mikið á Baldur Jónsson sem var maður viðkvæmur og stórbrotinn í lund. Skömmu áður en hann fór frá ísafírði árið 1970 sagði hann hún okkur öll og það væri hennar stærsti fjársjóður. Þetta meinti hún og það vissum við. Hún var fjöl- skyldumanneskja og lagði mikið upp úr því að halda fjölskyldunni saman sem hún og gerði. Þegar við vomm yngri og mamma og pabbi fóm í stuttar ferðir til út- landa fluttu Silla amma og Óli afí til okkar á Sólbrautina til að passa okkur á meðan. Það var gott að fá ömmu og afa til okkar því þau vora okkur ávallt svo góð. Amma hafði mikinn húmor og hló oft. Hún var stríðin að eðlisfari og mikið á maður eftir að sakna prakk- arasvipsins sem hún setti svo oft upp, meira að segja hin seinni ár. Afí og amma fluttu af Dunhag- anum á Hrafnistu í Reykjavík árið 1990. Afí var hjartveikur og amma var farin að þjást af alzheimer-sjúk- dómnum. Það var líka gott að koma til þeirra þangað þó að húsakynni væm þröng. Manni leið svo vel í návist þeirra. Afí dó vorið 1991 og ömmu fór þá að hraka fljótt. Hún var svo flutt á sjúkradeild þar sem hún var síðustu fjögur árin. Við reyndum að heimsækja ömmu eins oft og við gátum og þó að minninu hrakaði stöðugt og hún væri undir það síðasta hætt að þekkja okkur átti hún alltaf til koss handa okkur á kinnina. Alltaf skein umhyggja úr augum hennar og stutt var í hlýlegt brosið. Amma kenndi okkur að biðja bænirnar okkar og að trúa á Guð. Þessar bænir báðum við síðasta kvöldið hennar og báðum Guð að láta henni líða vel. Og Guð bæn- heyrði okkur eins og amma sagði alltaf að hann myndi gera og núna líður henni vel. Að lokum fá allir þeir sem sýnt hafa ömmu okkar hlýhug og um- hyggju hin síðustu ár okkar bestu þakkir. Megi elsku amma okkar hvíla í friði. Ólafur, Sigrún og Björg. mér frá því að hann ætti ákaflega erfítt með að afbera þessar slysfarir á sjómönnum hér vestra. Ef til vill hefur það átt sinn þátt í því að hann kaus að halda á brott suður á bóginn. í Hafnarfirði hóf hann útgerð og fískvinnslu við frystihúsið Malir hf. og starfaði þar í nokkur ár. Heilsuleysis fór þá að gæta hjá honum og átti hann við erfiðan hjartasjúkdóm að stríða síðustu 15 ái' ævi sinnar. Baldur starfaði hjá sjávarútvegsráðuneytinu um tveggja ára skeið en tók síðar við starfi fram- kvæmdastjóra Fiskiðjunnar Freyju hf. á Suðureyri. Þar var hann feng- inn til þess að freista þess að rétta við rekstur fyrirtækisins, sem var illa statt m.a. vegna aðgerða stjóm- valda eða aðgerðaleysis í gengis- og vaxtamálum á ámnum 1983-1987. Svo var einnig um flest fyrirtæki í fískvinnslu á Vestfjörðum sem seldu afurðir sínar á erlenda markaði og áttu íbúar allt sitt til fískafurða að sækja, aðrar stoðir vom þar ekki undir atvinnulífí. Á Suðureyri barðist Baldur við að halda fyrirtækinu gangandi í nokkur ár sem og tókst því ennþá er Fiskiðj- an Freyja starfandi. Síðustu æviárin hefur Baldur orðið að hafa hægt um sig heilsunnar vegna. En nú er leið á enda mnnin. Við leiðarlok sækja á minningar um stórbrotinn mann, skapheitan og viðkvæman. Honum var, eins og mörgum öðrum, ekki að skapi sú fiskveiðistjómun sem hmndið var af stað á níunda áratugnum. En nú hefur kvótakerfíð fest sig í sessi um ókomin ár og það siðleysi sem því fylgir einnig. Baldur Jónsson og kona hans Vig- fúsína Clausen höfðu reist sér sumar- hús í Aðalvíkinni. Ég vissi hvem hlýhug hann bar til æskustöðvanna. Þar sem veðráttan fer fram með hamsleysi eða er blíð sem ljúfasta bam, þar sem fjallarefurinn eigrar um sanda á tunglskinsbjörtum nótt- um. Frá hljóðlátri úthafsöldunni ber- ast andvörp eins og söknuður eftir löngu tiðnum dögum, þegar mannlíf- ið blómstraði í þessari vík við nyrsta haf. Halldór Herrnannsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.