Morgunblaðið - 19.01.1996, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 19.01.1996, Qupperneq 44
44 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÁRNI BÖÐ VARSSON + Árni Böðvarsson fæddist í Nonnahúsi á Akureyri 5. ág’úst 1914. Hann andaðist hinn 23. desember síðastliðinn á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 5. janúar síðastliðinn. ELSKU afi Það voru heldur erfiðar fréttir sem mér bárust til Austurríkis í hádeginu á aðfangadag. Pabbi hringdi í mig og sagði mér að þú hefðir dáið aðfaranótt Þorláks- messu. Eftir símtalið settist ég niður og allskonar myndir flugu í gegnum huga minn. Þú varst bú- inn að vera veikur undanfarin ár og þó sérstaklega eftir heilabóð- fallið sem þú fékkst veturinn 1993. En samt léstu ekki deigan síga, hélst áfram að vinna á tölvunni þinni við að skrifa niður þínar eig- in vísur og annarra svo ekki sé minnst á ættfræðina sem var þér svo hugleikinn. Það er ég viss um að margir hefðu lagt árar í bát en á þeim buxunum varst þú ekki. Þinn tími var ekki kominn, eins og þú sjálfur sagðir. Ég held með tilliti til aldurs hafi bati þinn verið mjög góður en amma stóð líka alltaf við bakið á þér og var þér ómetanleg stoð. Fyrstu minningar mínar um þig eru þær að þú varst alltaf með bindi um hálsinn og aldrei fórstu út úr húsi nema að setja upp hatt. Þegar þú keyrðir bílinn varstu allt- af með hattinn og stundum hlóg- um við að því að það væri alltaf hægt að sjá afa langt að og þá var það hatturinn sem gerði út- slagið. Það hefur alltaf verið skemmti- legt að heimsækja ykkur ömmu því móttökumar hafa alltaf verið svo hlýjar og alltaf var sagt við mann hvað væri gaman að hitta mann og sjá. Ófáar stundir höfum við setið saman og rætt um heima og geima og þá gjaman yfir ný- bakaða brauðinu hennar ömmu. Núna í haust þegar þú lást á sjúkrahúsinu heimsótti ég þig eitt kvöldið og þá kvöldstund mun ég alltaf geyma í hjarta mínu. Þú sagðir mér frá því þegar þú hittir ömmu og þegar þið giftuð ykkur. Og við ræddum um hversu miklar breytingar hefðu átt sér stað í þessum málum. Mikið var það kvöld skemmtilegt. Einnig áttum við góða stund saman í byijun desember á Kristnesspítala þegar við hlustuðum saman á jólatónlist flutta af söngnemum. í lokalaginu áttu allir að taka undir og þú lést ekki þitt eftir liggja, söngst eins og herforingi. Þá hugsaði ég með mér að afi hefði greinilega engu gleymt. En svo fór að draga af þér og daginn áður en ég fór heimsótti ég þig. Ég furðaði mig á því hversu fast þú hélst í hendina á mér, miðað við hversu máttfarinn þú varst orðinn. Eftir á að hyggja held ég að þú hafir bara viljað halda í mig meðan þú gætir því þú sagðir við mig að líkelga yrð- irðu ekki hér þegar ég kæmi til baka og sú verður raunin. Þegar ég kem heim í vor verður enginn Ámi afi til að heimsækja í Skarðs- hlíðina en amma tekur örugglega á móti mér opnum örmum eins og alltaf. Elsku afi. Að lokum vil ég þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér og kveð þig eins og þú kvaddir mig: Við sjáumst aftur seinna. Elsku amma mín og aðrir að- standendur. Ykkur votta ég mína dýpstu samúð. Bergdís Ösp Bjarkadóttir, Langenfeld, Austurríki. Skilafrest- ur vegna minningar greina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. RAÐA UGL ÝSINGAR Barnasmiðjan ehf. óskar eftir starfsmanni vönum járnsmfða- vinnu og/eða trésmfðavinnu. Umsóknareyðublöð liggja frammi í verslun- inni á Gylfaflöt 7, Grafarvogi. Upplýsingar ekki veittar í síma. Grafarvogur Við erum fjögurra manna fjölskylda og leitum að leiguhúsnæði í um það bil 2 ár. Upplýsingar veittar í símum: Vs. 587 8700/587 8707 og hs. 565 8769. Úlfar Þórðarson auglæknir Móttakan er flutt í Álfabakka 14, Mjódd. Tímar: Mán. kl. 16-17, þri. kl. 10-12, fim. 10-12 og fös. kl. 10-12 s. 587 2165. Einnig hjá Heilsugæslu Grundar mánudaga klr 17-18 og fimmtud. kl. 16-18, s. 556 6222. Lagasaf n 1995 Lagasafn 1995, sem hefur að geyma gild- andi lög miðað við 1. október 1995, kemur út 19. þ.m. Dreifingu til bóksala og stofnana ríkis og sveitarfélaga annast Ríkiskaup, Borgartúni 7. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 17. janúar 1996. Stangaveiðimenn og konur Flugukastkennsla hefst í Laugardalshöllinni sunnudaginn 21. janúar kl. 10.20 árdegis. Kennt verður 21. og 28. jan., 11., 18. og 25. feb. Við leggjum til stangir. Óbreytt verð. Skráning á staðnum. K.K.R., S.V.F.R og S.V.F.H. Námskeið ftollskýrslugerð Farið verður í uppbyggingu tollskrár og tollaf- greiðslu. Kennd verður útfylling aðflutnings- skýrslu með megináherslu á þau atriði, sem mest á reynir við tollafgreiðslu og hvernig skuli reikna út aðflutningsgjöld. Farið verður yfir ýmis atríði fríverslunarsamninganna sem varða innflutning, svo sem upprunavottorð, ýmsar sérafgreiðslur og fleira. Kennt verður dagana 29. janúar til 2. febrúar kl. 8.15-11.45, samtals 20 kennslustundir. Kennslan fer fram í Tollskóla ríkisins í Toll- húsinu, Tryggvagötu 19, á 5. hæð (skatt- stofumegin) í Reykjavík. Skráning á námskeiðið og nánari upplýsingar er að fá hjá ritara Ríkistollstjóraembættisins í síma 560 0500 fram til 26. janúar nk. Reykjavík, 17. janúar 1996. Tollskóli ríkisins. Verkamannafélagið DAGSBRÚN Stjórnarkjör Kosningar til stjórnar og annarra trúnaðar- starfa í félaginu verða haldnar föstudaginn 19. janúar og laugardaginn 20. janúar 1996. Kosið verður frá kl. 9 til 21 báða dagana. Kjörstaður er á Lindargötu 9, 1. hæð. í framboði er A-listi stjórnar og trúnaðarráðs Dagsbrúnar og B-listi, borinn fram af Krist- jáni Árnasyni, Friðriki Ragnarssyni o.fl. Kjörstjórn ertil húsa á Lindargötu 9,2 hæð. Kjörstjórn. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættislns á Hörðuvöllum 1, Sel- fossi, þriðjudaginn 23. janúar 1996 kl. 10.00 á eftirfarandi eignum: Borgarheiði 18, Hveragerði, þingl. eig. Hörður Ingólfsson, gerðar- beiðandi Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins. Eyrarbraut 16, Stokkseyri, þingl. eig. Auður Gisladóttir, gerðarbeið- andi Glóbus hf. Jörðin Brautartunga, Stokkseyri, þingl. eig. Hörður Jóelsson og Saevar Jóelsson, gerðarbeiðendur Stofnlánadeild landbúnaðarins og Stokkseyrarhreppur. Jörðin Langholt I, Hraungerðishreppur, þingl. eig. Hreggviður Her- mannsson, gerðarbeiðendur Stofnlánadeild landbúnaöarins og sýslu- maðurinn á Selfossi. Þelamörk 5, Hveragerði, þingl. eig. Helga Sveinsdóttir, gerðarbeið- endur Lífeyrissj. Dagsbr. og Frams. og Vátryggingafélag Islands hf. Sýslumaðurinn á Selfossi, 18. janúar 1996. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins f Hafnarstræti 1, 3. hæð, þriðjudaginn 23. janúar 1996 kl. 14.00 á eftirf arandi eignum: Aðalstraeti 32, n.h. a.e., Isafirði, þingl. eig. Pétur Ragnarsson og Jóhannes Ragnarsson, gerðarbeiðandi Bæjarsjóður ísafjarðar. Dalbraut 1B, 0201, (safirði, þingl. eig. Húsnæðisnefnd Isafjarðar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Fjarðarstræti 2, 0201, Isafirði, þingl. eig. Húsnæðisnefnd (safjarðar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Grundarstígur 7, Flateyri, þingl. eig. Sigríður Yngvadóttir, gerðarbeið- andi Kreditkort hf. Hafraholt 4, ísafirði, þingl. eig. Landsbanki Islands, Ingibjörg Hall- grímsdóttir, Sigurður G. Karlsson og Rósa María Karlsdóttir, gerðar- beiðandi Bæjarsjóður Isafjarðar. Mb. Æsa (S-87, þingl. eig. Vestfirskur skelfiskur, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður verslunarmanna. Pólgata 10, (safirði, þingl. eig. Magnús Hauksson, gerðarbeiöandi Mál og menning. Sæból II, Mýrahreppi, V-ís., þingl. eig. Elísabet A. Pétursdóttir og Ágúst G. Pétursson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Vátryggingafélag (slands hf. Áhaldahús á hafnarkanti, Suðureyri, þingl. eig. Suðureyrarhreppur, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður Vestfirðinga og Þróunarsjóðursjávar- útvegsins. Sýslumaðurinn á isafirði, 18. janúar 1996. 'singar I.O.O.F. 12=17701198'/2 = E.I. I.O.O.F. 1 = 1771198’AsE.I.* FERÐAFELAG ÍSLANDS MÖRKiNNi 6 - SlMI 568-2533 Félagsfundur um Hveravelli mlðvikudaginn 24. jan. kl. 20.30. Stjórn Ferðafélags (slands boð- ar félagsmenri sína til áríðandi fundar um skipulagsmál Hvera- valla miðvikudaginn 24. janúar ( félagsheimilinu í Mörkinni 6 kl. 20.30. Sýnið félagsskírteini. Laugardagur 20. jan. kl. 20.00: Þorraganga um Fossvogs- dal, þorrablót i Perlunni Mæting við Mörkina 6 og gengið um Fossvogsdal upp í Oskjuhlíö (yfir nýju göngubrúna). Áning (hressing) í Skógræktinni. Um 1 klst. ganga. I Perlunni fræðir Árni Björnsson um þorrann og síðan verður boðið upp á þorra- mat á 4. hæð Perlunnar. Verð aðeins 1.800 kr. Pantanir á skrifstofu Ferðafé- lagsins, Mörkinni 6, s. 668 2533 og í Perlunni. Allir velkomnir. Ferðafélag (slands. Frá Guðspeki- félaginu Ijigólfsstræti 22 Askriftarsími Ganglera er 896-2070 I kvöld kl. 21 heldur Jón Arnalds erindi um „mannþekkingu" (húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag er opið hús frá kl. 15 til 17 með fræðslu og umræöum kl. 15.30 í umsjón Sigríöar Einarsdóttur. Áfimtudögumkl. 16-18 erbóka- þjónusta félagsins opin almenn- ingi með mikið úrval andlegra bókmennta á góðu verði. Starf félagsins er opið öllum, sem áhuga hafa á andlegum fræðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.