Morgunblaðið - 19.01.1996, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 19.01.1996, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 49 1 I I ( i < < < < < ( < ( I I I I I I ( ( I BRÉF TIL BLAÐSINS Áskorun til ríkis sljórnar Islands vegna aðildar Islands að grófum mannréttindabrotum FYRIR fimm árum, þann 16. janúar 1991, hófu herir Bandaríkjanna og Bretlands kefisbundnar loftárásir á borgaraleg skotmörk á írak. Loft- árásirnar stóðu í 42 daga. Iraksher var ekki megnugur að veija landa- mæri eða lofthelgi landsins. Almenn- ingur í írak var því útsettur fyrir mestu loftárásum sem nokkur þjóð hefur þurft að sæta frá því að síðari heimsstyijöld lauk. Árásirnar beind- ust fyrst og fremst gegn helstu und- irstöðum borgaralegs lífs í írak: Gegn orkuverum, símakerfinu, veg- um, brúm, olíuvinnslustöðvum, vatnsveitum, vatnshreinsunarstöðv- um, matvælaskemmum, niðursuðu- verksmiðjum, skólum, sjúkrahúsum, farartækjum o.fl. Þessi eyðilegging var þó ekki talin nægileg ein og sér. Þótt íraksher hafði dregið sig frá Kúvæt, lögmæt stjórn tekið þar við að nýju og Iraks- her gjörsigraður, var haldið áfram að þjarma að almenningi í írak. Iraska þjóðin hefur nú búið við al- þjóðlega einangrun og viðskiptabann á sjötta árið samfellt. Samkvæmt skýrslum Barnahjálpar og Matvæla- stofnunar Sameinuðu þjóðanna eru afleiðingar refsiaðgerðanna hrika- legar. Við undirritaðir mótmælum harð- lega þeim villimannlegu aðgerðum gegn írösku þjóðinni sem ganga und- ir nafninu „viðskiptabann“ og hafa þegar kostað líf hálfrar milljónar saklausra manna, kvenna og barna og dæma milljónir barna til van- þroska. Engin mannréttindabrot, sem ógn- arstjóm í Baghdad er sökuð um að hafa framið, jafnast á við þau mann- réttindabrot sem orsakast af þessum refsiaðgerðum. Þótt þær séu að und- irlagi Oryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna, er framkvæmd refsiaðgerð- anna í höndum einstakra ríkja, þ.m.t. íslands. íslensk lög og alþjóðasamningar sem ísland hefur undirritað, þ.m.t. Genfarsáttmálarnir frá 1949, banna með öllu aðgerðir sem fyrirsjáanlega leiða til dauða óbreyttra borgara. Það er því krafa okkar að íslensk stjórnvöld afturkalli hið fyrsta aðild Íslands að þessum glæpum og jafn- framt láti rannsaka með opnum og opinberum hætti hvemig á því stend- ur að íslenskir stjómarhættir geti leitt til þess að slík óhæfuverk njóti liðsinnis handhafa ákvörðunarvalds í landinu. Jafnframt skorum við á stjórnvöld landsins að beita sér fyrir því á al- þjóðavettvangi að öllum fórnarlömb- um alþjóðlegra glæpa verði bættur skaðinn, án tillits til þjóðernis og búsetu. Við hvetjum sem flesta landsmenn að undirritað þessa áskorun til að sýna að íslgndingar eigi ekki sökótt við fólkið í írak og hafa engan áhuga að baka sér óvild komandi kynslóða þar. AXEL ÁRNASON, sóknarprestur, Stóra-Núpsprestakalli, CARLOS A. FERRER, sóknarprestur, 1 Kolfreyjustaðarprestakalli, ELÍAS DAVÍÐSSON, tónskáld, Reykjavík, ÓSKAR DÝRMUNDUR ÓLAFSSON, sagnfræðingur, Reykjavík, PÉTUR KNÚTSSON, lektor, Seltjamarnesi. B-listinn biðji Dagsbrúnarmenn afsökunar Frá Guðlaugi Ásgeiri Kristþórssyni: I HITA kosningabaráttunnar í Dagsbrún hafa svokallaðir B-lista- menn talað mikið um að erfitt sé að ná sambandi við starfsmenn og forystumenn Dagsbrúnar, sagt þá vera í fílabeinsturni og kallað þá og þau sem skipa lista stjórnar og trúnaðarráðs hinum verstu nöfnum. Þetta, og að kalla félaga sína í Dagsbrún sauðheimska hunda, sýn- ir þó ekki annað en málefnafátækt mótframboðsmanna á B-lista og orðbragðið eykur sannarlega ekki traust á þeim. Þá er það nú ekki til að bæta það þegar þeir svo þræta í ræðu og riti fyrir að fara offari í orðavali sínu um andstæðinga sína. Þeim væri víst skammar nær að biðja alla Dagsbrúnarmenn afsök- unar fyrir kjaftinn á sjálfum sér. Ég held líka að formannsefni B-listans ætti að leita að upptökum rógburðar, sem hann segir vera í gangi um sig og sitt framþoð, í eig- in röðum og ég fullvissa hann um að ef hann gerir það mun þann finna maðkinn í eigin mysu, feitan og pattaralegan og glottandi út í bæði. Það er alrangt að halda því fram að ekki sé hægt að hafa nein áhrif í Dagsbrún, raunar hreint bull. Ég hef átt mikil og góð samskipti við stjórnina og skrifstofuna og alltaf fengið þá aðstoð sem ég bað um, bæði sem trúnaðarmaður og al- mennur félagsmaður. GUÐLAUGUR ÁSGEIR KRISTÞÓRSSON, starfsmaður Pósts og síma, Jörfa, Jleykjavík. Foroysk ræstkjotveitsla Frá ELÍNU Svarrer Wang: Foroysk ræstkjotveisla verður leygarkvoldið tann 20. januar kl. 20. Veitslan verður í Dugguvogi 12. Undir borðhaldinu skemtar Hilmar Jan Iiansen. Seinni verður dansur við Papunum men eisini verður farið upp á gólv. Kostnaður er 2.000 og tilmelding er í dag fríggjadagin 19. januar á tlf. 5680777. Eins og sést hef ég skrifað þetta á færeysku og væri gaman ef þið gætuð birt þetta þannig. Ef þið getið ekki birt þetta á færeysku væri gott að fá yfirskriftina á fær- eysku til að vekja athygli færeyskra lesenda. Á færeysku er oftast notað „o“ þótt „ö“ sé stundum notað. Færeysk ræstkjotveisla verður laugardagskvöldið 20. jgnúar nk. kl. 20. Veislan verður að Duggu- vogi 12. Hilmar Jan Hansen, sem býr í Færeyjum, skemmtir gestum. Eftir matinn spila Paparnir fyrir dansi en einnig verður færeyskur dans. Miðaverð í veisluna er 2.000 kr. og skráning í síma 5680777 í dag, föstudaginn 19. janúar. ELÍN SVARRER WANG, fyrir hönd stjórnar Færey- ingafélagsins í Reykjavík D E N Z E L ’S’Jf. ' ... , . t ; r* - ■v; . ’ 1:4-v’ t- . ■;•' • -'.v.;-'. :',.. ■ A V.'. • < Ægt ■. ■Mi. .;*•■ , . *4£***%&'■ - * w-i.* *■ • ’Ú/'- :■ ■4W RETTVISIN HEFUR EIGNAST NÝJAN ÓVIN ■• | DENZEL WASHINGTON (CRIMSON TIDE) ÞARFAÐ KLJÁST VIÐ SKÆÐASTA FJÖLDAMORÐINGJA SÖGUNAR! MAGNAOUR SPENNUTRYLLIR IHÁSKÓLABÍÓI.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.