Morgunblaðið - 23.01.1996, Page 16

Morgunblaðið - 23.01.1996, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn ÞEIR (f.v.) Páll. G. Arnar, frá Kjötiðju KÞ á Húsavík, Jón Ás- geir Hreinsson, hönnuður, og Sigmundur Hreiðarsson, frá Kjöt- iðju KÞ, tóku við fyrstu verðlaunum í umbúðasamkeppni Sam- taka iðnaðarins á föstudag. Umbúðasamkeppni Samtaka iðnaðarins Umbúðir undir Húsavíkurhangikj öt verðlaunaðar KJÖTIÐJA Kaupfélags Þingey- inga á Húsavík og Jón Ásgeir Hreinsson, hönnuður, hrepptu fyrstu verðlaun í umbúðasam- keppni Samtaka iðnaðarins fyr- ir gjafaumbúðir undir Húsavík- urhangikjöt. Var það mat dóm- nefndar að um væri að ræða stórglæsilegar umbúðir og heildarsvipur væri einstak- lega vel útfærður. Umbúðirnar eru framleiddar af Norðurpóln- um á Húsavík. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Perlunni sl. föstudag og fengu verðlauna- hafarnir til eignar sérsmíðaðan verðlaunagrip, Silfurskelina, sem er tákn samkeppninnar. Dómnefnd samkeppninnar ákvað að veita tólf viðurkenn- ingar og verðlauna fernar um- búðir sérstaklega. Veitt voru tvenn þriðju verðlaun en þau hlaut annarsvegar Sigurjón Pálsson fyrir gjafaumbúðir, sem hann framleiðir sjálfur úr bylgjupappa, undir svartfugls- egg. Hins vegar hlutu Kjörís og Atómstöðin verðlaun fyrir um- búðakassa undir Scala ís sem framleiddir eru af Kassagerð Reykjavíkur hf.. Önnur verðlaun hlutu Sól hf., Auglýsingastofan Grafít og Erla S. Óskarsdóttir, iðnhönn- uður, fyrir flöskur og miða und- ir matarolíu. Framleiðendur eru Miðaprent hf. og Sigurplast hf. 90 tilnefningar bárust Fram kemur í frétt frá Sam- tökum iðnaðarins að með Silfur- skelinni vilji samtökin vekja at- hygli á hönnun og framleiðslu íslenskra umbúða. Samkeppnin var fyrir allar tegundir um- búða, jafnt flutningaumbúðir sem sýninga- og neytendaum- búðir. Þátttökurétt áttu hönn- uðir og framleiðendur umbúða hér á landi sem komið höfðu á markað hér eða erlendis frá síð- ustu samkeppni. Til samkeppn- innar í ár bárust 90 tilnefningar og alls á þriðja hundrað umbúð- ir. Dómnefnd skipuðu þau Finn- ur Geirsson, framkvæmdastjóri Nóa-Síríusar hf., formaður, Hilmar Sigurðsson, grafískur hönnuður, Elísabet Cochran, grafískur hönnuður, Drífa Hilmarsdóttir, útstillingahönn- uður, og Guðrún Jónsdóttir, arkitekt. Flestar innsendar um- búðir voru á sérstakri umbúða- sýningu um síðustu helgi í Perl- unni. Oracle Corporation og Teymi hf. ósko VKS Verk- og kerfisfræðistofunni hf. til haminglu með að vero fyrsto íslenska hugbúnaðarfyrirtækið með vottað gæðakerfi. VKS notar Oracle7 Workgroup Server, Oracle Power Objects og Personal Oracle7 hugbúnaðarkerfi sem byggja á háum gæðastöðlum Oracle. Við erum hreykin af því að hafa VKS sem samstarfsaðila. I ORACLG® » Enabling The Information Age I TEYMl Borgarlúni 24 , I 0 5 Reykjovík wmm—mm Sími 56 1 8 13 1 ^mmm Bréíslmi 56 2 8 1 3 1 bmí Samskip efla flutningakerfí sitt í Ameríkusiglingum Samstarf að hefjast við Maersk Line SAMSKIP hf. hafa gert samning við stærsta skipafélag heims, Maersk Line, um að annast flutn- inga á gámum frá Bremerhaven og Rotterdam ti! helstu hafna á austur- strönd Bandaríkjanna og Kanada. Þar með getur félagið boðið viku- lega gámaflutninga frá íslandi gegnum Evrópu til fjölmargra hafna í Norður-Ameríku. Áfram verða í boði beinar siglingar milli íslands og Norður-Ameríku með fjölhæfnisskipi á 3ja vikna fresti. Samningurinn við Maersk er liður í uppbyggingu á flutningakerfi Sam- skipa í Ameríkusiglingum sem hófst fyrir alvöru eftir að félagið ákvað að hætta samstarfi við Eimskip á þess- ari leið sl. sumar. Á þeim tíma stóð félagið hins vegar frammi fyrir því að flutningsgeta í Evrópusiglingum takmarkaði möguleika til að bjóða Ameríkuflutninga gegnum Evrópu. Félagið réðist því í kaup á nýju skipi til Evrópusiglinga sl. haust, Dísar- felli, sem hefur mun meiri flutnings- getu en eldra skipið, Helgafell. Vikulegir gáma- fiutningar til Norð- ur-Ameríku í gegn- um Evrópu Með flutningum gegnum Evrópu og þaðan með Maersk geta við- skiptavinir í mörgum tilvikum spar- að sér dýran innanlandsflutning í Bandaríkjunum og Kanada. Þessi kostur er talinn henta aðilum sem gera kröfu um góða meðhöndlun vöru, mikla tíðni og fjölbreytni í áfangastöðum. Maersk er um þess- ar mundir að tengja flutningakerfi sitt við flutningakerfi eins stærsta skipafélags í Bandaríkjunum, Sea Land. Til að unnt sé að bjóða heildar- lausn munu Samskip þó sigla áfram beint milli íslands og Norður-Amer- íku með eigin skipi eins og verið hefur frá síðasta sumri. A þann hátt verður hægt að mæta þörfum þeirra sem flytja mikið magn á eina höfn og gera ekki sömu kröfur um tíðni, fjölda hafna og sveigjanleika. Samstarf við Norcargo? Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hafa Samskip einnig átt í viðræðum um samstarf við eitt stærsta flutningafyrirtæki Noregs, Norcargo, um að terigja saman norðursvæði Noregs, ísland, Fær- eyjar, Nýfundnaland og norður- svæði Bandaríkjanna. Eru uppi hugmyndir um að skip Samskipa safni t.d. saman sjávarafurðum frá Norður-Noregi, íslandi, Færeyjum og Nýfundnalandi á leið til Banda- ríkjanna. Þetta norska fyrirtæki er umsvifa- mikið í flutningum. Það hefur um 800 flutningabíla í sínum rekstri svo og flutningaskip sem sigla milli Noregs, meginlands Evrópu og Bret- lands. Þá rekur félagið flutningafeij- ur sem sigla frá nyrstu höfnum Noregs meðfram allri strönd lands- ins. Beint flug í boði til vesturstrandar Norður-Ameríku í sumar * Canada 3000 á Islandsmarkað KANADÍSKA flugfélagið Candada 3000 hefur sótt um leyfi til sam- gönguráðuneytisins til að selja far- miðla hér á Íandi í áætlunarflug fé- lagsins milli Evrópu og Kanada. Helgi Pétursson, markaðsstjóri Samvinnuferða/Landsýnar, umboðs- aðila Canada 3000 hér á landi, seg- ir að heimild til að selja farmiða með félaginu til Kanada liggi fyrir en umsókn varðandi farmiðasölu til Evrópu hafi ekki enn verið afgreidd í samgönguráðuneytinu. „Við trúum þó ekki öðru en einnig fáist heimild til selja farmiða í þá áttina. Það er lítið gagn í því að fá bara annan legginn," segir Helgi. Hann segir að ekki liggi fyrir hversu há fargjöld- in til Kanada komi tii með að verða. Canada 3000 hafði hér viðkomu þrisvar í viku síðastliðið sumar á leið sinni til meginlands Evrópu og tóku vélar félagsins hér eldsneyti og mat. Þá hóf félagið einnig að hleypa farþegum frá borði í Kefla- vík, þannig að hægt var að fá beint flug frá Kanada til íslands og til baka. Hins vegar hefur fram til þessa ekki verið boðið upp á þann möguleika að kaupa farmiða með félaginu hér á landi en úr þessu hyggst það bæta á komandi sumri. Viðkomustaðir í Kanada eru Vancouver, Calgary og Winnipeg, og verður því hægt að fá beint flug frá Islandi á vesturströnd Norður-Amer- íku. í Evrópu flýgur félagið m.a. til Glasgow, Kaupmannahafnar, Amst- erdam, Dusseldorf og Manchester. Daimler styður Fokker ekki lengur Stuttgart. Reuter. DAIMLER Benz AG hefur ákveðið að hætta fjárhagsstuðningi við hol- lenzku flugvélaverksmiðjurnar Fok- ker NV, sem Daimler á 51% hlut í. Fokker-verksmiðjurnar höfðu ver- ið viðbúnar hinu versta eftir að við- skiptum með hlutabréf í þeim hafði verið hætt vegna áríðandi fundar í þýzka móðurfyrirtækinu. Stjórn Daimlers hætti stuðningn- um við hollenzka fyrirtækið þegar ekki hafði náðst samkomulag um viðbótarfjármagn til að bjarga Fokk- er í viðræðum við hollenzku stjórnina á föstudag. 6 milljarða marka tap Daimler kveðst gera ráð fyrir tapi upp á sex milljarða marka 1995 eft- ir útgjöld upp á 2.3 milljarða marka í tengslum við Fokker og 1.5 millj- arða marka vegna endurskipulagn- ingar iðnfyrirtækisins AEG. „Arðsemi á öllum sviðum er fremsta markmið fyrirtækisins," sagði Jurgen Schrempp stjórnarfor- maður. Daimler kvað 80%c af rekstrinum viðunandi og sagði að fyrirtækið ætti að geta skilað hagnaði á ný 1996. Daimler-Benz Aerospace AG sagði að ef Fokker yrði gjaldþrota kæmust 1200 DASA-störf í hættu. DASA mun halda áfram að fram- leiða flugvélar í framtíðinni með þátttöku í frekari þróun Airbus- áætlunarinnar að sögn stjórnarform- anns DASA, Manfreds Bischoffs. Afföll 40 ára húsbréfa rúmlega 14% ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa til 40 ára sem nú eru að koma á mark- aðinn verður 5,85% hjá Landsbréfum hf. í upphafl eða þremur punktum lægri en af 25 ára bréfunum. Þetta þýðir að afföll við sölu bréfanna eru 14,16% samanborið við 10,97% af- föll af 25 ára bréfum. Húsbréf til 15 ára verða í upphafi seld miðað við 5,88% ávöxtunarkröfu og nema afföllin 7,67%. Davíð Björnsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbréfa, sagði í samtali við Morgunblaðið að hjá Landsbréfum hefði m.a. verið horft til þess að 4 punkta munur væri á 25 og 43 ára húsnæðisbréfum hjá Verðbréfamarkaði íslandsbanka. „Einnig horfðum við á neikvætt hall- andi vaxtalínu spariskírteina þannig að við teljum að þetta sé í samræmi við kjör hliðstæðra bréfa. En auðvit- að reynir fyrst á það þegar kemur að viðskiptunum." Hann sagði að lausleg athugun meðal stærstu kaupenda húsbréfa hefði leitt í ljós að þeir væru sam- mála mati Landsbréfa og því mætti eiga von á að þessi ávöxtunarkrafa héldist á bréfunum. Verðbólgu- hraðinn 6,6%áári VÍSITALA byggingarkostnaðar eft- ir verðlagi um miðjan janúar mæld- ist 208,5 stig, skv. útreikningum Hagstofunnar, og hefur hún hækkað um 1,5% frá því í desember. Síðast- liðna 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 4,6% en á undanförnum 3 mánuðum hefur hún hækkað um 1,6% sem samsvarar um 6,6% verð- bólgu á ári. Að sögn Sturlu Pálsson- ar, hjá Hagstofunni, er stærstur hlut þessarar hækkunar tilkominn vegna launabrej'tinga nú um áramótin. Hagstofan hefur einnig reiknað út vísitölu launakostnaðar miðað við meðallaun í desember. Mældist vísi- talan vera 141,8 stig sem samsvarar 0,2% hækkun frá fyrra mánuði. ----♦------- * Islandsbanki hækkar vexti ÍSLANDSBANKI hækkaði vexti á óverðtryggðum útlánum sínum frá og með 21. janúar sl. Þannig hækkuðu kjörvextir víxil- lána um 0,15% eða úr 8,45% í 8,6%. Vextir af yfirdráttarlánum fyrir- tækja hækkuðu um 0,45% eða úr 13,2% í 13,65%. Þá hækkuðu kjör- vextir almennra skuldabréfalána um 0,15% eða úr 8,35% í 8,5%. Innlánsvextir breyttust hins veg- ar ekki að þessu sinni hjá bankan- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.