Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Enn hefur ekki náðst samkomulag um úthafsveiðikvóta Þjóðveija Skipting kvótans verður ákveðin af yfirvöldum FRESTUR til að leggja fram tillögur um skipt- ingu úthafsveiðikvóta Þjóðverja rennur út í dag og sagði Gunter Drexelius, forseti þýsku landbún- aðar- og matvælastofnunarinnar og yfírmaður kvótamála, í gær að fátt benti til þess að sam- komulag tækist milli þeirra fjögurra útgerða, sem kvótinn hefur skipst á milli undanfarin ár, en þar eiga hagsmuna að gæta tvö fyrirtæki, sem að meirihluta eru í eigu Islendinga. Yfirvöld yrðu því að ákveða skiptinguna. Drexelius sagði að tilkynnt yrði í upphafí næstu viku eða um miðja vikuna hvernig gthafs- veiðikvótinn myndi skiptast milli útgerðanna fjögurra, Mecklenburger Hochseefíscherei, dótt- urfyrirtækis' Útgerðarfélags Akureyringa, De- utsche Fischfang Union (DFFU), sem Samheiji á Akureyri á meirihluta í, Doggerbank og Euro- trawl. Samkomulag er milli DFFU, Eurotrawl og Doggerbank, en Mecklenburger, sem hefur höf- uðstöðvar í borginni Rostock, hefur farið fram á það að skipting kvótans verði endurskoðuð. Guð- mundur Tulinius, framkvæmdastjóri Mecklen- burger, sagði í desember að skiptingin væri ekki í samræmi við sóknargetu útgerðarfyrirtækjanna og kvaðst vilja að kvótanum yrði „réttlátlega skipt“. Drexelius hélt fund með fulltrúum útgerðanna í Hamborg skömmu fyrir jól og sagði eftir það að „slíkar andstæður" hefðu verið í afstöðu manna „að fyrsta sinni í tíu ár var enga lausn að fínna". Eftir þann fund gaf Drexelius frest til 15. janúar til að leysa úr deilunni og síðar var frest- urinn framlengdur til janúarloka. Hvorki gengið né rekið Hann sagði í gær að milli manna í Rostock og hinna aðiljanna þriggja hefði hvorki gengið né rekið í samkomulagsátt. Hann kvaðst búast við því að kvótaskiptingin yrði reist á ákvörðun hins opinbera, en ekki samkomulagi, nema skyndileg sinnaskipti yrðu meðal útgerðarmann- anna. Eftir ummælum Guðmundar Tulinius hjá Mecklenburger og Finnboga Baldvinssonar, framkvæmdastjóra DFFU, í gær að dæma er útilokað að saman gangi í deilunni. „Það hefur engin breyting orðið í afstöðu þeirra, sem að þessu koma og við bíðum bara eftir ákvörðun yfírvalda," sagði Guðmundur. „Útgerðimar hafa talað saman, en það hefur ekki fundist nein nálgun." „Ég reikna ekki með neinum breytingum á kvóta,“ sagði Finnbogi. „Ég sé ekki að neitt nýtt hafí komið fram í málinu þannig að ástæða sé til að breyta þessu. Það er samkomulag milli þriggja aðilja, en ekki hefur náðst samkomulag við Mecklenburger.“ Finnbogi kvaðst myndu sætta sig við niður- stöðu yfirvalda, hver sem hún yrði, en í þessu máli lægi allt fyrir. Árásin á Akranesi Játning 18 ára stúlku liggur fyrir LÖGREGLAN hefur lokið rannsókn á árás sem 16 ára stúlka frá Akranesi varð fyrir 20. janúar sl. Að sögn Krist- rúnar Kristinsdóttur, fulltrúa sýslumannsins á Akranesi, hefur 18 ára stúlka, sem er í gæsluvarðhaldi, játað að hafa sparkað til stúlkunnar. Hún segir að sjónarvottar hafi lýst sparkinu sem mjög þungu. Stúlkan er í gæsluvarðhaldi og rennur gæsluvarðhaldsúr- skurðurinn út nk. sunnudag. Kristrún segir að í dag verði farið fram á það við Héraðs- dóm Vesturlands að stúlkan verði úrskurðuð í gæsluvarð- hald þar til dómur hefur fallið, en þó ekki lengur en til 17. mars. Þegar afstaða hafi verið tekin til þessarar kröfu verði málið sent ríkissaksóknara, en hans sé að ákveða hveijir verði ákærðir í málinu. Glitský við sjónarrönd ÆGIFÖGUR glitský bar fyr- ir augu liðsmanna Landhelg- isgæslunnar á dögunum er þeir voru í eftirlitsflugi á TF-Sýn um 200 sjómílur norðaustur af Langanesi. Þessar skýjamyndanir bar við sjónarrönd á suðvestur- himni. Þeir, sem í flugvélinni voru, segja áð mikið hafi verið um glitský og hafi þeir sjaldan séð annað eins, þrátt fyrir margra ára reynslu í háloftunum. Glitský eða ísa- ský sjást helst að vetri, ósjaldan á Norðausturlandi, og eru í um 25 kílómetra hæð. Morgunblaðið/Halldór B. Nellet Afsökunar- beiðni Á MYND með fréttinni „Brotist inn í fyrirtæki“ á bls. 2 í gær mátti sjá bifreið með einkennis- stöfunum JP-591. Af texta mynd- arinnar mátti skilja að bifreiðin tilheyrði manni, sem handtekinn hafði verið vegna gruns um þjófn- að í verslun við Vesturberg og þýfi hefði fundist í bifreiðinni. Nú hefur Morgunblaðið sannreynt að eigandi umræddrar bifreiðar kom hvergi nærri þessu máli né heldur fannst þýfí við leit í henni. Hins vegar fannst meint þýfi í annarri bifreið við sömu lö^regluaðgerð og myndin í gær sýndi. Morgun- blaðið biður eiganda bifreiðarinnar JP-591 afsökunar á myndbirting- unni og þeim texta sem myndinni fylgdi. Kjararannsóknanefnd um launaþróun frá 3. ársfjórðungi 1994 til 1995 Kaupmáttur tímakaups jókst um 4% að meðaltali KAUPMÁTTUR greidds tíma- kaups landverkafólks innan Al- þýðusambands Islands í dagvinnu jókst um 4% frá 3. ársfjórðungi ársins 1994 til jafnlengdar árið eftir. Greitt tímakaup á þessu tíma- bili hækkaði um 5,9% að meðal- tali, samkvæmt útreikningum Kjararannsóknanefndar, en vísitala neysluverðs hækkaði um 1,8% á sama tíma. I lok febrúar í fyrra hækkuðu kauptaxtar um 2.700 krónur á mánuði, auk þess sem laun undir 84 þúsund krónum á mánuði hækk- uðu um allt að eitt þúsund krónur á mánuði eftir ákveðnum reglum. Að mati samningsaðila þýddu þess- ar hækkanir 3,6% hækkun á meðal- launum. Samkvæmt úrtaki Kjararann- sóknanefndar hækkuðu laun allra stétta á fyrrgreindu tímabili. Mest hækkaði tímakaup verkafólks um 6,5% og 6,7%. Tímakaup af- greiðslukarla hækkaði um 3,2% og tímakaup annarra stétta um 4,9-6%. Vinnutími styttist Vinnutími styttist hjá öllum stéttum á fyrrgreindu tímabili, frá hausti 1994 til hausts 1995, nema hjá skrifstofukörlum. Mest styttist vinnutíminn hjá verkakörlum, um 2,4 klukkustundir á viku og hjá verkakonum, um 1,1 klukkustund. Hjá öðrum stéttum nam stytting vinnutíma innan við einni klukku- stund á viku, nema hjá skrifstofu- körlum eins og fyrr sagði, en viku- legur vinnutími þeirra lengdist um 0,6 klukkustundir. Mánaðartekjur landverkafólks innan ASÍ hækkuðu á umræddu tímabili um 3,3% að meðaltali og jókst því kaupmáttur mánaðar- tekna um 1,4%. Mánaðarlaun hækkuðu mest hjá iðnaðarmönnum og skrifstofukörlum, en minnst Tekjur ASÍ-fólks í fullu starfi á þriðja ársfjórðungi 1994 og 1995 Helmild: Kjararannsóknamefnd þriðj Heimild: II Starfsstéttir Vikutekjur 1994/111 1995/111 Breyting Mánaðartekjur kaup- 1994/111 1995/111 Breyting máttar Verkakarlar kr. 25.500 25.500 110.300 110.600 0,3% -1,5% Afgreiðslukarlar 28.000 28.800 118.900 122.200 2,8% 1,0% Verkakonur 19.900 20.500 86.200 89.000 3,2% 1,3% Afgreiöslukonur 19.600 20.300 83.100 86.300 3,9% 2,0% Skrifstofukonur 24.800 25.800 104.500 108.600 3,9% 2,0% Iðnaðarmenn 33,600 35.400 145.400 153.400 5,5% 3,6% Skrifstofukarlar 31.600 34.400 133.100 144.900 8,9% 6,9% ASÍ-landverkafólk 26.000 26.800 111.600 115.300 3,3% 1,4% varð hækkunin hjá verkakörlum, 0,3%, enda styttist vinnutími þeirra mest á þessu tímabili. Kaupmáttur mánaðarlauna þeirra minnkaði því um 1,5%. Kaupmáttur launa iðn- aðarmanna jókst hins vegar á þessu tímabili um 3,6% og kaupmáttur skrifstofukarla jókst um 6,9%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.