Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Umjöfnuð leikrit. Þó ný kynslóð hafi aldrei heyrt á Sovétríkin minnst nema með viðskeytinu „fyrrverandi" sé komin til sögunnar hefur Animal Farm síð- ur en svo tapað gildi sínu. Hún er dæmisaga úr og um daglega lífið. Ég get ekki að því gert þó mér finnist leiksviðið í Tjarnarbíói vera með þeim skemmtilegri sem ég hef séð. Sennilega er það dýptin og skortur á tæknilegum tólum sem ræður þar mestu. Það gerir meiri kröfur til leikstjórans að skila góðri vinnu. Hann getur ekki falið sig undir pilsfaldi tækninnar, s.s. snún- ingssviði og öðru í þeim dúr. Leik- stjórinn, Andrés Sigurvinsson, skilaði sínu hlutverki vel sem og aðrir sem að sýningunni stóðu. Leikmyndin var nokkuð góð, fyrir sviðinu miðju var tjald sem á var varpað skuggamyndum eða andliti sögumanns. Reyndar náði ég ekki alveg tilganginum með því að háfa sögumann eða hver hann var; lítil stelpa sem virtist vera að dreyma þetta allt. Mér fannst vera örlítil myndbandslykt af sögumanninum, hans hlutverk var allt á myndbandi, held ég. Skuggamyndirnar gerðu gott betra. Samhæfðu hreyfingarnar í hópatriðunum hefðu mátt vera bet- ur æfðar. MH-ingarnir stóðu sig mjög vel á sviðinu og náðu að gera „persónun- um“ góð skil, hvort sem þær voru hænsnahópur, leiðitamur dráttarklár eða svín með mikilmennskubijálæði. Þó fannst mér Benjamín asni (Tómas Lemarquis) og læðan (Unnur Ösp Stefánsdóttir) bera af öðrum leikur- um. Hvorugt þeirra sagði mikið, það Morgunblaðið/Þorkell A sýningunni. Portrett- sýning í Listasafni Sigurjóns UNDANFARIÐ hafa verið til sýnis í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar valdar andlitsmyndir eftir Siguijón. Breytingar hefur verið gerðar á sýningunni þar eð bætt hafa verið við verkum, bæði þrívíðum andlits- myndum, skúlptúrum eftir Siguijþn og málverkum af þjóðkunnum Ís- lendingum. Málverkin hafa fengist að láni úr öðrum söfnum. Á sýningunni verður þannig hægt að skoða mál- verk Jóns Stefánssonar og Kristjáns Davíðssonar af Halldóri Laxness við hliðina á brjóstmyndinni, sem Siguijón mótaðh Sjálfsmynd Ásgríms Jónssonar mun kallast á við bronsmynd Sigur- jóns af þessum fyrsta myndlistar- kennara hans, og eru báðar mynd- irnar frá árinu 1947. Af öðrum aðfengnum listaverkum má nefna portrett Nínu Tryggvadóttur af Ragnari í Smára og myndir Sigur- jóns af Páli ísólfssyni og Guðmundi Thoroddsen prófessor. Á meðan á sýningunni stendur verður aðstaða til að skoða mynd- bandið „Þessir kollóttu steinar", sem ijallar um portrettmyndir Sig- uijóns. Sýningin mun standa til 19. maí. Safnið er opið laugardaga og sunnudaga milli klukkan 14 og 17. Kaffistofan er opin á sama tíma. Tekið er á móti hópum utan opnun- artímans eftir nánari samkomulagi. LEIKIIST Lcikfclag M II DÝRABÆR eftir George Orwell. Leikgerð Peter Hall. Tónlist Richard Peaslee. Söng- textar Adrian Mitchell. íslensk þýð- ing Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Þýð- ing söngtexta og bundins máls Krist- ján Þórður Hrafnsson. Leikstjóri Andrés Sigurvinsson. Hreyfinga- hönnuður Lára Stefánsdóttir. Tón- listarstjómandi Gústav Sigurðsson. Höfundur leikmyndar og búninga Stígur Steinþói'sson. Ljósahönnuður Sigurður Kaiser. Frumsýning í Tjarnarbíói laugardaginn 27. janúar. DÝRABÆr, Animal Farm, er án efa frægasta saga George Orwells. Hann lifði á tímum mikils umróts, þegar hugmyndir um draumaþjóðfélagið voni allsráðandi. Orwell fæddist 1903, lifði tvær heimsstyijaldir, kreppuna miklu og rússnesku byltinguna. Kveikjan að Dýrabæ var byltingin í Rússlandi, þessi eina sanna, ekki þessar tíunda áratugar tilraunir. All- ir helztu hugmynda- og stjórnmála- frömuðir Sovétsins eiga sér samsvar- anir í persónunum í Dýrabæ, Marx (í Fróða gamla), Lenín og Trotzky (í Neista), Stalín (í Napóleoni). Al- þýðan á sér líka sína fulltrúa, í Jaka dráttarklár, Benjamín asna, hænun- um og læðunni. Sagan var skrifuð 1943 en fékk heldur neikvæð viðbrögð hjá útgef- endum sem þótti hún vera helzt til mikil ádeila á bandamenn Breta, Sovétmenn. En kalda stríðið kom og bókin þótti þá góð og hlaut náð hjá útgefendum. Hún hefur selzt í meira en tveimur milljónum eintaka, teikni- mynd gerð eftir henni og nú síðast •SÖNGLEIKURINN Cats komst í heimsmetabækurnar á mánu- dag þegar hann var sýndur í London í 6138. skipti. Enginn söngleikur hefur verið sýndur oftar. Verkið er eftir Andrew Lloyd Webber og er byggt á kveðskap T.S. Eliots. Cats var frumsýnt í New London Theatre árið 1981 og hefur verið sýnt þar síðan. Uppfærsla söngleikurinn A Chorus Line á Broadway í New York átti fyrra met, 6137 sýning- ar. •NÝLIÐI sló í gegn þegar spænsku Goya kvikmyndaverð- launin voru veitt um helgina. Spánverjinn Eduardo Diaz Yanes fékk verðlaun fyrir bestu mynd, frumsamið handrit og að vera besti nýi leikstjórinn fyrir frum- raun sína, Enginn mun tala um okkur þegar við erum öll. Pedro Almodovar var tilnefndur til sjö verðlauna fyrir myndina Blóm minna leyndarmála, en varð tóm- hentur frá að hverfa. •BRASILÍUMENN eru æfir yfir því að óperusöngvarinn José Carreras skuli eiga fá 60 milljón- ir króna fyrir að syngja fyrir 650 manns á einum tónleikum í Amazon-leikhúsinu í borginni Manaus 27. febrúar. Tilefnið er að 100 ár eru liðin frá því að leikhúsið var reist til þess að Enrico Caruso gæti haldið þar eina tónleika. Þvi er haldið fram að íbúar regnskóganna væru betur komnir að fénu og í bígerð er að lögsækja stjórnvöld. •F. MURRAY Abraham, sem Iék Salieri í myndinni Amadeus eftir Milos Forman, hefur brátt æfing- ar á leikriti um Leó Tolstoj und- ir leikstjórn Jacks Hofsiss, sem setti Fílamanninn á svið. Ráðgert er að leikritið Tolstoj, sem gerist árið 1910, skömmu fyrir andlát rússneska skáldjöfursins, verði kvikmyndað og hefur verið gerð- var hvernig þau hreyfðu sig og hvar þau voru á sviðinu. Á „múgæsingar- fundum“ stóð Benjamín einhvers staðar fyrir aftan, einsog hann vissi hvernig þetta myndi allt enda, og læðan var bara að snyrta sig, henni gat ekki staðið meira á sama um stund og stað, þess á milli var hún þar sem henni datt í hug, vinur þess sem henni hentaði bezt í hvert skipti. Dýrabæ er hægt að skilja og túlka á marga vegu, t.d. að sá sem hefur orðið hefur líka valdið. Líka að orð segja ekkert, það gerir túlkun þeirra. I upphafi voru sjö boðorð máluð á hlöðuvegginn. Boðorð sem gáfu dýr- unum von um bjarta framtíð. En eftir að Napóleon gerði Neista (Len- ín/Trotzky) útlægan tók hann til við að bæta orðum aftan við þau og beygla þau og beygja svo boðorðin hentuðu hans hagsmunum. Á endan- um var bara eitt boðorð eftir, það sjöunda; „Öli dýr eru jöfn“, með ör- stuttri viðbót; „... en sum eru jafnari en önnur“. Er það ekki alveg satt? Eru sumir menn ekki jafnari en aðrir? Þó rússneska byltingin hafi verið kveikjan er í raun hægt að segja að allar byltingar heimsins séu sam- ankomnar í Dýrabæ. Mannkynssag- an gengur ekki í hringi, þá mundu menn læra af reynslunni. Það er lík- ara því að hún gangi í bylgjum og á leiðinni upp sjá menn bara tindinn í hillingum en á niðurleiðinni sjást afleiðingar þeirrar næstu á undan ekki. Núverandi sveifla skyggir á. Árið 1949 kom sagan „1984“ út, einu ári fyrir dauða Orwells, en hann lézt úr berklum 1960. Orsakast grámi hennar af líðan höfundar eða er hún framhaldið, Dýrabær II? Verður þjóðfélagið einsog því er lýst í „1984“ eftir Stóru heimsbylting- una? Heimir Viðarsson ur samningur við Abraham um að leika greifann einnig á hvíta tjaldinu. Sýningar á leikritinu eiga að hefjast í London í lok apríl. Abraham leikur nú í upp- færslu á Lé konungi eftir Shake- speare í New York og hefur leik- ur hans verið sagður tilþrifalítill. •BRESKA kvikmyndin Funny Bones var valin besta mynd Evr- ópu á 23. kvikmyndahátíðinni, sem haldin var í Brussel og lauk á sunnudag. Péter Chisolm leik- stýrir myndinni, sem einnig fékk Gullnu baunína, viðurkenningu áhorfenda. IÐKUN tónlistar tekur sífelldum breytingum eftir aldarfarinu og tónlistarmenn mega ekki einangrast í fílabeinsturni - þeir verða að leggja sig alla fram og flytja tónlist þannig að hún hafi áhrif. Tónskáld verða að eiga meiri samvinnu við aðrar listgreinar og flytj- endur verða að beita öllum ráðum við túlkun og tjáningu og forðast alla þröngsýni, segir Peter Renshaw prófessor frá Guildhall Scho- ol of Music and Drama í viðtali við Morgun- blaðið. Hann kenndi ásamt starfsbróður sín- um, Paul Griffiths, á námskeiði um tónlist- armiðlun sem Tónlistarskólinn í Reykjavík efndi til nýlega. Peter Renshaw hefur ákveðn- ar hugmyndir um þýðingu tónlistar fyrir nánast öll svið mannlífsins og hvetur tónlist- armenn til að fara nýjar leiðir í allri miðlun hennar. Peter Renshaw starfaði sem prófessor í heimspeki við háskólann í Leeds og var í mörg ár rektor Yehudi Menuhin-skólans, en fyrir ellefu árum tók hann við stöðu prófess- ors við Guildhall-skólann í Lundúnum. Þar stofnaði hann deild sem kallast Department of Music Communication and Performance Skills og fjallar þar um hæfileikann um tón- listarmiðlun, að flytja tónlist og rækta með sér hinn skapandi þátt. Peter Renshaw er upphafsmaður nýrrar hugsunar í þessum efn- um og segja tónlistarmenn sem þekkja til starfs hans að hann hafi hrist dálítið upp í rótgrónum og virðulegum stofnunum og vak- ið menn til umhugsunar. - Heimurinn er sífellt að breytast og það gildir um stjórnmál, efnahag, félagsmál, menningu, menntun, skipulag og stjómun - allt tekur breytingum og maðurinn breytist og þróast með. Við lifum öðru vísi en þeir sem voru uppi á síðustu öld og viðhorf okkar verða önnur á 21. öldinni. Tónlistarmenn verða að taka þátt í þessum breytingum og þeir geta ekki leyft sér að einangrast. Við erum að framleiða og flytja list fyrir fólk og þess vegna verðum við að komast í samband við áheyrendur. Tónskáldið verður að ná til Morgunblaðið/Sverrir PETER Renshaw stofnaði deild við Guildhall-tónlistarskólann þar sem hann kenn- ir nýjar hugmyndir sínar varðandi tónlistarmiðlun. Námskeiðið sátu nemendur Tóníistarskólans I Reykjavík og þeir sem hafa starfað við verkefnið Tónlist fyrir alla áttu einnig kost á að sækja það. Verðum að miðla tónlist af kunn- áttu o g sveigjanleika fólksins og þar gildir einu hvort um er að ræða það sem við köllum klassíska eða alvar- lega tónlist eða dægurtónlist. Tónlistariðkun verður að þróast - Eg verð oft var við að tónlistarmenn hugsa ekki um af hveiju verk eru samin eða flutt, þeir bara gera það og þá vantar alla gagnrýni og þeir eru of oft þröngsýnir að mínu mati. Úr því að heimurinn, samfélagið, tekur þessum breytingum á hveijum tíma verðum við að þróast með. Áheyrendur gera þá kröfu til tónlistarinnar að hún hafi ein- hverja þýðingu, því við megum ekki gleyma því að þeir eru líka tóníistarmenn og tónlist- in verður líka að ná til fleiri sviða samfélags- ins. Peter Renshaw nefnir sem dæmi að hann hefur um tíma stefnt saman hópi innflytj- enda, barna, unglinga og fullorðinna frá Bangladesh í East End-hverfinu í Lundúnum til að iðka tónlist. - Þetta er um 45 manna hópur og þarna er stunduð vægast sagt óhefðbundin tónlist- ariðkun sem byggist á reynslu þeirra og menningu en ekki spiluð tónlist sem aðrir hafa samið. En þarna njóta menn sín og þau nutu sín ekki síður þegar hópnum var boðið á æfingu hjá einni af sinfóníuhljómsveitum borgarinnar, þar sem æfð var ein sinfónía Dvoráks. Verkið, tónlistina sjálfa, þekktu þau ekki, en þarna heyrði fólkið tónlist, eitthvað sem það hafði sjálft lagt stund á og hafði gaman af og þarna náðum við nýju sam- bandi við þessa iðkendur islam sem búa við mjög ákveðnar skoðanir og aga heimilanna og þarna tókst sem sagt samband gegnum tónlistina. Eg sé fyrir mér hægfara breytingar í tón- listarheiminum - það verður engin iðnbylting heldur þróun sem tekur langan tíma. Tón- skáld finna að þau geta ekki verið einangr- uð, þau verða sveigjanleg og færa sig nær áheyrendum og bjóða þeim innihaldsríka tón- list. Heimurinn í dag einkennist mjög af hraða og einföldum lausnum, við viljum fá allt fyrir- hafnarlaust og erum tæknivædd til hins ít- rasta með tölvum og tækninýjungum. Ég held að fólk vilji hins vegar annað og meira, það vill eitthvað til að glíma við meðfram sínu daglega amstri og þar hefur tónlist miklu hlutverki að gegna. Þess vegna þurfum við að miðla henni af kunnáttu og sveigjanleika út í öll svið mannlegs samfélags. Tónlistarskólinn í Reykjavík bauð nemend- um sínum í tónmenntakennaradeild að sitja námskeiðið með þeim félögum og segir Hall- dór Haraldsson skólastjóri að slíkt námskeið, sem nú var haldið í þriðja sinn, sé liður í því að byggja upp tónlistarmiðlun sem náms- grein við skólann. Samtökin Tónlist fyrir alla buðu tónlistarmönnum sem tekið hafa þátt í verkefninu að sitja námskeiðið og áttu þau einnig aðild að viðræðum Bretanna við full- trúa menntamálaráðuneytisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.