Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 25
24 MIÐVIKUDAGUR31. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1996 25 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SJALFSTÆÐ FLUGMÁLASTJÓRN UMRÆÐAN um einkavæðingu hér á landi hefur fyrst og fremst snúizt um opinber fyrirtæki en ekki stjórnsýslustofnanir. Nú hefur Þorgeir Pálsson, flugmála- stjóri, beint sjónum manna að stjórnsýslunni með tillögum um sjálfstæði Flugmálastjórnar. Hann telur mikilvægt að leysa Flugmálastjórn úr viðjum ríkisrekstrar, svo stofnunin geti brugðizt skjótar við þróun í flugmálum og vaxandi kröfum. Flugmálastjóri bendir á í viðtali við Morgunblaðið sl. sunnudag, að markvisst hafi verið unnið að því á hinum Norðurlöndunum að breyta rekstrarfyrirkomulagi flug- málastjórna í fijálsræðisátt, svo þær geti verið mun sjálf- stæðari en ríkisstofnanir almennt eru. Hann sagði m.a.: „Víða erlendis hafa menn talið nauðsynlegt að leysa flugmálastjórnir, og vafalaust margar aðrar ríkisstofnan- ir, úr viðjum hefðbundins ríkisrekstrar vegna þess, að með því móti geta stjórnendur þeirra leyst viðfangsefnin með skjótari og stundum hagkvæmari hætti en ella. Ég tel nauðsynlegt að breyta rekstrarfyrirkomulagi íslenzkr- ar flugmálastjórnar í þessa átt svo hægt sé að bregðast við þeim kröfum, sem gerðar eru til hennar varðandi uppbyggingu á mannvirkjum og þjónustu." Ljóst er af viðtalinu við flugmálastjóra, að 46% niður- skurður á framkvæmdafé á fjárlögum í ár til flugmálaá- ætlunar ýtir undir þessar tillögur hans, enda segir hann að niðurskurðurinn verði á sama tíma og sívaxandi kröf- ur eru gerðar til stofnunarinnar um rekstrar- og flugör- yggi. Út frá öryggissjónarmiði verði ekki hægt að una við áframhald slíks niðurskurðar. Flugmálastjóri horfir sérstaklega til finnsku flugmála- stjórnarinnar sem fyrirmyndar. Hún er ekki á föstum fjárlögum, en nýtur allra tekjustofna sem tengjast flug- inu. Astæða er til að taka undir hugmyndir flugmála- stjóra og þess er að vænta að viðbrögð stjórnvalda verði jákvæð. KJARNORKUTIL- RAUNUM HÆTT VIÐBRÖGÐ við þeirri ákvörðun franskra stjórnvalda að hefja kjarnorkutilraunir á ný voru harkalegri og umfangsmeiri en nokkurn hafði órað fyrir. Það er greinilegt að almenningur í flestum ríkjum heims sættir sig ekki við að kjarnorkusprengjur skuli sprengdar vegna þróunar nýrra vopnakerfa að kalda stríðinu loknu. Viðhorfsbreyting hefur átt sér stað. Mikl- ar kröfur eru gerðar til Frakklands sem gamalgróins lýðræðisríkis, sem sést ljóslega á því að tilraunaspreng- ing Kínastjórnar í lok síðasta sumars vakti ekki upp nærri því jafnsterkar tilfinningar og sprengingar Frakka, þótt athafnir Kínveija séu ekki síður gagnrýnisverðar. Upphaflega stóð til að tilraunasprengingar Frakka yrðu átta talsins og að þeim lyki í byrjun næsta sum- ars. Almenn fordæming fjölmargra ríkja og sú ákvörðun neytenda að sniðganga allt það sem franskt er, hefur hins vegar knúið Frakka til að láta sér nægja sex tilrauna- sprengingar. A næstu mánuðum verður unnið að því að leggja loka- hönd á alþjóðlegt samkomulag um allsheijarbann við til- raunum með kjarnorkuvopn. Það er ávallt álitamál hversu nauðsynlegar kjarnorkutilraunir eru. Þó að kalda stríðinu sé lokið er ástandið í heiminum síður en svo stöðugt. Hættan á tortímingu vegna kjarnorkustyrjaldar risaveld- anna virðist vissulega vera liðin hjá en þeim ríkjum fjölg- ar sífellt er verða sér úti um tortímingarvopn. Líkurnar á að kjarnavopnum verði beitt í átökum í framtíðinni fara því vaxandi fremur en hitt. Lýðræðisríkin verða að vera undir það búin að takast á við slíka ógn og því miður er ekki fyrirsjáanlegt að kjarnorkuvopnum verði útrýmt. Hins vegar hefur tækn- inni fleygt það fram að tilraunasprengingar eru orðnar nær óþarfar. Það er skref í rétta átt að stöðva kjarnorku- vopnatilraunir með öllu, en því miður ekki lausn á þeirri hættu er stafar af útbreiðslu kjarnorkuvopna. ——- 4. MYND. Þorskióðningar að degi til í SV-Hallanum. Lóöréttu línurnar almarka eina siglda sjómílu. Milli láréttu linanna eru 50 metrar. Myndin sýnir endurvörp Irá yfirborBi og niöur á 400 metra. Neösti hluti myndarinnar sýnir stækkaöa 10 metra næsl bolni. Litirnir gela lil kynna styrkleika endurvarpanna. Rauður og gulur litur svara til sterkra lóðninga, en grænn og blár til þeirra veikari. Bergmálsmælingar á þorski á Vestfjarðamiðum Botnlína Páll Reynisson Sigfús A. Schopka INÓVEMBER og desember á síð- asta ári bárust fregnir af mik- illi þorskgengd og góðum afla- brögðum á Vestfjarðamiðum. Voru lýsingar sjómanna á þann veg að miklar þorsklóðningar sæjust uppi í sjó á dýptarmæla. Það var álit margra að þarna væri um verulegt magn að ræða, jafnvel svo mikið að það gæti haft áhrif á ráðgjöf Haf- rannsóknastofnunar varðandi þorsk- veiðarnar. Rannsóknaskip var ekki tiltækt til þess að kanna þetta mál í desember, bæði vegna yfirstandandi loðnu- og síldarrannsókna svo og vegna nauðsynlegs viðhalds, en ákveðið var að fara strax eftir ára- mótin og reyna að meta þorskgengd á þessu svæði með bergmálsmælingu. Bergmálsmælingar hafa verið not- aðar á Hafrannsóknastofnun til þess að meta stofnstærð á síld frá 1973, á loðnu frá 1978 og úthafskarfa í Grænlandshafi frá 1991. Hefur jafn- an verið stuðst við niðurstöður þeirra í ráðgjöf stofnunarinnar, sérstaklega varðandi veiðar á síld og loðnu. Á árunum 1983-1984 voru gerðar nokkrar tilraunir til þess að mæla með bergmálsaðferð þorsk á íslands- miðum. I ljósi þeirra leiðangra var talið ólíklegt, miðað við óbreyttar aðstæður, að bergmálsmælingar gætu komið að notum á hrygningar- slóðinni suðvestanlands. Hins vegar var talið að mögulegt gæti verið að meta þorskgengd á Vestfjarðamiðum áður en fiskurinn færi til hinna eigin- legu hrygningarstöðva. Þetta hefur þó ekki verið reynt aftur fyrr en nú. Bergmálsaðf erðin Bergmálsmæling er aðferð sem notuð er til þess að meta fiskmergð með því að mæia það endurvarp sem kemur af fiskinum inn á dýptarmæli skipsins. Svokallaður tegurmælir er notaður til þess að taka við og safna öllum endurvörpum sem koma inn á dýptarmælinn. Tegurmælirinn er í raun sérstök tölva með tilheyrandi hugbúnaði, sem gerir kleift að skoða og meta allar fisk- og botnlóðningar eftir á. Eftir siglingu um það svæði sem kanna á er hægt að fá fram bergmálsgildi innan tiltekins dýptar- sviðs sem er mælikvarði heildarendur- Bergmálsmælingar voru notaðar í fyrsta sinn til að meta þorskgengd á Vestfjarðamiðum fyrr í janúar. Sigfús A. Schopka og Páll Reyn- isson fjalla hér um mæl- ingarnar og reynsluna af þeim. varps á flatareiningu. Þessi mæligildi er hægt að kalla fram fyrir t.d. hveija siglda sjómílu. Þau gildi sem fást á þennan hátt á siglingaleið skipsins eru síðan notuð til þess að meta fisk- magn á tilteknu svæði. Bergmálsmæling hefur þann kost að hún getur gefið góða hugmynd um útbreiðslu og magn fisks á tiltölu- lega fljótlegan hátt og er óháð afla- brögðum. Nauðsynlegt er þó að fá sem áreiðanlegastar upplýsingar um t.d. tegundir og stærðardreifingu fisks sem mæla skal, þar sem endur- varp einstakra fiska er bæði háð teg- und og stærð þeirra. Þetta er gert með sýnatöku, ýmist í flot- eða botn- vörpu eftir aðstæðum. Til þess að forðast misskilning er rétt að geta þess að ekki er hægt að mæla fisk með bergmálsaðferðinni nema því aðeins að hann sé það laus frá botni að hægt sé að greina hann frá botnendurvarpinu svo óyggjandi sé. Liggi fiskurinn mjög þétt við botn- inn er hætta á að fiskendurvarpið komi fram sem hluti botnendurvarps, þannig að hann greinist alls ekki. Hins vegar er einnig hætta á því við mælingar sem þessar, að hluti botn- endurvarps sé túlkað sem fiskendur- varp. Þetta tvennt veldur því að vara- samt er að beita bergmálsmælingu á mjög botnlægan fisk, þar sem sam- spil hegðunar og þéttleika fisksins svo og botngerð getur haft afgerandi áhrif á niðurstöður. Leiðangur á Vestfjarðamið Dagana 6.-14. janúar 1996 var gerð tilraun til þess að mæla þorsk- magn á Vestfjarðamiðum með berg- málsaðferð á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni. Leiðangurs- menn voru starfsmenn Hafrann- sóknastofnunar, en með í för var einn- ig Guðjón A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimannasambands íslands. Veitti hann margháttaðar upplýsingar um svæðið, sem komu að góðum notum við leitina. Þau tæki sem notuð voru við bergmálsmæling- arnar voru 38 kílóriða dýptarmælir af gerðinni Simrad/EK500 og BI500- tegurmælir. Tækjasamstæða sem þessi er notuð víða um heim og er talin með því besta sem völ er á í dag til bergmálsmælinga. Á 1. mynd er sýnd sigling rann- sóknaskipsins umrædda daga á Vest- fjarðamiðum. Glögglega má merkja hvar mest var af þorski, en þar eru leiðarlínur hvað þéttastar. Eins og sjá má af myndinni var djúpkanturinn kannaður nokkuð rækilega allt frá austurhorni Víkuráls og austur í Þver- ál, norður af Kögurgrunni. Á 2. mynd er sýnd í stórum dráttum útbreiðsla þorsksins á rannsóknasvæðinu eins og hún fékkst samkvæmt bergmáls- mælingum. Það svæði þar sem þorsk- Ióð sást að einhveiju marki er u.þ.b. 260 fersjómflur. Heildarlífþyngd þorskins á þessu svæði reyndist vera um 15 þúsund tonn sam- kvæmt bergmálsmæling- unni. Innfellda myndin sýnir nánar útbreiðslu innan þess svæðis þar sem mest lóðaði á þorski. Þar, á um 45 fersjómílna svæði, var um 85% heild- armagnsins. Sé betur rýnt í bergmálsgildin kemur í ljós að um 75% magnsins fundust á einungis um 10 fersjómílna svæði og á 4-5 fersjómílum mældist uin helmingur alls þess þorsks sem sást á rannsókna- svæðinu. Þetta þýðir að um 1.700 tonn af þorski hafi mælst að meðaltali á hverri fersjómílu á þessum litla bletti. Utan þess svæðis sem af- markað er af ferhyrningnum á út- breiðslumyndinni var meðalþéttleiki um 35 tonn á fersjómílu, meira eða minna eftir atvikum, en hvergi í nám- unda við það sem sást á aðalsvæðinu. Aldursgreining þorsks úr SV-Hal- lanum þar sem lóðningarnar voru einna mestar (3. mynd), sýndu að hlutdeild 4 ára þorsks var mest (46%) og 36% aflans var vænn þorskur 6 ára og eldri. Hlutfall kynþroska þorsks var 34%. Sá þorskur mun senn þokast suður á bóginn á hefðbundnar hrygningarslóðir á SV-miðum. Merkt- ir voru 500 þorskar á þessu svæði og það verður fróðlegt að fylgjast með, hvar sá fiskur veiðist næstu mánuðina. Þá voru merktir rösklega 250 þorskar norðar, þ.e. á Barðinu og við Djúpkrókinn. I Þverál var tek- ið eitt tog norðan við reglugerðarhólf- ið. Þar fékkst eingöngu smáþorskur 3 og 4 ára gamall, og voru 82% afl- ans af árgangi 1993, sem talinn er skásti árgangurinn, sem fram hefur komið í þorskstofninum um árabil og þess vegna nokkrar vonir bundnar við hann í framtíðinni. Línubátar á svæðinu fiskuðu ágæt- lega, en aðeins einn togari, Páll Páls- son, átti leið um. Hann tók nokkur tog í lok veiðiferðar og aflaði mjög vel. Útibústjóri Hafrannsóknastofn- unarinnar á Isafirði tók sýni úr afla Páls við löndun og var aldursdreifing aflans í samræmi við okkar mælingar liarðcigrt nn mm Leiðarlínur rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar á Vestfjarðamiðum 6.-14. jan. 3IUIVIin Aldursdreifing þorsks . IVIinU. við Halann í jan. 1996 2MY|k|n Utbreiðsla þorsks á . IVIinU. rannsóknarsvæðinu Sterkari lilur gelur til kynna meiri þéttleika. Innlellda myndin sýnir nánar útbreiðslu og þétt- leika á því svæöi þar sem mest lóöaði á þorski. 67°00' 66‘30‘ 2600' 25°30' 2500' 3ára Hali 4 ára 5 ára 6 ára 7 ára 8 ára 9 ára nema hvað við fengum hlutfallslega meira af smáþorski 3 og 4 ára göml- um þar sem við vorum með klæddan poka. Bæði í afla Páls Pálssonar og okkar reyndust árgangar frá 1989, 1990 og 1992 algengastir en árgang- ur 1991 var talsvert lakari. Sýni sem tekin voru úr afla togara á þessu svæði í október, nóvember og desem- ber gefa öll svipaða niðurstöðu, þ.e.a.s. að eldri fiskurinn, sem hrygn- ir í vor, hefur vart eða ekki verið farinn að ganga af svæðinu er mæl- ingin var gerð, eins og þó hefur verið haldið fram. Að lokum Nokkurs misskilnings virðist hafa gætt meðal manna að ætlun okkar á Hafrannsóknastofnun hafi verið að meta hversu mikið af þorski væri á öllum Vestfjarðamiðum og jafnvel yfirfæra niðurstöður af því svæði yfir á önnur. Það er fjarri lagi. Meginmarkmið leiðangursins var að gera tilraun til þess að mæla hina margumtöluðu þorsktorfu sem fréttir höfðu borist af um nokkurt skeið. Við teljum að því markmiði hafi ver- ið náð. Það sýndi sig að fiskurinn var vel mælanlegur á dýptarmæla yfir birtutímann á því svæði sem kannað var. Sýnataka með botn- vörpu að næturlagi gaf einnig til kynna að umtalsvert magn af þorski var á tiltölulega afmörkuðu svæði. Þegar þorskur stendur svo þétt, sem raun ber vitni, þarf engan að undra að afli á togtíma verði hár og geti haldist svo um nokkurt skeið. Hinu má heldur ekki gleyma að dregið hefur verið talsvert úr sókninni í þorsk og sú aðgerð leiðir einnig til vaxandi afla á sóknareiningu. Um það er vart ágreiningsmál að seint verður hægt að beita bergmáls- aðferðinni til þess að meta þorsk- gengd á öllum íslandsmiðum, m.a. vegna þess hve fiskurinn er að öllu jöfnu botnlægur og dreifður. Væntan- lega mun stofnmæling með botnvörpu og greining á lönduðum afla úr mis- munandi veiðarfærum gegna áfram lykilhlutverki í þorskrannsóknum okkar um ókomin ár. Hins vegar er bergmálsmæling kjörin til þess að afla viðbótarupplýsinga, við aðstæður eins og voru á Halamiðum í þessum leiðangri. Vissulega er meiri þorskur á Vest- fjarðamiðum en þessi 15 þúsund tonn. Síðasta stofnúttekt Hafrannsókna- stofnunarinnar frá því í maí 1995 gerir ráð fyrir að stærð veiðistofns þorsks (4 ára og eldri) sé um 600 þúsund tonn í ársbyijun 1996. Það er því ljóst að magnið í torfunni á Vestfjarðamiðum hefði þurft að vera margfalt meira til þess að hafa áhrif á núverandi ráðgjöf. Á Hafrannsóknastofnun er nú unn- ið að því að fara yfir aflagögn síð- asta árs, t.d. afla á togtíma og aldurs- dreifingu í afla og verða þær niður- stöður bornar saman við síðustu út- tekt. Þá er og framundan hið árlega togararall. Allar þessar upplýsingar verða notaðar við endurmat á stærð stofnsins og þar með nýrri ráðgjöf. Páll cr eðlisverkfræðingur og sér- fróður urn bergmálstækni. Sigfús A. Sehopka er fiskifræðingur og vinnur við þorskrannsóknir. Reynir á úthafs- veiðireglur SÞ í NEAFC Munu nýjar úthafsveiðireglur hleypa lífí í gamla og líflausa fískveiðistofnun? Ólafur Þ. Stephensen fjallar um fundahöld á vettvangi NEAFC í London. NORÐAUSTUR-Atlants- hafsfiskveiðinefndin, NE- AFC, hefur um árabil ver- ið líflaus stofnun. Takist hins vegar að ná samkomulagi á vett- vangi nefndarinnar um veiðistjórnun á úthafskarfa á Reykjaneshrygg gæti NEAFC gengið í endurnýjun lífdaga. Árangur í karfaviðræðunum í NEAFC er jafnframt prófsteinn á það hvort hinn nýi úthafsveiðisáttmáli Samein- uðu þjóðanna auðveldi mönnum að ná samkomulagi um stjórn og verndun fiskistofna, sem ganga út úr lögsögu strandríkja. Aðildarríki NEAFC eru nú ísland, Noregur, Evrópusambandið, Rúss- land, Pólland og Danmörk fyrir hönd Færeyja og Grænlands, sem standa utan ESB. NEAFC, sem sett var á stofn árið 1959, var virk stofnun á meðan fiskveiðilögsaga strandríkja við Norður-Atlantshaf var ekki nema 12 mílur. Hún virkaði reyndar aldrei mjög vel vegna þess að reglur um úthafs- veiðar skorti. Strandríkjum gekk illa að ná samkomulagi um veiðar á úthaf- inu og það var ein orsökin fyrir því að fiskveiðilögsaga ríkja var almennt færð út í 200 mílur. Eftir útfærsluna hefur nánast engin starfsemi verið í NEAFC og stofnunin hefur verið köll- uð „skrifborðshorn í London", en brezka landbúnaðar- og sjávarútvegs- ráðuneytið, MAFF, sér um rekstur hennar. Skýrari reglur en áður Með samþykkt úthafsveiðisáttmála Sameinuðu þjóðanna eru hins vegar komnar reglur um úthafsveiðar, sem eiga að auðvelda ríkjum að ná sam- komulagi um veiðar á úthafinu. Út- hafsveiðisáttmálinn gerir ráð fyrir að svæðisstofnanir gegni mikilvægu hlutverki við veiðistjórnun og margir hafa haft áhuga á að endurnýja NE- AFC sem slíka, nú þegar nefndin hef- ur skýrari reglur en áður til að styðj- ast við. NEAFC hefur á pappírnum lögsögu yfir öllum úthafsveiðum á Norðaustur- Atlantshafi nema laxveiðum, sem fjallað er um í sérstakri stofnun. Nokkur ár eru frá því að farið var að horfa á stjórnun á veiðum úr út- hafskarfastofninum á Reykjanes- hrygg sem verðugt viðfangsefni fyrir NEAFC, enda hefur sókn í stofninn aukizt mjög á undanförnum árum. Á síðasta ári byijaði svo að komast skriður á viðræður um skiptingu karfastofnsins. Ársfundur NEAFC var haldinn í London í nóvember síðast- liðnum. Samkomulag varð þar um að halda aukaársfund í marz á þessu ári til þess að taka formlega ákvörðun um kvótaskiptingu i tæka tíð fyrir vertíðina, væri samkomulag á annað borð í augsýn. Jafnframt var ákveðið að halda tvo undirbúningsfundi, annan í janúar og hinn í febrúar, ef nauðsyn krefði. Mismunandi tillögur ísland, Grænland og Færeyjar lögðu fram sameiginlega tillögu um 150.000 tonna heildark- vóta, en af honum fengju Grænland og Færeyjar í sameiningu 57.000 tonn, ísland 59.000 tonn, ESB 6.000 tonn, Rússland 17.000 tonn, Noregur 4.000 tonn og aðrir um 7.000 tonn. Tillaga þessi byggist meðal annars á dreifingu karfastofnsins á milli lög- sagna íslands og Grænlands og út- hafsins, veiði úr stofninum á liðnum árum, því hve einstök lönd eru háð veiðunum, vísindaframlagi einstakra ríkja og fleiri atriðum, sem sum hver virðast ekki sízt eiga sér stoð í 11. grein úthafsveiðisáttmálans. Þær reglur eiga, samkvæmt orðanna hljóð- an, aðeins við þegar veiðiréttindi nýs aðildarríkis að svæðisstofnun eru ákvörðuð, en samkvæmt túlkun ís- lenzkra stjórnvalda er rétt að hafa þær til hliðsjónar við kvótaákvörðun í öðrum tilvikum. Að öðru leyti eru í úthafsveiðisáttmálanum engar reglur um það hvernig skipta beri kvóta milli einstakra ríkja og er svæðisstofn- unum látið eftir að finna út reikniregl- urnar. Rússland lagði fram tillögu um að eingöngu yrði byggt á veiðireynslu, sem kæmi Rússum mjög til góða, enda hófu þeir veiðarnar og hafa ver- ið einna stórtækastir. Miðað við þeirra tillögu fengi ísland aðeins um 27.000 tonna kvóta, en Rússland 65.000. Nú hefur Evrópusambandið lagt fram tillögu á undirbúningsfundi NE- AFC, sem haldinn er í London þessa dagana. Þessi tillaga gerir ráð fyrir að 30% heildarkvótans skiptist á milli strandríkjanna, íslands, Grænlands og Færeyja, en 70% verði skipt miðað við veiðireynslu frá í fyrra. Þetta er augsjáanlega óaðgengileg tillaga fyrir Island, þar sem sjómannaverkfallið á síðasta ári hafði þau áhrif að íslenzk skip veiddu aðeins um 30.000 tonn af úthafskarfa, en veiddu 53.000 tonn árið 1994. Fundahöldum um karfaveiðamar lauk í gær án samkomulags. Sú stað- reynd, að áþreifanlegar tillögur liggja fyrir, gerir þó að verkum að aðildarrík- in vita betur en áður hvar þau standa og geta byijað að leita að málamiðlun- um. Deilt um hlutverk NEAFC í síldinni I dag verður farið að ræða um norsk-íslenzka síldarstofninn, en þar er staðan með allt öðrum hætti. Aðild- arríki NEAFC eru sammála um að nefndin eigi að fjalla um stjórnun á karfastofninum, en hins vegar er ekk- ert samkomulag um hlutverk NEAFC varðandi síldarstofninn. Eftir að síldin fór að ganga út úr norsku lögsögunni hefur Evrópusambandið krafizt þess að NEAFC stjórnaði veiðum á öllum stofninum. Norðmenn segjast tilbúnir að samþykkja að veiðum á þeim 2-3% stofnsins, sem þeir telja að tilheyri alþjóðlega hafsvæðinu í Síldarsmug- unni, verði stjórnað í NEAFC. Evrópu- sambandið bendir hins vegar á að slíkt gangi ekki, þar sem Noregur ákveði heildarkvótann og skammti þannig í raun úthafsveiðikvótann um leið. Is- lendingar telja að strandríkin fjögur, sem mestra hagsmuna eiga að gæta, Island, Noregur, Færeyjar og Rúss- land, eigi að gera að mestu leyti útt um skiptingu á síldarstofninum sín á milli. Þá sé til í dæminu að stofna sérstaka stofnun um síldina, þar sem ESB og önnur ríki, sem eigi raunveru- legra hagsmuna að gæta samkvæmt úthafsveiðisáttmálanum, eigi einnig aðild. Ekkert þokaðist í samkomulags- átt í þessu efni á síðasta fundi NEAFC í nóvember. Staða strandríkjanna fjögurra gagnvart kröfum Evrópusambandsins, sem vill hlutdeild í síldveiðunum á grundvelli veiðireynslu _____ sumra aðildarríkjanna á árum áður, væri mun sterkari ef þau hefðu getað komið sér saman um skiptingu síldarstofnsins sín á milli. Fyrst ekkert samkomulag náðist á samningafundi þeirra í Moskvu fyrr í mánuðinum, er ósenni- legt að nokkur samstaða náist á fund- inum í London nú. Minni veiði- reynsla vegna sjómanna- verkfalls

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.