Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Kaupir meiri- hlutann í Frón EGGERT Magnússon, sljórnar- formaður Kexverksmiðjunnar Fróns hf. og eiginkona hans, Guðlaug N. Ólafsdóttir, hafa keypt 55% hlutafjár í fyrirtæk- inu. Seljendur bréfanna eru foreldrar Eggerts, þau Magnús Ingimundarson og Kristjana Eggertsdóttir, en þau munu eiga áfram um 45% hlutafjár- ins. Kristjana er dóttir Eggerts Kristjánssonar sem var stærsti hluthafinn um áratuga skeið. Frón er eina kexverksmiðjan hér á landi og á nú 70 ára sögu að baki. Þar starfa 35-45 manns að jafnaði og hefur fyrirtækinu vegnað ágætlega í samkeppn- inni við innflutning, að sögn Farþegum Flugleiða fjölgaði um 6,7% FARÞEGUM sem ferðuðust með Flugleiðum á síðasta ári fjölgaði um 6,7% á milli ára og voru þeir liðlega 1,1 milljón á árinu 1995, að því er fram kemur í frétt félags- ins. í millilandaflugi nam farþega- fjöldinn liðlega 830 þúsundum, sem er um 3,2% aukning frá því 1994. Farþegar í innanlandsflugi voru tæplega 267 þúsund á liðnu ári og er það um 3,8% aukning. Þá flaug félagið með rösklega 35 þúsund farþega í leiguflugi á síðasta ári. Sætanýting Flugleiða á síðasta ári var 72,9%, að teknu tilliti til flugvegalengda, og batnaði hún um 2,4% á milli ára. Þá jukust frakt- flutningar félagsins um 5,6% á milli ára og voru flutt alls um 14.560 tonn af frakt á árinu. Aukningin er mest í útflutningi, og þá fyrst og fremst á ferskum fiski, en einn- ig varð talsverð aukning á gegnum- flutningi, þ.e. fraktflutningi frá Bandaríkjunum til Evrópu. Eggerts. „Hér eru framleiddar yfir 20 tegundir af kexi og fyr- ir jólin erum við með 4-5 smá- kökutegundir, piparkökur, makkarónukökur o.fl. Gamlar og rótgrónar kextegundir eru ennþá undirstaða framleiðsl- unnar eins og matar-, mjólkur- kremkex. Hins vegar á eftir að vinna mikið starf í vöruþróun og við þurfum að vanda okkur við það í náinni framtíð,“ sagði Eggert. Frón hefur einnig framleitt töluvert af kexi í sérmerktum umbúðum fyrir stórmarkaði, einkum Hagkaup og Bónus. Auk Eggert sitja í stjórn Sveinn Jónsson, löggiltur VIÐRÆÐUR um samruna Apple tölvufyrirtækisins og Sun Microsy- stems eru farnar út um þúfur vegna ósamkomulags um verð að sögn kunnugra. Upp úr viðræðunum slitnaði í sama mund og skuldum Apple var skipað í áhættuflokk og könnun leiddi í Ijós að Apple skipar ekki lengur annað sæti á einkatölvu- markaði í heiminum og Compac og IBM hafa meiri markaðshlutdeild. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum hefur Sun neitað að hækka tilboð sitt í Apple vegna uggs um fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Tals- menn Apple og Sun Microsystems vilja ekkert um málið segja. 23 dollurum á bréf hafnað Heimildarnar herma að enn sé hægt að taka viðræður upp að nýju og að enn geti eins konar samvinna tekizt með fyrirtækjun- um, en Apple muni ekki samþykkja síðasta tilboð Sun um 23 dollara á endurskoðandi, og Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður. Fram- kvæmdasljóri er Björn R. Bjarnason. hlutabréf, sem jafngildir um 2.8 milljörðum dollara alls. Samkvæmt heimildunum er Apple í miklum bobba og mikil ringulreið ríkjandi í fyrirtækinu. Ekki bætir úr skák að að Standard & Poor, ein helzta stofnunin í Wall Street sem metur lánshæfni og frammistöðu fyrirtækja, hefur skipað skuldum Apple í röð áhættu- verðbréfa. Matið tekur til skuldar upp á um 300 milljónir dollara. S&P skýrir ákvörðun sína á þá lund að gert sé ráð fyrir að rekstr- artap Apple haldi áfram, að megin- stefna fyrirtækisins sé í óvissu og að flótti, sem sé brostinn í stjórn þess, veki ugg. Samkvæmt könnun markaðs- rannsóknarfyrirtækisins Dataquest hrapaði Apple í þriðja sæti seljenda einkatölva í heiminum í fyrra úr 2. sæti 1994. Compaq trónaði í efsta sæti og IBM hafnaði í öðru sæti. OLÍUVERSLUN íslands hf., Olís, seldi á síðasta ári um 197 þúsund tonn af eldsneyti sem er metsala í 68 ára sögu fyrirtækisins. Jókst sai- an um 20 þúsund tonn, eða 11,4% frá árinu á undan, en á sama tíma jókst heildarsalan á markaðnum um 4%, eða 25 þúsund tonn. Olís jók því markaðshlutdeild sína á árinu úr um 28,2% í 30,2% og hefur hún ekki verið hærri um ára- tuga skeið. Á árinu var markaðshlut- deild félagsins 33% í sölu á gasolíu, 27% í sölu á bensíni og 30% í sölu á svartolíu. Um 20% aukning varð í Á myndinni er (f.v.) Eggert ásamt Guðlaugu eiginkonu sinni og Birni framkvæmda- stjóra. Stefnubreyting nauðsynleg S&P sagði að þótt Apple væri í röð fímm umsvifamestu framleið- enda einkatölva í heiminum hefði fyrirtækið orðið að heyja harða sam- keppni. Apple þurfi að móta stefnu er tryggi aftur arðsemi og aukna sölu. Bent er á að að brúttóhagnað- ur Apple hafi minnkað í 16,4% á síðasta ársíjórðungi úr 30,1% ári áður. Sérfræðingar segja að hlutabréf í Apple og Sun hafi selzt eins og gert hafi verið ráð fyrir að ekki yrði samið. Hlutabréf í Apple lækk- uðu um 1,50 dollara í 29,125 doll- ara og bréf í Sun hækkuðu um 2 dollara í 44,25 dollara. Tilboð frá Motorola? Blaðið San Jose Mercury News hermdi um helgina að Motorola íhugaði að bjóða í Apple. Motorola, IBM og Apple hafa unnið saman að gerð PowerPC kubba. gasolíusölu eða sem samsvarar 18 þúsund tonnum, aðallega til fiski- skipa. Seldust um 111 þúsund tonn af gasolíu, 37 þúsund tonn af bens- íni, 36 þúsund tonn af svartolíu og 13 þúsund tonn af öðru eldsneyti. Samkvæmt upplýsingum Olís nam heildarsala eldsneytis hérlendis um 652.000 tonnum árið 1995. Alls seld- ust 336.000 tonn af gasolíu, sem er 13 þúsund tonna aukning frá 1994. Hins vegar minnkaði sala á bensíni um 500 tonn og var 136 þúsund tonn samtals. Sala á svartolíu jókst úr 116.000 tonnum í 121.000 tonn. Sun sýnir alnetstölvu á Demo ’96 San Francisco. Reuter. SUN Microsystems hyggst sýna frumgerð einfaldaðrar einkatölvu, sem er sérhönnuð í því skyni að fá aðgang að alnetinu. Talsmaður Sun segir að slík tölva, sem kallast NP Zero Internet útstöð, verði sýnd á kaupstefnunni Demo ’96 í Palm Springs í Kaliforníu. Nokkur fyrirtæki hafa skýrt frá fyrirætlunum um að hanna svipuð tæki, sem eru einfölduð og ódýrari gerð af einmenn- ingstölvu og bjóða upp á teng- ingu við alnetið. Margir í tölvugeiranum kalla slík tæki „500 dollara alnetsútstöðvar“, en reyndar getur verið að vélin frá Sun kosti meira en 500 dollara að sögn sérfræðinga. Fyrr í þessum mánuði sýndi Oracle fyrirtækið alnetsvél, sem það hefur hannað, í Jap- an. Það kallast NC, eða nett- ölva, og býður upp á tengingu við alnetið, aðgang að tölvu- pósti og ritvinnslu. Oracle hyggst einnig sýna tæki sitt á Demo ’96. Svíar lækka vexti Stokkhólmi. Reuter. SÆNSKI seðlabankinn lækk- aði á mánudag vexti af skulda- bréfum í endursölu í 8,45% úr 8,66%. Vextirnir gilda við sölu á skuldabréfum með samkomu- lagi um endurkaup eftir 14 daga að sögn bankans. Staða sænsku krónunnar styrktist strax eftir breyting- una og búizt er við að hún haldi áfram að eflast gagnvart mark. Sænska krónan hefur verið í mótbyr síðan Göran Persson íjármálaráðherra lagði fram velferðaráætlun. Electrolux eykur hagn- að um 11% Stokkhólmi. Reuter. HAGNAÐUR sænska heimilis- tækjaframleiðandans Electro- lux jókst um 11% 1995, þrátt fyrir aukinn kostnað efnis, sem bitnaði mest á bandaríska dótt- urfyrirtækinu Frigidaire. Hagnaðurinn 1995 nam 4.00 milljörðum sænskra króna samanborið við 3.60 milljarða 1994. Seltvarfyrir 116.0 millj- arða sænskra króna samanbor- ið við 108.0 milljarða árið á undan og er aukningin 5%. Electrolux hyggst greiða 12,50 s. króna arð á hlutabréf, sömu upphæð og 1994. Fundað um viðskipti við Bandaríkin AMERÍSK-íslenska verslunar- ráðið efnir til hádegiverðar- fundar í Kornhlöðunni í Banka- stræti í dag kl. 12.00. Þar verð- ur fjallað um stöðuna í við- skiptum íslands og Bandaríkj- anna. Frummælendur verða Her- bert Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri, David Wager, efnahags- og viðskiptafulltrúi í sendiráði Bandaríkjanna og Júlíus Vífill Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri hjá Ingvari Helgasyni hf. Hádegisverðarfundur IMARK ÚTFLUTNINGUR FYRSTU SKREFIN Fyrstu skrefin eru oftast þau langmikilvægustu í útflutningi. Yfirleitt fá fyrirtæki ekki annaö tækifæri ef þau gera ekki vel og rétt í upphafi. Hvernig er best aö þessu staðið? Aö hvaöa leyti skiptir stærð og gerð fyrirtækja máli? Hvaða framleiðsluvörur henta best til útflutnings? Frummælendur: Haukur Björnsson, verkefnastjóri Útflutningsráös. Baldur Hjaltason, framkvæmdastjóri Lýsis hf. Daði Harðarson, framkvæmdastjóri Nýrra vídda hf. Fundarstjóri: Árni Geir Pálsson, Mættinum og dýrðinni. Fundurinn verður í Víkingasal 4 hótel Loftleiðum, miðvikudaginn 31. janúar kl. 12:00 -13:30. Pátttökugjald er 1.500 kr. fyrir ÍMARK-félaga en 2.500 kr. fyrir aðra (hádegisverður og kaffi er innifalið). Munið félagsskírteinin. Styrktaraöilar ÍMARK 1995 -1996 eru: Margt smátt OPIN KERFI HF ÍSLANDSBANKI PÓSTUR OG SÍMI ISillllKIill'IHTIIISIIIIrtlil lil. V Viðræður Apple og Sun fóru út um þúfur San Francisco. Reuter. Á olíumarkaði 1991-95 Heildarmarkaður 610 634 627 ®>ÍÞús.tonn 567 — 151 170 - 173 177 Sffl 35% Markaðshlutdeild OLÍS 30’2% 26,6% 197f~Þaraf OLÍS 1991 1992 1993 1994 1995 1991 1992 1993 1994 1995 Mesta eldsneytis- sala ísögu Olís

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.